HÓKUS, PÓKUS OG SPILASTOKKUR VARÐ AÐ HATTI !

Hið íslenska Töframannagildi, hélt skemmtun í Hafnarfjarðarleikhúsinu þann 1. nóvember síðast liðin, en mér skilst að það ætli þeir félagar að gera að árlegum viðburði. Sýningin hófst með atriðum og töfrum sem forseti félagsins bar fram, Jón Víðis, þar sem hann kom fram með pokan endalausa og dró þar ýmis björg fram, sem að voru að umfangi miklu meiri en stærð pokans gaf til kynna. Því næst var hann með spotta sem kliptur var sundur og saman, hnýttur og leystur. Lalli lét einn gestana negla fýrtommu nagla í nefið á sér og Ingólfur Geirdal kom með hringi úr stáli sem hann fléttaði sundur og saman. loks kom Baldur Brjánsson, hin landskunni Töframaður, og lét þar borð svífa í lausu lofti og fékk einn áhorfandan í lið með sér. Eftir stutt hlé þá kom hin heimsþekkti David Jones, sem líktist frekar Jay Leno og kannaðist hann við það að hafa verið spurður um slíkt. Hann sýndi þarna nokkra einfalda töfra en var því findnari og kitlaði mjög hlátur taugar áhorfenda. Skemmtunin stóð í tæpar tvær klukkustundir og fóru allir sælir og glaðir heim að endingu. Hér með þessu blogi fylgja nokkrar myndir en fleiri myndir er að sjá á vef MOTIV. Björgvin Frans Gíslason var kynnir þetta kvöld og sýndi á sér nýja hlið, því hann er allgóður sjónhverfingamaður og bráð skemmtilegur grínari.

 wHIT 011107_JSM7820wHIT 011107_JSM8049wHIT 011107_JSM8312wHIT 011107_JSM8643wHIT 011107_JSM8788wHIT 011107_JSM9376


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Kr.

Sæll Nonni og takk fyrir að deila þessu með alþjóð.

Myndirnar hjá þér eru alveg frábærar og virkilega magnað að sjá hvernig þú nærð að fanga stemmningu kvöldsins, með því að nýta þér sviðslýsinguna eingöngu. Ég geri mér grein fyrir að þá ertu að taka myndirnar hægar og meiri hætta á hreyfingu, en allar myndirnar eru hreint út sagt stórkostlegar

Gunnar Kr., 13.11.2007 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband