Fólki fjölgar og byggðin stækkar!!!

BIRK 200507_JSM2642Slys 211205_JSM5569wRvik 180407_JSM9801wRvik 180407_JSM9521wRvik 180407_JSM9272wRvik 180407_JSM9954

Það vill alltaf gleymast hjá stjórnvöldum að fólkinu fjölgar jafnframt sem byggðin stækkar. Tökum sem dæmi í Kópavoginum, þar hafa verið að staðaldri 4 til 5 Lögreglumenn á vakt síðastliðin 20 til 30 ár, þrátt fyrir að bærinn hefur stækkað margfaldað á þeim tíma. Svipaða sögu er að segja víða annars staðar á landinu og jafnvel ef við tökum tölur af höfuðborgarsvæðinu öllu. Svipað er með aðra neyðarþjónustu eins og slökkvi og sjúkralið. Þess vegna eru menn að huga loks að fjölgun slökkvistöðva, en það þarf meira til, það þarf fleiri starfsmenn í slökkviliðið. Eins og ég hef áður sagt í skrifum mínum, þá er þetta einn af þeim þáttum þjóðfélagsins sem ekki á að þekkja sparnað eða niðurskurð, en aðhald er öllum holt. Menn virðast ekki skilja það að fólk hættir ekkert að veikjast og slasast, þó læknirinn sé tekinn af neyðarbílnum. Hvað þarf að gerast til að læknir verði settur aftur á NEYÐARBÍLINN og þá jafnvel neyðarbílum fjölgað í tvo. Hvaða ráðherra eða þingmaður eða borgarstjóri þarf að deyja, til að menn endurskoði sinn hug. Með þessum orðum er ég alls ekki að vantreysta þeim SÉRÞJÁLFUÐU SÉRSVEITARBRÁÐATÆKNUM, eins og ég myndi vilja kalla þá. Því þó svo að læknir sé með í för þá eru það þeir sem vinna flestu handverkinog hafa bjargað gífurlega mörgum mannslífum, en læknir getur gengið lengra og það þekkja þeir sem með þeim starfa. Sú staðreynd er ljós, að eftir að þetta fyrirkomulag var tekið upp; þeas Neyðarbíll með lækni og sérþjálfaðir Bráðatæknar á sjúkrabílunum, þá hafa fleiri mannslífum verið bjargað og bata horfur þeirra sem verða fyrir alvarlegum bráðaveikindum og slysumhafa stóraukist. Kanski finnst yfirvöldum það íþyngjandi sem kostnaðauki á heilbrigðisþjónustunni, frekar en útfarakostnaður.

Fólk er búið að gleyma því sem gerðist fyrir um 30 árum síðan, er einn af þekktustu blaðamönnum landsins lést fyrir aldur fram vegna hjartaáfalls og í framhaldi var safnað fyrir nýjum sjúkrabíl sem kallaður var HJARTABÍLLINN. Sá bíll var undanfari neyðarbílsins sem þróaðist í sjúkrastofu á hjólum, en til þess að þeir nýtist sem best þá er ákaflega traust að læknir sé um borð og ég ber fullt traust til Bráðatæknanna en þeir vita líka að það koma oft upp tilfelli þar sem læknir getur gert meira en þeir eða réttara sagt mega. Þó reglum sé breytt svo þeir megi ganga lengra, er þá ekki verið að gera þá að læknum? Er þá ekki verið að stytta leiðina til að geta gerst læknir? Hugsið nú bara málið, hvað ef sakamaður fær nú leyfi til málflutnings á þeim forsemdum að hann hafi svo oft mætt fyrir rétti? Þetta er kanski út í loftið að segja þetta en við erum að horfa á ólíka hluti á ólíkum forsemdum.

ÉG hvet stjórnvöld til að endurskoða þessa hluti gaumgæfilega og vonandi komast þeir að því áður en eitthvað gerist sem hefði mátt bjarga annars, að þeir ættu að efla NEYÐRÞJÓNUSTUNA frekar en að draga úr henni. Það er þekkt staðreynd að á Íslandi er ein öflugasta neyðarþjónusta sem um getur en umfang hennar er ekki í takt við mannfjölgun.


mbl.is Slökkviliðsmenn hafa engan tíma til að æfa sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér í minni sveit vantar löggumenn. Hér fjölgar um þúsundir hverja helgi og allt sumarið, þannig að ýmislegt bætist á heimamenn. Lögreglan er svelt eins og heilbrigðiskerfið og annað. Gaman að sjá færslu frá þér.  Hafðu það gott Nonni minn.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.1.2008 kl. 22:58

2 identicon

Íbúar einnar sýslu í norður Svíþjóð hafa 1 lögreglubíl til umráða í vissum tilvikum. Sýslan er eins stór og allt Austurríki, þannig að útköllin taka sinn tíma. Mér sýnist þessi mál vera í góðum gír á Íslandi.

gunni (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 08:06

3 identicon

Segi það sama og Ásdís hérna fyrir ofan. Er í sömu sveit og hún og það er alveg fáránlegt að ekki séu fleiri lögreglumenn hérna.

Bryndís R (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 11:08

4 Smámynd: gudni.is

Fín grein hjá þér Nonni. Það ætti að sjálfsögðu frekar að efla og bæta bráða og neyðarþjónustu frekar heldur en að draga úr henni.

gudni.is, 21.1.2008 kl. 14:42

5 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Flottar myndir. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 21.1.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband