Að sjálfsögðu verður Flugvöllurinn kyrr á sínum stað.

Rvk 060306_JSM3798_MG_4367wFMFI 260806_JSM4935wFMFI 260806_JSM4819

Steingerður Steinarsdóttir vitnar flugatvik sem endaði nokkur hundruð metra frá leikskóla við Ægissíðuna. En það er svo skrítið hvernig Borgin velur staði fyrir leikskóla, því oft eru þeir í umhverfi þar sem þeir eiga ekkert erindi og oft eru spennistöðvar Orkuveitunar við hliðina eða í sama húsi, sem að til langtíma er litið, er jafnvel enn hættulegra, ef að sú kenning á við rök að styðjast að rafsvið frá spennistöðvum valdi krabbameini.

En hvað varðar slysahættu af flugvöllum almennt þá er slysatíðni á flugvöllum hérlendis það verulega lág, að það er ekki einu sinni rök gegn flugvellinum í Vatnsmýrinni. Slys á Reykjavíkurflugvelli hafa orðið nokkur þessi SEXTÍU ár sem hann er búin að vera í notkun og ef miðað er við umferð, fjölda lendinga og flugtaka ásamt farþega fjölda sem um hann fara, þá liggur við að hægt væri að fullyrða að flugvöllurinn sé slysalaus því svo fá slys hafa orðið á Reykjavíkurflugvelli. Það hafa orðið nokkur flugatvik eða óköpp, þar sem flugvélar hafa farið fram af flugbraut, magalent, runnið út af braut vegna hálku, en nær ekkert af þeim atvikum eru skilgreind sem slys. Öryggi í flugsamgöngum er með því mesta sem gerist í heiminum, hér á Íslandi þrátt fyrir að við búum við einar erfiðustu aðstæður hvað varðar óbilgjörn veður, eða eins og landsmenn vita þá er oft ófært á marga staði úti á landi, oft svo að dögum skiptir og jafnvel vikum. En á móti er sára sjaldan ófært til Reykjavíkur því flugvöllurinn er svo vel staðsettur með tilliti til veðurs, að jafnvel oftar er hann notaður til vara fyrir Keflavíkurflugvöll, heldur en Keflavík fyrir Reykjavíkurflugvöll. Auk þess eru í kjölfarið íslenskir flugmenn með þeim hæfustu sem völ er á vegna erfiðra aðstæðna á Íslandi til flugs og öðlast íslenskir flugmenn því meiri reynslu á styttri tíma en flugmenn sem þjálfaðir eru í löndum sem hafa stöðugra og betra veður, því eru íslenskir flugmenn eftirsóttir víða um heim og eru tugir að störfum hjá erlendum flugfélögum.

Ef fólk telur að það sé slysahætta af flugvellinum í Reykjavík, þá eru sömu hættur allsstaðar þar sem flugvöllurinn yrði settur niður og jafnvel meiri hættur ef eitthvað er, með tilliti til veðuraðstæðna og fleiri þátta. Við eigum að vera stolt af þessum örugga og góða flugvelli, sem Bretar og Bandaríkjamenn létu okkur eftir 1946, er þeir afhentu flugvöllin Íslendingum og takið eftir ekki bara Reykvinginum. Reykjavíkurflugvöllur er eign allra landsmanna og er að meginhluta á landi ríkisins en ekki borgarinnar. Þess vegna er það alveg forkastanlegt að aðeins Reykvíkingar voru látnir kjósa um hann á sínum tíma, því þeir eiga ekki flugvöllin heldur ÞJÓÐIN.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já sammála ræðumanni!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.6.2007 kl. 10:10

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ÞAr sem þessi flugvöllur er eign annarra en Rvíkinga, segi ég sem Rvíkingur.  Takið helvítis draslið og setjið niður þar sem hanner ekki fyrir þróun og framförum í Rvík.

Svo að þessu sem þú kallar öryggismál.  Veit til, að oft hvefur hurð skollið nærri hælum í aðflugi og raunar fráflugi líka (vélar missa mótor í fráflugi landsbankastjóri fórst eftir að hafa ,,misst mótor í flugtaki")  Nei þetta bretajukk er bara fyrir og flestum til ama.

Miðbæjaríhaldið 

Bjarni Kjartansson, 11.6.2007 kl. 09:23

3 Smámynd: Jón Svavarsson

Þetta er alveg dæmigert fyrir yfirgangs rudda úr Reykjavík, þeir vilja ryðjast inn á land sem þeir ekki einu sinni eiga eða hafa nokkuð tilkall til. Ef miðbæjaríhaldið er svona hrætt við að það driti á það fugl þá ætti það að búa í helli langt uppi á öræfum þar sem ekkert fugla líf er. Því það hafa nefnilega fleiri farist í umferðaslysum á Hringbrautinni, á síðustu tíu árum en á flugvellinum í Reykjavík á síðustu sextíu árum, hvað þá ef við teljum allt 101, 105 og 107 svæðið og öll umferðaslysin þar, því það eru þau svæði sem umlykja flugvöllin. Í guðana bænum hættið svo þessu þróunnar kjaftæði, betur væri að hlúa að því sem fyrir er en að vera eyða miljörðum aðeins til þess að örfáir fasteignabraskarar geti náð sér í nokkrar ódýrar milljónir. Og hana nú.

Jón Svavarsson, 12.6.2007 kl. 01:38

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta er alveg rétt hjá þér Nonni. Öll þjóðin á að kjósa um svona mál. Þess vegna hef ég aldrei skilið hvers vegna Austfirðingum fannst Reykvíkingar engan rétt hafa til að tjá sig um Kárahnjúkavirkjun hvað þá kjósa um hana.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.6.2007 kl. 10:55

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flugvöllinn áfram á sínum stað, alveg sammála.  Góður punktur þetta með leikskólann og staðsetningu ýmissa slíkra. Oft byggja menn á ótrúlegustu stöðum, þar sem eitthvað miður gott er í nánd og svo eftir X tíma þá láta þeir eins og eggið hafi komið á undan hænunni og vill hina burt.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.6.2007 kl. 19:08

6 Smámynd: K Zeta

Getum við ekki minnkað hann og haldið honum þannig?  Ég á góðar minningar frá þessum flugvelli frá þeim árum sem ég lærði flug en maður verður að hugsa gagnrýnt og án tilfinninga.

K Zeta, 17.6.2007 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband