Lögreglan til hvers? Um vopnaburð og valdbeytingu!

wRisEssa 120507_JSM7063wLR 230207_JSM3106wRvik 180407_JSM9801  Hér fer á eftir skrif mín og aðstandenda morgunútvarps Bylgjunar í framhaldi af umræðum á öldum ljósvakans í morgun um sama málefni, en greinilega eru þau á annari skoðun en ég og mér til mikillar undrunar staðföst í því að leyfa Lögreglunni að nota svokallaðar "Stuðbyssur", ég í sakleysi mínu legg upp efasemdir um ágæti þeirra og hvað svo sem menn sannfærast um öryggi þeirra þá er bara tilurðin vafasöm og afhverju þarf að mæta hörku með meiri hörku, afhverju eru Lögreglumenn að slasat í átökum? Er það kanski vegna þess að þeir sýndu hörku í upphafi og mæta þá meiri hörku? Hvað er að gerast? Eigum við ekki að reyna að skapa samfélag með velvild og manngæsku og leitast við að leysa málinn? Þetta eru svo margar spurningar að menn verða að setjast niður og hugsa alvarlega sinn gang. Í þessum skrifum mætti halda að Lögreglan væri eitthvað skrímsli, en svo er ekki, en þar hafa leynst skemmdir einstaklingar rétt eins og annarsstaðar í samfélaginu, því Lögreglan eru bara menn rétt eins og við hin og er reynsla mín sú að meirihluti þeirra eru úrvalsfólk, enda er reynt að velja menn til starfa í löggæslunni, með tilliti til þreks, menntunar og mannkosta. Margir af ættingjum mínum eru og hafa verið í Lögreglunni og eru sérstaklega góðir Lögreglumenn sem gengt hafa ýmsum trúnaðarstörfum á þeim vettvangi. Það er því ekki af hefnd eða illsku í þeirra garð, sem þessi skrif fara af stað, heldur efasemdir um tilgang með notkun á "Stuðbyssum". Dæmi nú hver fyrir sig og velti fyrir sér hvað muni verða um sjálfa ykkur ef þið lendið óvart í einhverjum kringumstæðum sem kalla á notkun slíkra tækja og verðið fyrir stuði, hvað þarf til að stöðva notkun þeirra, verði þau leyfð, hvað þurfa margir að verða fyrir óþægindum eða jafnvel líkamstjóni til að menn myndu endurskoða notkun þeirra? 

 

From: Jón Svavarsson
Sent: 15. janúar 2008 08:48 To: Morgunútvarp Bylgjunnar
Subject: Lögreglan til hvers? 

Komið þið sæl unga fólk, það hefur verið í umræðunni hvort það eigi að vopna Lögregluna? Ég set svo stórt spurningamerki við það að ekkert annað kemst að. Á undaförnum áratugum hefur verið rætt um vopnaburð Lögreglu í Alþjóðaflugstöðinni á Keflavíkurflugvelli og hefur það farið fyrir brjóstið á mjög mörgum. En munurinn á því er sá að það eru alþjóða kröfur um öryggi flugvalla og vopnin eru vel sýnileg. Í umræðu um rafbyssur, þá hefur komið í ljós að þær eru lífshættulegar og ætlum við þá að gefa Lögreglunni leyfi til að drepa fólk? Nei það er ekki í stjórnarskránni okkar og samræmist ekki þeim mannréttindasáttmálum sem við Íslendingar höfum undirgengist. Meir að segja hefur verið gagnrýnt að íslenskir friðargæsluliðar, beri alvæpni í ófriðarlöndum þar sem menn eru drepnir fyrir það eitt að hafa aðra trú. NEI segi ég aftur, það á ekki að leyfa almennan vopnaburð LÖGREGLU, ástæða; Lögreglan á að leysa vandamálin en ekki að búa þau til eða auka þau. Lögrelumenn eru venjulegt fólk rétt eins og ég og þú, með öllum þeim göllum sem hver og einn hefurí mismiklum skammti. Ég vil minna á það að eftir að Lögreglan fékk að bera “Piparúða” eða “Maze” þá hefur fjölgað gífurlega slysum á fólki vegna þeirrar notkunar og er það þá hlutverk Lögreglu að meiða fólk? Nei sko aldeilis ekki, um tíma var starfandi Lögrelumaður sem hafði viðurnefnið “mister maze” því hann var alltaf með úðabrúsan á lofti, sá hin sami var rekin úr Lögreglunni með skömm og dóm á bakinu fyrir ofbeldi, ásamt öðrum félaga hans sem líklega væri enn í Lögreglunni ef hann hefði ekki verið svo óheppin að vera í flokk með Mr Maze þetta kvöld. Ég segi aftur NEI ekki rafbyssur, þær eru ómannúðlegar og falskt öryggi, en gott námskeið í sálfræði og mannlegum samskiptum væri mun betra áhld fyrir Lögrelumenn, frekar en slíkar byssur. Aukin vopnaburður kallar einnig á aukna hörku gegn þeim líka,

LÖGREGLAN á að leysa málin ekki búa þau til. 

Jón Svavarsson 

From:  Morgunútvarp Bylgjunnar Sent: 15. janúar 2008 09:14

Sæll Jón, Við ákváðum að taka þessa umræðu þar sem við vitum að lögreglan hefur verið að prófa stuðbyssurnar.Við höfum einnig kynnt okkur málið og eftirfarandi eru uppl. um byssurnar, en satt best að segja þá fáum við ekki betur séð en miklir fordómar eru gegn þessum byssum. Þær séu í raun alls ekki hættulegar.Ég veit ekki hvort þú hefur kynnt þér Taser sérstaklega, mér sýnist ekki!Í raun, skv. Þeim sem hafa kynnt sér málið þá er aðeins hægt að reka eitt dauðsfall til Taser undanfarin mörg ár, sem þó er í raun umdeilt. 
*Taser orsakar minnsta sársauka en skapar mesta öryggið af öllum þeim valdbeitingartækjum sem notuð eru.

*Vanlíðunartími eftir notkun Taser er sá styttsti af valdbeitingatækjum lögreglu samanborið við 30 mínútur til klukkutíma eftir piparsprey og daga, jafnvel vikur vegna brotinna beina eftir kylfur. Og til lífstíðar eftir skotvopn.

*Aðeins Taser býður uppá nákvæma skráningu á notkun valdbeitingartækisins. Tækið skráir tímasetningu notkunnar, fjölda púlsa og lengd. Jafnframt er möguleiki á hljóð- og myndbandsupptöku.

* Meira en hálf milljón (500.000) löggæslumanna hafa fengið rafpúls í sig úr tækinu sem hluta af þjálfun þeirra. Engin þeirra hefur slasast hvað þá látist.

* Í tilfellum þar sem einstaklingar hafa látist við handtökur, hefur þáttur tækisins verið útilokaður í öllum rannsóknum til þessa. Að auki hefur tækið verið hreinsað í öllum þeim málum sem ratað hafa fyrir dómstóla í Bandaríkjunum.

* Síðan árið 2000 hafa 5.600 manns látist við handtökur í Bandaríkjunum. Taser valdbeitingartæki komu við sögu í innan við 5% tilfella. Í 95% tilfella eru önnur valdbeitingartæki notuð.

* Nýleg rannsókn sem framkvæmd var hjá Baptist medical Centre í Wake Forest háskólanum í Bandaríkjunum leiddi í ljós að af 1000 tilfellum þar sem Taser rafbyssur voru notaðar við handtökur, hlutu 99.7 prósent hinna handteknu enga áverka og að litlum hluta aðeins milda áverka eins og skrámur og mar.

* Rannsóknir á hundruðum sjálfboðaliða hafa leitt í ljós engin heilsufarsleg eftirköst eftir notkun Taser.

* Lögreglumenn í Bandaríkjunum eru 68 sinnum líklegri til að hljóta áverka af völdum hnefahögga, sparka og barsmíða almennt en af völdum einstaklinga með skotvopn. Tölfræðin sýnir að óvopnaðir einstaklingar valda meira líkamstjóni á lögreglumönnum en vopnaðir.

* Skýrsla FBI frá árinu 2005 sýnir að 13,394 lögreglumenn slösuðust í átökum við óvopnaða einstaklinga samanborið við 195 í átökum við grunaða með skotvopn: (http://www.fbi.gov/ucr/killed/2005/table68.htm)

* Löggæslustofnanir sem hafa tekið Taser í notkun hafa greint frá fækkun meiðsla handtekinna um allt að 80%. Taser gerir lögreglumönnum kleift að gera ofbeldisfulla einstaklinga óvirka á einfaldan og öruggan hátt. 

______________________________________________________________ 

Sæl aftur, það eitt að þurfa að vera með ofsa valdbeitingu er ekki það sem löggæsla snýst um. En vitaskuld eru augnablik þar sem vopn er óhjákvæmileg til þess höfum við sérsveit, en sú þróun að þurfa að vopnbúa Lögreglu er bara ekki viðsættanlegt og hvað sem menn segja um öryggi þess að nota þær, hvað gefur þeim leyfi til að dæma á staðnum, engin er sekur fyrr en sekt hans er sönnuð og svo framvegis. Þessar “Tazer” og “Maze” vopn eru til þess fallin að þau verði misnotuð eins og reynslan hefur sýnt. Ef Lögeglumenn eru ekki reyðubúnir til að takast á við löggæslu án ofbeldis þá ættu þeir að gerast hnefaleikamenn eða fara í kolamokstur til að ná niður adrenalíninu. Ef þetta verður leyft hvað kemur þá næst?  Enn um vopnaburð og valdbeytingu!Í framhaldi af fyrri skrifum mínum vil ég bæta þessari frásögn úr minningarorðum um Eyjólf Jónsson sundkappa og lögregluþjón sem var mannvinur mikill. Í frásögnum úr starfi frænda míns, er mér minnisstæðast er hann og félagi hans til margra ára, Þórir Hersveinsson, tókust á við mjög geðhrærðan mann sem ógnaði konu sinni með hnífi og hélt henni í gíslingu. Leystu þeir það verkefni með rólegheit og mikilli yfirvegun án neinna átaka. Þeir töluðu sig inná manninn sem hleypti þeim inn í eldhús og áður en hann vissi af, þá var hann búin að færa þeim veitingar og snæða með þeim og að lokum þá voru þeir búnir að vaskaupp eftir sig og ná hnífnum úr hendi hans í uppvaskið, því í þeirra sveit var venja að vaska upp eftir sig og að sjálfsögðu þurfti að vaska ALLT upp. Í framhaldi fóru þeir með hann í rólegheitum út í bíl og frelsuðu konuna án nokkura átaka. Í dag hefði samskonar mál verið afgreitt með hörku sérsveitar, hávaða og látum, sem hefði gengið grá fyrir járnum og yfirbugað manninn með tilheyrandi látum og ofbeldi. Slík er minningin um drenglindan mannvin sem öllum vildi vel og leysti málin af yfirvegun og heiðarlegri framkomu. Það er mér heiður að minnast frænda míns, með þennan vitnisburð að leiðarljósi, vitnisburð sem kennt hefur mér að setja mér markmið, kennt hefur mér að umgangast fólk með virðingu, vináttu og umburðarlyndi og að vinsamleg samskipti vinna að lokum sigrana.

Í störfum hans sem dyravarðar í Glaumbæ, þá var kjörorð hans að vera kurteis og blíður og alltaf gat hann haft hemil á fólki með góðu og enn í dag er fólk að minnast þeirra stunda þegar hann útkljáði áflog með nokkrum góðum orðum, orð sem virka mikið betur en valdbeiting, eða eins og kom fram í kvikmyndinni “Útkastarinn” þegar hann var að hreinsa til í búlluni, “Be nice”.

 Jón Svavarsson,

______________________________________________________________ 

 

Halló þið þarna, þetta snýst ekki um hvort “Tazer” séu öruggar eða ekki, þetta snýst um viðhorf og mannlegsamskipti og ég er frekar undrandi á viðbrögðum ykkar og athugasemdum, því við sem fréttamenn eigum ekki að taka svona harða afstöðu sem þið gerið í svörum ykkar, því við eigum fyrst og fremst að sýna hlutleysi og hafa hæfilegar efasemdir. Ég er viss um ef þið yrðu fyrir árás með stuðbyssu þá muni skoðunin breytast, rafstuð eru hættuleg hvað sem þið segið og hvað sem einhverjar ransóknir sýna, hverjir framkvæmdu þær ransóknir? Seljendur þessara stuðtækja eða Lögreglan í Bandaríkjunum? Prófun á fleiri hundruð ef ekki þúsundum Lögeglumanna segir ekki allt, það eru menn í góðu líkamlegu ástandi sem eiga að þola meira en hann jói jóns, sem er veill fyrir hjarta. Ég mun birta þessi skrif mín og ykkar, á blogsíðu minni og velta þar upp þessum spurningum og hvað sé hægt að ganga langt í því að leyfa Lögreglunni að taka  VÖLDIN Í SÍNAR HENDUR.

______________________________________________________________

 

HALLÓ, HALLÓ, hvað er í gangi, ég er að tjá mínar skoðanir og ég hef leyfi til að hafa miklar efasemdir um ágæti þessara vopna sem eru í mínum huga skelfileg. Kylfur hafa verið eina vopn lögæslunar hingað til, svo kom piparúðinn, á ekki bara að leyfa þeim að hafa vélbyssur að auki? Ég spyr, hvað næst? Er ekki mál að linni og menn fari að leggja rækt við mannleg samskipti og leggi sig fram um að leysa málin? Bandarísk VÆNISÝKI á ekkert heima á Íslandi og þessi óöld þar, er tilkomin fyrir þær sakir að nær allir mega eiga byssur og alskyns vopn, AUGA FYRIR AUGA OG TÖNN FYRIR TÖNN, er það málið, þarf alltaf að sýna hörku með meiri hörku, hvað um hefndarþorsta ef einhverjum væri í nöp við einhvern bara út af skoðunum hans? Eigum við að halda áfram.?

Öll skrif á veraldarvefnum eru opin og aðgengileg á ýmsa vísu, ef þú ert í einhverjum efasemdum um að geta staðið við þessar skoðanir þínar þá hefðir þú ekki átt að svara mér svona, ég var aðeins að leggja mínar skoðanir á vogarskálarnar og ég hef vissu fyrir því að það eru margir lögrelumenn á móti þessu nýju rafstuðsvopnum. Málflutningurinn í morgun var mjög einstefnulegur og vænisjúkur á öldum ljósvakans. Það er tilgangur minn með þessum skrifum að vekja fólk til umhugsunar um það sem verið er að kalla yfir okkur, hörmungar heimsins eru nægilegar fyrir og eigum við þessi friðsemdar þjóð að ganga famar í friðar ferlinu en það að finna til ný og ný vopn í hendur löggæslumanna. Það hefur verið sómi okkar þjóðar að hafa ekki HER og herskyldu, sumir segja að það sé ástæðan fyrir því hve agalaus við séum og tek ég reyndar undir það. En aga má rækta á annan hátt en með ofbeldi, aga má rækta með manngæsku og þeir samferða menn mínir í lífinum sem það hafa haft að leiðarljósi, hef ég tekið mér til fyrirmyndar. OKKUR vantar góðar fyrirmyndir í samfélagið en ekki meiri vopnaburð, nema menn vilji snúa við aftur í Víkingaöldina þegar allir drápu alla.

Kv Jón

Eftirskrif 15.1.2008 kl 13:45

Ég hef fjarlægt svör Morgunútvarps Bylgjunar að undanskildu fyrsta svari sem ég tel vera opinbert svar með tilheyrandi rökstuðningi, að beiðni umsjónarmanns blogsins, sem fór þess á leitan við mig eftir beiðni eins fréttamanns þar. Ég segi bara það ef menn eru ekki tilbúnir að standa við skoðanir sínar þá eru rökin ekki sterk og málflutningurinn veikur, ég fjarlægi því þau svör sem bættust við af góðsemi.

Jón Svavarsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Glæsilegt hjá þér Jón. Merkilegt að sjá til dæmis fullyrðingu Bylgjunnar um að það séu nú bara innan við 5% af 5800 manns sem hafi látist í Bandaríkjunum þarsem teiser hefur verið notuð af lögreglunni. Eru það ekki 290 manneskjur?

María Kristjánsdóttir, 15.1.2008 kl. 12:07

2 identicon

Sæll Jón. Það er greinilegt að hér er á ferðinni algjör veruleikafirring. Það væri gaman að sjá þig mæta útúrdópuðum amfetamínsjúklingi með hníf í hendinni og reyna að "tala hann til". Þetta er einhver barnalegasta og kjánalegasta afstaða sem ég hef heyrt í þessum málum.Það er svo auðvelt fyrir fólk eins og þig sem situr fyrir framan tölvuna sína í vernduðu umhverfi og veit betur, hvernig á að framkvæma hlutina, en þeir sérfræðingar sem vinna í þessum málaflokki daglega.Samkvæmt þinni aðferð hefðu fíkniefnalögreglumennirnir sem urðu fyrir hættulegri árás á Laugaveginum að biðja árásarmennina að staldra aðeins við því þeir vildu "ræða aðeins við þá". Mikið ósköp væri heimurinn góður og fullkominn ef það eina sem þyrfti gegn ofbeldismönnum væri faðmlag og ljúfur málrómur.Það er lítill hópur fólks hér á landi sem tekur ekki rökum og vísindalegum niðurstöðum, heldur veður áfram á tilfinningunum einum saman með fordóma og barnalega einfeldni að vopni.

Snorri (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 14:43

3 identicon

Kvitt kvitt

Bryndís R (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 19:57

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Tek undir orð Maríu, glæsilegt hjá þér!  Velkominn í litla hópinn minn. Kv. Ía.

Ía Jóhannsdóttir, 15.1.2008 kl. 20:55

5 identicon

Ef ég skil þennan texta rétt þá er ekki sagt að þessi græja hafi átt þátt í dauða, heldur komið við sögu eins og svo margt annað þegar fólk er handtekið. Ég er tildæmis viss um að tæki eins og handjárn hafi komið við sögu í öllum handtökunum. Og 5%? Yfir hverju er fárið? Af hverju er fólk ekki að berjast gegn því sem kom við sögu í 95% tilfella? Annars held ég að það sé kominn tími á að lögreglan á Íslandi beri skotvopn eins og lögreglan gerir í öllum löndunum í kringum okkur.

Kv,

Laufey 

Laufey (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 22:45

6 Smámynd: Jón Svavarsson

Takk stelpur fyrir samstöðuna, en sæll Snorri hver sem þú ert, þakka þér fyrir skoðun þína og samkvæmt henni álít ég það að þú sért sjálfur lögreglumaður. En það skiptir ekki svo miklu máli fyrir mig, en ég hef ekki verið í Lögreglunni þó ég hafi á mörgum útihátíðum verið við gæslustörf, dyravörslu og ók leigubílum í mörg ár auk langferðabíla, sem betur fer komst ég að mestu hjá áflogum við farþega mína, en þó gerðist það einu sinni að unglingsstrákar sem ætluðu að stinga af frá greiðslu réðust á mig þar sem ég hleypti ekki frá mér einum farþeganum og kom þá hópurinn og réðist á mig (ca 5) brátt hörfuðu 3 þeirra en 2tveir ætluðu að lúskra á mér en þeim tókst það ekki þar sem ég hafði betur, því ég hafði einu sinni lært smávegis í júdó og náði að snúa þá báða niður og halda þeim þar til lögreglan kom, en það tók aðeins örskamma stund fyrir þá að koma á staðinn. En enga fékk ég greiðsluna samt.

Lögreglumennirnir sem ráðist var á nú síðast, hefðu getað verið hvar sem er og engin er að tala um að þeir hefðu átt að reyna að tala mennina til, í þessu tilfelli hefði það ekki virkað, því árásarmennirnir voru í þeim ham að ráðast á þá hvað sem það kostaði, en hvernig vissu þeir að þetta væru "fíknó stákar" ? Heldur þú virkilega að þeir hefðu getað notað "stuðbyssurnar" hefðu þeir haft slíkt í fórum sínum? Þessir menn eru svo harðsvíraðir að ef þeir hefðu átt von á að slíkt áhald væri til staðar þá hefðu þeir kanski bara sett á þá haglabyssuna afsöguðu sem ekki var búið að finna hjá þeim (ágiskun). Einmitt þessir harðsvíuðu svífast einskis aukin harka kallar á aukna hörku, en þetta snýst ekki bara um þetta eina tilfelli, þetta snýst um að auka virðingu Lögreglunar og að virðingin sé gagnkvæm. Ég var einu sinni handtekin algjörlega að ósekju um hábjartandag á miðri Miklubrautinni, ég var svo lánsamur að eiga hljóðupptöku af öllum samskiptum mínum og viðkomandi Lögreglumanns, því ég geng með  á mér  lítið segulband sem ég náði að setja í gang, auk þess sem myndatökumaður frá sjónvarpinu náði myndum af öllu saman. Samt var ég kallaður fyrir og tekin af mér skýrsla og að því loknu var mér sent bréf þar sem málið var látið niður falla. Ástæða handtökunar var einungis vegna þess að viðkomandi Lögegluþjónn var eitthvað í nöp við fréttaljósmyndara og lét hefnigirnina bitna á mér, ég hafði aldrei átt nein samskipti við viðkomandi og vissi ekki fyrr en eftir á hvað hann hét. Ef hann hefði haft rafstuðbyssu þá er ég viss um að hann hefði beitt henni bara til að fróa löngun sinni til að ná sér niður á einhverjum fréttaljósmyndara. Hann gekk meira að segja svo langt að ljúga á mig sakir sem hann gat engan vegið rökstutt, því myndir og hljóðritun sagði allt annað. Við skulum fara ofurvarlega í að taka frekari vopn í notkun hjá Lögreglu landsins, við skulum gæta hófs í öllu slíku, því annars og áður en við vitum af dugir það ekki lengur og þá kemur beiðnin fyrir VÉLBYSSUNUM.

Jón Svavarsson, 15.1.2008 kl. 22:46

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 
 







Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2008 kl. 23:31

8 identicon

Ég held bara Jón að þú sért að ræða um hluti sem þú hefur ekkert vit á. Og þegar menn hafa ekki þekkingu til að ræða hlutina af skynsemi og viti þá er oftast best sleppa því. Það að ljósmyndari og fyrrverandi leigubílsstjóri sé að skipta sér af því hvaða tæki lögreglan telur best að nota við sín störf er eins og að bakari skipti sér af því hvaða tæki skurðlæknir á Landspítalanum notar við sín störf. Eða að gangavörður í grunnskóla fari að skipta sér af því hvaða linsur þú notar við ljósmyndunina. Það á að láta sérfræðingana um þetta. 

Snorri (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 09:10

9 Smámynd: Jón Svavarsson

Jæja Snorri, ekki veit ég hvort að þú sért nokkur sérfræðingur í þessum málum því við vitum engin deili á þér frekar en fyrri daginn. En það þarf enga sérfræðinga til að sjá það út að notkun vopna sé hættuleg, hvaða nafni sem þau nefnast, svokölluð "Maze" tæki eru til dæmis ekki hættulaus og í hvert sinn er þau eru notuð þarf að flytja viðkomandi á sjúkrahús til meðferðar og værir þú skotinn með byssu þá þyrfti örugglega að flytja þig í bráðameðferð á sjúkrahús ef ekki líkhúsið. Rafstuðbyssurnar sem þær sannanlega eru "BYSSUR" hafa sínt það að þær eru ekki hættulausar og ég fyrir mitt leiti myndi ekki kæra mig um að fá stuð úr slíkri byssu undir neinum kringum stæðum. Það þarf því ekki neina sérfræðinga til að sjá hvað yfirvofir, heldur almenna skynsemi sem virðist vera skortur á í málflutningi með þessum Rafstuðbyssum.

Jón Svavarsson, 16.1.2008 kl. 10:11

10 identicon

Þetta verður síðasta innlegg mitt í þessa umræðu þína hér á þessari síðu. Ég segi bara; sem betur fer sérð þú ekki um öryggismál lögreglumanna eða að tryggja íbúum landsins örugga löggæslu. Þú talar líka eins og að valdbeitingartæki lögreglunnar séu notuð á saklausa borgara. Stundum þarf lögreglan að fá fólk til að gera hluti sem það neitar að gera eins og að leggja frá sér hníf eða önnur hættuleg vopn, fólk í misjöfnu ástandi sem neitar að hlýða fyrirmælum. Þá er lögreglan neydd til að grípa til annarra úrræða. Það er skylda samfélagsins að sjá til þess að lögreglan hafi tæki og tól til að sinna sínu starfi á sem öruggastan hátt. Og tryggja þeim eins öruggt starfsumhverfi og hægt er. Nú veit ég ekki hvers vegna þú ert svona hræddur um að verða yfirbugaður með þessu tæki. Miðað við hvernig þú skrifar og hvað þú óttast þetta mætti halda að þú sért ofbeldisfullur óreiðupési, sem ég stórefast samt um.Ég trúi ekki að svona tæki yrði notað á nokkurn nema að hann vinni sér það inn. Ógni öryggi lögreglumanna, samborgarana og sínu eigin. Ég er ekki lögreglumaður heldur einstaklingur sem skil erfitt starfsumhverfi þeirra. Ég held að langstærsti hluti þjóðarinnar skilji það líka. Þessvegna er sorglegt að lesa svona málflutning  eins og þinn.Lifðu heill.

Snorri (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 12:52

11 Smámynd: K Zeta

Í mínum augum á lögreglan að vera vel mönnuð, þjálfuð, menntuð og vopnuð þannig að hámarks árangur náist útúr nauðsynlegri starfssemi löggæslunnar.  Fólkinu sem við löggæslu starfar þarf að greiða mannsæmandi laun og gera jafnframt réttláta kröfu um skilvísi og afköst í samræmi við það sem samfélagið leggur af mörkum í löggæsluna.  Mér er spurn hvernig hægt er að trúa því að lögregla geti starfað óvopnuð í stóru samfélagi einsog Schengen án þess að gefa afslátt af öryggi borgarana?  Fólk verður að gera greinarmun á raunverulegum heimi og þeim "Ideal" 

K Zeta, 16.1.2008 kl. 21:45

12 Smámynd: Jón Svavarsson

Já gott fólk, það er hverju orði sannara sem þið segið nema þetta eina sem ég er ekki sáttur við, ég vil frekar sjá lögregluna með vélbyssu en þessar fjárans rafstuðbyssur. Lögreglan á að vera vel mönnuð, Lögreglan á að vera vel launuð, Lögreglan á að hafa nýjustu ökutækinn sem endurnýjuð eru á reglulegu tímabili (en ekki eftir hentisemi), Lögreglan á að hafa lengri orlofstíma, Lögreglan á að geta farið á eftirlaun við 55 ára aldur og ég get lengi haldið áfram, því ég vil hafa trausta og góða löggæslu, sama á við um sjúkraog slökkvilið, Kennara og starfsfólk í heilbrigðisgeiranum. Ég hef löngum sagt að það er þrennt í samfélaginu sem ekki á að vera til orðin sparnaður og niðurskurður; Öryggi, Heilbrigði og Menntun. En hinsvegar þarf ekki að vera með neina sóun fyrir því skynsamlegt aðhald er öllum holt og það er allt annað. Þá erum við sennilega sammála um þá liðina.

RAFSTUÐBYSSUR er ekki það sem samfélagið þarf á að halda né Lögreglan á neinn hátt, eftir að hafa skoðað í dag myndbönd í tugatali sem tekin voru af lögæslumönnum nota slík tæki í alvöru handtökum, sjá Lögrelumenn nota slík tæki í æfingaskyni hver á öðrum á námskeiði og auk þess alskyns fólk með ýmiskonar rafstuðgjafa, þá er ég enn sannfærðari á skoðun minni um að þetta eru tæki sem ekki ættu að vera til nema í lækningaskyni, enda hafa verið framleidd örsmá tæki sem grædd eru í fólk til að hjálpa því vegna ýmisaveikinda, meðal annars Parkinson og Mígren.

Sjá mátti á þessum myndböndum sem tekin voru af Amerískum löggæslumönnum nota þau til að handtaka fólk, að þeir beittu þeim að óþörfu og án þess að áþá væri ráðist að fyrra bragði og í flestum tilfella með frekar SADISTÍSKUM ákafa, mér hryllir við þessum vinnubrögðum og skora á fólk að sjá þetta með eigin augum á youtube.com þar er nóg af slíkum myndskeiðum og er orðið "Taser stunngunn" líklegt til að leiða fólk inn á réttar myndir. Þegar maður horfir upp á hóp Lögreglumanna nota svona stuðbyssu á áttræðan mann þá er ekki allt í lagi, atriðið þar sem rússin sem var að koma til Kanada var tekin niður með rafstuðbyssuni sem leiddi hann til DAUÐA er þarna líka.

ÞARF FREKARI VITNANNA VIÐ!

Nei þjálfun Lögreglumanna er betri en það hér á landi að þessa tækja þurfi við, ÓVÆNT árás á Lögreglumenn réttlætir ekki leyfi til að nota þessi tæki, allt annað er betra og segi aftur látið þá frekar hafa vélbyssur því þá vita menn að dauði er óumflýjanlega vís. 

Jón Svavarsson, 17.1.2008 kl. 00:09

13 Smámynd: Gunnar Kr.

Frábært framtak Jón! Það er ekki að þér að spyrja.

Þótt einhverjar athuganir framleiðendanna sjálfra gefi til kynna að allt sé í góðu lagi með þessar stuðbyssur, þá sýna dæmin okkur bara að þær geta drepið, sérstaklega ef sá sem byssunni er beitt á, er veill fyrir. Og það er staðreynd að lögreglumaður myndi ekki hugsa sig um tvisvar við að beita stuðbyssu. 

Gunnar Kr., 22.1.2008 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband