Hvenær á að einkavæða LÖGGUNA???

 

wFMFI 260806_JSM5178     _MG_4367

Opinbert og óopinbert, hvað er eiginlega á seyði? Öryggismál eins og vopnaleit, löggæsla, landhelgisgæsla og öll heilbrigðisþjónusta á að sjálfsögðu að vera í rekstri hins opinbera. Reynsla af öryggisgæslu á flugvöllum erlendis er ekki sú að þetta sé réttlætanlegt með fyllstu virðingu fyrir þessu ágæta fyrirtæki "Securitas". En raunin er sú, að til starfa þar hafa valist oft á tíðum fólk sem langar að verða löggur, en hafa ekki þá burði eða hæfileika til að fylla í slíkar stöður og þar af leiðandi ráða sig til öryggisfyrirtækja sem gera minni kröfur. Slík fyrirtæki eru með þannig þjónustu sem er nokkurskonar löggæsla og detta því sumir í lögguleik. Öryggi á flugvöllum er mikilvægara en það, að aðrir en fullgildir löggæslumenn sinni því. Ástæðan er meðal annars sú, að engvir aðrir en fullgildir löggæslumenn mega bera vopn og það er ein af öryggiskröfunum sem oft þarf að hafa við á flugvöllum, meðal annars er fyrirmenn og þjóðhöfðingjar eru á ferð. Maður spyr, afhverju er þá ekki útboð á Tollskoðun á flugvöllunum? Það fengjust örugglega margir í það að taka það að sér, sjáið fyrir ykkur Franklín Steiner í þeirri vinnu? NEI hugsun betur um þessi mál, einkavæðing er ekki og verður aldrei alsherjar lausn, sumt bara virkar ekki þannig.


mbl.is Securitas sér um öryggisleit á Reykjavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar hefur þú séð tölur um það að þeir sem starfa hjá Securitas  séu oft eitthverjir sem vilja vera löggur og eru í lögguleik. Ég hef sjálfur starfað sem öryggisvörður hjá þessu fyrirtæki og ekki var ég var við þetta. Það er ekkert hver sem er sem fær vinnu sem öryggisvörður, þú þarft síðan að vinna þig upp í ákveðnar stöður sem krefjast reynslu og getu, nema að þú komir inn í fyrirtækið með þessa reynslu með þér. Það er td eftirlit á flugvelllinum, það gengur bara ekki hver sem er inn og fær vinnu sem vopnaeftirlitsmaður.

Ingólfur (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 14:26

2 identicon

Þá væri spurning afhverju lögreglan eigi ekki að sinna vopnaleit á keflavíkurflugvelli, þar eru það bara ósköp venjulegir öryggisverðir sem að vinna þessi verk... eini munurinn á þeim og Securitas og Öryggismyðstöðinni er það að sýslumaðurinn er yfirmaðurinn þeirra.. þeir vinna ekki hjá löggunni eldur hjá sýsla. Sjáðu bara hvernig það fór með varnarliðsvæðið, þar áttu öryggisverðir hjá sýslumanninum í keflavík að fara í öll hús og athuga með hvort að það væri ekki allt í lagi með þau en gerðu ekki, og hver var útkoman 200 miljóna tjón sem að er bara þaggað niður ríkissjóður borgar það bara. En hvað ef þetta hafði verið einkafyrirtæki þá hafði verið hægt að láta þá borga. 

Ásgeir (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 14:38

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Kæri Jón! Eru ekki sjálfur rækilega einkavæddur? Viltu e.t.v. verða Ríkisljósmyndarinn?
Þú tækir ekkert betri eða verri myndir fyrir vikið en launin myndu eflaust lækka eða hvað?

Júlíus Valsson, 2.5.2007 kl. 22:52

4 Smámynd: Jón Svavarsson

Kæru vinir, það hafa engar tölur verið gefnar út um það hverjir vilja vera í lögguleik og hverjir ekki, staðreyndin er bara sú að þeir eru nokkrir sem falla undir þessa skilgreiningu. Hinsvegar er það grundvallar atriði með öryggis, heilbrigðis og fræðsluþjónustu að slíkt eigi að vera í höndum stjórnvaldsins sem er ríkið. Kröfur til lögreglumanna eru mun mikið meiri en til þeirra sem gegna almennri öryggisvörslu og eftirliti. Þar er einnig lagalegar flækjur sem um er að ræða og stjórnvöld geta ekki framselt völdin áfram. Hvað Keflavíkurflugvöll varðar þá er það sýslumaður sem er einnig lögreglustjórinn á staðnum sem hefur ábyrgð á þessu eftirliti og get ég ekki svarað fyrir það hvaða fólk það er sem hann ræður til starfans, en engu að síður er þar sama lögmál á ferðinni, því þarna er um háþróaðan tæknibúnað sem er að hnýsast í persónulegar eigur fólks, gegnumlýsir þær og er þarna oft um mjög viðkvæmahluti að ræða. Þess vegna þurfa þarna að vera starfsmenn sem falla undir þann lagabálk sem krafist er ásamt þeim skyldum sem opinberir starfsmenn gegna samkvæmt lögum.

það eru margir þættir í ríkisrekstrinum sem hægt er að einkavæða og mörg störf í kringum tildæmis þessi embætti sem eru einkavædd og boðin út, mötuneyti, ræstingar og viðhlad fasteigna, sem dæmi að nefna. En á skrifstofum Lögeglu er almennt skrifstofufólk ásamt fullgildum Lögreglumönnum sem vinna með þeim og taka á málum sem upp kunna að koma samkvæmt þeirra stjórnvaldsskipun. Við búum í lýræðisríki og höfum lög sem eiga að sýna réttlæti sanngirni og umfram allt jöfnun, þó þau geri það ekki alltaf í raun, því til eru undantekningar. Og bíðið við það er til Ríkisljósmyndari bara svo þið vitið það!

kveðja Jón

Jón Svavarsson, 3.5.2007 kl. 09:36

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Nú skil ég!

Júlíus Valsson, 3.5.2007 kl. 10:36

6 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Sammála þér að ríkisvædd lögregla er best til þess fallin að gegna öryggisgæslunni. En það kallar á strangt innra og ytra eftirlit. Ef marka má bíó myndir (sögulegar heimildir.) þá geta vondir menn verið í löggunni einnig.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 7.5.2007 kl. 17:03

7 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Það óhugnalega er að meiri hluti USA hermanna í Írak eru frá einkavæddum öryggisfyrirtækjum en klæddir eins og hermenn og vinna hermannastörf eftir að land gefst upp.  Hugsanlega líka í Afganistan. 

Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 18:26

8 identicon

Lög og regla eru hápólitísk mál.  Í hvert sinn sem tölur birtast um tíðni afbrota, verður umræða um “öldu glæpa” og hvernig eigi að eiga við síafbrotamenn.  Stundum nær þessi umræða inní þingsali en oftast á hún sér stað útí þjóðfélaginu og þá sérstaklega í fjölmiðlum.  Í kjölfarið kemur gjarnan gagnrýni á stofnanir innan réttarkerfisisns; lögreglu, dómstóla og fangelsi. Sjaldnast er þessi gagnrýni byggð á einhverjum staðreyndum. Mál eru sett fram í fréttum, yfirmaður í lögreglunni birtist á skjánum og er beðinn um að tjá sig fyrir hönd embættisins, yfirmaðurinn segir lítið; “fjölga á mönnum”, “eftirlit verður hert” eða það sem oftast heyrist: “Ekki til fjárveiting fyrir…” Áhorfendur eru engu nær, embættið lítur út fyrir að geta ekki sinnt verkefnunum og sá eini sem kemur út sem sigurvegari er sumarafleysingar-fréttasnápurinn sem spurði þó ekki réttra spurninga. Nú sit ég hér og skrifa þessar línur, einhverja skoðun hlýt ég að hafa á málinu. Sem ég og geri: Einkavæðum löggæsluna og fangelsin.

 

Í hugmyndinni um fyrsta almenna lögregluliðið sem sett var á laggirnar í London 19.júní 1829 voru löggunni sett þrjú meginhlutverk; hún átti að koma í veg fyrir afbrot með nærveru sinni sem hún næði fram með venjubundnu eftirliti. Hún átti einnig að viðhalda reglu í þjóðfélaginu, koma í veg fyrir uppþot o.s.frv. og í þriðja lagi var henni sett það hlutverk að sjá til þess að lögum sem komu frá löggjafarvaldinu væri framfylgt í hvívetna. Einnig var henni falið að rannsaka þau mál sem upp komu. Á svipuðum nótum var fangelsunum sett fjögur markmið í upphafi fyrir um 200-300 árum, en þau voru að refsa, fyrirbyggja afbrot með hótuninni um refsingu, útiloka dæmda menn frá samfélaginu og að endurhæfa brotamenn.  Eftir þessum kenningum er ennþá unnið þrátt fyrir mikla gagnrýni frá bæði vísindamönnum og starfsfólki sem að þessum málum koma.

 

Hvað er eftir af hugmyndunum um tilgang lögreglunnar sem settar voru fram á fyrri hluta 18. aldar? Kannanir hafa sýnt að eftirlit lögreglu um götur og stræti á merktum bílum kemur ekki í veg fyrir afbrot af neinu tagi. Hugsanlegir brotamenn gefa hugmyndinni um að nást litla athygli, og af þeim sem nást t.d. í Bandaríkjunum og Bretlandi fara u.þ.b. 5% í fangelsi. Í upphafi var það hlutverk lögreglunnar að sjá til þess að lögum væri framfylgt, lögum um eldvarnir, vinnuaðstöðu, hreinlæti í matvælaiðnaði og þess háttar. Lítið eimir eftir af þessu í dag. Sérhæfðar stofnanir er nú í löggæsluhlutverkinu og sumar þeirra eru jafnvel í einkaeign sbr. bifreiðarskoðanir. Og ég minntist á rannsóknir mála. Tölurnar í þessum málaflokki eru ekki fagrar. Þá sjaldan sem fólk hefur fyrir því að láta lögregluna vita um brot þá er hlutur upplýstra mála ekkert til að hrópa húrra fyrir: 1% – 20% í flestum málaflokkum. Fangelsin eru litlu betri og engin getur með sannfæringu sagt annað en að fangelsi í hinum vestræna heimi séu lítið annað en geymslur fyrir dæmt fólk.

 

Hvað er þá til ráða? Við fáum fréttir frá vestrinu þar sem Bandaríkjaforseti lofar að fjölga lögregluþjónum um 100,000 á fjórum árum.  Tony Blair lenti í rimmu við stjórnarandstæðinga sína snemma í vor þar sem ágreinisefnisefnið var hvort 1000 eða 5000 nýjum lögregluþjónum yrði bætt við á næstu árum. Hvort þessar aukningar gerðu eitthvað gagn var aldrei nefnt enda kemur raunveruleikinn sjaldnast við sögu í svo pólitískum hitamálum. Svo ég trúi ekki á fjölgun varða laganna? Nei, ég geri það nú varla enda fyrir því fjölmörg rök sem ég rek ekki hér.  Hvað er þá til ráða? Á að fara eftir því sem flestir eru sammála um að sé eina leiðin til þess að draga úr glæpum? Á að auka jafnræði í þjóðfélögum, eyða kynþáttarfordómum, bæta menntun og aðbúnað þeirra sem minna mega sín? Á að minnka þörfina á vímuefnum með bættum félagslegum aðstæðum og slá þannig á vaxandi afbrotaöldu sem skollið hefur á Vesturlönd á síðustu 50 árum? Nei, það verður ekki gert. Það er ekki áhugi á því. Of margir hagsmunaárekstrar, tekur of langan tíma…mörg kjörtímabil. Árangurinn er ekki sýnilegur 4-5 kosningar í röð.

 

Einkarekin löggæsla (öryggisgæsla) hefur verið með okkur frá örófi alda en það er ekki fyrr en með auknu þéttbýli samfara iðnbyltingunni að þetta form löggæslu tók vaxtarkipp.  Þessi vöxtur hefur á síðustu 20-30 árum verið svo mikill að aðeins tölvugeirinn vex hraðar í dag.  Hvers vegna er þessi þróun að eiga sér stað? Aðalástæðan er einfaldlega sú að fólk treystir ekki hinu opinbera fyrir lífi sínu og eignum, einnig er það svo að með aukningu stærri fyrirtækja og samsteypa hefur oft á tíðum myndast ástand sem áður fyrr var óþekkt; stór svæði í byggð eru komin í eign einkaaðila.  Eigendur þessir bjóða oft uppá þjónustu ýmiskonar sem dregur að sér fjölda fólks sem aftur verður til þess að oft er einkalandið opið fyrir “almenna umferð” sbr. Kringlan. Þessi svæði lúta ekki lögum eins og Miðbærinn eða Laugardalurinn, þessi svæði eru í einkaeign og lúta sömu lögum og t.d. heimili okkar.

 

Hverjir eru kostirnir við einkavæðingu löggæslunnar og refsikerfisins? Hagkvæmni í fjármálum er nauðsynleg fyrir fyrirtæki. Ef fyrirtæki rekur fangelsi, hefur það efni á uppþotum vegna slæmrar aðstöðu? Ef innbrotatíðni í Hlíðunum fer ekki niður um ákveðin prósentustig heldur fyrirtækið samningnum? Einkageirinn hefur tvö markmið: að gera hlutina eins ódýrt og hægt er og eins vel og mögulegt er svo einhver vilji kaupa vöruna. En mörgum spurningum er ósvarað; Hvernig komumst við hjá ójafnri skiptingu einkavæddrar löggæslu, geta allir borgað fyrir vernd af þessu tagi? Síðast en ekki síst vaknar sú spurning um hvernig verður ábyrgðarmálum háttað undir hinu nýja kerfi – hver gætir lögreglunnar?

 

Bærinn Bethany í Vestur-Virgíníu í Bandaríkjunum er vel stæður bær þar sem búa um 3-4000 manns. Þar hefur ekki komið almennur lögregluþjónn til eftirlitsstarfa í 15 ár. Löggæslan er borguð beint af íbúunum.

Nú á sér stað umræða þess efnis hvort einkavæða eigi miðbæ Coventry á Englandi. Gjaldtaka, sorphirða, viðhald og löggæsla yrði í umsjón einkaaðila.Svo að spurningin er um ábyrgð og hvernig hinn almenni borgari getur komið sínum málum á framfæri. Hann eða hún myndi gera það eins og núna, í gegnum almennt kosna fulltrúa sína á lýðræðislega skipuðu þingi. Dómsmálaráðherra færi enn með þennan málaflokk, sæji um útboð og þess háttar. En hvað með siðfræðina? Er það ekki í verkahring Ríkisins, fyrir hönd almennings að refsa? Ef þetta verður einkavætt, hvað getur þá verið einkavætt? Ég veit ekki, en eitt veit ég, ef við lítum í kringum okkur þá sjáum við það að umræðan um hvort eigi að einkavæða hluta af löggæslukerfinu og fangelsin er í raun búin. Útboð á þessum þáttum eru orðin staðreynd og nú er það undir okkur komið hvernig við viljum haga þessum málaflokki. Sagan hefur kennt okkur að tvö löggæslukerfi geta verið til staðar í einu samfélagi en ekki án skýrra reglna svo við verðum að vera með í umræðunni til að spurningunum “hver er yfir hverjum” og “hvernig er þjónustunni háttað” verði svarað af þeim sem færa sér þjónustuna í nyt: okkur. Þessi þróun á sér stað í löndunum í kringum okkur, ennþá. Íslendingar eru þekktir fyrir að vera fljótir að færa sér hinar ýmsu nýjungar í nyt og þegar einkavæðing á sér stað í þessum málum hér í framtíðinni þá mun það gerist hratt.

Eyþór (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband