Erfið leit framundan !!!

FBS 080806_JSM0420

Björgunarsveitarmenn á suðausturlandinu eiga erfit verk fyrir höndum, ef marka má lýsingar kunnugra og þær glæsilegu myndir sem birtust á bloginu hans Sigurpáls, http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/292164/#comment562508 , þá er greinilegt að þarna eru með erfiðustu aðstæðum og líklega sú sorglega staðreynd að piltarnir gætu leynst þarna í einhverri sprungunni. Kunnugir segja að jökullinn sé á mikilli hreyfingu á þessum slóðum og menn sem hætta sér út á ísbreiðuna í skriðjöklinum geta átt von á að ferðast talsvert með honum á skömmum tíma.

w112D 110207_JSM8733

Björgunarsveitir sem koma að leitum sem þessum eru að fórna miklu og leggja sig í mikla hættu á jöklum sem þessum, fórnfúst starf björgunarsveitana er einnig undir vinnuveitendum komið og ætti ríkið að taka tillit til þess með einhverjum hætti, til dæmis með styrkjum eða öðrum viðurkenningum, því oft geta menn verið dögum saman frá vinnu vegna stórra björgunar og leitaraðgerða. Sjálfur hef ég tekið þátt í flestum þeim björgunar og leitar aðgerðum sem komið hafa upp á síðast liðnum fjórum árum og nú síðast með að koma STJÓRNSTÖÐVARBÍL Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, austur í Skaftafell, en hann er eini bíllinn á landinu sem er sérstaklega ætlaður til slíkra verka, en það eru þó til tvær eða þrjár minni útgáfur af álíka bílum. Þessi bíll er komin nokkuð til ára sinna og mætti vera aðeins stærri og er það hugmynd mín að arftaki hans verði í formi rútu á fjórhjóladrifi, með allan þann búnað sem fyrir er í þessum bíl ásamt  litlum eldhúskrók og snyrtingu.  En nýr slíkur bíll kostar amk 20-40 miljónir ef vel ætti að vera og væri það frábært framtak að hið opinbera myndu leggja til fé í þá endurnýjun.

wFBS 060807_JSM8361

Þessi bíll sem nú er í notkun var upphaflega gjöf Kvennadeildar Flugbjörgunarsveitarinnar til starfsins en þær hafa á margvíslegan hátt stutt dyggilega við bakið á starfi sveitarinnar. Ýmsir aðilar hafa lagt til búnað í bílinn Radíóþjónusta Sigga Harðar, Síminn, Opin kerfi og mun fleiri sem ég því miður hef ekki nógu góðar upplýsingar um, en allt það sem bílnum hefur verið lagt til hefur verið notað af kostgæfni og komið í góðar þarfir. Það er einnig deginum ljósara að þörfin fyrir svona bíl er mikil, þó svo að ekki komi mjög oft til að kalla hann út í aðgerðir en þær eru þó nokkrar á hverju ári og eins og með hverja þá útkallseiningu sem til þarf þá þarf hann að vera til staðar þegar þörf krefur. ég hvet alla landsmenn að sýna björgunarsveitunum hlýhug og styðji við bakið á ötulu starfi vaskra manna og kvenna.


mbl.is Enn hefur ekkert spurst til þýskra ferðalanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Við Íslendigar erum svo heppin :) Eigum þrautreyndt og hörkuduglegt hjálparsveitarfólk og ekki megum við gleyma að allt er þetta í sjálfboðavinnu.

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 22.8.2007 kl. 13:53

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Tek undir þetta.  Það er ótrúlegt hvað hjálparsveitirnar leggja á sig og við sendum auðvitað hlýja strauma og styðjum við þær eftir föngum. Vona og bið að þjóðverjarnir finnist.

Vilborg Traustadóttir, 22.8.2007 kl. 17:41

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Hjálparsveitirnar eru eitt  það  besta í samfélagi okkar.  

María Kristjánsdóttir, 24.8.2007 kl. 07:35

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er svo stolt af mönnunum í leitarsveitinni. Er með hugann hjá þeim og kveikti ljós í morgun fyrir þá.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 10:05

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Flott færsla hjá þér. Það veitir ekki af að minna okkur á þetta.

Steingerður Steinarsdóttir, 24.8.2007 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband