Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Það eru alltof margir tillitslausir DÓNAR í umferðinni!

Já þetta eru skýr dæmi um hve ökumenn, alltof margir, eru tillitslausir dónar, sem aldei hafa lært mannasiði. Það er til dæmis skylt, að stoppa fyrir gangandi vegfaranda sem stendur við vegbrún og sínir það að hann ætli að ganga yfir götuna. Ökumaður, sem verður þess áskynja að annar sem á eftir honum ekur gefur merki um að vilja aka framúr, á skilyrðislaust að víkja fyrir honum. Ökumenn sem ætla að beygja eða víkja eiga að gefa stefnumerki þar um. Ökumenn eiga að sýna fyllstu aðgát þar sem bílar hafa numið staðar, við almenningsvagna á biðstöðum þeirra og allstaðar þar sem einhver vafi er á að fullt öryggi er til staðar og aka eftir aðstæðum hverju sinni. En síðast en ekki síst að vera vakandi við aksturinn. Þessi fábrotnu atriði eru samt einn aðal slysavaldurinn í umferðinni, hvað sem hver segir. Hraðinn veldur ekki slysunum en hann magnar þau upp, því orsaka valdurinn er sofandaháttur.

wSaltfel 191007_JSM0434


mbl.is Skapstyggir ökumenn grípa til ýmissa ráða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Radar er ekki óskeikull!

Það er með ólíkindum hvað hægt er að eltast við hraðamælingar endalaust. Á tímum sem lögreglan á erfiðleikum með að halda í mannskapinn og þá um leið að halda uppi alvöru löggæslu. Vissulega er engin afsökun fyrir ofsa akstri en þegar ekki er hægt að treysta tækninni sem er ekkert heilög, er þá ekki mál að hvíla þennan óskapnað. Reykjanesbrautin er að verða komin í það horf að hægt væri að leyfa hámarkshraða 110 KM á klukkustund og það að lækka frávik á mælum úr 10 KM í 5 KM eru bara mannréttindabrot, því hraðamælar í bílum eru alls ekki nákvæmir og getur þeim skeikað talsvert, því það munar oft miklu ef dekkjastærð er breytt, sem dæmi að nefna drifhlutföll og margt annað sem breytt getur forsemdum, jafnvel hitastig getur valdið skekkju. Þess vegna er það óumdeild krafa að skekkjumörk séu leiðrétt til fyrra horfs og jafnvel gengið lengra og þau hækkuð í 15 KM.

wRisEssa 120507_JSM7063


mbl.is Hljómtæki kunna að hafa valdið mæliskekkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef sagt það áður !!!

Verðhækkanir á eldsneyti hækka alltaf samdægurs, ef fréttist af hækkunum erlendis, en það fréttist af lækkun þá eru svo mikið af bbirgðum á dýraverðinu að það er ekki hægt að lækka fyrr en eftir nokkrar vikur og viðbótar hækkanir.

wTH 220907_JSM6458 Þeir súpa vel á því þessir, myndin er frá torfærukeppni að Hellu.


mbl.is Eldsneyti hækkar annan daginn í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tek heilshugar undir orð sænska TOLLARANS!

Það er nefnilega hættan, þegar 4 til 6 tollarar eru að taka á móti nokkur hundruð manns sem eru að koma til landsins að þeir komist framhjá sem síst ættu það. Dæmi eru um að menn komist í gegn með jafnvel heilu kílóin af fíkniefnum, dæmi er um að ríkafólkið komi í rándýrum pelsum og leðurfatnaði og jafnvel innflytjendur með skartgripi og gymsteina fyrir miljóna virði og á sama tíma er verið að stoppa einhverja ömmu sem er að kaup eitthvað smáræði handa barnabörnunum 15 sem henni langar svo til að gleðja með einhveju frá útlöndum. Nei þetta er ekki það sem gert er í siðmenntuðum þjóðfélögum. Þeir sem hafa ferðast erlendis á undanförnum árum, þekkja það að venjulega ef að einhverjir tollarar yfir höfuð sjást, að þá láta þeir ferðamenn almennt í friði. Eflum leitarhundasveit Tollsins og Lögreglu, því þeir eru duglegastir við að finna allan þann ófögnuð sem verið er að flytja inn af ólöglegum fíkniefnum eða öllu heldur EITURLYFJUM.

wFr 100707_JSM2252 Myndin er frá Calais í Frakklandi, ferjuhöfninni.


mbl.is Ólíkar reglur um tollfríðindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líklega tenór tenórana!

Glæsilegir tónleikar, magnþrungin söngur. Það er kanski ekki öllum kunnugt, en þessi mikli listamaður er blindur, það vissi ég ekki fyrr en í þessari viku. Það þarf gífurlega mikla vinnu og ofurglögt tóneyra til að læra alla þá tónlist sem hann flytur, eins sagt er á tónlistarmáli, nótu laust. Það var fullur salur og það sem kom mér á óvart hve fólk var virkilega mikið á flandri inn og út úr salnum á miðjum tónleikum, ég hugsa að erlendis þá væri bara læstar dyr nema ef um neyð væri að ræða. Það skal þó sagt hér, að þeir sem ekki komust á þessa tónleika, fóru mikils á mis, því sennilega eru ekki til eins miklir listamenn og sá er hér kom fram, með allt í kollinum, tóna og texta (og það allt á Ítölsku). Meira að segja Kristján Jóhannsson þarf að hafa Heims um ból.. á blaði fyrir framan sig, hvað þá annað. Njótið myndana, kær kveðja Jón.

wAB 311007_JSM7365wAB 311007_JSM7388wAB 311007_JSM7403wAB 311007_JSM7434wAB 311007_JSM7445wAB 311007_JSM7451wAB 311007_JSM7456


mbl.is Bocelli í Egilshöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 77919

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband