Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
30.1.2008 | 19:27
Öryggi, Hollusta og Umhverfi !
Sameiningar, samruni, yfirtökur og hvað það allt er kallað, er aðeins til þess fallið að skera niður rýra þjónustu og leggja af aðra, ÞVÍ MIÐUR. Stjórnendur sem fara í slíkar framkvæmdir halda að það sé hagræðing að skera niður og gleyma því að hver starfsmaður annar ekki nema ákveðið miklu, hins vegar geta menn litið á það jákvætt, ef fækkað er í Lögreglunni þá fækkar glæpum, þeas skráðum upplýstum og óupplýstum afbrotum fækkar og færri verða teknir fyrir umferðalagabrot. Ef það er það sem menn vilja sjá þá eru þeir komnir á rétta braut, eða hvað finnst þér?
Óánægja vegna sparnaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2008 | 15:52
Slysavarnafélag Íslands 80 ára 29. jan 2008
Mikið afmælishóf var haldið í Listasafni Reykjavíkur, þar sem nokkur hundruð manns komu til að fagna þessum tímamótum. Gunnar Tómasson og Ólafur Proppé voru heiðraðir fyrir störf í þágu samtakana og er þetta fyrsta heiðrun á þess vegum, þeas Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Starfsemi Landsbjargar og aðildarfélaga þess, byggist á sjálfboðaliðastarfi sem að mestu er fjármagnað með fjáröflunum sveitana, bæði með sölu jólatrjáa og flugelda um áramót. það hefur verið sá útbreiddi misskilningur hjá fjölda fólks að starfið snúist um að leika sér á fjöllum á alskyns dýrindis tækjum. Nei og sko aldeilis ekki, ferðir sem farnar eru á fjöll eru æfingaferðir og mikilvægur þáttur í þjálfun BJÖRGUNARMANNA, sem ávalt eru viðbúnir þegar neyðarbeiðnir berast og bjarga þarf fólki og verðmætum þess. Það fékk ég Flugbjörgunarsveitarmaðurinn sjálfur að reyna, daginn fyrir gamlaársdag síðast liðin. Því þann dag gerði asahláku og það flæddi upp úr öllum niðurföllum í Kópavogsdalnum. Þá kom Hjálparsveit skáta í Kópavogi með dælur til að reyna að veita vatninu frá eða úr kjallaranum, þar sem vatnshæðin var orðin um 40 cm. Það má heldur ekki gleyma öllum þeim aðstoðarbeiðnum sem komið hafa vegna óveðurs að undanförnu, sem dæmi að nefna, þá hef ég spurnir af einum Björgunarsveitarmanni í Grindavík sem ekki hefur komið nema örfáa daga til vinnu vegna útkalla og óveðursbjörgunarstarfa, þannig að hann fékk ekkert útborgað fyrir desember mánuð. Sem betur fer eru vinnuveitendur mjög liðlegir með að leyfa starfsmönnum sínum að sinna útköllum Björgunarsveitana, án þess að draga af laun en stundum er fjarveran of mikil svo það keyrir fram úr þolmörkum þeirra. Þá finnst mér að ríkið eigi að koma þar inn með frádrátt af gjöldum fyrirtækja sem greiða björgunarmönnum laun í útköllum eða greiða þeim einhvern styrk ef málin fara fram úr einhverju viðmiði. Að síðustu vil ég benda á að hægt er að skoða myndir frá afmælisfagnaðinum á vefsíðunni minni MOTIV þar sem rösklega 400 myndir eru. Til hamingju Ísland.
27.1.2008 | 20:15
Varaflugvöllur nema hvað !!!
Það er ekki að sökum að spyrja, Reykjavíkurflugvöllur stendur fyrir sínu, enn reynir á það hve veðurfarslega hann er vel staðsettur, tiltölulega snjó léttur og skyggnið oftar mikið betra. Þarf frekari rök fyrir mínu máli?
Tafir á millilandaflugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2008 | 12:02
Flytjum Ráðhúsið á Esjuna !!! Sandkassaleikur Sjálfgræðismanna !!!
Enn og aftur rísa menn upp og vilja flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni. Það er jafn gáfulegt og ætla að flytja Ráðhúsið á Esjuna. Gísli Marteinn talar um umhverfismál í sömu hendingu og hann vill byggja í Vatnsmýrinni. Gísli ertu ekki með öllum mjalla? Íbúðabygging og eyðing Vatnsmýrarinnar er ekki umhverfismál. Það er aftur UMHVEFISMÁL að halda flugvellinum og varðveita frekar það sem eftir er af mýrinni fyrir það fuglalíf sem enn er eftir þar. Háskólinn í Reykjavík kemur eins og Skrattinn úr sauðaleggnum, þar sem hann er að rísa, nær hefði verið að byggja hann þá á lóðinni fyrir framan Háskóla Íslands þá hefðu þeir getað farið í sameiningu á auðveldan hátt, því það er í tísku hjá öllum viðskiptamönnum í dag, sameiningar þvers og krus og engin veit lengur hver á hvað. Reykjavíkurflugvöllur er ein aðal samgönguæð landsins, mun mikilvægari en nokkurn grunar, það fylgir jú öllum samgöngum hávaði, líka bílaumferð sem veldur mun meiri loftmengun en flugumferðin. Nær væri að leggja vinnu í að skipuleggja samgöngukerfið að öðruleiti betur svo umferð gangi greiðar og betur fyrir sig. Reynið nú að fara að vitkast, þið sem þykist vera að stjórna Reykjavíkurborg og farið að horfa á þessi mál eins og skynsamt fullorðið fólk, en ekki eins og krakkar í sandkassaleik.
Vilja íbúðabyggð í Vatnsmýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2008 | 13:02
Þetta eru verðir lagana og þjónar landsmanna!!!
Þetta er góð frásögn og lýsir vel hugsandi og athugulum Lögreglumönnum, sem koma manni í neyð eða öllu heldur á hrakhólum, til aðstoðar. Þetta er sá andi sem þeir eiga að búa yfir! Vera landi og lýð til hjálpar og aðstoðar þegar þörf er á og að sjálfsögðu að halda uppi lögum og reglu. Ef þessi óláns maður hefði verið í bandaríkjunum, þá hefði hann verið "taseraður" og taskan fjarlægð með sprengju leitar búnaði og því næst sprengd í loft upp. Guð má vita hvort að maðurinn hefði þá fengið fyrir strætó og ódýra gistingu áður en hann færi aftur heim. HEILL ykkur Akranesmenn svona eiga góð vinnubrögð að vera.
Sat á ferðatösku við Akratorg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2008 | 22:23
Fólki fjölgar og byggðin stækkar!!!
Það vill alltaf gleymast hjá stjórnvöldum að fólkinu fjölgar jafnframt sem byggðin stækkar. Tökum sem dæmi í Kópavoginum, þar hafa verið að staðaldri 4 til 5 Lögreglumenn á vakt síðastliðin 20 til 30 ár, þrátt fyrir að bærinn hefur stækkað margfaldað á þeim tíma. Svipaða sögu er að segja víða annars staðar á landinu og jafnvel ef við tökum tölur af höfuðborgarsvæðinu öllu. Svipað er með aðra neyðarþjónustu eins og slökkvi og sjúkralið. Þess vegna eru menn að huga loks að fjölgun slökkvistöðva, en það þarf meira til, það þarf fleiri starfsmenn í slökkviliðið. Eins og ég hef áður sagt í skrifum mínum, þá er þetta einn af þeim þáttum þjóðfélagsins sem ekki á að þekkja sparnað eða niðurskurð, en aðhald er öllum holt. Menn virðast ekki skilja það að fólk hættir ekkert að veikjast og slasast, þó læknirinn sé tekinn af neyðarbílnum. Hvað þarf að gerast til að læknir verði settur aftur á NEYÐARBÍLINN og þá jafnvel neyðarbílum fjölgað í tvo. Hvaða ráðherra eða þingmaður eða borgarstjóri þarf að deyja, til að menn endurskoði sinn hug. Með þessum orðum er ég alls ekki að vantreysta þeim SÉRÞJÁLFUÐU SÉRSVEITARBRÁÐATÆKNUM, eins og ég myndi vilja kalla þá. Því þó svo að læknir sé með í för þá eru það þeir sem vinna flestu handverkinog hafa bjargað gífurlega mörgum mannslífum, en læknir getur gengið lengra og það þekkja þeir sem með þeim starfa. Sú staðreynd er ljós, að eftir að þetta fyrirkomulag var tekið upp; þeas Neyðarbíll með lækni og sérþjálfaðir Bráðatæknar á sjúkrabílunum, þá hafa fleiri mannslífum verið bjargað og bata horfur þeirra sem verða fyrir alvarlegum bráðaveikindum og slysumhafa stóraukist. Kanski finnst yfirvöldum það íþyngjandi sem kostnaðauki á heilbrigðisþjónustunni, frekar en útfarakostnaður.
Fólk er búið að gleyma því sem gerðist fyrir um 30 árum síðan, er einn af þekktustu blaðamönnum landsins lést fyrir aldur fram vegna hjartaáfalls og í framhaldi var safnað fyrir nýjum sjúkrabíl sem kallaður var HJARTABÍLLINN. Sá bíll var undanfari neyðarbílsins sem þróaðist í sjúkrastofu á hjólum, en til þess að þeir nýtist sem best þá er ákaflega traust að læknir sé um borð og ég ber fullt traust til Bráðatæknanna en þeir vita líka að það koma oft upp tilfelli þar sem læknir getur gert meira en þeir eða réttara sagt mega. Þó reglum sé breytt svo þeir megi ganga lengra, er þá ekki verið að gera þá að læknum? Er þá ekki verið að stytta leiðina til að geta gerst læknir? Hugsið nú bara málið, hvað ef sakamaður fær nú leyfi til málflutnings á þeim forsemdum að hann hafi svo oft mætt fyrir rétti? Þetta er kanski út í loftið að segja þetta en við erum að horfa á ólíka hluti á ólíkum forsemdum.
ÉG hvet stjórnvöld til að endurskoða þessa hluti gaumgæfilega og vonandi komast þeir að því áður en eitthvað gerist sem hefði mátt bjarga annars, að þeir ættu að efla NEYÐRÞJÓNUSTUNA frekar en að draga úr henni. Það er þekkt staðreynd að á Íslandi er ein öflugasta neyðarþjónusta sem um getur en umfang hennar er ekki í takt við mannfjölgun.
Slökkviliðsmenn hafa engan tíma til að æfa sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2008 | 12:00
Lögreglan til hvers? Um vopnaburð og valdbeytingu!
Hér fer á eftir skrif mín og aðstandenda morgunútvarps Bylgjunar í framhaldi af umræðum á öldum ljósvakans í morgun um sama málefni, en greinilega eru þau á annari skoðun en ég og mér til mikillar undrunar staðföst í því að leyfa Lögreglunni að nota svokallaðar "Stuðbyssur", ég í sakleysi mínu legg upp efasemdir um ágæti þeirra og hvað svo sem menn sannfærast um öryggi þeirra þá er bara tilurðin vafasöm og afhverju þarf að mæta hörku með meiri hörku, afhverju eru Lögreglumenn að slasat í átökum? Er það kanski vegna þess að þeir sýndu hörku í upphafi og mæta þá meiri hörku? Hvað er að gerast? Eigum við ekki að reyna að skapa samfélag með velvild og manngæsku og leitast við að leysa málinn? Þetta eru svo margar spurningar að menn verða að setjast niður og hugsa alvarlega sinn gang. Í þessum skrifum mætti halda að Lögreglan væri eitthvað skrímsli, en svo er ekki, en þar hafa leynst skemmdir einstaklingar rétt eins og annarsstaðar í samfélaginu, því Lögreglan eru bara menn rétt eins og við hin og er reynsla mín sú að meirihluti þeirra eru úrvalsfólk, enda er reynt að velja menn til starfa í löggæslunni, með tilliti til þreks, menntunar og mannkosta. Margir af ættingjum mínum eru og hafa verið í Lögreglunni og eru sérstaklega góðir Lögreglumenn sem gengt hafa ýmsum trúnaðarstörfum á þeim vettvangi. Það er því ekki af hefnd eða illsku í þeirra garð, sem þessi skrif fara af stað, heldur efasemdir um tilgang með notkun á "Stuðbyssum". Dæmi nú hver fyrir sig og velti fyrir sér hvað muni verða um sjálfa ykkur ef þið lendið óvart í einhverjum kringumstæðum sem kalla á notkun slíkra tækja og verðið fyrir stuði, hvað þarf til að stöðva notkun þeirra, verði þau leyfð, hvað þurfa margir að verða fyrir óþægindum eða jafnvel líkamstjóni til að menn myndu endurskoða notkun þeirra?
From: Jón Svavarsson
Sent: 15. janúar 2008 08:48 To: Morgunútvarp Bylgjunnar Subject: Lögreglan til hvers?
Komið þið sæl unga fólk, það hefur verið í umræðunni hvort það eigi að vopna Lögregluna? Ég set svo stórt spurningamerki við það að ekkert annað kemst að. Á undaförnum áratugum hefur verið rætt um vopnaburð Lögreglu í Alþjóðaflugstöðinni á Keflavíkurflugvelli og hefur það farið fyrir brjóstið á mjög mörgum. En munurinn á því er sá að það eru alþjóða kröfur um öryggi flugvalla og vopnin eru vel sýnileg. Í umræðu um rafbyssur, þá hefur komið í ljós að þær eru lífshættulegar og ætlum við þá að gefa Lögreglunni leyfi til að drepa fólk? Nei það er ekki í stjórnarskránni okkar og samræmist ekki þeim mannréttindasáttmálum sem við Íslendingar höfum undirgengist. Meir að segja hefur verið gagnrýnt að íslenskir friðargæsluliðar, beri alvæpni í ófriðarlöndum þar sem menn eru drepnir fyrir það eitt að hafa aðra trú. NEI segi ég aftur, það á ekki að leyfa almennan vopnaburð LÖGREGLU, ástæða; Lögreglan á að leysa vandamálin en ekki að búa þau til eða auka þau. Lögrelumenn eru venjulegt fólk rétt eins og ég og þú, með öllum þeim göllum sem hver og einn hefurí mismiklum skammti. Ég vil minna á það að eftir að Lögreglan fékk að bera Piparúða eða Maze þá hefur fjölgað gífurlega slysum á fólki vegna þeirrar notkunar og er það þá hlutverk Lögreglu að meiða fólk? Nei sko aldeilis ekki, um tíma var starfandi Lögrelumaður sem hafði viðurnefnið mister maze því hann var alltaf með úðabrúsan á lofti, sá hin sami var rekin úr Lögreglunni með skömm og dóm á bakinu fyrir ofbeldi, ásamt öðrum félaga hans sem líklega væri enn í Lögreglunni ef hann hefði ekki verið svo óheppin að vera í flokk með Mr Maze þetta kvöld. Ég segi aftur NEI ekki rafbyssur, þær eru ómannúðlegar og falskt öryggi, en gott námskeið í sálfræði og mannlegum samskiptum væri mun betra áhld fyrir Lögrelumenn, frekar en slíkar byssur. Aukin vopnaburður kallar einnig á aukna hörku gegn þeim líka,
LÖGREGLAN á að leysa málin ekki búa þau til.
From: Morgunútvarp Bylgjunnar Sent: 15. janúar 2008 09:14
Sæll Jón, Við ákváðum að taka þessa umræðu þar sem við vitum að lögreglan hefur verið að prófa stuðbyssurnar.Við höfum einnig kynnt okkur málið og eftirfarandi eru uppl. um byssurnar, en satt best að segja þá fáum við ekki betur séð en miklir fordómar eru gegn þessum byssum. Þær séu í raun alls ekki hættulegar.Ég veit ekki hvort þú hefur kynnt þér Taser sérstaklega, mér sýnist ekki!Í raun, skv. Þeim sem hafa kynnt sér málið þá er aðeins hægt að reka eitt dauðsfall til Taser undanfarin mörg ár, sem þó er í raun umdeilt.
*Taser orsakar minnsta sársauka en skapar mesta öryggið af öllum þeim valdbeitingartækjum sem notuð eru.
*Vanlíðunartími eftir notkun Taser er sá styttsti af valdbeitingatækjum lögreglu samanborið við 30 mínútur til klukkutíma eftir piparsprey og daga, jafnvel vikur vegna brotinna beina eftir kylfur. Og til lífstíðar eftir skotvopn.
*Aðeins Taser býður uppá nákvæma skráningu á notkun valdbeitingartækisins. Tækið skráir tímasetningu notkunnar, fjölda púlsa og lengd. Jafnframt er möguleiki á hljóð- og myndbandsupptöku.
* Meira en hálf milljón (500.000) löggæslumanna hafa fengið rafpúls í sig úr tækinu sem hluta af þjálfun þeirra. Engin þeirra hefur slasast hvað þá látist.
* Í tilfellum þar sem einstaklingar hafa látist við handtökur, hefur þáttur tækisins verið útilokaður í öllum rannsóknum til þessa. Að auki hefur tækið verið hreinsað í öllum þeim málum sem ratað hafa fyrir dómstóla í Bandaríkjunum.
* Síðan árið 2000 hafa 5.600 manns látist við handtökur í Bandaríkjunum. Taser valdbeitingartæki komu við sögu í innan við 5% tilfella. Í 95% tilfella eru önnur valdbeitingartæki notuð.
* Nýleg rannsókn sem framkvæmd var hjá Baptist medical Centre í Wake Forest háskólanum í Bandaríkjunum leiddi í ljós að af 1000 tilfellum þar sem Taser rafbyssur voru notaðar við handtökur, hlutu 99.7 prósent hinna handteknu enga áverka og að litlum hluta aðeins milda áverka eins og skrámur og mar.
* Rannsóknir á hundruðum sjálfboðaliða hafa leitt í ljós engin heilsufarsleg eftirköst eftir notkun Taser.
* Lögreglumenn í Bandaríkjunum eru 68 sinnum líklegri til að hljóta áverka af völdum hnefahögga, sparka og barsmíða almennt en af völdum einstaklinga með skotvopn. Tölfræðin sýnir að óvopnaðir einstaklingar valda meira líkamstjóni á lögreglumönnum en vopnaðir.
* Skýrsla FBI frá árinu 2005 sýnir að 13,394 lögreglumenn slösuðust í átökum við óvopnaða einstaklinga samanborið við 195 í átökum við grunaða með skotvopn: (http://www.fbi.gov/ucr/killed/2005/table68.htm)
* Löggæslustofnanir sem hafa tekið Taser í notkun hafa greint frá fækkun meiðsla handtekinna um allt að 80%. Taser gerir lögreglumönnum kleift að gera ofbeldisfulla einstaklinga óvirka á einfaldan og öruggan hátt.
______________________________________________________________
Sæl aftur, það eitt að þurfa að vera með ofsa valdbeitingu er ekki það sem löggæsla snýst um. En vitaskuld eru augnablik þar sem vopn er óhjákvæmileg til þess höfum við sérsveit, en sú þróun að þurfa að vopnbúa Lögreglu er bara ekki viðsættanlegt og hvað sem menn segja um öryggi þess að nota þær, hvað gefur þeim leyfi til að dæma á staðnum, engin er sekur fyrr en sekt hans er sönnuð og svo framvegis. Þessar Tazer og Maze vopn eru til þess fallin að þau verði misnotuð eins og reynslan hefur sýnt. Ef Lögeglumenn eru ekki reyðubúnir til að takast á við löggæslu án ofbeldis þá ættu þeir að gerast hnefaleikamenn eða fara í kolamokstur til að ná niður adrenalíninu. Ef þetta verður leyft hvað kemur þá næst? Enn um vopnaburð og valdbeytingu!Í framhaldi af fyrri skrifum mínum vil ég bæta þessari frásögn úr minningarorðum um Eyjólf Jónsson sundkappa og lögregluþjón sem var mannvinur mikill. Í frásögnum úr starfi frænda míns, er mér minnisstæðast er hann og félagi hans til margra ára, Þórir Hersveinsson, tókust á við mjög geðhrærðan mann sem ógnaði konu sinni með hnífi og hélt henni í gíslingu. Leystu þeir það verkefni með rólegheit og mikilli yfirvegun án neinna átaka. Þeir töluðu sig inná manninn sem hleypti þeim inn í eldhús og áður en hann vissi af, þá var hann búin að færa þeim veitingar og snæða með þeim og að lokum þá voru þeir búnir að vaskaupp eftir sig og ná hnífnum úr hendi hans í uppvaskið, því í þeirra sveit var venja að vaska upp eftir sig og að sjálfsögðu þurfti að vaska ALLT upp. Í framhaldi fóru þeir með hann í rólegheitum út í bíl og frelsuðu konuna án nokkura átaka. Í dag hefði samskonar mál verið afgreitt með hörku sérsveitar, hávaða og látum, sem hefði gengið grá fyrir járnum og yfirbugað manninn með tilheyrandi látum og ofbeldi. Slík er minningin um drenglindan mannvin sem öllum vildi vel og leysti málin af yfirvegun og heiðarlegri framkomu. Það er mér heiður að minnast frænda míns, með þennan vitnisburð að leiðarljósi, vitnisburð sem kennt hefur mér að setja mér markmið, kennt hefur mér að umgangast fólk með virðingu, vináttu og umburðarlyndi og að vinsamleg samskipti vinna að lokum sigrana.
Í störfum hans sem dyravarðar í Glaumbæ, þá var kjörorð hans að vera kurteis og blíður og alltaf gat hann haft hemil á fólki með góðu og enn í dag er fólk að minnast þeirra stunda þegar hann útkljáði áflog með nokkrum góðum orðum, orð sem virka mikið betur en valdbeiting, eða eins og kom fram í kvikmyndinni Útkastarinn þegar hann var að hreinsa til í búlluni, Be nice.
Jón Svavarsson,
______________________________________________________________
Halló þið þarna, þetta snýst ekki um hvort Tazer séu öruggar eða ekki, þetta snýst um viðhorf og mannlegsamskipti og ég er frekar undrandi á viðbrögðum ykkar og athugasemdum, því við sem fréttamenn eigum ekki að taka svona harða afstöðu sem þið gerið í svörum ykkar, því við eigum fyrst og fremst að sýna hlutleysi og hafa hæfilegar efasemdir. Ég er viss um ef þið yrðu fyrir árás með stuðbyssu þá muni skoðunin breytast, rafstuð eru hættuleg hvað sem þið segið og hvað sem einhverjar ransóknir sýna, hverjir framkvæmdu þær ransóknir? Seljendur þessara stuðtækja eða Lögreglan í Bandaríkjunum? Prófun á fleiri hundruð ef ekki þúsundum Lögeglumanna segir ekki allt, það eru menn í góðu líkamlegu ástandi sem eiga að þola meira en hann jói jóns, sem er veill fyrir hjarta. Ég mun birta þessi skrif mín og ykkar, á blogsíðu minni og velta þar upp þessum spurningum og hvað sé hægt að ganga langt í því að leyfa Lögreglunni að taka VÖLDIN Í SÍNAR HENDUR.
______________________________________________________________
HALLÓ, HALLÓ, hvað er í gangi, ég er að tjá mínar skoðanir og ég hef leyfi til að hafa miklar efasemdir um ágæti þessara vopna sem eru í mínum huga skelfileg. Kylfur hafa verið eina vopn lögæslunar hingað til, svo kom piparúðinn, á ekki bara að leyfa þeim að hafa vélbyssur að auki? Ég spyr, hvað næst? Er ekki mál að linni og menn fari að leggja rækt við mannleg samskipti og leggi sig fram um að leysa málin? Bandarísk VÆNISÝKI á ekkert heima á Íslandi og þessi óöld þar, er tilkomin fyrir þær sakir að nær allir mega eiga byssur og alskyns vopn, AUGA FYRIR AUGA OG TÖNN FYRIR TÖNN, er það málið, þarf alltaf að sýna hörku með meiri hörku, hvað um hefndarþorsta ef einhverjum væri í nöp við einhvern bara út af skoðunum hans? Eigum við að halda áfram.?
Öll skrif á veraldarvefnum eru opin og aðgengileg á ýmsa vísu, ef þú ert í einhverjum efasemdum um að geta staðið við þessar skoðanir þínar þá hefðir þú ekki átt að svara mér svona, ég var aðeins að leggja mínar skoðanir á vogarskálarnar og ég hef vissu fyrir því að það eru margir lögrelumenn á móti þessu nýju rafstuðsvopnum. Málflutningurinn í morgun var mjög einstefnulegur og vænisjúkur á öldum ljósvakans. Það er tilgangur minn með þessum skrifum að vekja fólk til umhugsunar um það sem verið er að kalla yfir okkur, hörmungar heimsins eru nægilegar fyrir og eigum við þessi friðsemdar þjóð að ganga famar í friðar ferlinu en það að finna til ný og ný vopn í hendur löggæslumanna. Það hefur verið sómi okkar þjóðar að hafa ekki HER og herskyldu, sumir segja að það sé ástæðan fyrir því hve agalaus við séum og tek ég reyndar undir það. En aga má rækta á annan hátt en með ofbeldi, aga má rækta með manngæsku og þeir samferða menn mínir í lífinum sem það hafa haft að leiðarljósi, hef ég tekið mér til fyrirmyndar. OKKUR vantar góðar fyrirmyndir í samfélagið en ekki meiri vopnaburð, nema menn vilji snúa við aftur í Víkingaöldina þegar allir drápu alla.
Kv Jón
Eftirskrif 15.1.2008 kl 13:45
Ég hef fjarlægt svör Morgunútvarps Bylgjunar að undanskildu fyrsta svari sem ég tel vera opinbert svar með tilheyrandi rökstuðningi, að beiðni umsjónarmanns blogsins, sem fór þess á leitan við mig eftir beiðni eins fréttamanns þar. Ég segi bara það ef menn eru ekki tilbúnir að standa við skoðanir sínar þá eru rökin ekki sterk og málflutningurinn veikur, ég fjarlægi því þau svör sem bættust við af góðsemi.
Jón Svavarsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
9.1.2008 | 14:45
Gleðilegt ár kæru BLOGvinir!
Jæja þá er komið nýtt ár með nýjum markmiðum og verkefnum. Ég vil byrja á að þakka ykkur öllum sem gefið hafa ykkur tíma til að líta inn á blogsíðuna mína og jafnvel senda mér kveðju og athugasemdir við eldri blogin. Þessir síðustu mánuðir hafa verið ansi fjörugir og það hefur verið í nógu að snúast, mynda, vinnamyndir (Pixlum)aðstoða við jólatrjá og flugeldasölu Flugbjörgunarsveitarinnar auk nokkura útkalla þeim tengdum. Auk þess sem ég hef þurft að hafa svolítið ofan af fyrir Kertasníki, en allt hefur þetta gengið vel.
Nú fer í hönd bjartari tími, sólin að hækka á lofti og sumarið í vændum. Ég ætla að reyna að ferðast meira um landið okkar fagra komandi sumar, en mér hefur tekist undanfarin sumur. Ég hef það markmið að koma betra lagi á myndasafnið mitt sem þó er ekkert í rusli, heldur langar mig að samhæfa filmusafnið og lesa eitthvað af þeim myndum í rafrænt form. Myndasafn mitt áætla ég að telji á þriðjumiljón mynda, þegar allt er talið og er ég þá að tala um frummyndir, en í rafræna hlutanum á ég auka eintök sem eru unnin á mismunandi vegu og svo á ég talsvert af myndum sem teknar eru á filmu og afritaðar á pappír í mismunandi stærðu, þó mest í 10 x 15 cm. Einnig á ég mikið af litskyggnum sem margar hverjar eru gersemar og það eru þær sem ég ætla að leggja áherslu á að vinna í rafrænt form.
Síðustu vikur hafa verið nokkuð atburðaríkar, bæði ánægjulegir atburðir og svo nokkrir sorglegir, frændi minn og föðurbróðir féll frá í lok nóvember, og nokkrir vina og kunningja minna hafa fallið frá á þessu tímabili auk sonur eins vinar, ég votta fjölskyldum þeirra allra mínar hjartanlegustu samúðar kveðjur. Þrátt fyrir vonsku veður þá tókst að halda settu markmiði í sölu jólatrjáa og flugelda, en það tryggir rekstur björgunarsveitana og í mínu tilfelli Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík.
Síðustu tvo vetra hef ég verið að reyna að klára að staulast í gegnum Leiðsögumannanám, sem gengið hefur treglega vegna anna, en kanski er sígandi lukku best að stýra, og enn horfi ég til þess að klára það ekki fyrr en 2009 en það er eitt af markmiðum mínum að ljúka því þá. Þetta nám hefur verið einkar skemmtilegt og maður fær allt aðra sýn á land vort og sögu eftir að hafa gengið þarna í gegn, þetta eins vetrar nám er á við fjögur ár í jarðfræði, þrjú ár í náttúrufræði, fimm ár í íslandssögu og þjóðháttum auk ýmistlegs annars sem komið er inná í þessu námi. En eitt skal ég segja ykkur, maður kynnist alveg glás af skemmtilegu fólki á ýmsum aldri, því skólafélagarnir eru frá tvítugu til áttræðisaldurs, af ýmsum þjóðernum og báðum kynjum, í einu orði sagt dásamlegt fólk. Leiðsögunámið fer fram í Leiðsöguskóla Íslands sem starfar innan Menntaskólans í Kópavogi og hefur verið þar um ára bil.
Að lokum vil ég láta fylgja með nokkrar myndir eins og venja er, meðal annars af flugeldum og íþróttamanni ársins 2007, atburðum nýársdags, björgun báts í Kópavogi og nýárssund sjósundmanna í Nauthólsvík.
Um bloggið
Frétta viðhorf og samfélagið !
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 18.2.2021 Miðborgir/bæjir og Borgarlína gegn bílafólki!
- 15.5.2020 Það er ekki örugt nema það sé örugt!
- 26.4.2020 Kominn tími til !
- 29.3.2011 ICESLAVE NEI TAKK !!!
- 16.11.2010 Á VIRKILEGA AÐ FAGNA MISGJÖRÐUM !!!
- 16.10.2010 ENN er KINDABYSSUNNI veifað !!!!
- 16.10.2010 Þeir RÍKU verða ríkari og FÁTÆKIR fátækari !!!
- 16.6.2010 Bara loka Borginni vesta Elliðaár !!!
- 6.6.2010 Bara rekan og ráða nýjan !!!
- 19.5.2010 Lokum bara LANDSPÍTALANUM hann er hvort eð er svo dýr í rekst...
- 19.5.2010 Ég skal kaupa HS Orku !!!
- 3.5.2010 Blekking til að fá að Hækka IÐGJÖLD!
- 28.4.2010 Enda flokkur í ÚTRÝMINGARHÆTTU !!!
- 13.4.2010 MISTÖK Á MISTÖK OFAN !!!
- 1.4.2010 Alltof seint í rassin gripið !!!
Spurt er
Tenglar
Ljósmyndun
Upplýsingar og þjónusta fyri ljósmyndara.
- MOTIV Ljósmyndaþjónusta
- Framköllun stækkanir Einnig atburða vefur til að kaupa myndir
- MOTIV ljósmyndir
- Sölu og viðgerðarþjónusta Myndavélar og fylgihlutir.
- Ljósmyndavefur sala Ragnar Th.
- Myndabanki Stock photos
- MOTIV á 123.is
Bloggvinir
- kleopatra7
- olinathorv
- gudruntora
- nanna
- lillagud
- stjornlagathing
- draumur
- dagsol
- kreppan
- kally
- raksig
- herdis
- annamargretb
- margretrosa
- helgafell
- lauola
- bjarkey
- netauga
- domubod
- ingunnjg
- keg
- steingerdur
- annaragna
- liljan
- trukona
- lady
- estro
- sms
- bifrastarblondinan
- agny
- katja
- eddabjo
- alla
- gudridur
- jona-g
- nupur
- blekpenni
- asgerdurjoh
- kolgrima
- katrinsnaeholm
- halkatla
- gislina
- tothetop
- fia
- kolbrunb
- jarnskvisan
- thorasig
- bryndisisfold
- jonaa
- gudfinna
- thorbjorghelga
- eyglohardar
- helgasigrun
- vglilja
- ranka
- abg
- joninaben
- gurrihar
- motiv
- doritaxi
- edvard
- formula
- fridrikomar
- gunnarkr
- ktomm
- ragnarborg
- reynsla
- siggisig
- stormsker
- sveinnhj
- konur
- 810
- annakr
- addamaria
- alfheidur
- asdisran
- astan
- begga
- beggibestur
- benna
- beggabjuti
- biddam
- birgitta
- brostubara
- brynja
- bubot
- daman
- diddan
- ellasprella
- erlaosk
- estersv
- evathor
- fanneybk
- fannygudbjorg
- fararstjorinn
- fjola
- fridust
- gmaria
- grazyna
- goodster
- gudrunjona
- gudrunmagnea
- gyda
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- hlinnet
- hugrenningar
- idno
- ingabesta
- ingibjhin
- ingibjorgelsa
- ippa
- ipanama
- isdrottningin
- jahernamig
- kittysveins
- kketils
- klaralitla
- konukind
- ladyelin
- lara
- larahanna
- liljabolla
- margretloa
- mariaannakristjansdottir
- mariakr
- marzibil
- mongoqueen
- ollasak
- olofdebont
- pannan
- ragnhildur
- roslin
- ringarinn
- saedis
- saragumm
- sifjar
- sigrunfridriks
- sirrycoach
- skessa
- steinunnolina
- stinajohanns
- sveitaorar
- thorunnvaldimarsdottir
- villagunn
- id
- morgunbladid
- vestfirdir
- armannkr
- biggibraga
- binnirarfn
- bjarnihardar
- brandarar
- brandurj
- businessreport
- drengur
- ea
- esv
- fiskholl
- folkerfifl
- fridjon
- fsfi
- gattin
- gebbo
- golli
- gudmundurmagnusson
- gudni-is
- hafstein
- hlekkur
- hnodri
- hogni
- hvala
- ibb
- icekeiko
- jax
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kentlarus
- ketilas08
- killerjoe
- korntop
- krams
- kristinnhalldor
- krilli
- ljosmyndarinn
- malacai
- nosejob
- olafurfa
- omarragnarsson
- ottarfelix
- pallvil
- palmig
- photo
- runarsv
- saethorhelgi
- skrekkur
- stebbifr
- steinibriem
- svei
- thj41
- vefarinnmikli
- valurstef
- vefritid
- iador
- svanurg
- ksh
- margretsverris
- einarorneinars
- ejk
- heidihelga
- benediktae
- baldher
- elvira
- rannveigh
- addags
- minos
- heidarbaer
- aslaugfridriks
- naflaskodun
- jyderupdrottningin
- franseis
- hrannsa
- valdimarjohannesson
- arnthorhelgason
- bookiceland
- minnhugur
- thordisb
Eldri færslur
2021
2020
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Af mbl.is
Innlent
- Augu almannavarna á mikilvægum innviðum
- Hraun fór yfir Grindavíkurveg
- Él á Norður- og Austurlandi
- Sáu eldgosið brjótast út frá Snæfellsnesi
- Búseta skortir byggingarlóðir
- Gosið gæti varað lengur: Meiri fyrirstaða í gosrásinni
- Erlendir miðlar greina frá tíunda gosinu
- Beint: Eldgos hafið við Stóra-Skógfell
- Verulegar líkur á að hraun renni yfir veginn
- Bein útsending frá gosstöðvunum
- Rafhlaða drónans tæmdist: Þetta leit ekki vel út
- Virknin náð hámarki: Hraun 500 metra frá veginum
- Innan við kílómetra frá Grindavíkurvegi
- Hraun gæti runnið yfir Grindavíkurveg
- Gasdreifingarspá vegna eldgossins
Nýjustu færslurnar
- Húsnæðisáætlanir sem gleyma fólkinu
- Bæn dagsins...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Til almennrar dreifingar!
- Aðildarviðræður við ESB koma ekki til greina
- Leggja niður þá starfsemi sem hefur ekki brýn verkefni með höndum
- Snobbað lúsmý, glaður intróvert og hnausþykk ferilskrá
- Prósent eða prósentustig, þar er efinn
- Eyðilagt bankakerfi
- Krónan er ekki vandi