Velferð, hagsæld!

Það er engum blöðum um það að fletta að launamál eru og verða alltaf bitbein þeirra sem þiggja og þeirra sem greiða laun. Í mjög mörgum starfsgreinum eru laun langt undir því sem eðlilegt gæti talist og allar kjarabætur eru vel þegnar. Kennarar og aðrir opinberir starfsmenn hafa í gegnum tíðina verið þær stéttir sem hvað erfiðast hefur verið að fá eðlilegar kjarbætur fyrir og sanngjörn laun. Forstjórar og aðrir háttsettir menn í þjóðfélaginu hafa löngum ekki vílað fyrir sér að hækka við sig launin og eru laun stjórnenda að jafnaði margfalt á við laun almennra launþega, samanber laun og lífeyrisréttindi þingmanna, þeir setja bara þær reglur sem þeim sýnist. Nær væri að bera svolitla virðingu fyrir vinnandi fólki sem meðal annars annast börnin okkar, leikskólakennarar, grunnskólakennarar og allar þær starfstéttir sem tengjast fræðslu og heilbrigði afkomenda okkar.

Nýverið var á öldum ljósvakans fyrirspurn til hlustenda um hvað þeim finnst um launamál kennara. Þar komu fram raddir launþega sem voru yfir sig hneykslaðir á þessari frekju kennara og hvort þeir hefðu ekki nógu góð laun. Sami maður er kanski tilbúin að lækka launin sín svona tuttugu prósent til að tryggja það að hafa yfir höfuð vinnu áfram. Nei og aftur NEI, það er svo mikil hagsæld í landinu, bankarnir fittna og stjórarnir með, og allir landsstjórnendur fullyrða að það sé engin fátækt í landinu, þá ættu þessir sömu að sýna það í verki og hundskast til að ganga til samninga við launafólk áður en samningar renna út og allt fer í leiðindi. Það hefur verið lenska hjá launanefndum hins opinbera að setjast ekki að samningaborðum fyrr en allt er komið í óefni, þá á allt í einu að redda málunum og þvinga fólk til að ganga að lélegri kjarabótum en það ætti rétt á, í skjóli þess að annars fer allt í verkföll og enn meiri leiðindi. Almenningur gerir sér ekki grein fyrir að það er ekki síst við semjendum að kenna ef til verkfalla kemur, þeirra er hagurinn að halda öllu gangandi, hvort sem það er grunnskóli, banki eða fiskverkun. Það sem menn gera sér ekki grein fyrir, að ef gengið er ákveðið til verka í samningum og veittar eru sanngjarnar kjarabætur þá græða allir, ekki síst þeir sem launin greiða því annars fer allt í stopp og allir tapa ekki síst launagreiðendur. Annars vegar engin framleiðsla eða viðskiptavinir eða almenningur hund óánægðir.

Bætum kjörin, borgum vel. Ættu að vera kjörorð allra launagreiðenda.


mbl.is Lýsa áhyggjum af launadeilu kennara og sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 77922

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband