Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Nú vantar JAKANN!!

Já í eina tíð voru forystumenn sem voru reiðubúnir til að berjast fyrir bættum kjörum, aðstöðu og aðbúnaði. Nú á dögum eru allir með hugan við VISA reikningin og sumarbústaðina og þora ekki í kjarabaráttu, ég segi hér aftur og enn að Ísland og íslenska þjóðin á það mikin auð að ef honum væri deilt á réttlátan hátt og ekki væri svindlað og braskað, á þjóðinni af GRÆÐGI, þá gætu allir lifað í sátt og alsgnægtum. Ísland getur orðið fríríki ef svo ber undir, ég tala nú ekki um ef farið veður að vinna olíu á Drekanum.

Framsýnarfólk haldið uppi merki kjarabaráttu, það er skoðanafrelsi í landinu og við verðum ekki að vera öll sammála um allt, en stundum þarf að mætast og sætast.

ÁFRAM ÍSLAND

wRK 280207_JSM6527w1M 010508_JSM8160


mbl.is Segir að ólíkar skoðanir séu bannaðar innan ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já Elskan !!!

Læknirinn sagði að það mætti aldrei segja NEI við þær, því þá fengjum við ekki að vaska upp með þeim. En svona alhæfing er svolítið á gráu svæði. Vissulega er aldrei verra að þær séu unglegar og í sífeldum æskublóma en það er ekkert gefið. Sumar konur virðast aldrei eldast nokkurn hlut og svo eru sumar sem verða gamlar á unga aldri. Ég held að aðalatriðið sé að finnast maður sé ekki eldri en maður vill og vera ungur í anda og glaður og jákvæður. Engin ein uppskrift er til fyrir hamingju en ef maður leggur sig fram um að vera sáttur og umburðarlyndur þá ganga hlutirnir miklu betur.

wungfrvl_220409_jon7168.jpgmotiv-link_110209_wwjon9965_792119.jpg


mbl.is Mælt með að konan sé yngri og klárari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalokin í uppsiglingu !!!.......

Efnahagur fólksins í landinu er ekki á þeim nótum að það fari að bæta við sig áskriftum. Flestir sem ég þekki hafa veið að segja upp áskriftum til að eiga fyrir mjólk og brauð og smá í matinn, dag frá degi. Launin eru ekki að hækka og ríkisstjórnin boðar auknar álögur á landsmenn, þrátt fyrir að hafa ætlað að slá skjaldborg um heimili landsins og öll kosningaloforð eru orðin tóm og jafnvel svik í andhverfu sinni. Hverjum dettur þá í hug að fara að selja áskrift að einu ÓDÝRASTA sjónvarpsefni sem framleitt hefur verið. Menn verða að hafa eitthvað bitastætt til að selja svo varan verði keypt.

Þó að Bæjarins Bestu sé ekki flottasti matsölustaður landsins, þá er hann með framúrskarandi góðar pylsur sem allir kunna að meta, þó það sé ekki eins íburðar mikið og nautasteik Bernais á Holtinu, enda kostar það mörgum sinnum meira, en samanburðurinn felst í því að ef Holtið er sama og til dæmis RÚV að þá er Skjárinn aðeins eins og brauðið af pylsunni því að það vantar oftast pylsuna og meðlætið með. Ég óska Skjá einum alls hins besta og hefur oft dottið á gott efni sem því miður hefur ekki verið oft og ekki enst, en hins vegar verið hinum stöðvunum hvatning til að gera enn betur og halda sér í formi.

Sjónvarpsefni almennt hefur verið að þynnast út jafnt og þétt á undanförnum árum, ímyndanir, Óraunveruleiki og allskyns rugl hefur fengið að sjást á skjám fólks og hefur oft frekar skekkt raunveruleika fólks frekar en að skerpa hann. Stöð tvö hefur tekið svo sannarlega þátt í þeim ósköpum og er þar til marks um ósköpin að þau eru helst send út í ólæstri dagskrá því það vill engin kaupa svona rugl saman ber Auddi og Sveppi og þess háttar rugl.Þó mega stöðvarnar eiga það að enn eru fréttir sendar út óruglaðar en skildu menn taka uppá því að selja aðgang að þeim líka? Maður veit aldrei hvað kemur næst!

 

wsilvercloud_190709_jon5707_881932.jpg wungfrvl_220409_jon7013.jpg w5dans_070209_jon6020.jpg


mbl.is SkjárEinn verður áskriftarstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband