Fallegustukonur í heimi !

425830AÞað er engum blöðum um það að fletta, að íslenskar konur eru fallegustu konur í heiminum og allstaðr þar sem menn finna fallegar konur þá er ég viss um að þær eigi ættir að rekja til íslenskra kvenna. Við skulum bara muna það að Íslendingar eru fremstir og bestir í öllu, sem þeir taka sér fyrir hendur. Keppnin í gærkveldi sýndi og sannaði alla þessa fegurð. Í hvert sinn sem þessi keppni er haldin þá er gerð ný sviðsmynd, sem í sjálfu sér er allt í lagi, en hún er stundum þannig gerð að stór slysahætta er af og sýndi það sig í gærkveldi, á sviðinu var upphækkaður pallur sem myndaði merki Skjás eins, en inn í hringnum voru göt sem líklega áttu að skapa meiri dýpt í myndina, sem var í raun óþarfa slysagildra, nóg hefði verið að mála þann hluta svartan og hafa pallin heilan. En svo kom að sýningunni, baðfata sýningin var ágæt en þó var of mikill órói á sviðinu og eins og þetta væru bara handahófs kenndar hreeyfingar. En þegar kom að tísku sýninguni þá var þetta miklu betra skipulagðari og fagmannlegri hreyfingar, því að sýna föt er talsverður vandi. Tilgangurinn er að sýna glæsileika og gefa fólki þá ímynd að það sjái sjálft sig í þeirra sporum og geti ímyndað sér að það se að horfa á sjálfan sig í spegli. Það er tilgangur fatahönnuða og fataverslunareigenda, að selja fólki ímyndina og fötin. Í þriðja atriðinu komu stúlkurnar fram í síðkjólum eins og venja er, og var það atriði óvenju gott að öllu leiti nema, að þorri stúlknanna var nánast með nefið í gólfinu ef þær hreyfðu sig. það er nefnilega galdurinn þegar verið er að sýna á svona "Catwalk" eða sviði, að fyrirsæturnar eiga að horfa upp en ekki niður á gólf, þær eiga að vera það öruggar að þær horfi alltaf upp með opin augun en séu ekki sífellt að gá hvort gólfið sé á sínum stað eða hvort tærnar hafi orðið eftir í síðasta spori. aðeins um fjórar af þessum átján stúlkum sýndu það mikið öryggi að þetta atriði var svona í þokkalegu lagi, enda voru þær í fimm efstu sætum. Eftir að hafa komið á ótal svona keppnir þá er maður orðin vanur og finnur hvað mætti betur fara. Ég vil samt taka það fram að ég er kanski helst til smámunasamur í þessari gagnrýni, því vitaskuld eru þetta ekki vanar sýningarstúlkur að jafnaði, en þær eru þó æfðar fyrir svona sýningar og þjálfunin skiptir þá verulegu máli. Sýningin og keppnin var í heild sinni glæsileg eins og þeim bændum á Broadway er einum lagið, gestirnir ánægðir, maturinn góðu, enda er Broadway með úrvals kokk hann Rúnar, sem ótrúlega vel tekst að famreiða heitan veislumat fyrir hátt í þúsund manns og allir fá matin heitan, sem þykir að jafnaði þrekvirki í svona fjölmennum veislum. Matseðillinn er að jafnaði mjög glæsilegur og fer engin svangur heim því alltaf er boðin ábót á aðalréttinn. Enn og aftur er einni af glæsilegustu fegurðarsamkeppnum lokið og undirritaður hlakkar til að sjá þá næstu sem verður Ungfrú Ísland, en sú keppni verður haldin á Broadway þann 25. maí næstkomandi og án efa verður þar ekki minna um dýrðir sem endra nær. Áhugasamir geta fljótlega séð myndir frá keppninni á vafsíðunni www.123.is/MOTIVMEDIA og einnig á síðunni www.pixlar.is þar sem einnig er hægt að kaupa myndirnar. Kveðja Jón
mbl.is Fanney Lára valin ungfrú Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það voru reyndar ekki 5 sæti heldur 3.

ágætis athugasemdir annars, sviðið var stórhættulegt og ég get vel trúað því að stelpurnar hafi viljað passa sig extra vel þar sem kvöldið hófst jú á því að ein ónefnd kona flaug ofan í annað gatið á skjás eins merkinu. Stórhættulegt. Vel hefði verið hægt að skella plexigleri yfir götin, já eða eins og þú segir, mála svart.  

Begga (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 77922

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband