Lífið er hvefult !!!

  wKóp 050407_JSM5011wRvik 180407_JSM9954

Jæja, þá er komið að því að skrifa smá í blogið, en ég hef verið upptekin við ýmistlegt annað að undanförnu. En þó hefur maður séð og heyrt margt sem ástæða er til að gera smá athugasemdir við. Það kom mér spánkst fyrir sjónir og eyru þegar einn af ritstjórum vikurits hér í bæ, hélt því fram á dögunum, að hann hefði aldrei farið með rangt mál á prenti né orði, hver skildi vera þá ástæða þess að hann hefur hrakist frá einum fjölmiðli til annars, ég bara spyr? Meðferð hans á málefnum líðandi stundar, neikvæðni og andstyggileg heit, í garð mannfólksins, hefur ekki átt nein takmörk. Mörg fjölskylduleiðindi hafa orðið í kjölfar skrifa hans um hörmungar sem jú sumar hverjar eru sannar, en oft má satt kyrt liggja og ekki er nauðsyn að núa salti í sárin. Manngæska er eitthvað sem þessi viðkomandi er alveg gersneyddur af og er með ólíkindum hvað fólk gefur skrifum hans gaum, vonandi er það bara til að geta komist að þeirri sorglegu niðurstöðu sem hér að ofan greinir. Þetta eru sennilega þau neikvæðustu skrif sem ég hef nokkurn tíma sett í ritað mál og það er sorglegt til þess að vita að vera knúin til slíkra hluta, sjálfur er ég jákvæður að upplagi og illa við neikvæðni, því bið ég velvirðingar á því að hafa farið á þessa braut núna en stundum er mælirinn fullur og það þarf að hella úr honum.

 

En í aðra sálma, undanfarið hafa verið umfjallanir um álver, virkjanir, netbú og hvaðeina annað, sem er mál allra landsmanna, því allur þessi búskapur færir okkur tekjur, tekjur sem annars koma ekki annarsstaðar frá. Því er það mín skoðun að það er ekki eingöngu mál Hafnfirðinga hvort það verði álver eða stækkun þess. Allir Íslendingar hafa notað álpappír og nota mikið af honum yfir sumartímann á grillinu. Það er þó mín skoðun að aðgæslu er þörf í öllum málum, sér í lagi þar sem mengun og náttúra er annars vegar. Það hef ég sannreynt að álverið í Straumsvík er ein af þeim verksmiðjum þar sem mikill metnaður er lagður í þau mál, sjálfur hef ég átt kost á því að kynnast starfseminni sem fram fer í kerskálanum og steypuskálanum og verð ég að segja, að með tilliti til alls hitans og orkunar sem þar fer í gegn þá kom mér á óvart hve gott andrúmsloft er þar innan dyra og ef öll þessi mengun og spilling á umhverfinu sem sumir vilja af láta ætti við rök að styðjast þá ætti að vera óbærilegt þarna inni. Hins vegar þarf alltaf að sýna þessum þáttum ítarlega aðgæslu og aðhald svo allt fari ekki úr böndunum. Stóriðja og virkjanir eru mál allra landsmanna rétt eins og öll samgöngumál eru einnig mál allra landsmanna, hvort heldur er verið að tala um Reykjanesbraut, Suðurlandsveg, jarðgöng til Siglufjarðar eða Reyðarfjörð, hvort heldur er verið að tala um Keflavíkurflugvöll, staðsetningu Reykjavíkurflugvallar eða rekstur minni flugvalla út á landi. Við höfum jú lagt í allar þessar framkvæmdir okkur til handa, þessir vegir og flugvellir eru fyrir okkur en ekki bara einhverra fárra. Þessi mannvirki eru á þessum stöðum vegna þess að einhverjir hafa séð að þarna væri þeim best fyrir komið þó svo að í undatekningar tilfellum hafi þeim brugðist bogalistin. Hinsvegar eru allt of mörg umferða mannvirki ekki rétt hönnuð og útfærð og eru þar af leiðandi til trafala en eru ekki að þjóna þeim tilgangi sem þeim er ætlað, sem er að koma fólki og farartækjum á milli staða á skjótan og öruggan hátt. Það er því vert að gafa slíkum ákvörðunum meiri gaum en gert er og það grátlega er að oft er verið að spara aurin og kasta krónunni.

 

Það eru því ýmis málefnin sem eru mál allra landsmanna og hef ég áhyggjur á virkjunum á neðrihluta Þjórsár, þar eru náttúruperlur sem eru í allra augsýn og þykist ég sannafærður um að ef að til virkjana komi á þeim svæðum að þá sé nauðsynlegt að koma hlutum þannig fyrir að sem minnst rask verði á umhverfinu og að þessi fallegi Urriðafoss verði ekki eyðilagður. Sjálfur er ég hlyntari gufuafls virkjun því þar er lágmarks spjöll á umhverfi og miklu meira afturkræft en í vatnsaflsvirkjunum. En þar deila menn kanski um úthald þeirra orkugjafasem virðast nær ótæmandi en það þarf ekki nema einn góðan jarðskjálfta til að loka þeim orkuleiðum og eða til að auka orku birgðirnar, slíkt er ekki hægt að spá um fyrir svo áreiðanlegt sé. Ég læt þessum skrifum mínum ljúka með þessum orðum og vonast til að stjórnvöld taki skynsamlegar ákvarðanir, að bæjarfélög taki ekki einhliða ákvarðanir um málefni sem varða alla þjóðina og afkomu byggðarinnar á þessari paradís sem Ísland er.

Kveðja Jón


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband