Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Lífið er hverfult og það er aðeins eitt sem er öruggt!

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir
9. ágúst 1976 + 30.maí 2007
 

 

Enn ein röddin hefur þagnað, rödd sem hafði eitthvað að segja, rödd sem tókst á við lífið, rödd sem við munum ekki gleyma, rödd sem kenndi okkur hve lífið er mikils virði. Það kann að þykja skrítið en það er aðeins eitt sem er öuggt í lífinu, eftir að við fæðumst  þá munum við deyja, spurningin er bara hvenær, en hvernig getur verið á marga lund. Sumir eiga erfit með að horfast í augu við þessa staðreynd og sumir halda að skatturinn sé einnig öruggur, en svo er ekki. Eini skatturinn sem allir verða standa skil á er að lifa lífinu á meðan það gefst, en misjafnlega gefst mönnum tækifæri á að láta eitthvað að sér kveða eða gott af sér leiða. Ásta lovísa sýndi okkur og sannaði að lífið er þess virði að berjast fyrir því, látum fórn hennar vera okkur hvatning til að gera lífið betra, látum gott af okkur leiða fylgjum góðu fordæmi.
Hvíl þú í friði, Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir, megi hin hæsti höfuðsmiður himins og jarðar umvefja þig ást og alúð, og jafnframt styrkja ættingja þína og ástvini í sorg þeirra og söknuði.
Guð geymi ykkur öll, kveðja Jón

 

 


Ég hef alltaf sagt það !!! OG TAKIÐ EFTIR !

wRK 280207_JSM6527 

Það er komið að því sem ég hef alltaf sagt; Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er komin heim, hún er það eina sem Sjálstæðisflokkinn hefur vantað í Reykjavík. Þetta sagði ég líka vinum mínum í sveitastjórnarkosningunum árið 2002, en þá skildi engin hvað ég var að segja. Ingibjörg Sólrún hefur nefnilega LEIÐTOGA hæfileika sem aðeins fáir stjórnmálamenn á Íslandi hafa haft, en til að nefna annan til í því samhengi þá er Davíð Oddsson í sama hópi. Það eina sem farsælir leiðtogar verða að vara sig á, er að finna sig ekki ómissandi, fyllast af hroka og falla í það að misnota valdið. Farsælalega vona ég að hin nýja verðandi ríkisstjórn D og S lista, verði árangursrík. D listinn, listi Sjálfgræðismanna og S-listi, listi Sjálfstæðramanna með jafnaðarskoðanir og vökult auga yfir því að halda í eignir fólksins, eigur ríkisins, ríki fólksins en ekki ríka fólksins. Persónulega finnst mér að Ingibjörg Sólrún ætti að verða forsætisráðherra og Geir fari í utanríkismálinn, Árni Matt í sjávarútvegsmálinn, Þorgerður í menntamálinn, Össur í félagsmálinn, Guðfinna Bjarna í fjármálinn, Jóhanna Sig í heilbrigðis og tryggingamál, Ármann Kr í umhverfismálinn, Kristján L Möller í samgöngumálinn, Einar K Guðfinnsson í iðnaðar og viðskiptin og rúsínan í pylsu endanum væri að Árni johnsen færi með dómsmálinn, en það er svona til gamans sagt en kanski ætti að fá nýtt blóð í dómsmálinn?

Kveðja Jón


mbl.is Ingibjörg Sólrún: VG vildi ekki mynda stjórn með Framsóknarflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dulbúin yfirtaka !!!

wRK 280207_JSM6624 

Það er talsverð ólykt af þessu máli, hvers vegna þarf að rífa upp innsigluð umslög frá sendiráðum og opinberum fulltrúum íslenska ríkisins. Rof á innsigli er hegningarlagabrot og því skildi DHL komast upp með það að gera slíkt, ég sem borgari krefst þess að þetta verði ransakað, því auk þess er verið að rjúfa leynd yfir kosningum sem er annað alvarlegt brot. Ég hvet þá sem hlut eiga að máli að kæra þetta athæfi og fylgja því eftir.


mbl.is DHL segist áskilja sér rétt til að opna pakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær á að einkavæða LÖGGUNA???

 

wFMFI 260806_JSM5178     _MG_4367

Opinbert og óopinbert, hvað er eiginlega á seyði? Öryggismál eins og vopnaleit, löggæsla, landhelgisgæsla og öll heilbrigðisþjónusta á að sjálfsögðu að vera í rekstri hins opinbera. Reynsla af öryggisgæslu á flugvöllum erlendis er ekki sú að þetta sé réttlætanlegt með fyllstu virðingu fyrir þessu ágæta fyrirtæki "Securitas". En raunin er sú, að til starfa þar hafa valist oft á tíðum fólk sem langar að verða löggur, en hafa ekki þá burði eða hæfileika til að fylla í slíkar stöður og þar af leiðandi ráða sig til öryggisfyrirtækja sem gera minni kröfur. Slík fyrirtæki eru með þannig þjónustu sem er nokkurskonar löggæsla og detta því sumir í lögguleik. Öryggi á flugvöllum er mikilvægara en það, að aðrir en fullgildir löggæslumenn sinni því. Ástæðan er meðal annars sú, að engvir aðrir en fullgildir löggæslumenn mega bera vopn og það er ein af öryggiskröfunum sem oft þarf að hafa við á flugvöllum, meðal annars er fyrirmenn og þjóðhöfðingjar eru á ferð. Maður spyr, afhverju er þá ekki útboð á Tollskoðun á flugvöllunum? Það fengjust örugglega margir í það að taka það að sér, sjáið fyrir ykkur Franklín Steiner í þeirri vinnu? NEI hugsun betur um þessi mál, einkavæðing er ekki og verður aldrei alsherjar lausn, sumt bara virkar ekki þannig.


mbl.is Securitas sér um öryggisleit á Reykjavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt er nú til sölu!

wRK 280207_JSM6527 

 

Hvernig væri að selja ónothæfa RÁÐHERRA, ég er visss um að við myndum græða vel á því, þeir eru alltaf í vndræðum með blóraböggla fyrir misvitrar ákvarðanir og svo eru afföll af stjórnendum í ýmsum ríkjum Afríku. Þar gætu þeir margir blómstrað og sest á toppinn að minnsta kosti um tíma. ÉG BARA SEGI SVONA. Grin


mbl.is Heildarverðmæti HS 49 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband