Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
17.2.2008 | 11:43
Copenhagen Open 15. til 17. febrúar 2008 Kaupmannahöfn.
Hér gefur að líta smá sýnishorn af dansmyndum fleiri myndir eiga eftir að birtast og eins er ekki endanleg upptalningin hér fyrir neðan
Jæja þá er keppnin Copenhagen Open 2008 í samkvæmisdönsum lokið, keppnin var haldin í Valby Hallen í kaupmannahöfn. Íslendingunum gekk mjög vel, Aníta Lóa Hauksdóttir, 9 ára, og Pétur Fannar Gunnarsson, 10 ára, frá dansdeild ÍR voru hlutskörpust í keppni í latíndönsum, flokki börn 2, í keppninni, sem haldin var um helgina í aldursflokki 11 ára og yngri. Þau lentu einnig í þriðja sæti í standarddönsum í samaflokki og unnu í 10 dansakeppnina (Combi) þar sem 6 af 19 pörum voru frá íslandi..Andri Fannar Pétursson og Helga Kristín Ingólfsdóttir höfnuðu í öðru sæti í flokki Junior 1 latin á föstudeginum. Alex Freyr Gunnarsson og Oksanna Tsykalyuk urðu í öðru sæti í flokki ungmenna latin og í 10 dansakeppninni, auk þess voru fleiri dansarar eins standa sig frábærlega vel, eins og Alexander Mateev og Lilja Harðardóttir, Björn Ingi Pálsson og Denise Yaghi gekk vel í flokki standard undir 21, Przemek Lowicki og Ásta Sigvaldadóttir komust í 12 liða undanúrslit í flokki IDSF Amatörar latin, í sama flokki komst Gunnar Hrafn Gunnarsson og Anne Bruun Baden í 24 liða úrslit, en Gunnar og Anne keppa fyrir hönd Danmerkur og eru nýlega byrjuð að æfa saman og má segja að þetta sé mjög góður árangur hjá þeim. Vel gekk í flokki barna í gær morgun og voru Íslendningar þar í öðru og þriðju sætum. Líklega er þetta með þeim besta árangri sem náðst hefur í danskeppnum sem íslensk ungmenni hafa tekið þátt í á erlendri grund, sýnir þetta að við eigum frábæra kennara og þjálfara í samkvæmisdönsum og er ljóst að mikill metnaður er lagður í þjálfun þessara ungmenna. Það skal tekið fram að keppendur á þessu móti skipta hundruðum og eru frá 28 löndum víðsvegar að úr heiminum og er það ljóst að meðal keppenda eru meistarar á heimsmælikvarða. Keppnin stóð yfir frá miðjum degi á föstudag fram á miðnætti, frá klukkan 10 á laugardagsmorgun fram á miðnætti og lauk svo á siðasta keppnisdeginum á sunnudag frá 10 um morgunin til klukkan 8 um kvöldið.
.
MOTIV-MEDIA, Jón Svavarsson,
+354 8930733 motiv@simnet.is
Sjá myndir og fréttir/see pix and news:
www.123.is/MOTIVMEDIA
www.pixlar.is www.chef.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.2.2008 kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Flugvél á leið í hafið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2008 | 02:06
Flug yfir hafið á smærri flugvélum, er áhættusamt, sérstaklega að vetri!
Jæja nú er illt í efni, ekki hafði ég átt von á svona viðbrögðum við þessari frétt og þar sem ég er fréttamaður og fréttaljósmyndari og vinn fyrir hið göfuga Morgunblað og þá miðla sem því tengjast, sem lausamaður þó í nær tuttugu og átta ár, þá er ég sjálfur nokkuð sár yfir svona SLEGGJUDÓM. Hins vegar er ég alveg agndofa yfir viðbrögðum þeirra sem ausa yfir hvort annað, allskyns svívirðingum og dónaskap. En ég hafði sjálfur vonað að fólk væri, gáfaðra, reyndara og tillitsamara en það að detta í svona gryfju. Vissulega má fólk eiga sínar skoðanir en það er ekki þörf á að dæma vel viljandi fréttamenn sem eru að vinna vinnuna sína af kostgæfni, eins og einhverja ótýnda glæpamenn og svíðinga. Skoðunum má koma á framfæri án þess að sýna dónaskap, en það þýðir samt ekki að allir verði því sammála fyrir því.
Ég hef sagt það hér áður á blogsíðunum, eftir álíka útreið á fréttamennsku, að flytja fréttir er að skrá söguna, sagan verður ekki skráð nema sagt sé frá henni og hvort sem sagan sé öllum að skapi eða ekki, samanber allt það sem hefur verið að gerast í borgarmálunum sem dæmi, þá er það skilda fréttamiðla að segja rétt og heiðarlega frá því sem er að gerast. Fréttin sem slík af þessum ólánsama flugmanni mun ekki koma til með að bjarga honum ein og sér, en allt það lið sem ferr í viðbragðstöðu og fer til leitar á líka skilið þá jákvæðu umfjöllun um þeirra fórnir og alla þá áhættu sem því fylgir. Frásögnin byrjar þegar atbuirðurinn fer í gang, hættan vofir yfir, næsta skref er váin skellur á, þriðja skrefið allir sem vetlingi geta valdið fara af stað til bjargar hvað sem það kostar.
Eins og kom fram í fréttunum þá var um erlendan flugmann að ræða, en það breytir ekki ferlinu, fréttin á jafn mikið rétt á sér fyrir því, því erlendir flugmenn eru ekkert rétt minni /meiri en þeir íslensku, því öllum þeim viljum við bjarga.
Því miður voru aðstæður þannig að meira að segja björgunarskip treystu sér ekki alla leið vegna ölduhæðar, sem segir aðeins um það hve erfiðar aðstæður voru þarna, hins vegar eru þessir ferjuflugmenn það vel útbúnir, þeas í flotgöllum með björgunarbáta og allt sem nauðsynlegt er til að bjargast, að þeir ættu við góðar aðstæður að geta lent og komið sér í björgunarbát og komist af ef náttúruöflin leyfa. En aðstæður hafa líklega verið erfiðari en það að ekki er víst að hann hafi einu sinni komist út úr vélinni, hver veit? Allavega ekki ég, en ég er mjög ánægður með hve fórnfúsa og velþjálfaða menn við eigum í björgunarsveitum landsins og ekki síst þeim sérþjálfuðumönnum á björgunarþyrlum Landhelgisgæslunar, sem lagt hafa líf sitt og öryggi að veði fyrir gífurlega mörg mannslíf sem þeir hafa bjargað. Þetta er ekki fyrsta ferjuflugvélin sem fer niður í hafið og verður því miður ekki sú síðasta, en vonandi verður mjög langt í að slíkt gerist aftur.
Þegar öllu er á botnin hvolft, þá eru atburðir, hverju nafni sem þeir nefnast, saga líðandi stundar og verður ekki skráð nema að fjallað sé um hana og henni komið í gott rit og myndmál.
Kær kveðja, Jón
8.2.2008 | 23:06
Loksins, orð í tíma töluð, ég hef alltaf sagt þetta !!!
Það gleður mitt litla hjarta að lesa þessar setningar sem hafðar eru eftir ÆÐSTA yfirmanni löggæslumála í Reykjavík. Það er einmitt lóðið, starf frétta manna og fréttaljósmyndara er að upplýsa og skrá söguna, eða með öðrum orðum þá erum við að skrá Íslandssöguna. Fólki finnst það ekkert merkilegt sem er að gerast á líðandi stund, en svo eftir örfá ár þegar flett er til baka þá finnst öllum rosa merkilegt það sem því þótti jafnvel mjög hversdagslegt daginn sem það gerðist. Í fórum mínum á ég einhverjar miljónir af myndum frá þúsundum ólíkra atburða, sem gerst hafa vítt og breitt um heiminn. Samt hef ég ekki ferðast neitt rosa mikið, en þó hef ég fylgst með nokkrum heimsviðburðum og einstökum atburðum, bæði í gleði og sorg og allt þar á milli. Það hefur verið mér mikið áhuga efni að viðhafa gott samstarf við Lögreglu og Slökkvilið, Slökkviliðið er alveg sér á parti því þeir hafa alltaf verið liðlegir og tilbúnir að aðstoð á allan hátt, en hinsvegar er því miður allt of oft sem að stangast hefur á með fréttamönnum/ljósmyndurum og Lögreglu, þar sem einungis hefur verið um viðhorfsvandamál viðkomandi lögreglumanns í þau einstöku skipti. Það hefur nefnilega loðað við Lögregluna að innan þeirra raða hafa verið og eru því miður enn, einstaklingar sem hafa óbeit á fjölmiðlafólki, stundum er það á gunni þess að hafa slæma reynslu af einstaka fjölmiðlamanni, því þeir eru ekkert heilagri en annað fólk, en þessir ákveðnu Lögreglumenn detta í þá grifju að dæma þá alla undir sama hatt. Ég hef þá reynslu að hafa átt frábært samstarf við Lögregluna í þau þrjátíu og tvö ár sem ég hef glímt við fréttaljósmyndun, en þó hefur einstaka sinnum borið á skugga, sem oftast hefur verið leiðréttur eða öllu heldur friðþægst yfir. Oftar en ekki hefur það komið í minn hlut að láta í minni pokan í þeim tilvikum. Jafnvel þó að sannað hafi verið að um óþarfa valbeitingu hafi verið að ræða og ég hafður fyrir rangri sök, en slíkt á ekki að eiga sér stað. Starf fjölmiðlafólks er að fjalla um atburði og segja frá þeim á óhlutdrægan hátt og án þess að misbjóða einum né neinum. Hins vegar getur komið upp sú staða að til dæmis ljósmyndarar myndi eitthvað sem ekki er birtingar hæft, slíkt gerist oftast óafvitandi og óviljandi, en það getur þó verið merkileg söguskráning, en þarf ekkert að birtast að minnsta kosti ekki opinberlega en gæti nýst í ransókn málsins eða skírslugerð, Lögreglan hefur ótal oft leitað til mín með myndir af vettvang og jafnvel fengið mig til að mynda fyrir sig á staðnum. Ég get nefnt eina sögu sem gerðist á fyrstu áum mínum, það var slys á Vesturlandsvegi rétt ofan við Ártúnsbrekku, Jeppi og Volkswagen bjalla höfðu skollið saman, því þá lágu akreinarnar saman tvær og tvær í hvora átt. Ökumaður jeppans misti stjórn á honum sennilega vegna þess að stýrisbúnaður bilaði, við það lenti hann framan á Bjöllunni, en í henni voru tveir aldraðir bræður, sem síðar kom í ljós að látist hefðu samstundis. Er ég kom að byrjaði ég að mynda eins og venjulega eða þar til Lögreglumaður kom til mín og benti mér góðfúslega á það að ekki væri vert að mynda bílinn því mennirnir væru sennilega látnir, tók ég þeirri ábendingu með þakklæti og hagaði störfum mínum í takt við það. Þess vegna er nauðsynlegt að sína tillitsemi á báða bóga og vinna saman en ekki gegn hvor öðrum.
Ég sagði það árið 2000 eftir 1. júlí þegar búið var að halda hina kristilegu þjóðvegahátíð, sem er það við mið er Lögreglan tók upp svo kallað TETRA fjarskiptakerfi, sem gerði okkur fréttaljósmyndurum gjörsamlega ómögulegt að fylgjast með útkallsrás Lögeglunar sem við vorum þó búnir að vera að hlusta á í áratugi og gátum alltaf flokkað á milli þess sem var fréttaefni og hins sem ekki var fréttaefni og kom okkur í raun ekkert við enda vorum við ekkert að hlusta eftir því. Þó kom það of oft fyrir að við heyrðum Lögreglumenn kítast og jafnvel viðhafa svívirðingar í garð hvors annars á öldum ljósvakans. Slíkt á náttúrulega ekki að eiga sér stað, vonandi hefur það lagast með auknum aga þó svo að starfsandinn sé kanski ekki nógu góður, ef marka má uppsagnir vegna launamála og aðbúnaðarmála.
Ég segi það aftur og enn, það má aldrei spara né skera niður í öryggismálum en hagsýni og eðlilegt aðhald er af hinu holla og góða. Ég hef verið ómyrkur í máli mínu hér, en ég veit að þeir sem eiga þetta, taka það til sín, en hinir sem þetta á ekki við, halda áfram að starfa af sama heiðarleika, drengskap og festu sem hingað til.
Ljósmyndasýningin Útkall 2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.2.2008 | 11:22
Betur sjá augu en auga!
Þarna kom það, við færum allt undir ÖRYGGISMÁL og þá fá hlutirnir brautargengi, til dæmis eins og heilbrigðismál og menntamálin, þá væri hægt að kalla það herskyldu að mæta í skólan og þá væru ekki kennarar heldur yfirliðþjálfar.
Breyttar áherslur í varnarmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.2.2008 | 10:53
gott framtak, Íslendingum rétt lýst!
Í útlöndum þá er ekki verið að hugsa mikið um svona hluti, og þurfum við Íslendingar að leita í almennar heilsugæslur á erlendri grund bara rétt eins og heimamenn og þurfum að greiða fyrir á fullu verði, sem jafnvel er meira en heimamenn þar greiða. En Íslendingar eru bestir, mestir, fallegastir, flottastir, sterkastir, ríkastir og það væri lengi hægt að telja.
Sér móttaka opnuð fyrir útlendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Frétta viðhorf og samfélagið !
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 18.2.2021 Miðborgir/bæjir og Borgarlína gegn bílafólki!
- 15.5.2020 Það er ekki örugt nema það sé örugt!
- 26.4.2020 Kominn tími til !
- 29.3.2011 ICESLAVE NEI TAKK !!!
- 16.11.2010 Á VIRKILEGA AÐ FAGNA MISGJÖRÐUM !!!
- 16.10.2010 ENN er KINDABYSSUNNI veifað !!!!
- 16.10.2010 Þeir RÍKU verða ríkari og FÁTÆKIR fátækari !!!
- 16.6.2010 Bara loka Borginni vesta Elliðaár !!!
- 6.6.2010 Bara rekan og ráða nýjan !!!
- 19.5.2010 Lokum bara LANDSPÍTALANUM hann er hvort eð er svo dýr í rekst...
- 19.5.2010 Ég skal kaupa HS Orku !!!
- 3.5.2010 Blekking til að fá að Hækka IÐGJÖLD!
- 28.4.2010 Enda flokkur í ÚTRÝMINGARHÆTTU !!!
- 13.4.2010 MISTÖK Á MISTÖK OFAN !!!
- 1.4.2010 Alltof seint í rassin gripið !!!
Spurt er
Tenglar
Ljósmyndun
Upplýsingar og þjónusta fyri ljósmyndara.
- MOTIV Ljósmyndaþjónusta
- Framköllun stækkanir Einnig atburða vefur til að kaupa myndir
- MOTIV ljósmyndir
- Sölu og viðgerðarþjónusta Myndavélar og fylgihlutir.
- Ljósmyndavefur sala Ragnar Th.
- Myndabanki Stock photos
- MOTIV á 123.is
Bloggvinir
- kleopatra7
- olinathorv
- gudruntora
- nanna
- lillagud
- stjornlagathing
- draumur
- dagsol
- kreppan
- kally
- raksig
- herdis
- annamargretb
- margretrosa
- helgafell
- lauola
- bjarkey
- netauga
- domubod
- ingunnjg
- keg
- steingerdur
- annaragna
- liljan
- trukona
- lady
- estro
- sms
- bifrastarblondinan
- agny
- katja
- eddabjo
- alla
- gudridur
- jona-g
- nupur
- blekpenni
- asgerdurjoh
- kolgrima
- katrinsnaeholm
- halkatla
- gislina
- tothetop
- fia
- kolbrunb
- jarnskvisan
- thorasig
- bryndisisfold
- jonaa
- gudfinna
- thorbjorghelga
- eyglohardar
- helgasigrun
- vglilja
- ranka
- abg
- joninaben
- gurrihar
- motiv
- doritaxi
- edvard
- formula
- fridrikomar
- gunnarkr
- ktomm
- ragnarborg
- reynsla
- siggisig
- stormsker
- sveinnhj
- konur
- 810
- annakr
- addamaria
- alfheidur
- asdisran
- astan
- begga
- beggibestur
- benna
- beggabjuti
- biddam
- birgitta
- brostubara
- brynja
- bubot
- daman
- diddan
- ellasprella
- erlaosk
- estersv
- evathor
- fanneybk
- fannygudbjorg
- fararstjorinn
- fjola
- fridust
- gmaria
- grazyna
- goodster
- gudrunjona
- gudrunmagnea
- gyda
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- hlinnet
- hugrenningar
- idno
- ingabesta
- ingibjhin
- ingibjorgelsa
- ippa
- ipanama
- isdrottningin
- jahernamig
- kittysveins
- kketils
- klaralitla
- konukind
- ladyelin
- lara
- larahanna
- liljabolla
- margretloa
- mariaannakristjansdottir
- mariakr
- marzibil
- mongoqueen
- ollasak
- olofdebont
- pannan
- ragnhildur
- roslin
- ringarinn
- saedis
- saragumm
- sifjar
- sigrunfridriks
- sirrycoach
- skessa
- steinunnolina
- stinajohanns
- sveitaorar
- thorunnvaldimarsdottir
- villagunn
- id
- morgunbladid
- vestfirdir
- armannkr
- biggibraga
- binnirarfn
- bjarnihardar
- brandarar
- brandurj
- businessreport
- drengur
- ea
- esv
- fiskholl
- folkerfifl
- fridjon
- fsfi
- gattin
- gebbo
- golli
- gudmundurmagnusson
- gudni-is
- hafstein
- hlekkur
- hnodri
- hogni
- hvala
- ibb
- icekeiko
- jax
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kentlarus
- ketilas08
- killerjoe
- korntop
- krams
- kristinnhalldor
- krilli
- ljosmyndarinn
- malacai
- nosejob
- olafurfa
- omarragnarsson
- ottarfelix
- pallvil
- palmig
- photo
- runarsv
- saethorhelgi
- skrekkur
- stebbifr
- steinibriem
- svei
- thj41
- vefarinnmikli
- valurstef
- vefritid
- iador
- svanurg
- ksh
- margretsverris
- einarorneinars
- ejk
- heidihelga
- benediktae
- baldher
- elvira
- rannveigh
- addags
- minos
- heidarbaer
- aslaugfridriks
- naflaskodun
- jyderupdrottningin
- franseis
- hrannsa
- valdimarjohannesson
- arnthorhelgason
- bookiceland
- minnhugur
- thordisb
Eldri færslur
2021
2020
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Nýjustu færslurnar
- Húsnæðisáætlanir sem gleyma fólkinu
- Bæn dagsins...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Til almennrar dreifingar!
- Aðildarviðræður við ESB koma ekki til greina
- Leggja niður þá starfsemi sem hefur ekki brýn verkefni með höndum
- Snobbað lúsmý, glaður intróvert og hnausþykk ferilskrá
- Prósent eða prósentustig, þar er efinn
- Eyðilagt bankakerfi
- Krónan er ekki vandi