Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Ákvarðanir bestar með skynsemi!!

wLR 230207_JSM3106Það er óneitanlega undirliggjandi hjá Birni svona smá HERNAÐAR tilfinning, en ég held að 240 manns geri ekki annað en að vera sem annar hver lögreglumaður mað fullgildum lögreglumanni og þá ekki aðeins ef til innrásar kemur heldur eins til að vera borgurum til halds og traust, ef önnur og varasamari vá myndi ríða yfir eins og náttúruhamfarir, en þá þarf oft að efla lögreglu og björgunarlið. því í alvarlegri náttúruhamförum vilja oft einnig verða miklar gripdeildir og þá duga ekki þessar örfáu RADARLÖGGUR sem eru á ferðinni.
mbl.is Tillögur um 240 manna launað varalið lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er allavega þá eitthvað jákvætt við að vera karlmaður!

Já fleiri svona jákvæðar fréttir, sjálfur er ég þokkalega heilsu hraustur og þakklátur fyrir það, en gleymum ekki því að velferðarkerfið sem hér hefur verið við lýði á undanförnum áratugum, á ekki síst þátt í þessari útkomu. Því legg ég áherslu á það að við megum ekki slá slöku við í heilbrigðismálunum, heldur efla og halda uppi því kerfi sem ríkt hefur og gert Ísland að einu heilbrigðasta landi í heiminum. Einkavæðing heilbrigðiskerfisins myndi kollvarpa þessu öllu, ekki það að ekki sé hægt að reka heilbrigðisþjónustu á slíkum grundvelli, en um leið og við gefum eftir í samtryggingunni í heilbrigðiskerfinu þá fer allt til fjandans og fólk fer að falla frá um aldur fram.

mbl.is Íslenskir karlar verða karla elstir í heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vrði eru á mannslífin?

 

c_motivpixnw_verkefni_2007_c_02_feb_2007_c_050207_nt_084_wwwnt_084_wnt_050207_jsm7033Ekki á að þurfa að velta sér upp úr því hvort eða hvað þessi aðgerð kosti. Vissulega er betra ef hann verði minni en meiri, en hvort heldur sem er, þá munu sparast all mörg mannslíf þegar upp er staðið og eru þau eru áreiðanlega meira virði en veglagningin sjálf, nema yfirvöld telji það sjálfagðan fórnarkostnað  í stað útgjalda við alvöru vegalagningu um byggðir landsins.


mbl.is Hægt að tvöfalda Suðurlandsveg fyrir 7,5 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar greiða á atkvæði?????????

Þá vakna áleitar spurningar! Hverjum er best treystandi fyrir að stjórna þjóðarskútunni án þess að sigla henni í kaf og hverjum er treystandi til að auka hagvöxt svo að allir landsmenn hagnist á því en ekki bara, að þeir ríkari verði enn ríkari og fátækir verði enn fátækari!

wVH 230207_JSM2933Oft þegar stórt er spurt þá er oft minna um svör. En þessar hugleiðingar gerast æ áleitnari með hverjum deginum. Fyrir dyrum stendur að Hafnfirðingar gangi að kjörborðinu til að kjósa um eða ekki Álver. Enn og aftur eru landsmenn dregnir í dilka með hverjir séu með kosningarétt og hverjir ekki. Eins og þetta sé eitthvað einkamál Hafnfirðinga, ég veit ekki betur en álverin greiði öll tekjuskatt til ríkisins sem fer í sameiginlega kassann hjá Árna Matt, sem er síðan notaður til að greiða fyrir vegagerð, sjúkrahús og alskyns almennings þjónustu sem við öll notum. Sama var með Reykjavíkurflugvöll, Reykvíkingar efndu til kosninga um hann, án þess að eiga nokkuð í því landi þar sem hann er staðsettur á, því ríkið á það land og hverjir eiga ríkið, jú við landsmenn!

wRK 280207_JSM6624           wHLv 280706_JSM0017    Því segi ég enn og aftur, það er ekki einkamál einhverja smáþorpa á landsbyggðinni það sem kemur allri þjóðarskútunni til að sigla áfram. Vitaskuld þarf að hafa aðhald og fyrihyggju í ÖLLUM málum, ekki bara sumum, því það sem við ákveðum í dag þurfa afkomendur okkar að lifa við síðar, og viljum við ekki tryggja afkomendum okkar sem besta afkomu í framtíðinni? JÚ og aftur JÚ segi ég, allt þetta fjas um álver, virkjanir, flugvelli og margt fleira er öllum viðkomandi, jafnt eins og tvöföldun Reykjanesbrautar eða suður og vesturlandsvegana. Sjálfur er ég fylgjandi því að halda rekstri álversins í Straumsvík áfram og ég treysti því að þeir geri allt sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir spillingu á andrúmsloftinu, hinsvegar set ég spurningamerki um það hvort að vit sé í að fjölga slíkum stórverksmiðjum og hygg að betra sé að finna eitthvað annað til að halda uppi atvinnu á landsbyggðinni. Til eru margir aðrir vænlegir möguleikar í HÁTÆKNI iðnaði sem ekki hefur verið hlúð að og er það synd að Marel skuli vera að loka framleiðslu sinni hjá Póls á Ísafirði, það eru alvarleg afturför.

wHLv 240706_JSM8891Einmitt í litlum byggðakjörnum eins og Ísafirði, Akureyri og Húsavík er tilvalið að reka háþróaðan tækni iðnað og hugbúnaðarfyrirtæki. Slík fyrirtæki krefjast jafnan lítillar orku og skila heilmiklu framlagi, ef vel er haldið á spöðunum. Ég mótmæli hér formlega því að lítil byggðalög eins og Hafnarfjörður og Reykjavík fái einir að kjósa um jafn afdrifarík mál og stóriðju og aðal samgönguæð við landsbyggðina, flugvöllinn. Ég krefst þess að allir séu jafnir við kjörborðið og þetta verði tekið upp hjá JAFRÉTTISNEFND sem á að tryggja jafnrétti í landinu, ekki bara kynbundnu heldur einnig svæðisbundnu. Ég veit ekki betur en allir hafi þurft að borga Viðlagasjóðsgjald, framlag til Þjóðarbókhlöðu, vegaskatt og fleiri gjöld, sem væri hægt að telja upp, allt er þetta sameiginlegtog hvað þá allar mögulegar tekjulindir hvort sem um er að ræða Álver eða fiskikvóta, þegar upp er staðið þá er það fólkið í landinu sem á auðæfin, orkuna og arðin af því sem öll þessi starfsemi skilar.Stór Kópavogsbúin Jón Svavarsson

Þurfum við frekari vittnanna við!!!

_JSM7136

Er ekki komin tími á að hefjast handa við tvöföldum á Suðurlandsvegi, hvað skildu margir þurfa að láta lífið á þessum vegi áður en stjórnvöld sannfærast?


mbl.is Kona lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona á að gera oftar!!!

wKM 010506_JSM3700Þetta er til fyrirmyndar, hvað ætli það séu mikil verðmæti sem farið hafa í súginn við niðurrif bygginga? Nýlegt dæmi er um hús sem stóð við Borgartún, en þar hefur risið nýbygging Kaupþingsbanka, en þar var bara kúlan látin dynja á húsinu og lítið af verðmætum forðað þaðan. Í sumum tilfellum er um gömul og niðurnídd hús þar sem innviði er bara haugamatur, en almennt er ekki hugað nóg að því að nýta verðmæti sem mörgum finnst bara rusl.
mbl.is Gefa innréttingar úr húsum sem á að rífa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með ólíkindum!!!

BIRK 250506_JSM6146Olíufurstamáli vísað frá Hæstarétti! Oft kennir maður í brjóst þegar menn og konur verða fyrir óréttlæti, en þegr við almenningur verðum fyrir ánýðslu, okri, skattpíningu og þaðan af verra þá segir engin neitt. Ég er hjartanlega sammála ykkur í þessu máli, sjálfur þekki ég vikomandi mann og hef aldrei kynnst öðru en að þarna færi heilsteyptur og traustur maður, en svo bregðast krosstré sem önnur tré. Mér þykir leitt að svona mál skuli hafa orðið til og hverjir voru fórnarlömbin þá? Jú við kaupendur eldsneytis, sjálfur keypti ég talscert af bensíni á þessum árum og ég á nótur fyrir því öllu. Ef ég færi að reyna að innheimta það sem ég teldi að ég hefði verið hlunn farinn með er ég viss um að það yrði kveðið niður með einhverjum hætti og hefði ekkert nema kostnað í staðinn, jú því ekki er lögfræði aðstoð ókeypis.

Ísland er mikilvægt!!

Það sést best þegar eitthvað bjátar á eins og í þessu flugi hversu mikilvægt er að hafa góðða flugvelli á Íslandi, ekki ara Keflavíkurflugvöll heldur alla þá fjóra flugvelli sem teljast til alþjóðavalla og hafa burði til að taka á móti stórum flugvélum. Reykjavík, Keflavík, Akureyri og Egilstaðir eru þeir flugvellir sem uppfylla þau skilyrði til að vera hlekkir í alþjóðlegum öryggisvöllum en þó í mismunandi flokkum, því flugvöllum er raðað í flokka eftir því hversu mikla og öfluga þjónustu þeir veita, til dæmis hvað varðar slökkvilið og björgunarþjónustu, fríhafnir , veitingar og fleira. Það ætti að vera okkur keppikefli að fá sem flestar millilendingar á þessum flugvöllum, og fá ferðalanga til að eyða smá af aurum sínum sem gæti verið umtalsverðir tekjumöguleikar og undirstrikað mikilvægi landsins vegna legu þess á jarðkúlunni.
mbl.is Lenti í Keflavík vegna veikinda farþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verið ekki að TRUFLA MIG!!!!!

               wVH 230207_JSM2901

Það er ekki verr en vant er, þinmönnum finnst óþægilegt að hafa kjósendur, sem þeir eru kjörnir af til að sitja hið háa alþingi og hvað þá að þeir séu að senda þeim orðið eða skoðanir sínar. Hvað er eðlilegra en að kjósendur sendi þingmönnum skilaboð, til að segja þeim hver hugur fólksins er í þeim málum sem eru í deiglunni. Það er með ólíkindum ef þingmenn kvarta undan því að kjósendur láti til sín heyra, þeir eru fyrir fólkið í landinu en ekki sjálfan sig eða örfáa útvalda. Sem jafnvel eru að sölsa undir sig allan þjóðarauðinn, eins og fiskveiðiheimildir, ríkisfyrirtæki og að ég tali ekki um alla orkuna , sem menn vilja að fara að einkavæða líka???


mbl.is „Óþarfi að drekkja í pósti"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóðmjólkaðir farfuglar!!!!

wBIRK 240906_JSM8520wBIRK 240906_JSM8510wBIRK 240906_JSM8560wBIRK 240906_JSM8572 

Það þarf alltaf að drepa í öllu sem er til framþróunnar. Hér í eina tíð voru engin gjöld á neitt það sem vék að rekstri og viðhaldi flugvéla, en rekstur þeirra er samt nógu dýr því kröfurnar um að allt sé fulkomlega í lagi í þeim tækjum er ófrávíkjanlegar. Framleiðendur flugvéla gera kröfur til þess að aðeins sé notast við viðurkennda varahluti frá þeim sjálfum, og því fær engin flugvél lofthæfiskírteini nema að svo sé. En menn geta notað allskonar varhluti í bíla jafnvel hálfslitna og mikið notaða, sem skilar sér í hættulegum bílum í umferðinni, tala nú ekki um ef um öryggisatriði er að ræða eins og hemla búnað og stýri. NEI í flugvélum má aðeins það besta og jafnvel þegar ákveðnir hlutar þeirra eru orðnir ákveðið gamlir eða hafa verið notaðir í ákveðin tímafjölda þá SKAL þeim skipt út, jafnvel þó það sjáist ekkert á þeim, slíkar eru kröfurnar. Svo einn góðan veðurdag datt einhverjum dindlinum á alþingi í hug að setja söluskatt á allt sem tengdist einkaflugi, því í vaxandi velsæld Íslendinga, var flugvéla eign landsmanna að aukast og það var ekki hægt að láta það viðganast án skattlagningar. Það varð til þess að einkaflug lagðist nærri niður og flugæfingar nema sem keyptu sér kanski 10 saman litla rellu, til að lækka flugtímakostnaðinn fyrir æfingaflug, hækkaði talsvert (25%) sem er nokkuð mikið. Afleiðingin af þessu varð sá að færri hafa útskrifast sem flugmenn fyrir bragðið og flugfélögin hafa þurft að ráða erlenda flugmenn til að manna áhafnir síðar fór þetta að réttast af þar sem sum flugfélögin annaðhvort fóru á hausin eða fluttu starfsemi sína erlendis. Nú er svo komið að skattpíning á flug og fleiri þætti samfélagsins er meir og minna flutt eða skráð erlendis og á meðan eru engar tekjur af þeim eða hægt að gera kröfur til þeirra sem kveðið er á um samkvæmt íslenskum lögum. Þetta er slæm þróunn sem þarf að spyrna við, það væri nær að gera strangari kröfur um viðhald bifreiða, sem margar hverjar dröslast um göturnar á lyginni einni saman og eru þar af leiðandi stórhættulegar. Það væri nær að lækka og jafna gjöld eins og virðisaukaskattinn, það myndi auka tekjur ríkisins því ég er sannfærður um það að margir þeir sem eru að vinna sem verktakar, eru meir og minna að vinna svart og þá eru engir skattar greiddir. Meir að segja þingmenn sjálfir hafa sumir hverjir fengið iðnaðarmenn til að vinna fyrir sig verk, og beðið um að fá að greiða fyrir verkið án þess að gerður yrði reikningur til að fá að greiða án virðisaukaskatt sem er 24,5% á allt saman ef VSK væri tildæmis 10% á öllu þá myndi engin nenna að standa í því að sleppa honum það væri sanngjörn skattlagning og allir teldu sjálfsagt að greiða hann, meira að segja þingmenn. Því er þessi nýji skattur á talstöðvar óskiljanlegur og væri það ráð að fella hann niður umsvifalaust. Sú skattlagning á ekki eftir að auka tekjur ríkisins því þá eykst bara smygl á slíkum tækjum og menn fara í kringum þetta eins og virðisaukaskattinn. Það hugsar sig engin um að greiða það sem sanngjarnt er og gera það með bros á vör.
mbl.is Flugvélar skráðar erlendis vegna hárrar gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband