Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Hverjir eiga landið ????

wHLv 240706_JSM8891 wHLv 280706_JSM0017

Það er orðið svolítið algengt að stórjöfrar og stórfyrirtæki telji sig geta tekið ákvarðanir um allt og alla. Þegar um er að ræða að gera ríka ríkari, þá er engin hörgull á að leyfa alla hluti og sóa almannafé í allskyns gæluverkefni. Vissulega er ávinningur af stóriðju og vatnsaflsvirkjunum, en allt er gott í hófi, sem er eitt af því sem þeir ríkari kunna sér ekki. Ég tel okkur Íslendinga vel efnaða, því við eigum ýmistlegt sem aðrar þjóðir eiga ekki, hreint vatn, jarðvarma, fallega náttúru, mislynd veður og vatnsaflsorku meir en við höfum nauðsyn fyrir. Kanski verður í framtíðinni olía, ef það finnst eitthvað af henni á landhelgi Íslands. En takið eftir þetta eru allt auðæfi sem eru í eign þjóðarinnar og ekki misskilja, það hafa nefnilega ákveðnum hópum verið leyft að hafa forgang á þessi auðæfi, eins og fiskveiðikvótan, yfirtöku ríkisbankana og fleira sem okkar þjóðkjörnufulltrúar hafa tekið ákvarðanir um að selja og gefa frá þjóðinni. Þannig hafa nokkrir fengið forgang um að sölsa undir sig auðæfum sem á að standa skil á til þjóðarinnar. sjáið nú með Samvinnutryggingar, hvað var að gerast þar? Jú menn fóru á sellufund til að reyna að finna leið til að komast hjá því að deila auðæfunum með skrílnum, því þetta eru svo miklir peningar. Dæmigert fyrir svona klíkur sem á erlendumáli væru kölluð mafía. Er ekki að fara að koma að skuldaskilum? Er þetta ekki meir og minna það sem þjóðin á og hefur unnið að hörðum höndum frá því að íslendingar öðluðust sjálfstæði, eru það ekki við öll sem eigum þetta allt saman? Hvenær fáum við að njóta þeirra afurða? Allt eru þetta áleitnar spurningar sem ég held því miður að verði þaggaðar niður, hraðar en þeim skaut upp!


mbl.is Fagna samþykkt um Urriðafossvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífið er hvefult !!!

  wKóp 050407_JSM5011wRvik 180407_JSM9954

Jæja, þá er komið að því að skrifa smá í blogið, en ég hef verið upptekin við ýmistlegt annað að undanförnu. En þó hefur maður séð og heyrt margt sem ástæða er til að gera smá athugasemdir við. Það kom mér spánkst fyrir sjónir og eyru þegar einn af ritstjórum vikurits hér í bæ, hélt því fram á dögunum, að hann hefði aldrei farið með rangt mál á prenti né orði, hver skildi vera þá ástæða þess að hann hefur hrakist frá einum fjölmiðli til annars, ég bara spyr? Meðferð hans á málefnum líðandi stundar, neikvæðni og andstyggileg heit, í garð mannfólksins, hefur ekki átt nein takmörk. Mörg fjölskylduleiðindi hafa orðið í kjölfar skrifa hans um hörmungar sem jú sumar hverjar eru sannar, en oft má satt kyrt liggja og ekki er nauðsyn að núa salti í sárin. Manngæska er eitthvað sem þessi viðkomandi er alveg gersneyddur af og er með ólíkindum hvað fólk gefur skrifum hans gaum, vonandi er það bara til að geta komist að þeirri sorglegu niðurstöðu sem hér að ofan greinir. Þetta eru sennilega þau neikvæðustu skrif sem ég hef nokkurn tíma sett í ritað mál og það er sorglegt til þess að vita að vera knúin til slíkra hluta, sjálfur er ég jákvæður að upplagi og illa við neikvæðni, því bið ég velvirðingar á því að hafa farið á þessa braut núna en stundum er mælirinn fullur og það þarf að hella úr honum.

 

En í aðra sálma, undanfarið hafa verið umfjallanir um álver, virkjanir, netbú og hvaðeina annað, sem er mál allra landsmanna, því allur þessi búskapur færir okkur tekjur, tekjur sem annars koma ekki annarsstaðar frá. Því er það mín skoðun að það er ekki eingöngu mál Hafnfirðinga hvort það verði álver eða stækkun þess. Allir Íslendingar hafa notað álpappír og nota mikið af honum yfir sumartímann á grillinu. Það er þó mín skoðun að aðgæslu er þörf í öllum málum, sér í lagi þar sem mengun og náttúra er annars vegar. Það hef ég sannreynt að álverið í Straumsvík er ein af þeim verksmiðjum þar sem mikill metnaður er lagður í þau mál, sjálfur hef ég átt kost á því að kynnast starfseminni sem fram fer í kerskálanum og steypuskálanum og verð ég að segja, að með tilliti til alls hitans og orkunar sem þar fer í gegn þá kom mér á óvart hve gott andrúmsloft er þar innan dyra og ef öll þessi mengun og spilling á umhverfinu sem sumir vilja af láta ætti við rök að styðjast þá ætti að vera óbærilegt þarna inni. Hins vegar þarf alltaf að sýna þessum þáttum ítarlega aðgæslu og aðhald svo allt fari ekki úr böndunum. Stóriðja og virkjanir eru mál allra landsmanna rétt eins og öll samgöngumál eru einnig mál allra landsmanna, hvort heldur er verið að tala um Reykjanesbraut, Suðurlandsveg, jarðgöng til Siglufjarðar eða Reyðarfjörð, hvort heldur er verið að tala um Keflavíkurflugvöll, staðsetningu Reykjavíkurflugvallar eða rekstur minni flugvalla út á landi. Við höfum jú lagt í allar þessar framkvæmdir okkur til handa, þessir vegir og flugvellir eru fyrir okkur en ekki bara einhverra fárra. Þessi mannvirki eru á þessum stöðum vegna þess að einhverjir hafa séð að þarna væri þeim best fyrir komið þó svo að í undatekningar tilfellum hafi þeim brugðist bogalistin. Hinsvegar eru allt of mörg umferða mannvirki ekki rétt hönnuð og útfærð og eru þar af leiðandi til trafala en eru ekki að þjóna þeim tilgangi sem þeim er ætlað, sem er að koma fólki og farartækjum á milli staða á skjótan og öruggan hátt. Það er því vert að gafa slíkum ákvörðunum meiri gaum en gert er og það grátlega er að oft er verið að spara aurin og kasta krónunni.

 

Það eru því ýmis málefnin sem eru mál allra landsmanna og hef ég áhyggjur á virkjunum á neðrihluta Þjórsár, þar eru náttúruperlur sem eru í allra augsýn og þykist ég sannafærður um að ef að til virkjana komi á þeim svæðum að þá sé nauðsynlegt að koma hlutum þannig fyrir að sem minnst rask verði á umhverfinu og að þessi fallegi Urriðafoss verði ekki eyðilagður. Sjálfur er ég hlyntari gufuafls virkjun því þar er lágmarks spjöll á umhverfi og miklu meira afturkræft en í vatnsaflsvirkjunum. En þar deila menn kanski um úthald þeirra orkugjafasem virðast nær ótæmandi en það þarf ekki nema einn góðan jarðskjálfta til að loka þeim orkuleiðum og eða til að auka orku birgðirnar, slíkt er ekki hægt að spá um fyrir svo áreiðanlegt sé. Ég læt þessum skrifum mínum ljúka með þessum orðum og vonast til að stjórnvöld taki skynsamlegar ákvarðanir, að bæjarfélög taki ekki einhliða ákvarðanir um málefni sem varða alla þjóðina og afkomu byggðarinnar á þessari paradís sem Ísland er.

Kveðja Jón


Kæru landar !

þá er best að reyna hvort það gangi að skrifa smá blog, en síðast er ég reyndi þá vildi ekkert vistast. En frá því síðast að ég skrifaði eitthvað er svo margt búið að vera að gerast og því lítill tími fyrir skrif á veraldar vefinn, en hér er allavega smá kveðja og ef hún vistast þá kemur meira fljótlega. kær kveðja Jón

Að sjálfsögðu verður Flugvöllurinn kyrr á sínum stað.

Rvk 060306_JSM3798_MG_4367wFMFI 260806_JSM4935wFMFI 260806_JSM4819

Steingerður Steinarsdóttir vitnar flugatvik sem endaði nokkur hundruð metra frá leikskóla við Ægissíðuna. En það er svo skrítið hvernig Borgin velur staði fyrir leikskóla, því oft eru þeir í umhverfi þar sem þeir eiga ekkert erindi og oft eru spennistöðvar Orkuveitunar við hliðina eða í sama húsi, sem að til langtíma er litið, er jafnvel enn hættulegra, ef að sú kenning á við rök að styðjast að rafsvið frá spennistöðvum valdi krabbameini.

En hvað varðar slysahættu af flugvöllum almennt þá er slysatíðni á flugvöllum hérlendis það verulega lág, að það er ekki einu sinni rök gegn flugvellinum í Vatnsmýrinni. Slys á Reykjavíkurflugvelli hafa orðið nokkur þessi SEXTÍU ár sem hann er búin að vera í notkun og ef miðað er við umferð, fjölda lendinga og flugtaka ásamt farþega fjölda sem um hann fara, þá liggur við að hægt væri að fullyrða að flugvöllurinn sé slysalaus því svo fá slys hafa orðið á Reykjavíkurflugvelli. Það hafa orðið nokkur flugatvik eða óköpp, þar sem flugvélar hafa farið fram af flugbraut, magalent, runnið út af braut vegna hálku, en nær ekkert af þeim atvikum eru skilgreind sem slys. Öryggi í flugsamgöngum er með því mesta sem gerist í heiminum, hér á Íslandi þrátt fyrir að við búum við einar erfiðustu aðstæður hvað varðar óbilgjörn veður, eða eins og landsmenn vita þá er oft ófært á marga staði úti á landi, oft svo að dögum skiptir og jafnvel vikum. En á móti er sára sjaldan ófært til Reykjavíkur því flugvöllurinn er svo vel staðsettur með tilliti til veðurs, að jafnvel oftar er hann notaður til vara fyrir Keflavíkurflugvöll, heldur en Keflavík fyrir Reykjavíkurflugvöll. Auk þess eru í kjölfarið íslenskir flugmenn með þeim hæfustu sem völ er á vegna erfiðra aðstæðna á Íslandi til flugs og öðlast íslenskir flugmenn því meiri reynslu á styttri tíma en flugmenn sem þjálfaðir eru í löndum sem hafa stöðugra og betra veður, því eru íslenskir flugmenn eftirsóttir víða um heim og eru tugir að störfum hjá erlendum flugfélögum.

Ef fólk telur að það sé slysahætta af flugvellinum í Reykjavík, þá eru sömu hættur allsstaðar þar sem flugvöllurinn yrði settur niður og jafnvel meiri hættur ef eitthvað er, með tilliti til veðuraðstæðna og fleiri þátta. Við eigum að vera stolt af þessum örugga og góða flugvelli, sem Bretar og Bandaríkjamenn létu okkur eftir 1946, er þeir afhentu flugvöllin Íslendingum og takið eftir ekki bara Reykvinginum. Reykjavíkurflugvöllur er eign allra landsmanna og er að meginhluta á landi ríkisins en ekki borgarinnar. Þess vegna er það alveg forkastanlegt að aðeins Reykvíkingar voru látnir kjósa um hann á sínum tíma, því þeir eiga ekki flugvöllin heldur ÞJÓÐIN.


Þarf frekari vitnanna við !

wFMFI 260806_JSM5178BIRK 040507_JSM4837wFMFI 260806_JSM5670BIRK 010107_wJSM3139

Þessar upplýsingar eru af vef veðurstofunar og segja allt það sem segja þarf um mismun á veðurfari á Hólmsheiði og á móti í vatnsmýrinni. Nú er að verða nóg komið um allt fjas og kjaftæði um að flytja Reykjavíkurflugvöll, fólk þarf að fara að vitkast og taka sönsum. Flugvöllurinn er ein mikilvægasta samgönguæð landsins og ein sú hættu minnsta, þrátt fyrir að flugsamgöngur séu stundum taldar varasamar þá er lægst slysatíðni í flugsamgöngum í öllum heiminum og ekki hvað síst á Íslandi. Þrátt fyrir að einhver hávaði fylgi sumum flugvélum þá er hann hverfandi og sífelt er verið að framleiða hlóðlátari vélar í þau tæki. Ef grannt væri gáð þá er ég viss um að hávaðamengun frá bílaumferð á Hringbrautinni sé margfalt meiri, því vert að skoða afhverju Hringbrautin var ekki sett í stokk í gegnum Vatnsmýrina, sem þurfti hvort eð er að grafa út vegna jarðvegsskipta, því mýrin er að jafnaði lágmark 4-6 metrar niður á fast ef ekki sumstaðar meiri.

 Ein aðal ástæða þess að Vatnsmýrin varð fyrir valinu á flugvallarstæði, eru veðurfarslegar eins og dæmið hér sannar og nú er bara sumar, hvað þá á köldum vetrarveðrum með ísingu og öllum pakkanum, er fólk tilbúið að skipta yfir í meiri áhættu og færri flugdaga, vegna þess að þá yrði flugvöllurinn mun oftar lokaður vegna veðurs, NEI ég held ekki.

Miðvikudagur 6.jún kl. 9:00 Reykjavík

 11° 10    

Straumsvík 10° 12  

Korpa 11° 11  

Geldinganes 11° 13  

Hólmsheiði 17  

Garðabær – Vífilsstaðavegur 10° 13  

Einarsnes í Skerjafirði 12° 7    

Kjalarnes 11° 12  

heimildir Veðurstofa Íslands


Hvað segir þetta okkur????

_JSM7136   wLR 230207_JSM3106 

Enn eitt sumarið er hafið og fréttir af stórafrekum Lögreglunar um allt land þar sem þeir liggja tímunum saman úti í vegkanti þjóðvegana að mæla hraða ökumanna. Skildi ekkert annað vera að gera hjá þeim? Ég bara spyr, því mér finnst of mikið gert úr öllu þessu tali um hraða, á kostnað aðal ástæðu fyrir umferðar slysum! Vissulega magnast afleiðingar slysa eftir því sem hraðinn er meiri, en það er ekki hraðinn sem veldur slysunum! Skortur á árverkni og athyglisskortur ökumanna er ein aðal ástæða fyrir því að það verða slys og ef hraðinn er einn þátturinn í orsök slyss þá er það vegna þess að viðkomandi var ekki að aka eftir aðstæðum og er það alvarlegt gáleysi.

Allir þessir útlendingar sem teknir eru fyrir að aka yfir leyfðum "Hámarks hraða" eru líklega vanir því heima fyrir að aka á slíkum hraða, því víða á þjóðvegum erlendis er leyfður 110 KM hraði og sumstaðar jafnvel meiri hraði eða ótakmarkaður eins og á hraðbrautum þýskalands. En það sem skilur þarna að er, að flestir þessir erlendu ökumenn eru betur vakandi við aksturinn og sýna meiri tilitsemi sem er mikill skortur á hjá íslenskum ökumönnum. "Þeir skulu sko ekki fara framúr mér þessir Jónasar" eða eitthvað í þá áttina. Þegar ég tók ökuprófið á sínum tíma þá var mikil áhersla lögð á það, að ökumaður sem á eftir ekur gefur merki um að hann vilji fara fram úr þá beri skilyrðislaust að hleypa honum framhjá með tilheyrandi merkjagjöf, svo fremi að ekki sé umferð á móti og það sé hægt að gera það án mikillar áhættu, þetta er eitt af því sem margir gefa ekki gaum að.

Eflum umferða fræðsluna, þjálfum ökumenn með réttum formerkjum, komum í veg fyrir slysinn með því að vera vakandi við aksturinn, gefa stefnumerki og sýna ýkta tillitsemi.

Góða ferð, kveðja Jón


mbl.is Ferðamenn teknir fyrir hraðakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það kom að því!!!

 

BIRK 040507_JSM4837

Þetta er það sem kallað var í sveitinni; týðindi til næsta bæjar, já það er sko virkileg tíðindi þegar Bændasamtökin eru farin að greiða háar upphæðir til KLÁM iðnaðarins í stað þess að hafa selt þeim gistingu og fæði í nokkra daga og fengið eðlilega fengið fé til rekstrarins, í stað þess að greiða þeim. Hefði þessu fé ekki verið betur varið í eðlilegri uppbyggingu á ferðamannaþjónustu eða bara árshátíð starfsfólksins, ÉG bara spyr????


mbl.is Fallast á sáttagreiðslu vegna afboðunar klámráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband