Þarf frekari vitnanna við !

wFMFI 260806_JSM5178BIRK 040507_JSM4837wFMFI 260806_JSM5670BIRK 010107_wJSM3139

Þessar upplýsingar eru af vef veðurstofunar og segja allt það sem segja þarf um mismun á veðurfari á Hólmsheiði og á móti í vatnsmýrinni. Nú er að verða nóg komið um allt fjas og kjaftæði um að flytja Reykjavíkurflugvöll, fólk þarf að fara að vitkast og taka sönsum. Flugvöllurinn er ein mikilvægasta samgönguæð landsins og ein sú hættu minnsta, þrátt fyrir að flugsamgöngur séu stundum taldar varasamar þá er lægst slysatíðni í flugsamgöngum í öllum heiminum og ekki hvað síst á Íslandi. Þrátt fyrir að einhver hávaði fylgi sumum flugvélum þá er hann hverfandi og sífelt er verið að framleiða hlóðlátari vélar í þau tæki. Ef grannt væri gáð þá er ég viss um að hávaðamengun frá bílaumferð á Hringbrautinni sé margfalt meiri, því vert að skoða afhverju Hringbrautin var ekki sett í stokk í gegnum Vatnsmýrina, sem þurfti hvort eð er að grafa út vegna jarðvegsskipta, því mýrin er að jafnaði lágmark 4-6 metrar niður á fast ef ekki sumstaðar meiri.

 Ein aðal ástæða þess að Vatnsmýrin varð fyrir valinu á flugvallarstæði, eru veðurfarslegar eins og dæmið hér sannar og nú er bara sumar, hvað þá á köldum vetrarveðrum með ísingu og öllum pakkanum, er fólk tilbúið að skipta yfir í meiri áhættu og færri flugdaga, vegna þess að þá yrði flugvöllurinn mun oftar lokaður vegna veðurs, NEI ég held ekki.

Miðvikudagur 6.jún kl. 9:00 Reykjavík

 11° 10    

Straumsvík 10° 12  

Korpa 11° 11  

Geldinganes 11° 13  

Hólmsheiði 17  

Garðabær – Vífilsstaðavegur 10° 13  

Einarsnes í Skerjafirði 12° 7    

Kjalarnes 11° 12  

heimildir Veðurstofa Íslands


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

bara að hafa flugvöllinn þar sem hann er...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.6.2007 kl. 16:19

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Nonni minn ég trúi þér alveg en er samt ekki sannfærð um að flugvöllurinn sé á besta stað. Ég man nefnilega eftir slysi fyrir um það bil áratug eða svo þegar flugvél á leið til Hornafjarðar hætti við flugtak og rann út af brautinni og staðnæmdist aðeins um 50 m frá leiksvæði barna á leiksskóla í Skerjafirði. Mér finnst annað slíkt slys sem ekki færi eins vel skelfilegt.

Steingerður Steinarsdóttir, 8.6.2007 kl. 23:10

3 Smámynd: Jón Svavarsson

Þakka ykkur fyrir undirtektirnar, að sjálfsögðu verður Flugvöllurinn kyrr á sínum stað, slysið sem Steingerður vitnar í endað nokkur hundruð metra frá umræddum leikskóla, en það er svo skrítið hvernig Borgin velur staði fyrir leikskóla, því oft eru þeir í umhverfi þar sem þeir eiga ekkert erindi og oft eru spennistöðvar Orkuveitunar við hliðina eða í sama húsi, sem til langtíma er litið jafnvel enn hættulegra ef sú kenning á við rök að styðjast að rafsvið frá spennistöðvum valdi krabbameini. En hvað varðar slysahættu af flugvöllum almennt þá er slysatíðni það verulega lág á flugvöllum hérlendis að það er ekki einu sinni rök gegn flugvellinum. slys á Reykjavíkur flugvelli hafa orðið nokkur þessi SEXTÍU ár sem hann e búin að vera í notkun og ef miðað er við umferð, fjölda lendinga og flugtaka ásamt farþega fjölda þá liggur við að hægt væri að fullyrða að flugvöllurinn sé slysalaus því svo fá slys hafa orðið á Reykjavíkurflugvelli. það hafa orðið nokkur flugatvik eða óköpp, þar sem flugvélar hafa farið framaf flugbraut, magalent, runnið út af braut í hálku, en nær ekkert af þeim atvikum eru skilgreind sem slys. Öryggi í flugsamgöngum er með því mesta sem gerist hér á Íslandi þrátt fyrir að við búum við einar erfiðustu aðstæður hvað varðar veður, eða eins og landsmenn vita þá er oft ófært á marga staði oft svo að dögum skiptir. En á móti er sára sjaldan ófært til Reykjavíkur því flugvöllurinn er svo vel staðsettur með tilliti til veðurs, að jafnvel oftar er hann notaður til vara fyrir Keflavíkurflugvöll en Keflavík fyrir reykjavíkurflugvöll. Ef fólk telur að það sé slysahætta af flugvellinum þá eru sömu hættur allsstaðar þar sem flugvöllurinn yrði settur niður og jafnvel meiri ef eitthvað er. Við eigum að vera stolt af þessum örugga og góða flugvelli sem Bretar og bandaríkjamenn létu okkur eftir 1946, er þeir afhentu flugvöllin Íslendingum og takið eftir ekki bara Reykvinginum. Reykjavíkurflugvöllur er eign allra landsmanna og e að meginhluta á landi ríkisins en ekki borgarinnar. Þessa vegna er það alveg forkastanlegt að aðeins Reykvíkingar voru látnir kjósa um hann á sínum tíma, því þeir eiga ekki flugvöllin heldur ÞJÓÐIN.

Jón Svavarsson, 9.6.2007 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband