Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Gjaldið Keisaranum !!!

wRK 280207_JSM6527Stundum er verið að hengja bakara fyrir smið. Stundum er verið að íþyngja mönnum með byrði sem þeir hafa jafnvel ekki átt að bera. En ríkið vill alltaf sitt hvað sem það kostar og hana nú!
mbl.is 8,5 milljóna sekt fyrir að standa ekki skil á skatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjum er hægt að treysta????

wRK 280207_JSM6624Enn og aftur er það að koma upp að akupmenn eru ekki að hugsa um hag viðskiptavina sinna, heldur eigin BUDDU. Sífelt er að koma í ljós að almenningur er ekki að njóta þeirra kjarabóta sem þeim eru ætluð. Í ræðu sinni á landsfundi sjálfstæðismanna, sagði Geir Haarde orðrétt; það er komin tími til að fara að hugsa um hag einstaklingsins í stað heildarinnar og almennings, sem er í réttu hlutfalli við þær kenningar sem flokkurinn er hrifnastur af, að gera þá AUÐUGU enn AUÐUGRI, og að gera þá fátækari FÁTÆKARI. Skrítin viska þetta, ef þeir fátæku hætta að hafa efni á að versla þá leggst öll verslun af og viðskipti dragast saman, hver á þá að borga?
mbl.is Lækkun á matvælaverði skilar sér misjafnlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er allt saman UNAÐSLEGT !!!

wMatf 140407_JSM8775               wMatf 140407_JSM9008 

Súkkulaði og súkkulaði er ekki sama og súkkulaði, það vita þeir sem framleiða, versla og meðhöndla það, og koss er ekki sama og koss, það fer eftir því hverjir kyssast. Skildu þessir vísindamenn hafa tekið inn í þessa ransókn álíka frávik og það getur gefið tilefni til? Eða var þetta bara einföld tilraun? Ekki er ég maður til að efast um árangur þessarar tilraunar en finnst samt eins og þetta sé of mikil alhæfing. Ég hef verið þeirrar gæfu njótandi að hafa verið sölumaður á súkkulaði og löngu eftir að ég hætti því fékk ég tækifæri til að heimsækja og skoða frá A-Ö eina af frægustu súkkulaðiverksmiðjum í heimi, Valrohna í suður Frakklandi, en þar kyntist maður því að það er alls ekki sama súkkulaði og súkkulaði, vinnsluferlið er mis langt og notkun á sykri er mismikill og skemur sem vinnsluferillinn er því meiri sykur. Því lengri sem vinnsluferlið er því minna af sykri og súkkulaðið verður hreinna. Ég hef ýmiskonar reynslu af kossum og þeir hafa alla jafnan sömu áhrif, en eru mismunandi, hvort þeir eru munn við munn, eða bara á kinn.  Heart InLove
mbl.is Súkkulaði hefur meiri áhrif á heilann en ástríðufullur koss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmigert !!!

wVH 230207_JSM2901 

Þetta atvik sýnir og sannar að það kemur alltaf í bakið á þingmönnum, hversu illa þeir stjórna landinu. Sala Símans hefur ekkert lagað símaþjónustu á landsbyggðinni og Steingrímsfjarðarheiðin er eitt besta dæmið um það að ekki skuli vera GSM samband, sem væri mjög auðveldlega hægt að leysa strax í upphafi rekstrar á GSM kerfinu. Vegna þess að á miðri heiðinni er mastur og búnaður fyrir endurvarpa Almannavarna og þar væri kjörið að setja upp GSM sendi og þá væri símasamband á allri heiðinni amk þar sem hún er hæst og það næði þá jafnvel inn í hluta af djúpinu. En þar sem ríkið á ekki síman lengur þá er það enn erfiðara að fá slíka þjónustu því þá væri svo lítil notkun á þessum sendi að hann mundi ekki teljast borga sig. Þar með væri ÖRYGGINU fyrir borð borið og enn ekkert símasamband. Veltið þið nú þessu bara fyrir ykkur ÞINGMENN, Kristinn og Sturla. Kveðja Jón


mbl.is Kristinn H. Gunnarsson lenti í bílveltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallegustukonur í heimi !

425830AÞað er engum blöðum um það að fletta, að íslenskar konur eru fallegustu konur í heiminum og allstaðr þar sem menn finna fallegar konur þá er ég viss um að þær eigi ættir að rekja til íslenskra kvenna. Við skulum bara muna það að Íslendingar eru fremstir og bestir í öllu, sem þeir taka sér fyrir hendur. Keppnin í gærkveldi sýndi og sannaði alla þessa fegurð. Í hvert sinn sem þessi keppni er haldin þá er gerð ný sviðsmynd, sem í sjálfu sér er allt í lagi, en hún er stundum þannig gerð að stór slysahætta er af og sýndi það sig í gærkveldi, á sviðinu var upphækkaður pallur sem myndaði merki Skjás eins, en inn í hringnum voru göt sem líklega áttu að skapa meiri dýpt í myndina, sem var í raun óþarfa slysagildra, nóg hefði verið að mála þann hluta svartan og hafa pallin heilan. En svo kom að sýningunni, baðfata sýningin var ágæt en þó var of mikill órói á sviðinu og eins og þetta væru bara handahófs kenndar hreeyfingar. En þegar kom að tísku sýninguni þá var þetta miklu betra skipulagðari og fagmannlegri hreyfingar, því að sýna föt er talsverður vandi. Tilgangurinn er að sýna glæsileika og gefa fólki þá ímynd að það sjái sjálft sig í þeirra sporum og geti ímyndað sér að það se að horfa á sjálfan sig í spegli. Það er tilgangur fatahönnuða og fataverslunareigenda, að selja fólki ímyndina og fötin. Í þriðja atriðinu komu stúlkurnar fram í síðkjólum eins og venja er, og var það atriði óvenju gott að öllu leiti nema, að þorri stúlknanna var nánast með nefið í gólfinu ef þær hreyfðu sig. það er nefnilega galdurinn þegar verið er að sýna á svona "Catwalk" eða sviði, að fyrirsæturnar eiga að horfa upp en ekki niður á gólf, þær eiga að vera það öruggar að þær horfi alltaf upp með opin augun en séu ekki sífellt að gá hvort gólfið sé á sínum stað eða hvort tærnar hafi orðið eftir í síðasta spori. aðeins um fjórar af þessum átján stúlkum sýndu það mikið öryggi að þetta atriði var svona í þokkalegu lagi, enda voru þær í fimm efstu sætum. Eftir að hafa komið á ótal svona keppnir þá er maður orðin vanur og finnur hvað mætti betur fara. Ég vil samt taka það fram að ég er kanski helst til smámunasamur í þessari gagnrýni, því vitaskuld eru þetta ekki vanar sýningarstúlkur að jafnaði, en þær eru þó æfðar fyrir svona sýningar og þjálfunin skiptir þá verulegu máli. Sýningin og keppnin var í heild sinni glæsileg eins og þeim bændum á Broadway er einum lagið, gestirnir ánægðir, maturinn góðu, enda er Broadway með úrvals kokk hann Rúnar, sem ótrúlega vel tekst að famreiða heitan veislumat fyrir hátt í þúsund manns og allir fá matin heitan, sem þykir að jafnaði þrekvirki í svona fjölmennum veislum. Matseðillinn er að jafnaði mjög glæsilegur og fer engin svangur heim því alltaf er boðin ábót á aðalréttinn. Enn og aftur er einni af glæsilegustu fegurðarsamkeppnum lokið og undirritaður hlakkar til að sjá þá næstu sem verður Ungfrú Ísland, en sú keppni verður haldin á Broadway þann 25. maí næstkomandi og án efa verður þar ekki minna um dýrðir sem endra nær. Áhugasamir geta fljótlega séð myndir frá keppninni á vafsíðunni www.123.is/MOTIVMEDIA og einnig á síðunni www.pixlar.is þar sem einnig er hægt að kaupa myndirnar. Kveðja Jón
mbl.is Fanney Lára valin ungfrú Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er þá stöðuvarslan?

w112D 110207_JSM8784 

Þetta er dæmigert fyrir allt skipulag í borginni, það þarf að þrengja svo að öllu að engin kemst lönd né strönd. En hvar er stöðuvarslan? Í eina tíð þá sá Lögreglan um alla stöðuvörslu, en nú virðist sem þeim komi það ekki lengur við. Ég hef fengið þau svör ef ég hef hringt í lögreglu vegna stöðu bifreiðar, sem lagt var upp á gangstétt að þeim komi málið bara ekki við því þetta sé á íbúðalóð! Halló gilda ekki lögin alsstaðar? Ef ég ætti segjum alla kjósina, mæti ég þá keyra þar á ölöglegum hraða og haga mér að vild? Það er eins og það þurfi að byggja á hverjum einasta fermeter sem finnst og svo eru allar byggingar orðið svo þétt að sumstaðr er hægt að teigja sig út um glugga yfir í næsta hús. Menn vilja flytja flugvelli, til að fá byggingaland, hverjir muna eftir því að á sjöunda áratugnum þá átti að vera útivistarsvæði og skógrækt í Fossvoginum, en þar er ein af þéttari byggðum borgarinnar. Hesthúsin við Sprengisand þurftu mörg hver að víkja og fluttust í Víðidal, hesthúsin hjá Gusti í Kópavogi eru á leið í burtu, vegna þess að menn vilja byggja þar. Hvenær fara svo menn í að flytja Tjörnina og Elliðavatn, til dæmis í Bláfjöll því það væri svo verðmætt land, að það yrði bara að byggja þar líka. Hvar endar þetta sífelda klúður?
mbl.is Slökkviliðið segir aðgengi í miðborginni vera ábótavant
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og svo eigum við að treysta þeim fyrir MYNTBREYTINGU!!!

RK 120706_MG_2999        wFF 210207_JSM0658

Hvað sagði ég!! Þeir svífast einskis til að hækka og hækka, hvenær sem tækifæri gefst. Ef hreyfing er á gengi, sem er þeim í óhag, eins og sem dæmi að nefna olíu og bensínverð, þá koma hækkanir um leið vegna þess að þá eru allir að fá nýjar sendingar á háa verðinu. En svo þegar hlutirnir hreyfast í hina áttina þá eiga þeir svo mikið á lager á gamla háa verðinu og þykjast ekki geta lækkað. Hvernig er hægt að treysta svona mönnum??
mbl.is Enn hækkar vöruverð hjá birgjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort telst Ísland til Ameríku eða Evrópu???

wVH 230207_JSM2901       wRK 280207_JSM6624

Aðeins eru tuttugu og sex ár frá því að tvö núll voru tekin aftan af krónunni og notfærðu sér margir kaupmenn og bakara lagið að lauma inn verðhækkunum. Eitt besta dæmið um það er að í einu góðu bakaríi hér í borg voru og eru seld svokölluð “marsipanstykki”, í desember 1980 kostuðu þau 80,- krónur, en í janúar 1981, eftir myntbreytingu, kostaði sama stykkið 8,- krónur í stað 0,80 krónur eða 80 aura. Á þennan hátt notuðu margir tækifærið og þeir sem eru sleipir í stærðfræði sjá strax að þarna er á ferðinni tíu sinnum hækkun eða 1000 prósent. Það er allgóð hækkun sem að ég tel að hafi raskað hagkerfi landsins meira en menn hafa viljað láta uppi, líklega af skömm. Frændur okkar Írar skiptu yfir í Evru fyrir fáeinum árum og síðan hefur ekkert verið farið í verslunarferðir til Írlands. Því verðlag hækkaði meir við myntbreytinguna en menn bjuggust við þar á bæ. Frakkar, Þjóðverjar og flest þau Evrópuríki sem hafa tekið upp Evru hafa skildað verslanir til að hafa vermiða á vörum bæði í gömlu og nýju myntinni, en þó hafa kaupmenn í Evrópu náð að læða inn hækkunum með, líklega vegna aukins kostnaðar við verðmerkingu og slíkt. Þess vegna óttast ég að ef Íslendingar taki upp Evru, að þá muni verða óæskilegar verðhækkanir þó þær verði kanski ekki 1000 prósent, já ég sagði þúsund prósent, að þá verða örugglega einhverjir sem nota tækifærið. Sjáið bara afsláttar tilboðin sem hafa verið í umræðunni að undaförnu verðmiði með hærra verði settur á vöru og strikað yfir það svo varan er enn á sama verði þrátt fyrir allt. Gylliboð bankanna um lægri útlánsvexti eru falleg og lofandi, en afhverju þarf að skipta um mynt til að lækka útlánsvexti og afnema verðtrygginguna. Ég ættla að leyfa mér að krefjast þess að ef það verður farið í að skipta yfir í Evrur, að þá verði bankarnir látnir standa við þessi loforð og að stórgróði bankanna verði nýttur til hagsbóta fyrir viðskiptavini þeirra. En svo spurningin sem ég mál mitt með, tilheyrir Ísland; Ameríku eða Evrópu því vestari hluti landsins ásamt höfuðborginni er á Ameríkuflekanum og því er þetta mikið vafamál.
mbl.is Hagstjórnarvandi næstu ríkisstjórnar verður ærinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar værum við án BJÖRGUNARSVEITA ??

 wHHaf 100606_JSM1640

Þetta er enn tilfellið sem sannar tilveru ÖFLUGRA BJÖRGUNARSVEITA um allt land, fyrivara laust verður neyð og þá er ekki á neina að treysta nema nærstadda og skjót viðbrögð björgunarsveitana. lifið heil, kv Jón


mbl.is Hafborg komin til hafnar í Sandgerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er sem ég segi, Kaninn hatar Ísland!!!

Þarf að hafa fleiri orð um vitleysuna, þarf að velkjast meira uppúr þessum aðdróttunum. Kaninn er að gefa sig og Bushveldið veit ekki lengur hvert það stefnir eða hvaðan það kom. Rétt eins og menn hafa talið BNA fyrirheitna landið og gleymum ekki því að það voru Íslendingar sem fundu Norður Ameríku, eru þetta þá afkomendur Íslands sem hugsa svona til fósturjarðarinnar? Ég bara spyr. Kkv Jón
mbl.is Nær að sprengja Ísland en Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband