Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
29.11.2007 | 16:51
Jón Eyjólfur Jónsson sundkappi er látinn
f. 18. maí 1925 látinn 29. nóvember 2007, 82 ára.
Eyjólfur var fæddur og uppalin á Grímstaðarholtinu, sonur hjónana Jóns Eyjólfssonar og Þórunnar Pálsdóttur. Í æsku fékk Eyjólfur berkla og um hríð var óttast að taka þyrfti af honum fæturna vegna þeirra veikinda. Eyjólfur læknaðist og komst á legg og lagði fyrir sig íþróttir. Sjósund var ein af aðal íþróttagreinum hans og þreytti hann mörg afrekssundin, meðal þeirra var Drangeyjarsundið sennilega með þeim erfiðari, því þar er sjávarhiti mjög lágur og synti hann Grettissundið, sem hann synti tvisvar, ósmurður í nælonskýlu einni fata. Einnig var Eyjólfur kunnur fyrir Akranessundið, Kollafjarðarsundið, Vestmannaeyjasundið og svo synti hann ótal oft yfir Skerjafjörðinn til Bessastaða (Álftanes) en nokkrir sundmenn ásamt dóttur syni Eyjólfs syntu það í boðsundi fyrir þremur árum, í tilefni af útgáfu ævimynninga Eyjólfs, sem Jón Birgir Pétursson ritaði, og var hópnum boðið til kaffisamsætis hjá forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, að Bessastöðum að því loknu, þar sem Eyjólfur afhenti forsetanum fyrsta eintakið af bókinni. Eyjólfur var eini Íslendingurinn sem reynt hafði að synda Ermasundið frá Dover til Calais í Frakklandi, þar til síðasta sumar en þá reyndu þeir fyrir sér Benedikt Lafleur og Benedikt Hjartarson, fylgdist Eyjólfur með þeim afrekum og fékk fréttir jafnóðum til Adelaide. Eyjólfur var sæmdur Gullmerki ÍSÍ 25. nóvember 2004.
Í æsku var Eyjólfur mikill leiðtogi og ásamt Halldóri fisksala, sem giftur var föðrusystur Eyjólfs, stofnuðu þeir íþróttafélagið Þrótt. Stóðu þeir fyrir miklu unglinga og barna starfi á þeim vettvangi og er Þróttur meðal elstu íþróttafélaga sem starfa í Reykjavík og var hann alla tíð mjög stoltur af starfi þeirra sem er metnaðarfullt og drífandi.
Eyjólfur misti eiginkonu sína, Katrínu Dagmar Einarsdóttur, fyrir ellefu árum síðan, var það honum mikil sorg, því þau voru mjög samrýmd og samtaka í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Að henni látinni var Eyjólfi boðið til Ástralíu, af vini sínum Joseph Walsh, en vinskapur þeirra hófst um heimstyrjöldina síðari, þar sem Joe var hér sem þýðandi og dulmálsþýðandi breskahersins. Að heimstyrjöldinni lokinni héldu þeir áfram vinasambandi og heimsóttu þeir hvor annan á æviskeiði sínu. Síðar flutti Joe til Ástralíu, Adelaide, en þar bjó Eyjólfur síðustu árin ásamt Marie Pilgrim, sem hann kyntist í heimsókn sinni til Joe árið 1996. hafa þau síðan búið saman í Adelaide og komið saman í heimsóknir til Íslands nokkrum sinnum síðan.
Fjölskyldan minnist Eyjólfs með miklum söknuði og djúpri virðingu, sem mikils mannvinar og kærleiksríks vinar og frænda.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.11.2007 | 00:56
Drengur Sæmundsson fæddur 26 nóvember 2007 kl 12:48
Já það fæddist lítill drengur í fjölskylduna í gær, á afmælisdegi föður ömmu sinnar, Ólafar Sæmundsdóttur, en beðið var með miklum spenningi eftir þessum litla snáða í hart nær þrettán tíma, en allt fór vel að lokum. Móður og barni heilsast vel og eru þau bráðlega á leið heim. Hér gefur að líta nokkra myndir sem teknar voru á fæðingardeildinni.
26.11.2007 | 00:32
Jeh det var sko Kim Larsen !!!
Hann var fjörugur á sviðinu kappinn, en eins skrítið og það hljómar að þá mega ljósmyndarar ekki mynda nema 2 - 3 fyrstu lög erlendara tónlistarflytjenda, eins og að við værum að stela lögunum þeirra? Þeir sem eru frægir væru ekki frægir nema að það væru fréttaljósmyndarar til að mynda þá svo alheimur gæti séð hvernig þeir líta út, annars myndi nánast engin þekkja þá. Það gleymist nefnilega alltaf hvernig menn urðu frægir, umfjöllun og ásókn á tónleika, áhorf og lestur umfjöllunar er það sem gert hefur margan frægan. Því finnst mér þeir sýna fréttamönnum hin argasta dónaskap með að vera að takmarka svona fyrirfram, því oft þá nást bestu myndirnar á 4 -5ta lagi, því þá eru menn orðnir heitir og mest líf á sviðinu. Auk þess sem þá koma stundum gesta söngvarar sem gjarnan vildu fá umfjöllun og verða líka FRÆGIR. En þess utan þá endist maður ekki heila tónleika sem kanski eru meir og minna eins út í gegn, þeas myndlega séð, því 4 til 10 ólíkar myndir af sviðinu er alveg nóg og það hlítur að vera í höndum ljósmyndarana hvenær þeir telja sig vera orðna góða með myndefni. Ekki færum við að segja þeim að það væri nóg að syngja 3 lög er það? Eða að segja þeim að taka hitt lagið? nei þarna vantar gagnkvæma virðingu, sem betur fer eru íslenskir tónlistarmenn ekki með neina svona stjörnustæla, þeir vilja að maður myndi meira en akkúrat þarf, því oft kemur það upp að síðar þarf oft meira af myndum.
21.11.2007 | 10:24
Fjarlægðina gerir fjöllinn blá og leiðina langa til Dalvíkur !
Já þetta er gamalt máltæki sem í gamni er haft, en vissulega er þetta heiður fyrir Dalvíkinga. Mér dettur í hug hvort Dan hafi verið á Fiskidögum, því ef hann hefur fengið ósvikna fiskisúpu að hætti Dalvíkinga, þá er engin undrun þó hann hafi hrifist, því þær þykja víst einkar góðar súpurnar þar. Það er virkilega gaman að heyra af því þegar erlendir ferðamenn hrífast svona af vora ástkæra landi, sem er samt búið að sökkva sér í skuldafen og hver frammarinn af öðrum er að moka undir sig auðæfum almennings. Bara þeir vissu? En við því er ekkert að gera því þeir verja hvorn annan hvort sem þeir heita Alfreð, Villi, Bingi eða bara nýr Dagur.
Dan hjá Google elskar Dalvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2007 | 03:31
Jólahlaðborð JT veitinga Hótel Loftleiðum !
Það er sífelt vinsælla að vinahópar, saumaklúbbar, veiðifélagar eða sundfélagar og heilu fjölskyldurnar fari saman í jólahlaðborð. Nú eru þau hafin og undirritaður reið á vaðið og kíkti inn á Hótel Loftleiðir, en þar er Marentza Poulsen smurbrauðsdama sem leiðir okkur í þetta hlaðborð sem er að danskri fyrirmynd, eldað með aðstoð Kjartans Kjartanssonar yfirmatreiðslumeistara.
Til margra ára kom Ida Davidsen frá kóngsins Kaupmannahöfn og var með henni fyrstakvöldið og lagði línurnar, ásamt Marentzu, en vegna aldurs og heilsu er hún hætt að treysta sér í svona stórvirki. Þess í stað halda þeir félagar Jón Finnur og Trausti uppi hefðinni með aðstoð Marentzu.
Það er ekki sama hvernig maður ræðst á hlaðborðið, því fyrst fer maður í síldarréttina og fær sér Álaborgar Ákavíti með eða Gammel dansk, svo koma laxaréttirnir og í þriðjuferð prófar maður baiyonskinkuna og hangiketið, með tilheyrandi. Því næst er röðin komin að purusteikinni, léttreyktu andabringunni og lambinu, en purusteikin svíkur ekki, með brakandi stökkri purunni gómsætu. Eftir allar þessar kræsingar er þetta allt toppað með úrvali af eftirréttum, sumir smakka þá alla. Að sjálfsögðu er á boðstólum Malt og Appelsín, að hætti Íslendinga og kaffi og líkkjör fyrir þá fullorðnu í lokin. Allt þetta og jafnvel meira til, fæst fyrir sanngjarnt verð og verð ég að segja að miðað við magn og gæði þá er þetta ódýrara hlutfallslega, en ódýrasti borgarinn á McDonalds einn og sér. Njótið myndanna og freistist, þið sjáið ekki eftir því.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.11.2007 | 13:40
Íþróttakona á heimsmælikvarða!
Það eru forréttindi að fá tækifæri til að fylgjast með jafn glæsilegri íþróttakonu og Ragna er. Þessi íþróttakona sínir af sér mikin þokka, prúðmennsku og gífurlegt jafnvægi, hún er sannkölluð fyrirmynd fyrir annað íþróttafólk. Afrek hennar að undanförnu sína að hún er á hraðri uppleið í sinni íþrótt, sem krefst mikillar árvekni, fimi og snerpu. Það kæmi mér ekki að óvart að hún eigi eftir að ná miklum árangri á heimsmælikvarða. Afreksfólk eins og Ragna, setja Ísland á toppinn. Ég skora á alla að fylgjast vel með því sem gerist á næstu misserum.
Ragna og Katrín meistarar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2007 | 14:04
Það hefði verið nær að byggja nýja flugstöð en háskóla !!!
Það er eins og einn bloggarinn segir "verið að setja plástur á sárið" sem reyndar mun ekki gróa í bráð. Sú fíflalega ákvörðun að hlunka niður háskóla á svæði sem á að vera fyrir flugrekstur er með ólíkindum, þarna hefði verið leikur einn að reysa myndarlega samgöngumiðstöð, sem reyndar hefur staðið lengi til, þar væri þá einnig aðstaða fyrir þyrluaðstöðu sem kæmi einnig Landhelgisgæslunni til góða ásamt öðrum þyrlum sem koma hér sem gestir, annað hvort af dönskum varðskipum eða frá Grænlandi, sem kemur stöku sinnum með sjúklinga til Reykjavíkur á Hátækni sjúkrahúsið við Hringbraut. Ég skora á viðkomandi yfirvöld að endurskoða þennan GJÖRNING hið bráðasta á meðan tækifæri er á grípa inní og laga sárið.
Bílastæðum við Reykjavíkurflugvöll fjölgað um helming | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2007 | 05:10
EDDAN fyrir hverja og afhverju?
Já það hafa magir skoðanir á því til hvers og afhverju, er haldin svona verðlaunahátíð. Vafalaust finnst mörgum að þarna sé stétt að verðlauna sjálfa sig og vini, og að það séu margir þess verðugir að fá verðlaun en koma aldrei til álita, að sumir segja fyrir klíkuskap. En hvað sem mönnum finnst, þá er þetta uppskeruhátíð og ég veit ekki betur en að íþrótta samböndin séu með álíka verðlauna uppskeruhátíð og nýverið lauk uppskeruhátíð knattspyrnufólks og hestamanna, þar voru menn að verðlauna sig og sína eins og allir aðrir gera. En þá spyr einhver, Til hvers? Jú þetta er klapp á bakið og hvattning til allra að gera betur og meira, því það er ekki sami kvóti á þessu og fiskveiðum, það þarf að berjast fyrir þessu öllu.
Ég segi til hamingju verðlaunahafar og þessi hátíð fór vel fram og tel ég að flestir megi vera sáttir. Læt fylgja með nokkrar myndir frá hátíðinni, ég vil einnig ítreka hamingju óskir mínar til Árna Páls, sem líklega hefur gert meira fyrir kvikmyndaiðnaðinn en nokkurn grunar.
Kvikmyndin Foreldrar fékk flest Edduverðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2007 | 13:01
HÓKUS, PÓKUS OG SPILASTOKKUR VARÐ AÐ HATTI !
Hið íslenska Töframannagildi, hélt skemmtun í Hafnarfjarðarleikhúsinu þann 1. nóvember síðast liðin, en mér skilst að það ætli þeir félagar að gera að árlegum viðburði. Sýningin hófst með atriðum og töfrum sem forseti félagsins bar fram, Jón Víðis, þar sem hann kom fram með pokan endalausa og dró þar ýmis björg fram, sem að voru að umfangi miklu meiri en stærð pokans gaf til kynna. Því næst var hann með spotta sem kliptur var sundur og saman, hnýttur og leystur. Lalli lét einn gestana negla fýrtommu nagla í nefið á sér og Ingólfur Geirdal kom með hringi úr stáli sem hann fléttaði sundur og saman. loks kom Baldur Brjánsson, hin landskunni Töframaður, og lét þar borð svífa í lausu lofti og fékk einn áhorfandan í lið með sér. Eftir stutt hlé þá kom hin heimsþekkti David Jones, sem líktist frekar Jay Leno og kannaðist hann við það að hafa verið spurður um slíkt. Hann sýndi þarna nokkra einfalda töfra en var því findnari og kitlaði mjög hlátur taugar áhorfenda. Skemmtunin stóð í tæpar tvær klukkustundir og fóru allir sælir og glaðir heim að endingu. Hér með þessu blogi fylgja nokkrar myndir en fleiri myndir er að sjá á vef MOTIV. Björgvin Frans Gíslason var kynnir þetta kvöld og sýndi á sér nýja hlið, því hann er allgóður sjónhverfingamaður og bráð skemmtilegur grínari.
10.11.2007 | 12:38
Ég fór á staðinn!
Það voru nokkur hundruð kílóinn af hljómflutningsgræjum og ljósabúnaði og all mörg kílówöttinn sem notuð voru á þessum tónleikum. Ég var svo heppin að hitta vin sem gaf mér eyrnatappa sem ég hafði gleymt að taka með mér, en það hefði þurft titringsvörn á myndavélarnar því loftið víbraði svo að meir að segja vatnsglös hristust af borðum og binda þurfti hátalararna niður svo þeir myndu ekki velta um koll. léttklætt fólkið iðaði undir tónlistinni og virtust margir una því vel að fá í eyrun yfirkeirðan hávaðann. Hér gefur að líta fleiri myndir frá þessum umræddu tónleikum, verði ykkur að góðu.
Sjá fleiri myndir á vef MOTIV.
Taktur og teknó á Broadway | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Frétta viðhorf og samfélagið !
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 18.2.2021 Miðborgir/bæjir og Borgarlína gegn bílafólki!
- 15.5.2020 Það er ekki örugt nema það sé örugt!
- 26.4.2020 Kominn tími til !
- 29.3.2011 ICESLAVE NEI TAKK !!!
- 16.11.2010 Á VIRKILEGA AÐ FAGNA MISGJÖRÐUM !!!
- 16.10.2010 ENN er KINDABYSSUNNI veifað !!!!
- 16.10.2010 Þeir RÍKU verða ríkari og FÁTÆKIR fátækari !!!
- 16.6.2010 Bara loka Borginni vesta Elliðaár !!!
- 6.6.2010 Bara rekan og ráða nýjan !!!
- 19.5.2010 Lokum bara LANDSPÍTALANUM hann er hvort eð er svo dýr í rekst...
- 19.5.2010 Ég skal kaupa HS Orku !!!
- 3.5.2010 Blekking til að fá að Hækka IÐGJÖLD!
- 28.4.2010 Enda flokkur í ÚTRÝMINGARHÆTTU !!!
- 13.4.2010 MISTÖK Á MISTÖK OFAN !!!
- 1.4.2010 Alltof seint í rassin gripið !!!
Spurt er
Tenglar
Ljósmyndun
Upplýsingar og þjónusta fyri ljósmyndara.
- MOTIV Ljósmyndaþjónusta
- Framköllun stækkanir Einnig atburða vefur til að kaupa myndir
- MOTIV ljósmyndir
- Sölu og viðgerðarþjónusta Myndavélar og fylgihlutir.
- Ljósmyndavefur sala Ragnar Th.
- Myndabanki Stock photos
- MOTIV á 123.is
Bloggvinir
- kleopatra7
- olinathorv
- gudruntora
- nanna
- lillagud
- stjornlagathing
- draumur
- dagsol
- kreppan
- kally
- raksig
- herdis
- annamargretb
- margretrosa
- helgafell
- lauola
- bjarkey
- netauga
- domubod
- ingunnjg
- keg
- steingerdur
- annaragna
- liljan
- trukona
- lady
- estro
- sms
- bifrastarblondinan
- agny
- katja
- eddabjo
- alla
- gudridur
- jona-g
- nupur
- blekpenni
- asgerdurjoh
- kolgrima
- katrinsnaeholm
- halkatla
- gislina
- tothetop
- fia
- kolbrunb
- jarnskvisan
- thorasig
- bryndisisfold
- jonaa
- gudfinna
- thorbjorghelga
- eyglohardar
- helgasigrun
- vglilja
- ranka
- abg
- joninaben
- gurrihar
- motiv
- doritaxi
- edvard
- formula
- fridrikomar
- gunnarkr
- ktomm
- ragnarborg
- reynsla
- siggisig
- stormsker
- sveinnhj
- konur
- 810
- annakr
- addamaria
- alfheidur
- asdisran
- astan
- begga
- beggibestur
- benna
- beggabjuti
- biddam
- birgitta
- brostubara
- brynja
- bubot
- daman
- diddan
- ellasprella
- erlaosk
- estersv
- evathor
- fanneybk
- fannygudbjorg
- fararstjorinn
- fjola
- fridust
- gmaria
- grazyna
- goodster
- gudrunjona
- gudrunmagnea
- gyda
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- hlinnet
- hugrenningar
- idno
- ingabesta
- ingibjhin
- ingibjorgelsa
- ippa
- ipanama
- isdrottningin
- jahernamig
- kittysveins
- kketils
- klaralitla
- konukind
- ladyelin
- lara
- larahanna
- liljabolla
- margretloa
- mariaannakristjansdottir
- mariakr
- marzibil
- mongoqueen
- ollasak
- olofdebont
- pannan
- ragnhildur
- roslin
- ringarinn
- saedis
- saragumm
- sifjar
- sigrunfridriks
- sirrycoach
- skessa
- steinunnolina
- stinajohanns
- sveitaorar
- thorunnvaldimarsdottir
- villagunn
- id
- morgunbladid
- vestfirdir
- armannkr
- biggibraga
- binnirarfn
- bjarnihardar
- brandarar
- brandurj
- businessreport
- drengur
- ea
- esv
- fiskholl
- folkerfifl
- fridjon
- fsfi
- gattin
- gebbo
- golli
- gudmundurmagnusson
- gudni-is
- hafstein
- hlekkur
- hnodri
- hogni
- hvala
- ibb
- icekeiko
- jax
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kentlarus
- ketilas08
- killerjoe
- korntop
- krams
- kristinnhalldor
- krilli
- ljosmyndarinn
- malacai
- nosejob
- olafurfa
- omarragnarsson
- ottarfelix
- pallvil
- palmig
- photo
- runarsv
- saethorhelgi
- skrekkur
- stebbifr
- steinibriem
- svei
- thj41
- vefarinnmikli
- valurstef
- vefritid
- iador
- svanurg
- ksh
- margretsverris
- einarorneinars
- ejk
- heidihelga
- benediktae
- baldher
- elvira
- rannveigh
- addags
- minos
- heidarbaer
- aslaugfridriks
- naflaskodun
- jyderupdrottningin
- franseis
- hrannsa
- valdimarjohannesson
- arnthorhelgason
- bookiceland
- minnhugur
- thordisb
Eldri færslur
2021
2020
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Nýjustu færslurnar
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna kemur NÝJASTA TÆKNITEIKNINGIN af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum