Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
31.10.2007 | 10:34
Hvað er stéttarfélag og til hvers eru þau?
Það hefur verið skoðun mín að, stéttarfélög sem í eina tíð voru barráttuöfl fyrir bættum launum og kjörum verkafólks, eru löngu hætt að hugsa um slíkt. Þorri krafta og fjármagns félagana, sem fjármögnuð eru með félagsgjöldum sem verkafólkið greiðir, fer í rekstur umfangsmikilla skrifstofa og sumarbústaða. Enda kalla ég þau sumarbústaðafélögin, enda tek ég undir orð Sigursteins með von um að stjórnvöld taki þarna í spottan. Fólk almennt er alltof sofandi á verðinum varðandi kjör sín og réttindi, enda er farið með verkafólk eins og þræla sumstaðar. Að vera verkamaður/launþegi, þá ég við alla hvort sem um er að ræða þá sem þrífa gólfin eða framkvæma flóknar hjartaaðgerðir, því öll höfum við lágmarks réttindi sem ekki eru alltaf virt og gerður er munur á milli fólks. Öll erum við mikilvæg í lífskeðjunni, ef engin þrifi skurðstofuna þá væri hún brátt ansi sóðaleg og við getum haldið áfram, en ég tek aðeins eitt lítið dæmi sem þó er mjög merkilegt og mikilvægt. Aðeins eitt félag hefur opinberlega gengist við því að vera komið í þennan farveg og berst fyrir lífsgæðum, sem vísar til þess að reksturinn er orðin ansi viða meiri en kjarabarátta ein og sér.
Verkafólk þarf að standa saman í baráttu um betri kjör, góð kjör eru ekki bara fyrir útvalda, jafnaðarmennskan er mikilvæg og dregur úr spennu. Ég hef lengi sagt að tilkoma KREDITKORTA hefur verið hin mesti skaðvaldur, því launafólk er orðið svo skuldbundið að öll eðlileg launabarátta er nær úr sögunni og allir segja, við getum ekki farið í verkfall því þá verður KREDITKORTINU lokað og málið er að alltof margir eru að vinna fyrir kortafyrirtækin, enda blómstra þau með miljarða hagnaði ásamt bönkunum, sem sífelt finna til ný og ný seðilgjöld og hvað þeir geta kallað það allt saman.
Læt hér fylgja með nokkrar myndir frá náskeiði í samningatækni, þar sem forsvarsmenn stéttarfélaga og vinnuveitenda voru samankomnir og hefðu kanski getað leyst úr málunum á einum vetvangi?
Áfallasjóður áfall fyrir ÖBÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2007 | 17:54
Til hamingju Broadway 20 ára.
Já það var mikið merkisár, árið 1987. Það ár var Flugstöð Leifs Eiríkssonar vígð 14. apríl, Kringlan var opnuð í ágúst og Broadway opnaði með Pomp og pragt um hausti undir nafninu Hótel Ísland, en hótelið sjálft var opnað síðar þeas gisti aðstaðan. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og og margir frægir skemmtikraftar komið þar fram, mér er minnisstæðastir Roger wittaker, Olsen bræður og Sleggjusystur, svona til að nefna eitthvað. Eins hafa verið settar þar upp sýningar með íslenskum söng og skemmtikröftum, með miklum metnaði, Abba sýningin Bjöggi í 25 ár og nú síðast Georg Michael í 25 ár sýningin, sem hér fylgja með nokkrar myndir. Ég verð að segja það um þessa sýningu að hann sjálfur hefði ekki gert betur en strákarnir Friðrik Ómar og Jógvan, því söngur þeirra er á heimsmælikvarða. Dans atriðin eru einnig frábær og eru þar á ferðinni ungir þraut reyndir meistarakeppnisdansarar, sum þeirra margfaldir Íslandsmeistarar og Norðurlandameistarar í samkvæmisdönsum. Það hefur verið þeim feðgum Ólafi og Arnari syni hans, mikill metnaður að halda úti vinsælum og góðum sýningum, enda eftirsóttur skemmtistaður fyrir árshátíðir og þess háttar skemmtanir. Ekki má gleyma í þessari umfjöllun einni aðal rósinni, Fegurðarsamkeppni Íslands, en sú keppni er búin að vera þarna í húsum um all langa tíð og eflist með hverju árinu.
Ég segi bara til hamingju Ísland og Broadway með þennan frábæra árangur og hvet alla þá sem hug hafa að fara á þessa sýningu. Góða skemmtun.
24.10.2007 | 23:53
Kol og salt góðan dag !
Ég bara segi svona, en ég var sendur til að mynda uppákomu hjá Saltfélaginu á föstudaginn var, og langaði til að deila með ykkur nokkrum myndum en hægt er að skoða allt safnið á vefsíðunni minni MOTIV, því þar er auðvelt að skoða myndir og svo má fara inn á atburðavef Pixla, þar sem einnig er hægt að skoða og kaupa myndir, sjáir þú eitthvað sem þig fýsir. Góða skemmtun, Nonni
24.10.2007 | 23:31
FLUGVÖLLINN HVAÐ ???
Þessi frétt undirstrikar allt það sem ég hef verið að segja, flug er eitt af öruggust samgönguleiðum sem völ er á og í stað þessa endalausa kjaftæðis um að flytja flugvöllinn burt, ættu menn að sjá sóma sinn í að efla hann og styrkja og gera hann enn öruggari, því það er alltaf hægt að gera gott betra. Steinkumbalda er hægt að reisa nær hvar sem er og þegar hús eru annarsvegar þá er engin lóð verðmætari en önnur, nema ef vera skildi að hún væri sunnan í lágri hlíð, grunnt niður á fast og stutt í ALLA þjónustu, samanber í Smáranum, Lindunum og Garðabæ, sem dæmi að nefna. Því þar er öll þjónusta í mjög þröngum radíus. Þröng og skammsýni þeirra hönnuða sem hafa teiknað íbúðahverfi, gatnakerfið og ekki síst atvinnuhverfin, er með ólíkindum, já ég segi það aftur og enn. Það er stærsti þröskuldurinn í öllum samgöngum á Íslandi. En flugið er ÖRUGGT!
Slysatíðni í þotuflugi fer ótvírætt lækkandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2007 | 11:23
Til hamingju með daginn Jóhann Otti !
Það er eins og gerst hafi í gær, já eins og gerst hafi í gær, segir í laginu sem Guðmundur jónsson söng um árið, en litli Afastrákurinn er orðin eins árs og það er eins og það hafi verið í gær sem við hittum þennan brosandi snáða í fyrsta sinn. Það eru forréttindi að eiga svo elskuleg börn og njóta ástríkis með þeim að allt annað í veröldinni er ekkert á við það. ég hlakka geysilega mikið til að geta átt fleiri stundir með þessum broshýra dreng sem fær alla til að brosa og njóta lífsins.
Kær kveðja Afi.
18.10.2007 | 11:16
HVAÐ SEGIR ÞETTA OKKUR???
Fyrir mér sem ökumanni er þetta augljóst, á þessari braut eru ýmist 60 eða 80 Km hámarkshraði leyfður og vitaskuld ganga flestir út frá því að það sé alla leið, þar sem um tvöfalda hraðbraut er að ræða. Að mínu mati er þarna við yfirvöld að sakast en ekki ökumenn sem greinilega voru innan við leyfileg mörk amk það sem gildir á mestum hluta brautarinnar.
433 ökumenn óku of hratt á Sæbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2007 | 10:46
HALLÓ !!! Er þetta ekki starfið þeirra að aðstoða borgarana????
Nú verð ég að leggja orð í belg, það er hlutverk Lögreglunar að aðstoða borgarana þegar slys og óhöpp eiga sér stað. Óhappa tilkynningarnar sem tryggingafélögin gefa út eru ekki til að leysa Lögregluna undan skildum sínum heldur til að létta undir með þeim þegar málsaðilar eru sammála um að ganga þannig frá málunum. Því miður þá eru ekki allir nógu heiðarlegir í þeim skýrslum og verða margir fyrir barðinu á því að þeim er gerð meðsök að ósekju. Þetta getur einnig gerst þó Lögregluskýrsla komi til, þeas ef sá sem ritar skýrsluna gleymir einhverju smáatriði, það henti mig í vetur sem leið og hef ég beina sönnun á því. Eins og ég hef áður greint frá hér á þessari blogsíðu (feb 2007) þá var ekið á bílinn minn kyrrstæðan og mannlausan, það var frost og og þurt veður. Bíllinn varð bensínlaus, þó mælirinn hafi sínt annað, og þar sem það voru háir snjóruðningar í vegbrúninni, þá rendi ég bílnum eins vel út í vegkannt og mögulegt var. Ég setti á aðvörunarljósinn og læsti bílnum á meðan ég sótti bensín á shellstöðina í Smáranum um fimmhundruð metrum frá. Á þessum tíu mínútum sem ég var frá, þá náði ung stúlka að keyra svo aftan á bílinn að hann var ónýtur á eftir, því hún hafði keyrt viðstöðulaust aftan á hann. Í lögregluskýrslunni kom ekkert fram um hvort, aðvörnuarljós eða viðvörunarþríhyrningur hefðu verið notuð. Þar með taldi tryggingarfélagið að hvorugt heði verið notað og ætlaði að setja mig í 50% meðsök. hefði ég ekki sjálfur átt myndir af vetvang sem sannaði það að aðvörnuarljósin hefðu verið á, hefði ég verið í vondum málum kanski með argaþras við tryggingarfélagið. En ég hafði betur og að sjálfsögðu var ég í fullum rétti, en ég hafði samúð með stúlkunni samt. Málið var einnig það að Lögrelumaðurinn sem ritaði skýrsluna, hringdi í mig þrem dögum eftir óhappið, til að spyrja mig hvort ég hefði notað ofan greindan viðvörunarbúnað, því hann hefði gleymt að spyrja mig að því, ég sagði honum eins og var að ég hefði kveikt aðvörunarljósin en þríhyrningurinn hefði verið fastur í skottinu sem ekki var hægt að opna þá stundina, samt tók hann ekkert fram um þetta í skýrslunni, svo það er ekki á alla að treysta. Mitt ráð er, að allir hafi einnota myndavél í hanska hólfinu og myndi vettvanginn, lendi þeir í slysum og hiki ekki við að kalla til Lögreglu séu menn í einhverjum vafa með hver réttur þeirra er og gefi gaumgæfilega skýrslu þar um.
Es; myndin sýnir aðvörunarljósið logandi.
Sjö þúsund óþörf útköll lögreglunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2007 | 23:41
Matreiðslumaður ársins 2007.
Góðir lesendur þá er keppnin um matreiðslumann ársins af staðin. Keppnin fór fram með undan keppni í Hótel og matvælaskólanum í vetur sem leið, og þar voru valdir 5 keppendur til úrslita og fór úrslitakeppnin fram í Verkmenntaskólanum á Akureyri nú um helgina sem leið, á matvælasýningunni Matur-inn 2007. Þar voru matvæla framleiðendur á norðurlandi, með sýningu og sölu á afurðum sínum, eins fengu gestir að smakka þar á alskyns kræsingum. Harry hjá Vífilfelli, sem er einn af fremstu vínþjónum landsins var með kynningu og námskeið í smökkun á eðal vínum, var það vel sótt, en alls komu á sýninguna um tíu þúsund manns. Þetta er í þriðja sinn sem þessi keppni fer fram í VMA því að þarna er frábær aðstaða til náms í matvæla og framreiðslu greinum. Hjördís deildarstjóri eða hún er kanski fagstjóri, opnaði skólan fyrir þessari keppni og er henni færðar sérstakar þakkir fyrir greiðvikni og hlýleg heit, að ógleymdu öllu því starfsfólki skólans sem þar kom við sögu.
Akureyri er hlýlegur og vinalegur bær, mér finnst alltaf ánægjulegt að koma til þeirra þarna fyrir norðan og finnst leitt að gera það ekki mun oftar. Að þessu sinni var þetta eitt spretthlaup, ég fór akandi á laugardagsmorgni og kom beint í keppnina, illa sofin og þreyttur eftir langan föstudag, sem endaði um klukkan þrjú aðfaranótt laugardags. Þó sýningu og keppni væri lokið klukkan fimm, þá var eftir mikil vinna í að vinna úr öllum myndunum, svo var farið út að borða um kvöldið og að kvöldverð loknum, svona rétt undir miðnætti, þá var kominn tími til að fara í hvíld svo ekkert varð úr því að skoða næturlífið, sem ku vera fjörlegt á svona góðviðris kvöldum.
Morguninn eftir að loknum góðum og langþráðum svefn, fórum við Guðjón vinur minn í morgunmat og fengum egg og beikon á Bautanum, að morgunverð loknum átti ég far með Sverri og Jakob, heim til höfuðstaðarins á stór Kópavogssvæðinu. Ég læt hér fylgja með nokkrar myndir en fleiri myndir (340) er hægt að sjá á vefsíðunni MOTIV . Ég hlakka til að fá næsta tækifæri til að koma í heimsókn í höfuðstað Norðurlands, Akureyrar, og mun leggja mig fram um að eiga þar ögn lengri stund en í þessari síðustu ferð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.10.2007 kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.10.2007 | 13:24
Orkan út í loftið !!!!!!!!!!!
Góður vinur sagði eitt sinn á góðri dönsku " theorian er god nok, men i praksis virker det ikke" því þetta fallega friðarljós sem tendrað hefur verið í Viðey, segir svo lítið í öllum þessum ófrið sem því miður ríkir í heiminum og ekki hvað síst innan borgarmarkana sem stendur. Nær hefði verið að lækka kílówattið til hins almenna neytenda, heldur en að puðra allri þessari orku út í geimin. Ég legg hér fram fyrirspurn um það hve mikla orku ljósið notar hver er kostnaðurinn við að reka það og ekki síst hver borgar?
Þetta eru álitlegar spurningar sem ég efast ekki um að margir vilja fá svarað. Rafstöðin við Elliðaár framleiðir um 3 Megawött að jafnaði, dugir hún ein til að reka þetta ljós, heyrt hef ég sagt að orkan sem fer í þetta ljós, dugi fyrir 35 meðal fjölbýlishús. Ef so er rétt er þá ekki rétt að takmarka þann tíma sem friðaljósið logar? Gjarnan vildi ég geta nýtt álíka orku til einhvers aðeins nytsamara, ég bara leyfi mér að segja það.
11.10.2007 | 12:29
BILLEGUR POPULISMI !!!
Steinunn Valdís notaði þessi orð á hæstvirta Alþingi nú fyrir hádegi, þar heldur hún uppi vörnum fyrir hæstvirtan fjármálaráðherra. Það er út af fyrir sig gott mál að halda uppi vörnun fyrir þá sem minna mega sín. En málið er bara þannig eins og háttvirtur þingmaður Jón Bjarnason sagði, að það er ekki forsvaranlegt að ekki sé hægt að fá svör við einföldum spurningum sem auðvelt ætti að vera að fá svör við og tregðan við þvi segir aðeins að einhverjir vilja FELA eitthvað fyrir alþjóð. Hér er í þessari frétt er fjallað um enn eina söluna sem ætluð er til einkavæðingar, já það hlítur að vera undirlægið að þessu öllu saman, en raunin er sú að einkavæðing veitufyrirtækja, hvort heldur er um orku, vatn, hita, eða fjarskipta, að þá hefur aðeins eitt komið út úr þeim gjörningum, gjaldskrár hafa HÆKKAÐ!!! Ekkert er að því að eðlilegur arður sé af fyrirtækjum ríkisnins, til framþróunnar afskrifta og eðlilega endurnýjun. Nýjir einka eigendur hafa ekki alltaf þessa sýn því þeim er mest í mun að græða sem mest fyrir sem minnst og þegar allt fer á versta veg fyrrast þeir allri ábyrgð. Alþingi Íslendinga er fyrir fólkið en ekki þingmennina, þangað velast fulltrúar fólksins, kjörnir með lýðræðislegri kosningu, en kjósendur eru ekki alltaf með það á hreinu til hvers það mætir á kjörstað og þegar að almenningi er vegið með skerðingum á bótum, skerðingu á heilbrigðis og læknisþjónustu, skerðingu á löggæslu, og síðast en ekki síst skerðingu á menntun barnanna okkar, þá skilur fólk ekkert í því hverjir kusu þessa menn á ÞING.
Enn og aftur minni ég á það að Íslendingar eiga Ísland, fólkið í landinu á þann sjálfsagða rétt að það geti búið hér við mannsæmandi kjör og af þokkalegu öryggi. Metnaðarleysi er eitt af því sem er að fara verst með samfélagið, öllum virðist sama hvernig málin enda og engin vill taka ábyrgð. Það er orðið tímabært að vakna til lífsins og kjósendur taki til óspiltra málanna og velji það fólk sem er að vinna fyrir fólkið en ekki valin hóp SJÁLFGRÆÐISMANNA.
Vilja ekki heimila sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Frétta viðhorf og samfélagið !
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 18.2.2021 Miðborgir/bæjir og Borgarlína gegn bílafólki!
- 15.5.2020 Það er ekki örugt nema það sé örugt!
- 26.4.2020 Kominn tími til !
- 29.3.2011 ICESLAVE NEI TAKK !!!
- 16.11.2010 Á VIRKILEGA AÐ FAGNA MISGJÖRÐUM !!!
- 16.10.2010 ENN er KINDABYSSUNNI veifað !!!!
- 16.10.2010 Þeir RÍKU verða ríkari og FÁTÆKIR fátækari !!!
- 16.6.2010 Bara loka Borginni vesta Elliðaár !!!
- 6.6.2010 Bara rekan og ráða nýjan !!!
- 19.5.2010 Lokum bara LANDSPÍTALANUM hann er hvort eð er svo dýr í rekst...
- 19.5.2010 Ég skal kaupa HS Orku !!!
- 3.5.2010 Blekking til að fá að Hækka IÐGJÖLD!
- 28.4.2010 Enda flokkur í ÚTRÝMINGARHÆTTU !!!
- 13.4.2010 MISTÖK Á MISTÖK OFAN !!!
- 1.4.2010 Alltof seint í rassin gripið !!!
Spurt er
Tenglar
Ljósmyndun
Upplýsingar og þjónusta fyri ljósmyndara.
- MOTIV Ljósmyndaþjónusta
- Framköllun stækkanir Einnig atburða vefur til að kaupa myndir
- MOTIV ljósmyndir
- Sölu og viðgerðarþjónusta Myndavélar og fylgihlutir.
- Ljósmyndavefur sala Ragnar Th.
- Myndabanki Stock photos
- MOTIV á 123.is
Bloggvinir
- kleopatra7
- olinathorv
- gudruntora
- nanna
- lillagud
- stjornlagathing
- draumur
- dagsol
- kreppan
- kally
- raksig
- herdis
- annamargretb
- margretrosa
- helgafell
- lauola
- bjarkey
- netauga
- domubod
- ingunnjg
- keg
- steingerdur
- annaragna
- liljan
- trukona
- lady
- estro
- sms
- bifrastarblondinan
- agny
- katja
- eddabjo
- alla
- gudridur
- jona-g
- nupur
- blekpenni
- asgerdurjoh
- kolgrima
- katrinsnaeholm
- halkatla
- gislina
- tothetop
- fia
- kolbrunb
- jarnskvisan
- thorasig
- bryndisisfold
- jonaa
- gudfinna
- thorbjorghelga
- eyglohardar
- helgasigrun
- vglilja
- ranka
- abg
- joninaben
- gurrihar
- motiv
- doritaxi
- edvard
- formula
- fridrikomar
- gunnarkr
- ktomm
- ragnarborg
- reynsla
- siggisig
- stormsker
- sveinnhj
- konur
- 810
- annakr
- addamaria
- alfheidur
- asdisran
- astan
- begga
- beggibestur
- benna
- beggabjuti
- biddam
- birgitta
- brostubara
- brynja
- bubot
- daman
- diddan
- ellasprella
- erlaosk
- estersv
- evathor
- fanneybk
- fannygudbjorg
- fararstjorinn
- fjola
- fridust
- gmaria
- grazyna
- goodster
- gudrunjona
- gudrunmagnea
- gyda
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- hlinnet
- hugrenningar
- idno
- ingabesta
- ingibjhin
- ingibjorgelsa
- ippa
- ipanama
- isdrottningin
- jahernamig
- kittysveins
- kketils
- klaralitla
- konukind
- ladyelin
- lara
- larahanna
- liljabolla
- margretloa
- mariaannakristjansdottir
- mariakr
- marzibil
- mongoqueen
- ollasak
- olofdebont
- pannan
- ragnhildur
- roslin
- ringarinn
- saedis
- saragumm
- sifjar
- sigrunfridriks
- sirrycoach
- skessa
- steinunnolina
- stinajohanns
- sveitaorar
- thorunnvaldimarsdottir
- villagunn
- id
- morgunbladid
- vestfirdir
- armannkr
- biggibraga
- binnirarfn
- bjarnihardar
- brandarar
- brandurj
- businessreport
- drengur
- ea
- esv
- fiskholl
- folkerfifl
- fridjon
- fsfi
- gattin
- gebbo
- golli
- gudmundurmagnusson
- gudni-is
- hafstein
- hlekkur
- hnodri
- hogni
- hvala
- ibb
- icekeiko
- jax
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kentlarus
- ketilas08
- killerjoe
- korntop
- krams
- kristinnhalldor
- krilli
- ljosmyndarinn
- malacai
- nosejob
- olafurfa
- omarragnarsson
- ottarfelix
- pallvil
- palmig
- photo
- runarsv
- saethorhelgi
- skrekkur
- stebbifr
- steinibriem
- svei
- thj41
- vefarinnmikli
- valurstef
- vefritid
- iador
- svanurg
- ksh
- margretsverris
- einarorneinars
- ejk
- heidihelga
- benediktae
- baldher
- elvira
- rannveigh
- addags
- minos
- heidarbaer
- aslaugfridriks
- naflaskodun
- jyderupdrottningin
- franseis
- hrannsa
- valdimarjohannesson
- arnthorhelgason
- bookiceland
- minnhugur
- thordisb
Eldri færslur
2021
2020
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Nýjustu færslurnar
- Húsnæðisáætlanir sem gleyma fólkinu
- Bæn dagsins...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Til almennrar dreifingar!
- Aðildarviðræður við ESB koma ekki til greina
- Leggja niður þá starfsemi sem hefur ekki brýn verkefni með höndum
- Snobbað lúsmý, glaður intróvert og hnausþykk ferilskrá
- Prósent eða prósentustig, þar er efinn
- Eyðilagt bankakerfi
- Krónan er ekki vandi