Er ekki búið að BANNA Akureyringa á Dalvík?

wFBS 060807_JSM8232

 

Ég held að þeir ættu að banna Akureyringa á Fiskidögum á Dalvík, því þeir eru svo erfiðir með víni utan bæjar!!! Það myndi ég telja eftir aðgerðir bæjarstjórnar Akureyrar fyrir verslunarmannahelgina. Einhverjum hefði fundist þetta vera óeðlileg aðskilnaðarstefna, að leggja þennan aldurshóp (18-23 ára) í sér þjóðflokk sem er óvelkomin meðal Akureyringa. Þeir eru kanski æðri kynstofn en við hin. Best er að allir séu jafnir(þó sumir séu jafnari) og vera vinir, elskast og njóta tilverunar. Hvaða uppá tæki skildum við eiga von á næst, ég bara spyr???


mbl.is „Ótrúlegt mannhaf “ á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða bull er þetta maður??

Hvernig dirfistu að stimpla alla Akureyringa eins og þú gerir útfrá ákvörðun örfárra einstaklinga í bæjarstjórn??

Ég er í hópi mikils meirihluta Akureyringa  sem er hundóánægður með þessa ákvörðun og hefði svo gjarnan viljað fá sem flest fólk á aldrinum 18-23 ára í bæinn um versló.

Mæli með að menn hugsi aðeins áður en þeir fleygja fram svona yfirlýsingum. 

Þorvaldur Helgi Sigurpálsson (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 19:22

2 Smámynd: Jón Svavarsson

Slakið á, slakið á, auðvitað er þetta bara skens á þessa fáránlegu ákvörðun bæjarstjórnarinnar, ég þekki marga góða Akureyringa og dettur ekki hug að meina þeim eitt eða neitt, menn mega ekki taka þessu svona alvarlega og verða lesa á milli línanna þar sem hláturinn hehehehehehehe er alsráðandi.

Kær kveðja Jón, Reykvískur kópavogsbúi á stór Kópavogssvæðinu.

Jón Svavarsson, 10.8.2007 kl. 19:29

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

segi það sama og Þorvaldur

Huld S. Ringsted, 10.8.2007 kl. 19:34

4 Smámynd: Jón Svavarsson

Það er leitt ef fólk sér einhverja andúð í garð Akureyringa, í þessum skrifum mínum, ef fólk finnur einhverja andúð í þessu þá er það eingöngu í garðilla ígrundaðra ákvarðanna stjórnvalda sem við höfum valið hverju sinni til að bera hag okkar fyrir brjósti og vera ekki að brjóta niður mannvænlegt samfélag og koma fólki upp á móti hverju öðru. Bara fyrirgefðu Huld ég skil ekki hvað þú ert að segja með þessum orðum þínum. nema að þú hafir ekki verið búin að lesa svarið hér að ofan.

Kær kveðja Jón vinur Akureyrar.

Jón Svavarsson, 10.8.2007 kl. 19:48

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þessi furðulega ákvörðun bæjarstjórnarinnar á eftir að kalla fram viðbrögð á næstu misserum.  Trúðu því eða ekki- það kemur bara í ljós.  Hugsa að einhverjir hefðu nú hummað ef akureyringum væri meinaður aðgangur að fiskideginum mikil, jafnvel þó það væru aðeins 18-23 ára akureyringar...............

Vilborg Traustadóttir, 10.8.2007 kl. 19:57

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það að þú skulir stimpla alla í sama hóp hérna á Akureyri vegna ákvörðunar bæjarstjórnar er álíka og það sem bæjarstjórn gerði, að stimpla aldurinn 18-23 ára ómögulega.

Huld S. Ringsted, 10.8.2007 kl. 19:59

7 Smámynd: Jón Svavarsson

Elsku Huld, fyrir það fyrsta er fyrirsögnin í spurnarformi, og ég var ekki að stimpla Akureyringa frekar en nokkra aðra í þjóðfélaginu, hvort sem þeir eru íslenskir eða aðfluttir, eða af einhverjum öðrum kynstofni en við, því öll erum við fólk sem á að geta lifað saman í sátt og samlyndi, þó svo að fólkvítt og breitt um heiminn sé að drepa hvort annað og þá mest fyrir það að hafa sínar skoðanir á málunum eða iðka aðra trúarsiði en hinir, því engin trú er fremri en önnur og öll höfum við rétt á að hafa okkar skoðanir og trú. ég vona að þú farir að sjá sneiðina í skrifum mínum sem beint var að stjórnendum Akureyrarbæjar en ekki akureyringum sem eru yndislegt fólk.

Kveðja úr Kópavoginum

Jón Svavarsson, 10.8.2007 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband