Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
29.4.2007 | 23:59
Eru skólayfirvöld í Kópavogi algjörlega sofandi!!!
Maður leiðir hugan að því verulega alvarlega, hvað sé að gerast þegar svona atburðir eiga sér stað. Það er ekki eins og um ósynda byrjendur sé að ræða, með fullri virðingu fyrir börnunum, heldur er þarna á ferðinni sennilega þokkalega vel syndur drengur, en samt kemur eitthvað uppá. Hvar er þá laugarvarslan? Hvar eru þá baðverðir? Hvar voru kennararnir? Allir þessir þættir eiga að tryggja það að voða atburðir sem þessi geti ekki átt sér stað! En þeir gerast samt, ein skíringin gæti verið sú að of fáir starfsmenn eru við gæslu bæði á böðum og við laugarbarmana! Það hefur tíðkast í íþróttahúsum bæjarins að börnin fara ekki í sturtuböð eftir íþróttatíma, því þeim er það ekki skilt því það eru ekki nógu margir starfsmenn til að líta eftir þeim í búningsklefunum og böðunum. sama er uppi á teningunum í sundlaugunum nema að þar er skilda að fara í bað fyrir sund vegna hreinlætis krafna.
Mörg eineltismálin eiga rætur sínar að rekja til búnings og baðklefana, því þar eru allir nokkuð berskjaldaðir og gæsla lítil sem engin. Því geta börnin og unglingarnir haft sína hentisemi að vild. Það er því ljóst að skólayfirvöld, skólanefnd og fræðsluskrifstofa Kópavogs, hafa ekki staðið sig sem skildi, því í fjölda ára hefur verið talað um þennan vanda en ekkert gert í málunum. Fljótlega eftir opnun á nýja hluta Kópavogslaugar varð banaslys í lauginni, þá skildi maður hafa ætlað að metnaður væri fyrir því að slíkt gæti ekki átt sér stað aftur. En svo virðist ekki vera, þrátt fyrir að settar voru nýjar og strangari reglur um baðvörslu í sundlaugum almennt í landinu, og þá spyr maður um hvort að þeim reglum sé ekki fylgt í hörgul?
Hvað þurfa foreldrar að óttast mikið um öryggi barnanna áður en eitthvað róttækt er gert í málunum? Ég hef verið foreldri grunnskólabarna í Kópavogi síðast liðin tuttugu ár og á eftir að fylgja barnabörnum til grunnskólasóknar, en mér óar við því ef ekki er farið að vanda meira til þessara hluta en raun ber vitni. Skólanefnd Kópavogs hefur ekki verið að vinna að heilbrigði og öryggi barnanna síðast liðin misseri, mikið hefur dregið úr árverkni skólanefndarinnar frá síðustu kosningum og er ekki hægt að átta sig á því hvað þar er að gerast því fundargerðir skólanefndar Kópavogs eru þær innihaldslausustu sem á blað er skrifað og kallaðar eru fundargerðir, það hefur því miður loðað við hana lengur en eitt kjörtímabil en það hefur ekkert lagast, það getur hver sem er dæmt um fyrir sig sjálfur með því að fletta þeim upp.
Nei, nú er mál að linni! Við foreldrar grunnskólabarna eigum kröfur á um að betur sé gert en raun ber vitni, það er nokkuð ljóst að ekki er farið að reglum um öryggi í sundlaugum og íþróttahúsum í Kópavogi! Það er því BRÝN þörf á að bæta úr því umsvifalaust!
Enn haldið sofandi á gjörgæsludeild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2007 | 22:30
Norska samsærið er að virka!!!
Spaugstofan fór skemmtilega með útskýringar á norska samsærinu. Valgerður gift Norðmanni, Geir Haarde af norskum uppruna, ásamt fleiri ráðherrum og fyrrverandi ráðherrum. Ég spyr, fyrir hverjum er verið að verja okkur Íslendinga? Okkar versti óvinur á síðustu árum eru Norðmenn, sem slegist hafa við okkur um Síldina, Smuguna og ýmistlegt annað. Þjóðverjar hafa sýnt þessu áhuga, enda voru þeir búnir að fá þann áhuga fyrir seinni Heimsstyrjöldina, en bretar voru sneggri að hernema Ísland og byggðu þennan glæsilega flugvöll í Vatnsmýrinni, sem nú er ein öflugasta samgöngu æð landsins að keflavíkurflugvelli frátöldum. Kanski er bara tími Þjóðverja komin og þeir taki upp þráðin þar sem frá var horfið fyrir tæpri öld síðan.
Hæl Litli
Ingibjörg Sólrún: Eðlilegt að gera samkomulag við Norðmenn og Dani | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2007 | 14:33
Reykjavíkurflugvöllur er eign allra landsmanna!!!
Myndirnar eru frá Flugdegi 26. ágúst 2006.
Kæru Landsmenn, hver segir að fólk setji það ekki fyrir sig að fara alla leið til Keflavíkur til að fara til útlanda, það tekur lágmark 45 mínútur að aka þessa leið sem mörgum hefur þótt einn hættulegasti kafli ferðarinnar er fólk fer erlendis. Það eru jú rútuferðir, en þær koma ekki að sækja þig upp að dyrum, heldur verður fólk að taka a.m.k. leigubíl á móts við Flugrútuna, eða fá ættingja til að aka sér annað hvort í rútuna eða alla leið til Keflavíkur, eða skilja bílinn eftir í kostnaðarsamri bílageymslu, allt er þetta til að íþyngja fólki sem þarf að sækja flug til Keflavíkur, eða það sem flestum finnst svo dýrt sem er að taka leigubíl alla leið. Ég er viss um að það liði ekki langur tími þar til fólk færi að kvarta undan öllu þessu oki og amstri bara til að komast til Akureyrar eða eitthvað annað út á land, það færi tvöfalt til þrefallt meiri tími bara að koma sér í flugið heldur en flugið sjálft. Nei vinur þetta er ekkert gamanmál, að flytja flugvöllin er ekki nein lausn heldur óþarfa kostnaður sem við eigum að nota í annað gagnlegra, eins og menntamál, heilbrigðismál og margt það sem fólki finnst ekki lagi fyrir eins og umferðamannvirki sem eru mörgum sinnum hættulegri en flugvöllurinn. Auk þess gleymir fólk því, þá aðallega Reykvíkingar, að landið sem flugvöllurinn er á, er að mestu leiti eign ríkisins en ekki borgarinnar, löndin þar sem fólk vill flytja flugvöllin á er einnig í meirihluta eigu annara en borgarinnar og ekki síður verðmæt lönd með sinni náttúruverndunarsvæðum vegna vatnasöflunar, fuglalífs, gróðurs og áfram mætti telja. Hvar eru þá umhverfissjónarmiðin, hverjir eru þá að vernda landið, er þá allt í lagi að setja umhverfissjónarmið til hliðar?
Flugkveðja Jón
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.4.2007 | 10:46
Mínútur skipta máli !!!
Já mínútur skipta verulegu máli, þegar eldur og mannslíf eru annarsvegar. Eins og Björn brunamálastjóri sagði í viðtali við Mbl, að 2004 er eldur kom upp í Lækjargötu 2, þá skipti það sköpum um að slökkvilið var komið á staðinn á fimm mínútum, hver mínúta skiptir verulegum sköpum við slíkar aðstæður. Margar ransóknir hafa verið gerðar og fræðslumyndir sýndar þar sem eldi hafði verið komið af stað við ýmiskonar aðstæður, eins og vindlingaglóð í sófa, klæði yfir borðlampa ofl þar sem eldur hefur oft hafist í húsum og hefur tímalínan á móti eldumfangi alltaf borið lægri hlut fyrir eldumfanginu því það eykst hraðar en tímalínan fær að vaxa og auk þess margfaldar sig með hverri sekúndu meir en nokkurn grunar. Auk þess sem eldur sogar í sig allt súefni sem hann nær í og það eitt kæfir fólk auk alls reyksins sem fylgir með. Það eru all mörg hús og merkar byggingar á landinu sem eru friðaðar, og því væri eðlilegt að slíkar byggingar væru í opinberi eigu sem eru einu aðilanir sem hafa burði til að varðveita þær og endurbæta til að tryggja þær sem best. Aðeins örfáir einstaklingar og þá helst eigna samsteypur hafa fjármagn til að gera nausynlegar úrbætur til að auka eldvarnir í gömlum húsum, en ég held að þessir peningamenn sjái samt önnur not fyrir peningana en að leggja þá í slíkar fjárfestingar, því þær skila svo litlum arði (eiginlega bara í mínus peningalega) en menningararðurinn er ómetanlegur og það sjá ekki peningamenn eða MAMONSMUNKAR. Það væri leitt að sjá á bak þessari sjón sem fyrir augum hefur verið frá upphafi byggðar í Reykjavík, sennilega væri skynsamlegast að byggja alveg nýtt hús í Austurstræti 22, og þá í sömumynd og það gamla, en þó með öllum nýjustu eldtejandi efnum og öllum þeim eldvörnum sem hægt er. Skynsamlegt væri að borgin myndi leysa til sín húsin og greiða eigendum sanngjarnt verð fyrir það þannig að brunatryggingar þess gengu til borgarinnar á móti og það yrði endurreist á þessum forsemdum, sama gildir um Lækjagötu húsin og að endurreisn lokinni þá yrði útboð um rekstur veitinga staðar á efrihæð Lækjargötu og á neðri hæðum yrðu verslanir álíka þeim sem þar eru fyrir auk ferðamanna verslunum og upplýsingaþjónustu, jafnvel ferðaskrifstofur. Auk þess væri möguleiki á að koma upp sögusafni um byggingu og vöxt Reykjavíkurborgar, auk sögu byggingarlistar íslenskra hönnuða, sem margir hverjir eru einnig vel þekktir erlendis.Ps; sjáið myndir FRÁ BRUNANUM á vefnum www.123.is/MOTIVMEDIA
Ekki hægt að setja kröfur um að hús séu endurbyggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2007 | 18:27
Afhverju ertu að þessu Bergsteinn??????
Þú sem fullvaxta maður með þokkalega greind ættir ekki að vera að slá svona fullyrðingum fram. Það er hægara sagt en gert að fá húsaeigendur til að klára þær endurbætur sem þeim er fyrir lagt, meir að segja opinberum fyrirtækjum. Ég veit til þess að gefin var út mjög svört skírsla um ástand eldvarnamála í Grunnskólum Kópavogs fyrir um ári síðan, mörg af þeim atriðum voru ítrekanir á eldri kröfum, jafnvel all nokkura ára gamlar sumar, enn er lítið sem ekkert farið að hafast við því að klára þau mál á þeim bæ. Ýmsar fyrirmæltar endurbætur á eldvörnum í þinni tíð eru sjálf sagt enn í ólestri, svo hver ætti að líta sér nær. Eflaust er hægt að gera miklu meira í eldvarnarmálum og margt af því kostar ekki mikið og er það því synd ef menn hafa komist upp með það árum saman að slugsa með hlutina. "en það er gott að búa í Kópavogi, jafnvel þó allt brenni.
Fyrrum brunamálastjóri segir eldvarnareftirlit hafa brugðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2007 | 09:44
Frábær frammistaða slökkviliðs !!!!!!
Það var engum blöðum um það að fletta að þarna var unnið stórvirki í slökkvistarfi. Slökkvilið annarsstaðar í heiminum hafa verið í mun meiri vandræðum með mun auðveldari eldsvoða viðfangs en þennan. Sjálfur hef ég í starfi mínu verið vitni að fjölda eldsvoða hérlendis og get fylgst með slökkviliðum að starfi við allskyns erfiðar aðstæður. Hér held ég þó að stóra áskorunin hafi komið. Í fjölmörg ár hefur veið rætt um eldhættu í eldri hverfum þar sem mikið er um gömul timburhús og rafkerfi þeirra jafnvel orðið gamalt og varhugavert. Eins hefur verið rætt um erfiða aðkomu slökkviliðs víða í gamlabænum, þar sem götur eru þröngar og bílum lagt handahófskennt og frjálslega út um allt. Það er kanski ekki öllum ljóst við hvað var að etja þarna í Austurstrætinu, því þarna var í gangi tímasprengja sem ómögulegt var að reikna út. Þá á ég bæði við fyrir og í brunanum, því tímaspursmál var hvenær það kæmi upp eldsvoði þarna í þessum húsum og eða sambærilegum, og hvernig eldurinn gæti breiðst út. Útbreiðsla eldsins hefði getað verið mun meiri yfir í öll nærliggjansi hús, meðal annars Hressingarskálann. Framganga slökkviliðsins við að bjarga því sem bjargað var í húsunum við Lækjargötu var með ólíkindum hreint frábær. Öll lögmál segja að þau hús hefðu fuðrað upp, því vindurinn sem var allnokkur strengur yfir torgið blés virkilega vel í glæðurnar og bara það gerði slökkvistörfin margfalt erfiðari fyrir vikið. Ef borgaryfirvöld kunna að meta það hve frábært slökkvilið við höfum í Höfuðborginni þá ættu þeir að gefa þeim verulegan auka bónus í launaumslagið næstu mánaðamót, því þeir hafa sannarlega unnið fyrir því. Margir halda að vera slökkviliðs maður sé bara að sitja og horfa á sjónvarp með kaffibollan í annari hendi og kleinu í hinni! Nei og sko aldeilis ekki, það eru daglegar æfingar, líkamsrækt, umhirða búnaðar og tækja og þrotlaust starf sem framkvæmt er reglubundið. til dæmis með heimsóknum til fyrirtækja með rekstur sem talin er meiri eldhætta af en annar og eins til að kynna sér húsaskipan ef eldsvoða ber upp og reykkafarar þurfa að fara inn til að bjarga fólki, þá er betra að þekkja leiðirnar um viðkomandi hús í stórum dráttum. Til hamingju með frábæran árangur í slökkvistarfinu, Slökkvilið Höfuðborgar Svæðisins.
Íkveikja ekki útilokuð í rannsókninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2007 | 11:12
Var þetta löggildur fánadagur hjá KR?
Fjölmiðlamenn sendir á vettvang vegna KR-fána á Akranesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2007 | 10:52
Farið nú að HÆTTA þessu kjaftæði!!!!!!!!!!!!!
Nú fer maður að fá alveg upp í kok af kjaftæði og bulli! Að flytja FLUGVÖLLINN er eins fjarstæðukennt og að flytja Ráðhúsið á Hveravelli, það er eins fjarstæðukennt og að flytja Perluna á Selfoss með öllum tönkunum að auki. Vita menn ekki ennþá að það er ástæða fyrir því að þessir hlutir eru þar sem þeir eru? Perlan og tankarnir eru til að halda uppi jöfnum þrýstingi og byrgðum af heitu vatni fyrir borgina til upphitunar. Flugvöllurinn er til að við getum ferðast til og frá landsbyggðinni og öðrum löndum, sem segir að það er verið að nota þessa hluti af fullum krafti! Og hvað á þá svona an.... frekja að þýða? Það eru nóg lönd fyrir húsbyggingar á Hólmsheiðinni og ef það er ekki nógu veðursæll staður fyrir íbúðabyggð, hvað þá flugvöll! Ég segi bara eins og Skrámur sagði forðum" Við önsummusmusm þessu ekki". farið nú að vitgast og hugsið ykkur nær, hvað ef fólkið í Hvassaleitinu vill flytja Kringluna, því það er svo mikið ónæði og hávaði frá henni og fyllerí á kvöldin. Höfum bara hlutina eins og þeir eru og endurbætum heldur það sem við höfum. Öflug SAMGÖNGUMIÐSTÖÐ við Hlíðafót í stað þess að reyna að hola þar niður Háskóla sem verður alltof lítill áður en hann verður byggður, Háskólinn sem hefði sómt sér vel á Vífilstaðalandinu, eins og í boði var og miklu meiri möguleikar á að stækka hann í tímansrás.
Jón Svavarsson flugmaður.
Fagna niðurstöðu skýrslu um Hólmsheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.4.2007 | 02:33
Æjææ þar fór sumahótelið!!!
Ég sem var farin að hlakka til að fá gistingu þarna í rómantísku sólsetri í sumar, þar fór það. Ég verð þá bara að gera eitthvað annað, en til hamingju Nesskip þetta fór betur en Víkartinndur, sælla minninga. Kv Jón
Wilson Muuga stefnir til Hafnarfjarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2007 | 08:51
Hver er þá lagastoðin?
Upptökur dugðu ekki til sakfellingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Frétta viðhorf og samfélagið !
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 18.2.2021 Miðborgir/bæjir og Borgarlína gegn bílafólki!
- 15.5.2020 Það er ekki örugt nema það sé örugt!
- 26.4.2020 Kominn tími til !
- 29.3.2011 ICESLAVE NEI TAKK !!!
- 16.11.2010 Á VIRKILEGA AÐ FAGNA MISGJÖRÐUM !!!
- 16.10.2010 ENN er KINDABYSSUNNI veifað !!!!
- 16.10.2010 Þeir RÍKU verða ríkari og FÁTÆKIR fátækari !!!
- 16.6.2010 Bara loka Borginni vesta Elliðaár !!!
- 6.6.2010 Bara rekan og ráða nýjan !!!
- 19.5.2010 Lokum bara LANDSPÍTALANUM hann er hvort eð er svo dýr í rekst...
- 19.5.2010 Ég skal kaupa HS Orku !!!
- 3.5.2010 Blekking til að fá að Hækka IÐGJÖLD!
- 28.4.2010 Enda flokkur í ÚTRÝMINGARHÆTTU !!!
- 13.4.2010 MISTÖK Á MISTÖK OFAN !!!
- 1.4.2010 Alltof seint í rassin gripið !!!
Spurt er
Tenglar
Ljósmyndun
Upplýsingar og þjónusta fyri ljósmyndara.
- MOTIV Ljósmyndaþjónusta
- Framköllun stækkanir Einnig atburða vefur til að kaupa myndir
- MOTIV ljósmyndir
- Sölu og viðgerðarþjónusta Myndavélar og fylgihlutir.
- Ljósmyndavefur sala Ragnar Th.
- Myndabanki Stock photos
- MOTIV á 123.is
Bloggvinir
- kleopatra7
- olinathorv
- gudruntora
- nanna
- lillagud
- stjornlagathing
- draumur
- dagsol
- kreppan
- kally
- raksig
- herdis
- annamargretb
- margretrosa
- helgafell
- lauola
- bjarkey
- netauga
- domubod
- ingunnjg
- keg
- steingerdur
- annaragna
- liljan
- trukona
- lady
- estro
- sms
- bifrastarblondinan
- agny
- katja
- eddabjo
- alla
- gudridur
- jona-g
- nupur
- blekpenni
- asgerdurjoh
- kolgrima
- katrinsnaeholm
- halkatla
- gislina
- tothetop
- fia
- kolbrunb
- jarnskvisan
- thorasig
- bryndisisfold
- jonaa
- gudfinna
- thorbjorghelga
- eyglohardar
- helgasigrun
- vglilja
- ranka
- abg
- joninaben
- gurrihar
- motiv
- doritaxi
- edvard
- formula
- fridrikomar
- gunnarkr
- ktomm
- ragnarborg
- reynsla
- siggisig
- stormsker
- sveinnhj
- konur
- 810
- annakr
- addamaria
- alfheidur
- asdisran
- astan
- begga
- beggibestur
- benna
- beggabjuti
- biddam
- birgitta
- brostubara
- brynja
- bubot
- daman
- diddan
- ellasprella
- erlaosk
- estersv
- evathor
- fanneybk
- fannygudbjorg
- fararstjorinn
- fjola
- fridust
- gmaria
- grazyna
- goodster
- gudrunjona
- gudrunmagnea
- gyda
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- hlinnet
- hugrenningar
- idno
- ingabesta
- ingibjhin
- ingibjorgelsa
- ippa
- ipanama
- isdrottningin
- jahernamig
- kittysveins
- kketils
- klaralitla
- konukind
- ladyelin
- lara
- larahanna
- liljabolla
- margretloa
- mariaannakristjansdottir
- mariakr
- marzibil
- mongoqueen
- ollasak
- olofdebont
- pannan
- ragnhildur
- roslin
- ringarinn
- saedis
- saragumm
- sifjar
- sigrunfridriks
- sirrycoach
- skessa
- steinunnolina
- stinajohanns
- sveitaorar
- thorunnvaldimarsdottir
- villagunn
- id
- morgunbladid
- vestfirdir
- armannkr
- biggibraga
- binnirarfn
- bjarnihardar
- brandarar
- brandurj
- businessreport
- drengur
- ea
- esv
- fiskholl
- folkerfifl
- fridjon
- fsfi
- gattin
- gebbo
- golli
- gudmundurmagnusson
- gudni-is
- hafstein
- hlekkur
- hnodri
- hogni
- hvala
- ibb
- icekeiko
- jax
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kentlarus
- ketilas08
- killerjoe
- korntop
- krams
- kristinnhalldor
- krilli
- ljosmyndarinn
- malacai
- nosejob
- olafurfa
- omarragnarsson
- ottarfelix
- pallvil
- palmig
- photo
- runarsv
- saethorhelgi
- skrekkur
- stebbifr
- steinibriem
- svei
- thj41
- vefarinnmikli
- valurstef
- vefritid
- iador
- svanurg
- ksh
- margretsverris
- einarorneinars
- ejk
- heidihelga
- benediktae
- baldher
- elvira
- rannveigh
- addags
- minos
- heidarbaer
- aslaugfridriks
- naflaskodun
- jyderupdrottningin
- franseis
- hrannsa
- valdimarjohannesson
- arnthorhelgason
- bookiceland
- minnhugur
- thordisb
Eldri færslur
2021
2020
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Nýjustu færslurnar
- Húsnæðisáætlanir sem gleyma fólkinu
- Bæn dagsins...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Til almennrar dreifingar!
- Aðildarviðræður við ESB koma ekki til greina
- Leggja niður þá starfsemi sem hefur ekki brýn verkefni með höndum
- Snobbað lúsmý, glaður intróvert og hnausþykk ferilskrá
- Prósent eða prósentustig, þar er efinn
- Eyðilagt bankakerfi
- Krónan er ekki vandi