Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Grátleg til að vita!

Það er ekki bara á einu sviði sem fyrirhyggja er ekki til staðar, allt umferðakerfi landsins, skipulagsmál og þétting byggðar, í landi sem á enn nóg pláss. hvenær skildu skipulagsyfirvöld og hönnuðir mannvirkja fara hugsa aðeins lengra en bara fyrir daginn í fyrradag. Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum um hönnunar klúður og fyrirhyggjuleysi. Höfðabakkabrúin yfir Vesturlandsveg er eitt dæmið, flugstöð Leifs Eiríkssonar var of lítil daginn sem hún opnaði 14. apríl 1987 og var þá eitt stærsta almennings klósett í Evrópu, og enn væri hægt að telja upp. Það er komin tími til að menn fari að bera ábyrgð á því sem miður fer og svari fyrir það sem illa fer. Það er ekki nóg að sitja á þingum og tala í kringum hlutina, það þarf að framkvæma rétt.
mbl.is Þurfti að ganga á milli hæða til þess að fara í keisaraskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að leigja hann sem sumarbústað?

Ég bara spyr, að öllum líkindum á Wilson eftir að vera þarna í nokkra mánuði enn, því væri hægt að nota hann sem sumarhótel því þarna eru allar græjur, eldhús, mörg herbergi og gríðarlegt útsýni. Þetta væri frábært fyrir fuglaskoðara því á þessum slóðum er eitt stærsta varpland Súlunar sem er einn tignarlegasti fugl sem svífur un loftin blá.
mbl.is Olíuleifum dælt úr Wilson Muuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velferð, hagsæld!

Það er engum blöðum um það að fletta að launamál eru og verða alltaf bitbein þeirra sem þiggja og þeirra sem greiða laun. Í mjög mörgum starfsgreinum eru laun langt undir því sem eðlilegt gæti talist og allar kjarabætur eru vel þegnar. Kennarar og aðrir opinberir starfsmenn hafa í gegnum tíðina verið þær stéttir sem hvað erfiðast hefur verið að fá eðlilegar kjarbætur fyrir og sanngjörn laun. Forstjórar og aðrir háttsettir menn í þjóðfélaginu hafa löngum ekki vílað fyrir sér að hækka við sig launin og eru laun stjórnenda að jafnaði margfalt á við laun almennra launþega, samanber laun og lífeyrisréttindi þingmanna, þeir setja bara þær reglur sem þeim sýnist. Nær væri að bera svolitla virðingu fyrir vinnandi fólki sem meðal annars annast börnin okkar, leikskólakennarar, grunnskólakennarar og allar þær starfstéttir sem tengjast fræðslu og heilbrigði afkomenda okkar.

Nýverið var á öldum ljósvakans fyrirspurn til hlustenda um hvað þeim finnst um launamál kennara. Þar komu fram raddir launþega sem voru yfir sig hneykslaðir á þessari frekju kennara og hvort þeir hefðu ekki nógu góð laun. Sami maður er kanski tilbúin að lækka launin sín svona tuttugu prósent til að tryggja það að hafa yfir höfuð vinnu áfram. Nei og aftur NEI, það er svo mikil hagsæld í landinu, bankarnir fittna og stjórarnir með, og allir landsstjórnendur fullyrða að það sé engin fátækt í landinu, þá ættu þessir sömu að sýna það í verki og hundskast til að ganga til samninga við launafólk áður en samningar renna út og allt fer í leiðindi. Það hefur verið lenska hjá launanefndum hins opinbera að setjast ekki að samningaborðum fyrr en allt er komið í óefni, þá á allt í einu að redda málunum og þvinga fólk til að ganga að lélegri kjarabótum en það ætti rétt á, í skjóli þess að annars fer allt í verkföll og enn meiri leiðindi. Almenningur gerir sér ekki grein fyrir að það er ekki síst við semjendum að kenna ef til verkfalla kemur, þeirra er hagurinn að halda öllu gangandi, hvort sem það er grunnskóli, banki eða fiskverkun. Það sem menn gera sér ekki grein fyrir, að ef gengið er ákveðið til verka í samningum og veittar eru sanngjarnar kjarabætur þá græða allir, ekki síst þeir sem launin greiða því annars fer allt í stopp og allir tapa ekki síst launagreiðendur. Annars vegar engin framleiðsla eða viðskiptavinir eða almenningur hund óánægðir.

Bætum kjörin, borgum vel. Ættu að vera kjörorð allra launagreiðenda.


mbl.is Lýsa áhyggjum af launadeilu kennara og sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryggið í fyrirrúmi !!!

w112D 110207_JSM8663w112D 110207_JSM8710w112D 110207_JSM8785w112D 110207_JSM8733

w112D 110207_JSM8639w112D 110207_JSM8645w112D 110207_JSM8720w112D 110207_JSM9245

Sjá nánar;  http://www.123.is/album/display.aspx?fn=MOTIVMEDIA&aid=289789170 

Velhepnaður dagur 1 1 2, var haldin á sunnudaginn var eða 11 2, þar fóru um götur sýnishorn af þeim fjölmörgu tækjum sem eru okkur til halds og traust. Lögregla, Landhelgisgæslan, slökkvilið, sjúkralið og síðast en ekki síst björgunarsveitir. En það vefst kanski fyrir sumum hvernig Björgunarsveitirnar eru reknar, hvað það er sem drífur þær áfram. Öll vinna sem björgunasveitirnar inna af hendi fyrir almenning er í sjálfboðavinnu og endurgjaldslaus. Hvort heldur er björgun úr sjávarháska, slysum, týndum rjúpnaskyttum eða mönnum sem ekki hafa tilkynnt sig á eðlilegan hátt og hafa fundist í góðu yfirlæti í einhverju heimahúsi. Það er ekki gerður neinn manna munur í þeim efnum. Það bregður þó við að einstaklingum sem hrifist hafa af starfi þessara mætu manna, án þess að hafa notið þeirrar þjónustu beint, láti af hendi rakna fjárstyrk til sveitana, ýmist í beinu reiðu fé eða með kaupum á jólatjám eða flugeldum, en það eru helstu fjáröflunarleiðir Björgunarsveitana. Það er þó ill skiljanlegt að það þurfi að vera innflutningsgjöld og skattar af búnaði sem klárlega er ætlaður til björgunarstarfa, jafnvel persónubúnaður einstaklingana. Það eru þó einhverjar niðurfellingar á bifreiðum sveitana, sem þarf að breyta fyrir talsvert mikin kostnað, svo þeir komi að sem mestu gangni. Mér er það óskiljanlegt afhverju ríkið þarf alltaf að vera taka úr hægrivasanum til að setja í þann vinstri. Öryggismál, heilbrigðismál og menntunarmál eru þeir málaflokkar sem ég tel að ekki eiga að þekkja hugtök eins og niðurskurð, sparnað og þaðan af verri aðgerðir, en nausynlegt er að sýna skynsemi og hæfilegt aðhald, svo hlutirnir fari ekki úr böndunum. Enn erum við komin að því sem ég hef áður sagt, hvenær fáum við það sem við eigum rétt á fyrir skattpeningana okkar?


Vega hvað??? Vegasalt eða hvað???

IMG_7557 

Vegaáætlun hefur litið dagsins ljós enn á ný. Glæsilegar framkvæmdir, tvöföldun vega sem hefðu átt að vera lokið fyrir tíu til tuttugu árum síðan að minnsta kosti, því Bandaríkjamenn voru tilbúnir að leggja tvöfaldan veg allan hringin á sjöunda áratugnum og þá hefði verið lag að þiggja það. Því hugsanlega væru allmargir Íslendingar enn á lífi í dag, sem farist hafa í umferðaslysum, þar sem vegir hafa verið svo þröngir að bílar hafi rekist saman. Hvað skildi líða langur tími þar til að farið verður í niðurskurð á þessari mætu vegaáætlun. Eins og komið hefur fram á fjölum hins virðulega Alþingis okkar Íslendinga, þá eru því miður mjög miklar líkur á því, að enn verði landin hlunnfarinn og skattpeningarnir notaðir í vonlaus réttarhöld, utanlandsferðir ráðherra, vonlitlar áætlanir um vegalagningu og þarflausar virkjanir. Hvenær linnir þessu, hvenær fáum við það sem við eigum rétt á fyrir peningana okkar? Er ekki komin tími til að spyrna við fótum. Hvað finnst þér?


Trúnaður og traust, eða leynd og yfirhylming??????

Bsp 220606_JSM5606Myndin tengist ekki skrifunum.

Oft er það svo að þeir sem ábyrgð bera vilja fela mistök sín, sópa ruslinu undir teppið. Þessi þrái er með ólíkindum oft á tíðum, þar sem það lítur út fyrir yfirhylmingu og launráð. Opinberar stofnanir, nefndir og ráð, misskilja oft hvaða mál eru trúnaðarmál og hvaða mál ekki. Samkvæmt lögum sem kölluð eru upplýsingalög þá er ýmistlegt sem kemur þar fram sem leggur skildur á herðar opinbera aðila, um að upplýsa almenning um stöðu og ákvarðanir mála. Allt sem varðar almennan rekstur og starfsemi er opinbert mál, á meðan allt sem lýtur að einstaklingum eru persónulegar upplýsingar sem eru einkamál og þá trúnaðarmál. Tökum dæmi um opinbert mál; ef aðbúnaður á vistheimili er slæmur, kynding léleg, maturinn vondur og svo framvegis, þá er það ekki trúnaðarmál, en ef einhver vistmanna er að stríða við einhver alvarleg veikindi þá er það trúnaðarmál, jafnvel þó það sé vegna matareytrunar sem hlaust af vondum mat. Það ætti að vera metnaður allra sem reka velferðarstofnanir að geta sýnt fram á góðan rekstur og vellíðan þeirra sem þar dveljast.


mbl.is Harma að úttekt velferðarstofnunar hafi ratað í hendur fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna, hvað næst?

 RK 120706_MG_2974Rvk 060306_JSM3660

Er ekki að verða tímabært að saksóknari og lögreglan fari að verða starfi sínu vaxið og vinni fyrir laununum sínum? Hvert málið á fætur öðru er vísað frá, hvert málið á fætur öðru er illa undirbúið, og svo nú í ofanálag þá kemur í ljós að lagasetningin sé vangefin. Er þetta ekki bara allt misskilningur, á ekki bara að leggja niður landslög og einkavæða þau, sem virðist vera búið að gera, og leyfa mönnum að selja, svíkja og prútta um hvað sem er. Þurfum við einhver samkeppnislög í allri fákeppninni, þar sem bráðum öll verslun verði á einni hendi, BLÁRRI hendi, þurfum við að hlýta einhverri tillitsemi í viðskiptum, bara hækka vextina þar til allir fara á hausin nema Bláa hendin. Hvað næst, ég bara spyr?


mbl.is Máli gegn olíuforstjórum vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gáfna hvað?

Það er ekki við einteyming riðið í henni ameríku, skildu menn þar hafa hugsað út eitthvað með sjálfvirka fóðurgjöf líka svo það sé hægt að taka allan pakkan við tölvuna, en hvað með klósettið? Það er orðið hreint ótrúlegt hvað mönnum þar dettur í hug að framleiða til að ná af fólki peningum. sífelt er verið að búa til eitthvað eða einhverjar gervi þarfir, sýnarveruleika og guð má vita hvað fleira. Þeim dettur aldrei í hug að framleiða sýndar oreldrið sem á að ala upp börnin sem foreldrarnir mega ekki vera að, að ala upp. Þessi hópur barna eru stundum kölluð glötuðu börnin, ekkert illa uppalin bara óuppalin, og svo segjum við að þau séu til vandræða. Einn þáttur samfélagsins þar sem brugðist er við þeirri þörf barna að hafa áheyrn, er vinaleiðin sem sóknarpresturinn í Garðabæ hefur tekið upp. Þegar við foreldrar bregðumst börnunum með að hlusta þá þarf einhvern annan til þess. Í samfélagi þar sem allir eru svo uppteknir af sjálfum sér, þarf einhvern sem gefur sér tíma til að hlusta. Margir hafa ætlað þessu ágæta fólki það að það sé að troða einhverjum trúar boðskap í börnin og mótmælt þessari þjónustu, en viti menn það eru ekki postular annara trúarbragða sem mótmæla, það eru foreldrar þessara barna sem einnig færir börnin til altaris hinum hæsta höfuðsmiðs, skíra og ferma börnin, en eru kanski hrædd við þá samkeppni að einhver skuli gefa sér tíma til að hlusta á börnin sem þau SJÁLF hafa vanrækt. velferð barnanna á alltaf að vera í fyrirrúmi og ekkert á að stöðva gott framlag til að bæta það. 
mbl.is „Gáfnahjól“ til höfuðs offitu barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera eða vera ekki ! Ökumaður !

wNT 050207_JSM7032wNT 050207_JSM7033wNT 050207_JSM7045wNT 050207_JSM7043 

Já það er með ólíkindum hvernig fólk ekur um bæinn. það mætti halda að sumir væru með bundið fyrir augun. Ég varð fyrir því núna í tvígang á innan við mánuði að ekið var á bílinn minn kyrrstæðan, í fyrra skiptið var bakkað á aftur hornbílsins þar sem hann stóð í stæði við húsið heima hjá mér, en tæpum mánuði síðar var ég á leið í bæinn og rétt kominn inn á Fífuhvammsveginn, að bíllinn drap á sér og var það vegna bensínleysis. Á meðan ég skaust út á bensínstöð að ná í bensín á brúsa, sem tók aðeins fáeinar mínútur (ca 10) og ung kona sem var að fara frá bensínstöðinni gaf mér far svo ég kæmist að bílnum sem fyrst aftur, að er ég kom að honum til baka, þá var ung stúlka búin að keyra á hann þar sem hann var í vegkanntinum með viðvörunarljósin á. Ekki var hægt að kenna sólinni um, því þetta var í skugga af Arnarneshæðinni, ekki var það vegna þoku eða lélegs skyggnis, því það var þurrt og bjart. Líklega hefur stúlkan verið eitthvað annars hugar eða upptekin við eitthvað annað en að aka bíl, sem er alltof algengt í umferðinni almennt. Ég hafði reyndar svolitlar áhyggjur af bílnum því ég varð var við, er ég gekk frá bílnum, unga menn sem komu akandi eftir götunni að þeir voru voða uppteknir við eitthvað annað en að aka bíl og er þeir komu að kyrrstæðum bílnum mínum þá rétt náðu þeir að sveigja frá og flautuðu um leið. Það er ekki svo að þó maður aki eftir götu að þá megi maður bara aka í blindni áfram það er í umferðalögum ákvæði sem skyldar ökumenn um að hafa varan á sér og sýna aðgæslu og aka eftir aðstæðum, en ekki bara böðlast áfram eins og þeir væru einir í heiminum. Ég reyndar finn til með stúlkunni, því líklega er bíllinn hennar jafn ónýtur og minn. Það er einhvern veginn svo að maður er orðin svo háður þessum blikkbeljum, þær geta verið yndislegar og þægilegar, en jafn þreytandi og erfiðar ef eitthvað kemur uppá eins og að bila eða stoppa vegna bensínleysis. Ég hef reyndar í 15 til 20 ár alltaf verið með bensín á brúsa í skottinu til öryggis, en svo brá við að ég þurfti nýverið að nota þær varabirgðir og var ekki búin að fylla hann aftur, annars hefði þetta jafnvel ekki gerst. Þetta atvik og einnig það fyrra, sanna það að það er ekki hraða akstri að kenna að slysin gerist, það skortur á árverkni ökumanna sem er aðal slysa og óhappa valdurinn í umferðinni. Ökumenn eiga að aka eftir aðstæðum, ökumenn eiga að sýna ítrustu varkárni alltaf, það á ekki að aka í blindni og eftir misgóðu minni. Verum vakandi við stýrið.


Erum við ekki farinn að þekkja munin?

RK 120706_MG_2999

Enn er reynt að svindla á fólki, það eru ekki bara stjórnmálamenn sem svíkja landan um sjálfsagða þjónustu, án himin hárra gjlada til dæmis í heilbrigðisþjónustunni, heldur það koma alskyns erlendir púkar með svik og pretti, til að ná af okkur þeim fáu aurum sem við eigum kanski í afgang. Ég minni ykkur á að vara ykkur á allskyns svikum og prettum, meðal annars gylli boðum stjórnmálaflokkana, sem ekki eru alltaf að vinna að heill fólksins í landinu, heldur fremur fáum ríkum sem verða að vera enn ríkari.


mbl.is Skafmiðasvindl teygir sig til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband