Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
26.9.2007 | 22:25
BETUR MÁ EF DUGA SKAL !!!!!!
Já ég tek heilshugar undir orð Birgis Þórs Bragasonar, sem lesa má á blog síðu hans. Á tímum sem menn víla ekki fyrir sér að flytja og fjarlægja alla mögulega hluti, eins og sú árans vitleysa að láta sér detta í hug að færa Flugvöllinn úr Vatnsmýrinni, þá mætti alveg ryðja úr vegi ýmsum byggingum sem standa í vegi fyrir eðlilegum umferðarmannvirkjum, eins og alvöru mislægum gatnamótum á Höfðabakka og Vesturlandsvegi og víðar þar sem sett hafa verið upp álíka mislæg umferðarljós. Menn nefnilega gleyma því að mesta hagræðingin er fólgin í því, að vera ekki að setja gildrur fyrir umferðina, með óþarfa umferðarljósum, óheppilegum hraðahindrunum og þrengingum, sér í lagi á safngötum sem eru víða ofhlaðnar slíkum búnaði. Ég ítreka og legg áherslu á það að nauðsynlegt er að hafa uppi nægilegar hraðahindranir og viðvaranir í íbúðahverfum/götum og sér í lagi í kringum aðgengi að skólum. En því miður hafa borgar og bæjar yfirvöld alltof oft farið fram úr hóflegri skynsemi í þeim efnum og eru sumar af svokölluðum hraðahindrunum í raun slysagildrur.
Álagsstýrð umferðaljós eru ekkert ný af nálinni, það eru um 30 ár frá því ég kynntist slíkum umferðaljósum í Svíþjóð og örfá hafa verið í notkun hér á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur til dæmis verið hálf asnalegt að bíða á rauðu ljósi við Miklubraut um miðja nótt og vera eini bíllinn þá stundina og komast ekki lönd né strönd meðan ljósdýrðin blikar öllum sínum litum í allar aðrar áttir, en grænu á móti þeim bíl sem bíður í amk 2-3 mínútur sem virðist heil eilífð á slíkum stundum.
Umferðarljós eru til að nota þar sem öðru verður ekki við komið til að stjórna umferð, í eina tíð voru engin umferðaljós, þá voru Lögreglumenn á öllum gatnamótum að stýra umferð þegar álagið var sem mest. Svo kom uppfinningin á rafvæddum umferðarlöggum eða eins og við þekkjum það í dag sem umferðarstjórnunarljós. Þau skila sínu hlutverki og hafa gert í ára raðir, en samt má aldrei ofgera hlutunum, því á stórum stofnbrautum og þjóðvegum er ekki til siðs að hafa slíka flösku hálsa hjá siðmenntuðum þjóðum.
Það verður gaman að sjá hvernig þetta nýja kerfi kemur til með að virka og mun ekki stranda á mér að gefa því umsögn eftir hóflegan tíma, hvort sem það verður í formi hóls eða gagnrýni. Ég segi bara til hamingju með þessar framfarir og með hjartanlegustu óskum um að þær skili þeim árangri sem til er ætlast.
Með ökukveðju Jón
Umferðarljósum nú miðstýrt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 14:14
Jæja þá er þögnin rofin !!!
Já kæru lesendur ég hef verið fremur latur að skrifa að undanförnu, en mun nú bæta aðeins fyrir það. Ég hef verið í allskyns veseni og vafstri, meðal annars var ég um helgina á Torfærumóti á Hellu, frekar viðraði illa til mótshaldsins en menn létu sig samt hafa það. Á laugardeginum var frekar vont veður með smá rigningu er leið á daginn en á sunnudeginum var aftaka vindur og skyggnið oft lítið í sandrokinu. Keppnin var ekkert mjög tilþrifa mikil en þó komu smá rósir, ef svo mætti að orði komast. Finn Erik Löberg frá Noregi, varð stiga hæstur og sigraði keppnina, einnig varð hann heimsmeistari í torfæru 2007. Benedikt Eiríksson varð annar í keppninni og voru um tíma líkur á að Gunnar Gunnarsson myndi sigra, aðstæður til keppninar voru eilítið erfiðar og var talsvert um bilanir og brot á drifsköftum og öxlum. Áinn og mýrin eru sennilega með sjónrænustu atriðum keppninaramk áinn, en fáir komust í gegnum mýrina, sem er ein drullu ausa. Að þessu sinni var keppnin í tvo daga líkt og í fyrra en hér áður tók hún að jafnaði einn dag.
Samhliða þessari keppni, var opnuð ný svokölluð Mótorkrossbraut fyrir mótorhjól og voru það Þorgils Torfi Jónsson Oddviti og Örn Þórðarson Sveitarstjóri sem opnuðu hana formlega með því að klippa á borða og ræsa fyrsta hópin í brautina. Heimamönnum er greinilega í mun að stuðla að heilbrigðu og góðu umhverfi fyrir aksturíþróttir.
Fleiri myndir verður hægt að skoða á vefnum síðar þeas á;
www.123.is/MOTIVMEDIA og www.pixlar.is en þar verður einnig hægt að kaupa sér eintök á vefnum.
Kær kveðja Jón
12.9.2007 | 15:44
Kópavogsbær með allt niður um sig !!!!!
það er ekki við eina fjölina felda í Kópavoginum í dag, æ ofaní æ berast fregnir af alskyns misförum og vandræðagangi, hvar endar þetta??
Kæru lesendur, neðan greint bréf var sent til bæjarráðs Kópavogs í dag, og er þeim sem málið varðar ásamt fleirum til upplýsinga og fróðleiks, um það ástand er ríkir í fræðslumálum Kópavogs, sem meðal annars tengist barnaverndarmálum.
12.september 2007.Bæjarstjórn Kópavogs.
Efni: Ófremdar ástand í fræðslumálum grunnskólabarna.
Á síðustu misserum hafa skólamál í Kópavogi verið í algjöru skralli. Formaður skólanefndar hefur ítrekað látið utanað komandi öfl stýra sér og ekki unnið verk sín sem skildi, því það er í lögum um grunnskóla að hlutverk hverrar skólanefndar er að vinna að uppbyggingu náms skólaskildra barna og efla alla þá aðstöðu sem því fylgir og vinna eftir þeim fyrirmælum sem lögin segja. Það er nú einu sinni þannig með stjórnendur, að þeir taka ekki alltaf ákvarðanir sem öllum líkar, í sumum tilfellum eru slíkar ákvarðanatökur alfarið í höndum stjórnenda og í öðrum geta málefnin verið þannig að þær þurfi umræðu og umfjöllun viðkomandi aðila eins og kennararáðs, foreldraráðs, foreldrasamfélagsins og jafnvel æðri ráðamanna. Engin stjórnandi hvort heldur er skólastjóri, formaður skólanefndar, bæjarstjóri, forseti, ráðherra eða hvaða einræðisherra sem er, kemst í gegnum feril sinn án þess að hljóta gagnrýni fyrir ákvarðanir sínar og störf, því ef eitthvað er gagnrýni vert sem gert hefur verið, vitnar það aðeins um það að viðkomandi hafi verið að störfum. Síðan er hin hliðin, því mismunandi er hve ákvarðanir eru almennt til heilla eða almennt til vamsa. Hæstvirtur bæjarstjóri vor er að reyna að þröngva upp á bæjarbúa skipulagi á Kársnesi sem almennt er talið til vamsa og hefur fengið hávær mótmæli íbúa, skólanefndarformaðurinn er að þvinga fram aðgerðir sem almennt eru til vamsa og leggur ekki metnað í að efla fræðslumál í grunnskólum bæjarins. Allir skólastjórar bæjarins hafa mikin metnað til að vinna gott starf, með góðu innleggi til barna okkar, til þroska og menntunar, við góðan orðstýr megin þorra foreldra. Afrakstur af þessum neikvæðu störfum og ákvörðunum skólanefndar formannsins og fræðsluskrifstofu, er að hátt í þrjátíu starfsmenn eins skólans sögðu upp störfum. þrátt fyrir að útlit var fyrir að búið væri að ráða í flestar kennarastöður við skólann, átti þó eftir að ráða í all margar stöður skólavarða og húsvarðar, sem að vísu var komin á aldur. Skólanenfd réði til skólans skólastjóra með góða reynslu í kennslustörfum en líklega minni reynslu í stjórnunarstörfum í samanburði við aðra umsækjendur, ef marka má gagnrýni minnihlutans, en ég bind vonir mínar við að henni farnist vel í sínu starfi og hefur hún meðal annars sínt það í verki með því að gera ekki neinar róttækar breytingar, á hefðbundnum verkefnum sem við lýði hafa verið í skólanum, frá upphafi hans. En þar sem allir tónmenntakennararnir sem störfuðu við skólan sögðu upp störfum, er ekki von á sama metnaðarfulla tónlistarlífi sem skólinn hefur haldið uppi á undaförnum árum, með ýmiskonar tónleika og tónlistarhaldi frá upphafi hans. Þau fengu óréttmæta, neikvæða og móðgandi gagnrýni frá formanni foreldrafélagsins á liðnum vetri, sem varð til að draga úr þrótt þeirra og elju, sem líklega hefur átt þátt í uppsögnum þeirra sem nú eru orðnar. Þrátt fyrir að útlit væri fyrir því að fullskipað yrði í kennaralið skólans við upphaf hans, þá er raunin önnur, tíundi bekkur sem á að útskrifast í vor með grunnskólapróf, hefur ekki fengið þá kennslu sem honum ber, ekki hefur verið nein dönskukennsla nema í undatekningar tilfellum og allmargir tímar hafa fallið niður og börnin send heim í stað þess að þeim væri veitt kennsla í neinu. Nú er svo komið að í dag urðu viðbótar forföll og er þá kennsluskerðing orðin í verulega hárri prósentu af þeim kennslustundum sem liðnar eru af þessu skólaári, engin dönskukennsla hefur verið í flestum bekkjum unglingastigsins, það segir okkur að um 12 kennslustundir vantar upp á kennsluskylduna á hvern bekk amk. sem er að lágmarki 170 kennslustundir á mánuði. Í dag (12. sept)voru veikindi sem orsökuðu það að annar tíundi bekkurinn fékk ekki tvær kennslustundir í stærðfræði og tvær í náttúrufræði alls fjórar af amk. 6 kennslustundum. Þetta ástand er algjörlega óviðunandi og er bein afleiðing af gjörningi skólanefndar formanns og fræðslustjóra, uppnám í starfsliði skólans kemur fyrst og fremst niður á menntun barna okkar. Hvað svo sem mönnum hafa greint á með stjórnun skólans áður þá er það lítilræði miðað við þessar hörmungar sem börnin þurfa að ganga í gegnum núna og þá skerðingu, sem ég geri kröfu um að þeim verði bætt, þar sem þetta er skóla skilda ákvörðuð með landslögum.Ég lýsi vantrausti á skólanefndarformanninn og fræðslustjóra, og geri kröfu um afsögn þeirra og fengnir verði fagmenn til að vinna að uppbyggingu bættra fræðslumála í Kópavogi. Það er með öllu óviðunandi að yfirstjórn skólamála vinni að niðurrifi í stað uppbyggingar, það er ekki í anda stefnu Kópavogsbæjar, hvað þá skólastefnu bæjarins sem leit ljós í tíð Ármanns Kr. Ólafssonar sem af mikilli einurð vann að jákvæðri og hvetjandi uppbyggingu í fræðslumálum bæjarins.
Í framhaldi af þessum skrifum vill ég árétta þá kvörtun mína um Trúnararbrest sem átti sér stað síðastliðin vetur. Beindi ég ásökunum mínum til bæjarráðs um að skólanefnd hefði rofið trúnað. Það er því með öllu óhæft að senda málið til umsagnar þeim sem ásakaðir voru, vitaskuld kannast þau ekki við neitt, en málið er augljóst. Það var ritað í trúnaðarbók og bar að höndla það sem slíkt, þarna var um ásökun á starfsmann skólans sem engin fótur reyndist fyrir og þó svo að fleiri komi að málinu eins og mæðurnar sem sendu inn kvörtunina þá bar þeim einnig að halda trúnað í málinu þó ekki væri nema gagnvart hinum meinta, sem síðan reyndist saklaus, því engin er sekur fyrr en sekt hans er sönnuð. Og það að senda síðan svar við neðan greindu bréfi, sem er umsögn þess sem meintur er um trúnaðarbrot, er eins og fela meintum þjófi ransókn á eigin broti.
---------------------------------------------
2. febrúar 2007. TRÚNAÐARBRESTUR !!
Til bæjarráðs Kópavogs.Kæra bæjarráð, í desember síðast liðnum barst mér símtal frá blaðamanni á Blaðinu, þar sem hann var að spyrjast fyrir um mál er varðaði skólavörð sem starfar í Smáraskóla. Virtist blaðamaðurinn vera nokkuð inn í málunum og vissi meira en ég um málið, en ég hafði heyrt á skotspónum um þetta mál. En hvernig má það vera að mál sem berst skólanefnd og er bókað í Trúnaðarbók sé komið í hámæli og það í blöðin? Ég vil að ransakað verði hvernig þessi trúnaður var rofinn og að svona hlutir geti ekki átt sér stað. Mál sem send eru sem trúnaðarmál eiga ekki að fara út fyrir þann ramma sem málið kemur við. Í þessu tilfelli hefur mér síðar lærst að þarna var misskilningur á ferðinni og tungumálaerfiðleikar, en ekki rök fyrir þeim ásökunum sem upphaflega voru lagðar fram og málið látið niður falla. Það er skoðun mín að í svona tilfellum þá eigi umsvifalaust að funda með viðkomandi skólastjóra, skólanefnd, fulltrúar frá félagsmáladeild og jafnvel Lögreglu ef þörf þykir. Einstök persónuleg mál sem eru jafn viðkæm og svona mál eiga að ritast í trúnaðarbók, á sínum tíma var hún stofnuð til slíkra hluta.Virðingarfyllst,Jón Svavarsson formaður foreldraráðs Smáraskóla.
Svar frá bæjarritara;20. febrúar 2007Efni: Svar við tölvupósti um hugsanlegan trúnaðarbrest.Á fundi bæjarráðs Kópavogs þann 8. febrúar sl. Var lagður framm tölvupóstur frá þér dagsettur 2. febrúar. Var erindinu vísað til umsagnar fræðslustjóra. Umsögn hans var lögð fyrir bæjarráð þann 15. febrúar sl. Í umsögninni kemur eftirfarandi fram:
Formaður skólanefndar tók málið fyrir á fundi nefndarinnar 5.2. sl. Enginn viðstaddra kannaðist við að hafa fjallað um málið utan Trúnaðarhrings nefndarinnar og fræðsluskrifstofu. Undirritaður hefur Engar upplýsingar um kerfislega meðferð málsins utan þess ramma Sem vikið er að í bréfi fyrrverandi formanns foreldraráðsins. Umrætt mál er tilkomið vegna umkvartanna foreldra barna í Smáraskóla. Óánægðir foreldrar eru óbundnir varðandi það að ræða við þá sem þeim sýnist um óánægju sína þó sv að þeir hafi kvartað viðfræðsluskrifstofu og skólanefnd. Það er því óvarlegt að tala um trúnaðarbrest þar sem fjöldi málsaðila er ekki bundin neinum trúnaði.Að framansögðu tel ég að ekki hafi verið um neinn trúnaðarbrest að Ræða og að skólanefnd og fræðsluskrifstofa séu saklaus af þeim Ávirðingum sem bréfritari gefur í skyn.
Með umsögn fræðslustjóra telst málið afgreitt af hálfu Kópavogsbæjar.Þetta tilkynnist þér hér með.Sign, Páll Magnússon bæjarritari. Það vekur athygli að málið er tekið fyrir í bæjarráði þann 8. feb en umsögnin er bókuð 5. feb. sem segir enn og aftur hve slæleg vinnubrögð eru þarna á ferð. TRÚNAÐARMÁL er trúnaðarmál og það sérstaklega í svona viðkvæmum málum sem eyðilagt geta æru manns sem svo reyndist saklaus. Ljóst er að trúnaðarbrestur var í þessu máli og hvað svo sem skólanefnd bægir því frá sér þá var það í þeirra verkahring að benda þesum mæðrum á trúnað þeirra á meðan málið væri rannsakað, því þeirra er ekki síður skylda að gæta trúnaðar gangtvart málsaðilum, því er þessi trúnaðarbrestur á ábyrgð skólanefndar. Vitaskuld er umræða um óánægju ekkert trúnaðarmál, en þarna var um alvarlegar ærumeiðandi ásakanir en ekki léttvægar kvartanir nokkurra kerlinga. Kvartanir eru til að ræða um og skoða. Annars væri ekki hægt að endurskoða stefnu og ákvarðanir og breyta ef ástæða þykir til. En of oft eru kvartanir ekki með þeim rökum eða tillögum um hvernig hlutirnir megi betur fara. Jákvæð umfjöllun rökfastar ábendingar leiða til betri hluta. Neikvæðar umfjallanir, niðurrif og níðskrif eru aldrei til uppbyggingar og sjaldnast nokkuð að marka slík skrif og nöldur.Með virðingu og vinsemd,
Jón Svavarsson foreldri, fyrrverandi formaður foreldraráðs Smáraskóla til tíu ára, fyrrverandi fulltrúi foreldra í skólanefnd, og starfað að grunnskólamálum í tvo áratugi
Kjaftasaga að barnaverndarstarfsmenn flýi Kópavog" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.9.2007 kl. 02:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.9.2007 | 21:02
Aldrei of varlega farið með rafmagn !!!
þetta er kanski líkt og er með allan bagsla gangin á öllu í Kópavoginum þessa dagana, kanski hefur ekki verið vandað nóg til frágangs á rafmagnsbúnaðinum, líkt og það á að hola nokkur þúsund manns á Kársnestangan og ekkert að gera í flæði línum þangað út, heldur að bíða eftir að allt springi. Sem segir okkur að allar þessar áætlanir á stækkun iðnaðar og íbúðasvæðis á Kársnesi eru illa ígrundaðar áætlanir og í engu samræmi við flutningsgetu umferðaræðana um nesið og þá gerist það sama og þegar rafmagnslínur eru oflestaðar, þær brenna yfir og eyðileggja allt í kringum sig.
Eldsupptök í sumarbústað rakin til rafmagnsbilunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2007 | 15:46
Ég sagði það alltaf !!!!!!
Samningsákvæði um einkarétt á fjarskiptaleiðslulögnum gildir ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Frétta viðhorf og samfélagið !
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 18.2.2021 Miðborgir/bæjir og Borgarlína gegn bílafólki!
- 15.5.2020 Það er ekki örugt nema það sé örugt!
- 26.4.2020 Kominn tími til !
- 29.3.2011 ICESLAVE NEI TAKK !!!
- 16.11.2010 Á VIRKILEGA AÐ FAGNA MISGJÖRÐUM !!!
- 16.10.2010 ENN er KINDABYSSUNNI veifað !!!!
- 16.10.2010 Þeir RÍKU verða ríkari og FÁTÆKIR fátækari !!!
- 16.6.2010 Bara loka Borginni vesta Elliðaár !!!
- 6.6.2010 Bara rekan og ráða nýjan !!!
- 19.5.2010 Lokum bara LANDSPÍTALANUM hann er hvort eð er svo dýr í rekst...
- 19.5.2010 Ég skal kaupa HS Orku !!!
- 3.5.2010 Blekking til að fá að Hækka IÐGJÖLD!
- 28.4.2010 Enda flokkur í ÚTRÝMINGARHÆTTU !!!
- 13.4.2010 MISTÖK Á MISTÖK OFAN !!!
- 1.4.2010 Alltof seint í rassin gripið !!!
Spurt er
Tenglar
Ljósmyndun
Upplýsingar og þjónusta fyri ljósmyndara.
- MOTIV Ljósmyndaþjónusta
- Framköllun stækkanir Einnig atburða vefur til að kaupa myndir
- MOTIV ljósmyndir
- Sölu og viðgerðarþjónusta Myndavélar og fylgihlutir.
- Ljósmyndavefur sala Ragnar Th.
- Myndabanki Stock photos
- MOTIV á 123.is
Bloggvinir
- kleopatra7
- olinathorv
- gudruntora
- nanna
- lillagud
- stjornlagathing
- draumur
- dagsol
- kreppan
- kally
- raksig
- herdis
- annamargretb
- margretrosa
- helgafell
- lauola
- bjarkey
- netauga
- domubod
- ingunnjg
- keg
- steingerdur
- annaragna
- liljan
- trukona
- lady
- estro
- sms
- bifrastarblondinan
- agny
- katja
- eddabjo
- alla
- gudridur
- jona-g
- nupur
- blekpenni
- asgerdurjoh
- kolgrima
- katrinsnaeholm
- halkatla
- gislina
- tothetop
- fia
- kolbrunb
- jarnskvisan
- thorasig
- bryndisisfold
- jonaa
- gudfinna
- thorbjorghelga
- eyglohardar
- helgasigrun
- vglilja
- ranka
- abg
- joninaben
- gurrihar
- motiv
- doritaxi
- edvard
- formula
- fridrikomar
- gunnarkr
- ktomm
- ragnarborg
- reynsla
- siggisig
- stormsker
- sveinnhj
- konur
- 810
- annakr
- addamaria
- alfheidur
- asdisran
- astan
- begga
- beggibestur
- benna
- beggabjuti
- biddam
- birgitta
- brostubara
- brynja
- bubot
- daman
- diddan
- ellasprella
- erlaosk
- estersv
- evathor
- fanneybk
- fannygudbjorg
- fararstjorinn
- fjola
- fridust
- gmaria
- grazyna
- goodster
- gudrunjona
- gudrunmagnea
- gyda
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- hlinnet
- hugrenningar
- idno
- ingabesta
- ingibjhin
- ingibjorgelsa
- ippa
- ipanama
- isdrottningin
- jahernamig
- kittysveins
- kketils
- klaralitla
- konukind
- ladyelin
- lara
- larahanna
- liljabolla
- margretloa
- mariaannakristjansdottir
- mariakr
- marzibil
- mongoqueen
- ollasak
- olofdebont
- pannan
- ragnhildur
- roslin
- ringarinn
- saedis
- saragumm
- sifjar
- sigrunfridriks
- sirrycoach
- skessa
- steinunnolina
- stinajohanns
- sveitaorar
- thorunnvaldimarsdottir
- villagunn
- id
- morgunbladid
- vestfirdir
- armannkr
- biggibraga
- binnirarfn
- bjarnihardar
- brandarar
- brandurj
- businessreport
- drengur
- ea
- esv
- fiskholl
- folkerfifl
- fridjon
- fsfi
- gattin
- gebbo
- golli
- gudmundurmagnusson
- gudni-is
- hafstein
- hlekkur
- hnodri
- hogni
- hvala
- ibb
- icekeiko
- jax
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kentlarus
- ketilas08
- killerjoe
- korntop
- krams
- kristinnhalldor
- krilli
- ljosmyndarinn
- malacai
- nosejob
- olafurfa
- omarragnarsson
- ottarfelix
- pallvil
- palmig
- photo
- runarsv
- saethorhelgi
- skrekkur
- stebbifr
- steinibriem
- svei
- thj41
- vefarinnmikli
- valurstef
- vefritid
- iador
- svanurg
- ksh
- margretsverris
- einarorneinars
- ejk
- heidihelga
- benediktae
- baldher
- elvira
- rannveigh
- addags
- minos
- heidarbaer
- aslaugfridriks
- naflaskodun
- jyderupdrottningin
- franseis
- hrannsa
- valdimarjohannesson
- arnthorhelgason
- bookiceland
- minnhugur
- thordisb
Eldri færslur
2021
2020
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Nýjustu færslurnar
- Húsnæðisáætlanir sem gleyma fólkinu
- Bæn dagsins...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Til almennrar dreifingar!
- Aðildarviðræður við ESB koma ekki til greina
- Leggja niður þá starfsemi sem hefur ekki brýn verkefni með höndum
- Snobbað lúsmý, glaður intróvert og hnausþykk ferilskrá
- Prósent eða prósentustig, þar er efinn
- Eyðilagt bankakerfi
- Krónan er ekki vandi