Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Þá er AFAstelpan fædd 50 cm og 15 merkur!

Já litla daman dreif sig bara í heiminn í kvöld. Ég var hjá þeim um kvöldmatarleitið er dóttirinn fór að fá mikla samdráttarverki og ákvað ég þá að tengdasonurinn hefði samband við fæðingardeildina og tilkynnti komu þeirra. Ég tók Afastrákinn hann Jotta og gerðum við okkur klára með að hann yrði hjá Afa í nótt. Það var lítið mál fyrir okkur strákana og fórum við að ná í Árna Snæ móður bróður Jotta, en hann var að keppa fyrir hönd Breiðabliks við strákana í Víking í 3ja flokki í fótbolta og gerðu þeir sér lítið fyrir og sigruðu 4 - 1.

En hvað varðar litlu dömuna, þá kom hún í heiminn kl 20:52 GMT og var við fæðingu hraust og heilbrigð, 50 centimetra löng og 15 merkur, end eru foreldrar hennar og litli bróðir voða stolt af henni. Hvað þá Afinn sem vart gat mælt orð af munni, er tengdasonurinn lét mig vita um dömuna, örfáum mínútum eftir fæðingu hennar, tárinn fylltu augnkvarmana af gleði og kverkarnar fóru í lás. Var þetta í annað sinn sem þetta gerðist fyrir mig í dag, en ég fylgdi góðum vin til grafar fyrr í dag og hitti þar fyrir vini okkar og það hendir mann að tilfinningarnar fari með mann. Vinurinn hét Jón Ólafsson og gjarnan kenndur við Snæfisk sem hann átti og rak með myndarbrag í um áratuga skeið, blessuð sé minning hans og megi algóður Guð styrkja fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímamótum.

Við Jotti ætlum að hvíla okkur vel í nótt og heimsækja mömmu og litlu systir hans í fyrra málið. Megið þið öll eiga góðar stundir, kær kveðja Jón 

wJOD 260608_JSM1949wJOD 260608_JSM1975Þá eru komnar nýjar myndir fá tengdasyninum af Prinsessunni!

wJGD 300608_01920wJGD 300608_01928


Jæja þá er það nýja útlitið!

photo_144.jpgphoto_145.jpg

 

Þar kom að því að ég skrifaði fáeinar línur, en miklar annir hafa veri hjá mér síðan ég skrifaði síðast. En drengirnir í fjölskyldunni eru allir búnir að fá sumar klippinguna, þeas "JORDAN", en það er eitthvað sem mig hefur alltaf langað að prófa en ekki komið í verk og ekki fengið leyfi til að gera, fyrr en ég tók af skarið núna. Dæmi hver fyrir sig hvort þetta bara fari ekki kallinum vel, læt frá mér heyra og skrifa meira fljótt aftur.

kær kveðja Jón


Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband