FRÁBÆRT, LOKSINS AÐ TAKA Á MÁLUNUM !!!

 wRvk 240707_JSM9947Slys 211205_JSM5569

Þar kom að því, að farið er að horfa á verklag ökumanna, sem virðast ekki vita tilhvers eigi að nota stefnumerki og hvaða merkingu það hefur. sumir halda að það eigi að nota stefnumerki þegar maður beigir eða skiptir um akrein, en það er ekki alveg rétt. Það á að gefa stefnumerki áður en til framkvæmdar kemur til að láta samferðafólk sitt vita hvað maður ætlast fyrir og það er skilda þeirra sem á eftir aka að gefa viðkomandi tækifæri á að komast inná akrein eða beygja í þá átt sem merkið er gefið fyrir. Það er einnig skylda allra ökumanna að hleypa öðrum ökumönnum framúr sem gefa til þess merki og að því skyldu að örugt sé, til dæmis á breiðum beinum vegarköflum. ÖKUM SAMAN Í SÁTT OG SAMLYNDI, ÖRUGGT OG FLJÓTT !!!


mbl.is Fylgst verður með notkun stefnuljósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Ha ætli þeir lesi ekki bara bloggið þitt Það var það síðasta ég las í gærkvöldi og þegar ég kom á bloggið í dag var þessi frétt komin En sama hvaðan gott kemur eins og hún amma mín sagði alltaf.

Kveðja Sigrún 

Sigrún Friðriksdóttir, 11.3.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Morten Lange

Já, Jón, það var kominn tími til að lögan minni bílstjórart á þessu. 

Ökum og  hjólum saman í satt og samlyndi, öruggt með tillisemi í fyrirrúmi og án asa !

Morten Lange, 11.3.2008 kl. 14:27

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

já ég er sammála.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.3.2008 kl. 15:46

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Betra seint en aldrei.

Guðjón H Finnbogason, 11.3.2008 kl. 16:01

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta líst mér á. Það er ekki ósjaldan sem ég bölva ökumönnum fyrir stefnumerkjaleysi. Ég skamma nú eiginmanninn stundum fyrir að  gefa merkið of seint. Það kemur að litlu gagni ef gefið er um leið og maður beygir. Ég er fyrir austan fjallið eina og er skömm að stefnuleysi Árborgarökumanna. Það er nú skömminni skárra í höfuðborginni, verð að segja það.

Rúna Guðfinnsdóttir, 11.3.2008 kl. 17:18

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þetta hefur farið í pirrurnar á mér í mörg ár þegar ég hef komið heim. Landinn hélt að stefnuljós væru upp á punt en nú loksins er fólk farið að vakna til raunveruleikans, vonandi.  Góðar kveðjur Ía.

Ía Jóhannsdóttir, 11.3.2008 kl. 23:35

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta vakti athygli mína og ég sagði upphátt við sjálfa mig: "Það var mikið!" Sjálf skilgreini ég mig sem stefnuljósafrík og vesalings sonur minn ólst upp við að heyra mig segja:"Stefnuljós, asninn þinn" alla sína æsku. Hann gefur sjálfur alltaf stefnuljós í dag - sem betur fer.

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.3.2008 kl. 23:19

8 Smámynd: Halla Rut

Ég er alltaf að skamma manninn minn...

Við Íslendingar erum svo léleg í "samakstri".

Takk fyrir bloggvináttu. 

Halla Rut , 14.3.2008 kl. 14:54

9 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, það væri óskandi að Íslendingum tækist að bæta umferðamenninguna og minnka blóðtökuna í umferðinni á hverju ári.

Steingerður Steinarsdóttir, 16.3.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband