Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Síðustu forvöð !!!!

wBIRK 290807_JSM2418wBIRK 280807_JSM2187wBIRK 280807_JSM2228

það eru að verða síðustu forvöð að koma í veg fyrir þau hroðalegu mistök að byggja Háskólan í Reykjavík við Hlíðarfót. Framkvæmdir eru í fullum gangi á svæðinu og áætlað er að hefjast handa við nýbyggingu skólans eftir helgi. því er enn tækifæri til að sjá sig um hönd. Ég hef sagt það áður að á því svæði ætti að rísa samgöngumiðstöð og ný flugstöð fyrir innanlands flug. það skal ég lofa ykkur að ef þessi skóli verður reistur, sem því miður er að verða staðreynd, þá er alveg örugt að á fyrsta degi sem hann tekur til starfa, munu byrja að duna kvartanir vegna hávaða ónæðis frá flugvellinum. Háskóli Íslands er það hæfilega langt frá flugvellinum að síður gætir ónæðis þar en þó. Aftur á móti er HR að rísa nær beint undir einni aðflugs stefnunni og það við brautarendan, það sér hver heilvita maður að hrópar á VANDAMÁL. Ég segi vanalega að það eru engin vandamál, heldur mismunandi lausnir, því hefði verið langbesta lausnin að Háskólinn í Reykjavík hefði valið sér lóðina í Garðabæ og þannig haft sérstöðu frá Háskóla Íslands, samanber Háskólinn á Bifröst og fleiri skólar á því stigi, sem fólk velur vegna kyrðarinnar og friðsemdar í umhvefinu.

 


Af hverju ekki að rífa ráðhúsið????

wRk 270707_JSM1036

Það er skemmst frá að segja að á sínum tíma og enn í dag þá er Ráðhús Reykjavíkur á skjön við allt skipulag umhverfis það og stór hópur fólks, þar á meðal minnihluti í borgarstjórn á móti byggingu þess í upphafi. Því er stóra spurningin, hvenær menn vilja rífa   RÁÐHÚSIÐ, menn hafa nefnilega ekki gert sér grein fyrir hve verðmæt lóðin er þarna við Tjarnargötuna? Væri ekki líka ráð að fylla upp í Tjörnina og byggja þar háhýsi? En ef menn halda að ég sé að tala í einhverri alvöru með Tjörnina, þá vil ég taka það fram að ég er fylgjandi því að Tjörnin verði á sínum stað og flugvöllurinn kjurr þar sem hann er. Annars er aleg makalaust, hvað menn vilja vera að rífa alla hluti allt þarf að vera NÝTT, á þá ekki að endurnýja fólkið líka? Er það ekki orðið gamalt drasl, sífelt nöldrandi um allt? Hvar endar þetta?

wRvk 240707_JSM9947

Hugsið málið og skoðið stöðu ykkar, afhverju eru allar eignir á landinu að verða á fárra höndum? Hver á í raun íbúðina sem þú býrð í? Kaupþing, Landsbankinn, Glitnir, Íbúðalánasjóður eða einhver annar fjárfestir sem á veðið í litlu íbúðinni þinni. Ég á alla vega ekki mína, þrátt fyrir að hafa verið að borga af henni í 13 ár.

wRvk 240707_JSM0048


mbl.is Borgarráð samþykkti niðurrif húsa við Laugaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Unglingar og miðbæjar drykkja!!!!!!

wMen 180807_JSM1416

Ég get nú ekki látið hjá líða að skrifa smá um miðbæjardrykkjuna, en líklega flestir sem verst eru á sig komnir hófu drykkjuna í heima húsum og samkvæmt nýjustu upplýsingum, þá eru lílega hugmyndir á lofti um það að selja ekki ölvuðu fólki áfengi alla vega ekki í miðborgarkvosinni. en það gæti tekið með sér nesti að heiman, hvað gera bændur þá? Hins vegar er sorglegt að horfa uppá unglinga sveiflandi bjórdósum og flöskum með áfengum drykkjum, unglingum sem eru jafnvel enn í grunnskóla.

wMen 180807_JSM1449

Fyrir um 7 árum síðan var lögeglan enn sýnileg í miðborginni, þá var það lenska að hópast í miðbæinn og torgið var fullt af fólki, sífeldar fréttir eftir hverja helgi um ölvun og múgsöfnuð í miðborginni. Þá var löggan ekki komin með eftirlitsmyndavélar og þeir þurftu að horfa uppá hroðan með berum augum, þá var löggan ekki komin með stafræn fjarskipti sem getur sýnt hvar löggubílarnir eru niðurkomnir. Nei þá var öldin önnur, þá voru LÖGGUR í miðborginni og fljótir að bregðast við ef einhver brá upp hnefa. Núna horfa þeir bara á skjána á löggustöðinni og horfa uppá lýðinn misþyrma hvert öðru ef ekki að sálga hvor öðrum! Því miður er ekki til nein töfralyf til að koma í veg fyrir ofbeldi, engar snjallar lausnir, aðrar en þær að fólk á að vera gott við hvort annað og elska friðinn.

wMen 180807_JSM1460

Sýnileg löggæsla er besta forvörnin, löggubíll í vegkanti, eða við gatnamót, eða bara á ferðinni, er sennilega ein af bestu forvörnum í umferðamálum og blikka aðeins bláu ljósunum á þá sem eru að gleyma sér, gangandi löggæslumenn í miðborginni og á vappi um iðnaðar og íbúðahverfi, sýnilegir, vingjarnlegir og hjálpfúsir. Þannig áskapa þeir sér virðingu meðal fólksins, þannig eru þeir ÞJÓNAR LAGANA, ekki eitthvað sakavald, sem er fyrst og fremst í huga að nappa einhvern, koma mönnum í handjárn svo þeir geti ekki hreyft sig, eða tjóðrað niður konur ef þær vilja ekki pissa. Það þarf að koma af stað hugarfarsbreytingu og þá á ég við hjá öllum, því ef við getum ekki verið í sambúð í tilverunni í sátt og samlyndi, þá verðum við alltaf í óttanum og vitum aldrei hvað bíður okkar á næsta horni.

Sjá fleiri myndir frá Menningarnótt á;  www.123.is/MOTIVMEDIA

wMen 180807_JSM1433wMen 180807_JSM1451wMen 180807_JSM1471wMen 180807_JSM1504wMen 180807_JSM1508wMen 180807_JSM1512wMen 180807_JSM1520wMen 180807_JSM1465wMen 180807_JSM1527wMen 180807_JSM1397wMen 180807_JSM1405wMen 180807_JSM1917wMen 180807_JSM1534wMen 180807_JSM1553wMen 180807_JSM1565wMen 180807_JSM1570wMen 180807_JSM1598wMen 180807_JSM1614wMen 180807_JSM1637wMen 180807_JSM1648wMn 180807_JSM1930wMn 180807_JSM2055wMn 180807_JSM1954wMn 180807_JSM2023

 


Lögreluríkið ÍSLAND !!!

 

wLR 230207_JSM3106Ég hef sagt það áður og segi það enn, það er með ólíkindum hvað hægt er að leggja sig fram við að eltast við TITTLINGASKÍT, almennur umferðahraði á þessum tvöföldu stofnbrautum í Reykjavík er að jafnaði 80 - 90 Km á klukkustund, meir að segja LÖGREGLAN ekur á þeim hraða með umferðinni.

Ég er þó á því að þegar út fyrir þessar brautir er komið þá skuli vera hertar hraðatakmarkanir að jafnaði 50 og við skóla og þröngum húsagötum 35 Km á klukkustund, það eru svæði sem mikilvægt er að vera vakandi og aka ekki of hratt um. það er náttúrulega hlægilegt ef það er staðreynd að aðeins sé leyfður 60 Km hraði á hringbrautinni frá Snorrabraut að Melatorgi, þar sem við hæfi væri að hafa 80 Km hraðamörk og það 60 Km vestur úr, því þar eru aðstæður allt aðrar. Það virðist vera sem menn gleymi því til hvers við erum á bílum og hvað búi undir því að hafa greiðar samgöngur, hönnuðir umferðamannvirkja halda að málin leysist við að hafa sem flest umferðaljós, NEI og sko aldeilis ekki. Þau eru tæki til að stjórna umferð þar sem annað er ekki í boði.

w112D 110207_JSM8784

Á stórum stofnbrautum eins og Vesturlandsvegi, Reykjanesbraut, Kringlumýrarbraut, Miklubraut, Sæbraut, Hafnarfjarðarvegi og Suðurlandsvegi, ættu EKKI að finnast umferðarljós, heldur mislæg gatnamót af bestu gerð. Það heitir að vera forsjáll og greiða fyrir umferð.


mbl.is 422 ökumenn fá sekt fyrir að aka of hratt á Hringbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðileg MISTÖK, hræðileg MISTÖK !!!!

wBIRK 150807_JSM9262

Ég segi bara ÆÆÆÆÆÆÆ og aftur ÆÆÆÆ, og get ekki annað, þetta verður eitt sorglegasta SKIPULAGS KLÚÐUR sem um getur, þegar fram í sækir. Það er eins og það séu einhver öfl að reyna að brjóta niður starf þessa fína skóla, með því að hola þeim þarna niður, umferðamannvirki á svæðinu og rými fyrir bílastæði er ekki af þeirri stærðargráðunni að þola þetta. Auk þess sem þarna hefði átt að rísa samgöngumiðstöð, sem myndi þjóna sérleyfis og hópferðabílum auk innanlandsfluginu, sem er í löngu úrsér genginni flugafgreiðslu, þó hún standi sig vel. Ég held að menn geri sér ekki grein fyrir því hve mikil mistök þetta séu, skólanum bauðst glæsilegt land í Garðabæ, sem hefði sómt sér vel fyrir þennan virta skóla og þar er nægt landrými til framtíðar og stækkunar síðar. Mér kemur einnig í hug að þarna séu á ferðinni öfl sem knúin eru af þrífættum kerlingum sem vilja flugvöllin burt, en hann verður kjurt.

wRK 280707_JSM1257

Nú þegar er erfit um vik með umferð að Háskóla Íslands sem er hinu megin við Vatnsmýrina, en athugið að þorri þess fólks sem sækir þessa skóla kemur flest úr sömu átt, þannig að álagið á umferðinni um Bústaðaveg, Miklubraut, Hringbraut og ekki síst Flugvallavegin sjálfan á eftir að verða þvílíkt klúður. Menn hafa ekki hugsað um þetta til enda frá öryggissjónarmiði og gera sér ekki grein fyrir því að ein helsta öryggismiðstöð landsins er þarna í miðri hringiðunni við Skógarhlíð, bara sem lítið dæmi, gætu sjúkra og slökkvibílar lent í erfiðleikum með að komast frá Skógarhlíðinni. 

wBIRK 150807_JSM9289

Hins ber svo að geta að stór hluti svæðisins er í mýri sem er 4 til 6 metrar á dýpt og með tiliti til þess að menn eru nú að hugsa um að fara vernda mýrlendi vegna fuglalífs þá ættu menn að fara skoða málin heima hjá sér. Einnig er nú þegar horft til vandamáls vegna hávaða frá flugvellinum því umferðin þar er ekkert að minnka. Sífelt fleiri þotur fara um völlin og er þegar verið að gera ráðstafanir til að hýsa jafnvel enn fleiri þotur auk þeirra sem aðeins stoppa við stutta stund, að ógleymdri Landhelgisgæslunni sem er þarna rétt við hliðina en þyrlur hafa þann ókost að vera með hávaðasömustu loftförum, þó svo að sífeldar nýjungar vinna að því að gera allt flug hljóðlátara og enn öruggara, en flug er líklega einn öruggasti ferðamátin sem hugsast getur

Ég vil taka það fram, að þessi skrif mín um þetta mál eru eingöngu sprottin af vel vild í garð þessarar virtu menntastofnunar, en ég leyfi mér að efast um að þeir sem úthlutuðu þessu landi beri sama hug til Háskólans í Reykjavík, því of mikið ber í milli til þess að þetta muni ganga upp.

wBIRK 150807_JSM9264

Ég skora á viðkomandi aðila að endurskoða þennan gjörning og finna skólanum betri og varanlegri stað þar sem hann getur blómstrað og veitt ungmennum okkar menntun af hæstu gráðu.

 

wBIRK 150807_JSM9237

wBIRK 150807_JSM9250wBIRK 150807_JSM9277 wBIRK 150807_JSM9286


mbl.is Landið helgað með eldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfið leit framundan !!!

FBS 080806_JSM0420

Björgunarsveitarmenn á suðausturlandinu eiga erfit verk fyrir höndum, ef marka má lýsingar kunnugra og þær glæsilegu myndir sem birtust á bloginu hans Sigurpáls, http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/292164/#comment562508 , þá er greinilegt að þarna eru með erfiðustu aðstæðum og líklega sú sorglega staðreynd að piltarnir gætu leynst þarna í einhverri sprungunni. Kunnugir segja að jökullinn sé á mikilli hreyfingu á þessum slóðum og menn sem hætta sér út á ísbreiðuna í skriðjöklinum geta átt von á að ferðast talsvert með honum á skömmum tíma.

w112D 110207_JSM8733

Björgunarsveitir sem koma að leitum sem þessum eru að fórna miklu og leggja sig í mikla hættu á jöklum sem þessum, fórnfúst starf björgunarsveitana er einnig undir vinnuveitendum komið og ætti ríkið að taka tillit til þess með einhverjum hætti, til dæmis með styrkjum eða öðrum viðurkenningum, því oft geta menn verið dögum saman frá vinnu vegna stórra björgunar og leitaraðgerða. Sjálfur hef ég tekið þátt í flestum þeim björgunar og leitar aðgerðum sem komið hafa upp á síðast liðnum fjórum árum og nú síðast með að koma STJÓRNSTÖÐVARBÍL Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, austur í Skaftafell, en hann er eini bíllinn á landinu sem er sérstaklega ætlaður til slíkra verka, en það eru þó til tvær eða þrjár minni útgáfur af álíka bílum. Þessi bíll er komin nokkuð til ára sinna og mætti vera aðeins stærri og er það hugmynd mín að arftaki hans verði í formi rútu á fjórhjóladrifi, með allan þann búnað sem fyrir er í þessum bíl ásamt  litlum eldhúskrók og snyrtingu.  En nýr slíkur bíll kostar amk 20-40 miljónir ef vel ætti að vera og væri það frábært framtak að hið opinbera myndu leggja til fé í þá endurnýjun.

wFBS 060807_JSM8361

Þessi bíll sem nú er í notkun var upphaflega gjöf Kvennadeildar Flugbjörgunarsveitarinnar til starfsins en þær hafa á margvíslegan hátt stutt dyggilega við bakið á starfi sveitarinnar. Ýmsir aðilar hafa lagt til búnað í bílinn Radíóþjónusta Sigga Harðar, Síminn, Opin kerfi og mun fleiri sem ég því miður hef ekki nógu góðar upplýsingar um, en allt það sem bílnum hefur verið lagt til hefur verið notað af kostgæfni og komið í góðar þarfir. Það er einnig deginum ljósara að þörfin fyrir svona bíl er mikil, þó svo að ekki komi mjög oft til að kalla hann út í aðgerðir en þær eru þó nokkrar á hverju ári og eins og með hverja þá útkallseiningu sem til þarf þá þarf hann að vera til staðar þegar þörf krefur. ég hvet alla landsmenn að sýna björgunarsveitunum hlýhug og styðji við bakið á ötulu starfi vaskra manna og kvenna.


mbl.is Enn hefur ekkert spurst til þýskra ferðalanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sið-Menningarnótt landans !!!

wRK 280207_JSM6624

Já kæru landar, þá er stærsta Sið-Menningarnótt ársins liðin og allir komnir til síns heima. Víst er að með því að dreifa atburðum á stærra svæði, þá dreifist mannfjöldinn, en kanski er dgskráin of flókin eða að margir af þessum menningar viðburðum mættu standa lengur yfir eða endurteknir. Suma atburði er af eðlilegum ástæðum ekki hægt að endurtaka, svo sem stærri tónleika og því um líkt. En hvað sem því líður þá er þetta að verða með stærri viðburðum í þjóðfélaginu okkar auk fjölmenningar þjóðfélagsins. Hins ber þó að geta að lögæslan er nokkuð skilvirk þessa helgi en það er líka allt og sumt, eða eins og Þráinn Berelsen segir í pistli sínum í fréttablaðinu 20. ágúst, að það leyfist mönnum allt í miðborg Reykjavíkur sem mönnum leyfist ekki í öðrum bæjarhlutum og nágrana sveitarfélögum, þar með taldi hann upp allt frá afbrotum, innbrotum og í það að menn hafi hægðir sínar á almannafæri. Ég horfði uppá mann um tvítugt ca. kasta af sér vatni við gömlu aðaldyrnar á Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu, sem nú hýsir menntamálaráðuneytið. En ég var aðeins of langt frá til að stoppa þetta af því er ég kom nær tók hann á hlaup til vina sinna og hurfu þeir út í mirkrið á Arnarhólnum. Hann vissi ekki sem var að handan við hornið var bráðabirgða færanleg Lögreglustöð og myndavéla bíll Lögreglunar og slapp því án frekari athugasemda. En hvað skildu menn vera að hugsa sem velja sér slíka staði til að sinna kalli náttúrunnar, sök sér ef menn eru í spreng og fara að næsta trjálundi til að skila notuðu vatni, en að gera slíkt við innganga þar sem fólk fer um er slíkur sóðaskapur að refsa ætti mönnum verulega fyrir slíkt athæfi.

wVH 230207_JSM2901

En hin er svo sagan að almennings salerni eru ekki mörg í Reykjavík og hvergi var að finna á kortum fyrir hátíðahöldin hvar bráðabirgða salerni yrðu staðsett og þau örfáu sem í notkun voru, önnuðu ekki þeirri þörf sem fjöldin krafði. Ýmsir þættir við frmkvæmd Menningarhátíðar hafa ekki verið hugsaðir til fulls og sumir þeirra þættir sem eiga kanski ekki endilega við framkvæmd þessarar hátíðar fremur en annara slíkra, eins og með hvar sé hægt að finna týnd börn sem ráfa frá foreldrum sínum og hvernig eigi að bera sig að með slíkt. ég veit þó að félagsþjónustan í Reykjavík var þó með starfsmenn í þessu hlutverki sem áreiðanlega stóðu sig mjögvel. en leiðbeiningum til almennings um þessa hluti eins og salernisaðstöðu var ábótavant. Sú hefð var að jafnaði hér áður að börn sem höfðu ráfað frá foreldrum sínum á skemmtunum og tónleikum, eins og til dæmis á sautjánda júni, voru venjulega færð á bakvið leiksviðin sem í notkun voru og þar tilkynnt um þau eða auglýst eftir þeim, því það heyra allir á svæðinu.

wRK 280207_JSM6527

Með þessum pistli munu birtast myndir sem ég set inn aðeins síðar því þær eru í annari tölvu sem stendur en skreyti með myndum sem fyrir hendi eru.


Kópvogur í vexti, bara ekki í öfuga átt !!!

_JSM7136Gunnar Birgisson er kappsamur maður, en mér var alltaf kennt að kapp er best með forsjá. Það er deginum ljósara að aukin byggð í vesturbæ Kópavogs gengur ekki upp, það þarf ekki sérfræðinga til að sjá það. Ef ætlunin er að fylla upp allan Fossvoginn og leggja nýjar brautir þar um, þá gæti farið að verða möguleiki, en það er ekki fyrir hendi og stendur ekki til, sama gildir með uppfyllingu í Kópavoginn í átt til Garðabæjar og Arnarnesins. Ég álít að hér sé nóg komið, of mikið er nú þegar byggt á Kársnesinu og geta þær umferðaæðar þar, engan vegin haft undan nú þegar í dag.

Slys 240406_JSM0294

Auking byggðar og stækkun á atvinnuhúsnæði í Smáranum er nú þegar til vandræða og er nú verið að skítredda málunum í aðgengi að því svæði. Mislæg umferðaljós (mislæg gatnamót) Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar, eru algjört klúður og fyrir bragðið hefur aðgengi að þessu svæði verið torvelt og klúðurslegt. Ekkert tillit hefur verið tekið til þess að hundruði barna þurfa að fara yfir fífuhvammsveginn til að sækja grunnskóla, Smáraskóla og Lindaskóla, og á sínum tíma var farið þess á leit við bæjaryfirvöld að lögð yrðu undirgöng undir fífuhvammsveg við Dalsmára, en því var harðlega neitað og talið nóg að hafa gangbrautarljós í staðin. Raunin í dag að umferðin á þessari götu er mikill og eykst með hverju deginum, fleiri þjónustur og verslanir eru að koma á svæðið og hraði bílana er ekki í samræmi við íbúðahverfi, því skipulagið lét þessa miklu stofnbraut kljúfa hverfið og hverfin, með tilliti til skólasóknar grunnskólabarna.

wNT 050207_JSM7032

Það er komin tími til að hanna alvöru samgönguæðar og vistvæn íbúðahverfi, fyrirhyggja er það sem hefur skort á hönnun íbúðahverfa og samgöngumannvirkja á öllu landinu, því miður, því er ekki þörf á að Kópavogsbær haldi áfram sömu vitleysunni og hætti þessari tilraunastarfsemi í hönnun mannvirkja.


mbl.is Kópavogshöfn verður ekki stækkuð gegn vilja íbúanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viku gömul frétt !!!

wFBS 060807_JSM8434

 

Já svo einkennilega vill til að þessi atburður átti sér stað á föstudegi fyrir viku síðan og ég sem fréttamaður lét mér ekki detta annað í hug en að búið væri að segja frá þessu fyrir löngu, hafi mönnum fundist það fréttaefni. En ég kom í Bása á að kveldi sama dag  og var þar við gæslu, aðstoð og öryggisstörf þá helgi. Ég lét mér ekki einu sinni detta það í hug að hafa orð á þessu frekar, því fólk er að deyja eðlilegum dauðdaga og þykir ekkert sérstakt fréttaefni, nema ef eitthvað óeðlilegt hafi valdið þeim örlögum. Kkv Jón


mbl.is Varð bráðkvaddur á göngu við Bása
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki búið að BANNA Akureyringa á Dalvík?

wFBS 060807_JSM8232

 

Ég held að þeir ættu að banna Akureyringa á Fiskidögum á Dalvík, því þeir eru svo erfiðir með víni utan bæjar!!! Það myndi ég telja eftir aðgerðir bæjarstjórnar Akureyrar fyrir verslunarmannahelgina. Einhverjum hefði fundist þetta vera óeðlileg aðskilnaðarstefna, að leggja þennan aldurshóp (18-23 ára) í sér þjóðflokk sem er óvelkomin meðal Akureyringa. Þeir eru kanski æðri kynstofn en við hin. Best er að allir séu jafnir(þó sumir séu jafnari) og vera vinir, elskast og njóta tilverunar. Hvaða uppá tæki skildum við eiga von á næst, ég bara spyr???


mbl.is „Ótrúlegt mannhaf “ á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband