Jólahlaðborð JT veitinga Hótel Loftleiðum !

Það er sífelt vinsælla að vinahópar, saumaklúbbar, veiðifélagar eða sundfélagar og heilu fjölskyldurnar fari saman í jólahlaðborð. Nú eru þau hafin og undirritaður reið á vaðið og kíkti inn á Hótel Loftleiðir, en þar er Marentza Poulsen smurbrauðsdama sem leiðir okkur í þetta hlaðborð sem er að danskri fyrirmynd, eldað með aðstoð Kjartans Kjartanssonar yfirmatreiðslumeistara.

Til margra ára kom Ida Davidsen frá kóngsins Kaupmannahöfn og var með henni fyrstakvöldið og lagði línurnar, ásamt Marentzu, en vegna aldurs og heilsu er hún hætt að treysta sér í svona stórvirki. Þess í stað halda þeir félagar Jón Finnur og Trausti uppi hefðinni með aðstoð Marentzu.

Það er ekki sama hvernig maður ræðst á hlaðborðið, því fyrst fer maður í síldarréttina og fær sér Álaborgar Ákavíti með eða Gammel dansk, svo koma laxaréttirnir og í þriðjuferð prófar maður baiyonskinkuna og hangiketið, með tilheyrandi. Því næst er röðin komin að purusteikinni, léttreyktu andabringunni og lambinu, en purusteikin svíkur ekki, með brakandi stökkri purunni gómsætu. Eftir allar þessar kræsingar er þetta allt toppað með úrvali af eftirréttum, sumir smakka þá alla. Að sjálfsögðu er á boðstólum Malt og Appelsín, að hætti Íslendinga og kaffi og líkkjör fyrir þá fullorðnu í lokin. Allt þetta og jafnvel meira til, fæst fyrir sanngjarnt verð og verð ég að segja að miðað við magn og gæði þá er þetta ódýrara hlutfallslega, en ódýrasti borgarinn á McDonalds einn  og sér. Njótið myndanna og freistist, þið sjáið ekki eftir því.

wJT 161107_JSM1446 wJT 161107_JSM1471wJT 161107_JSM1482wJT 161107_JSM1494wJT 161107_JSM1453wJT 161107_JSM1442


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Þessar myndir valda miklu hungri og slefi. Kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 17.11.2007 kl. 13:22

2 identicon

SVÖNGGGGG

alva (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 20:11

3 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Sæll Jón!

Varstu á föstudagskvöldinu í jólahlaðborðinu. Ég fór í gær og upplifði hlaðborðið svipað og þú. Ég hitti í síðari aðalréttaumferð á góðan bita af léttreyktu öndinni og það var magnað.  

Sigurpáll Ingibergsson, 18.11.2007 kl. 12:40

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Glæsilegt borð og sérdeilis girnilegt.

Rúna Guðfinnsdóttir, 18.11.2007 kl. 15:06

5 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Jú jú mikið rétt,þetta byrjaði með glæsibrag á föstudagskvöldið,jólahlaðborðið á Hótel Loftleiðum er með því glæsilegasta sem er í bænum,enda alltaf fullbókað.

Jón og Trausti yrðu ánægðir ef þeir sæju bloggið þitt Jón.

María Anna P Kristjánsdóttir, 18.11.2007 kl. 18:29

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Hungry Ekkert smá girnilegt, rosalega verð ég svöng.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 23:20

7 Smámynd: Agný

Maður getur sko étið á sig mörg göt þarna....en sennilega fötin fyrst sem springa utan af manni

Agný, 21.11.2007 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband