HINGAÐ OG EKKI LENGRA Gísli Marteinn !!!!!!!

wBIRK 240906_JSM8520

Það er með ólíkindum hvað mönnum sem taldir eru með þokkalega heilbrigða skynsemi, geti látið út úr sér af VITLEYSU. Vatnsmýrinn er eitt besta kjörlendi fyrir SAMGÖNGUMIÐSTÖÐ þjóðarinnar. Viðbótar byggð í vesturbæ? Ætlar Gísli Marteinn þá að rífa allan Laugarveginn til að leggja þar nýja hraðbraut, með eins og tveim bensínstöðvum og amk þrem skyndibitastöðum. NEI svona vitleysa getur ekki gengið, maður verður bara reiður við að lesa svona BULL.

Ég segi bara Háskólinn BURT og flugvöllurinn KJURT.

wFMFI 260806_JSM5178


mbl.is Vatnsmýri fram yfir Geldinganes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, láttu hann heyra það Nonni. Stend með þér

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 13:02

2 identicon

Bara það Gísli Marteinn haldi því fram að langflestir borgarfulltrúar vilji flugvöllinn burt, segir manni að langflestir borgarfulltrúar í Reykjavík eru algerlega óhæfir til skipulagsstarfa!

Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 14:17

3 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Jón, þetta er tapað stríð! Það borgar sig ekki að æsa sig um of útaf þessu. Ég vil  völlinn á sínum stað en mér sýnist dagar hans taldir þegar HR fékk að byggja á svæðinu. 

Þetta er allt í lagi, og jafnvel enn betra, ef nýr völlur verður byggður út í sjó, svonefnd Lönguskerjalausn. Það er tómt mál aða tala um völl upp á austur af Hádegismóunum vegna veðurskilyrða. Það er bara tvennt sem kemur til greina, Löngusker (já eða Bessastaðanesið) eða Keflavíkurflugvöllur, fyrir innanlandsflugið ef Vatnsmýrin verður lögð undir húsabyggð.

Annars er þetta illskiljanleg árátta að vilja alltaf byggja í mýri!

Ágúst Ásgeirsson, 2.10.2007 kl. 14:55

4 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég er hrædd um að þetta sé það sem bíður okkar í framtíðinni,fyrst HR fékk að byggja þá koma fleiri á eftir,enda eru þeir byrjaðir að byggja, eru alveg á fullu.

María Anna P Kristjánsdóttir, 2.10.2007 kl. 18:57

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alls ekki að hreyfa völlinn, en mér sýnist að við fáum engu um ráðið. Því miður

Ásdís Sigurðardóttir, 3.10.2007 kl. 19:19

6 Smámynd: Guðmundur Gunnarsson

Öll umræða í borgarstjórn einkennist af því að þar fer fólk sem býr í 101 og fer ekki út fyrir bæjarmörkin öðruvísi en þá með leigubíl til Keflavíkur og talar ætíð niður til úthverfanna. Þar búi einkennilegt fólk upp á heiðum, svo vitnað sé til margendurtekinna ummæla. Þetta er umræða sem er um margt svipuð og hjá helstu bloggurum Sjálfstæðisflokksins, þeir sem eru þeim ekki sammála eiga sér ekki viðreisnar von, eru í vinstra liðinu, Thalibanar sem styðja Mao og Stalin. Nú er það svo að það er verið að stækka byggð á Austfjörðum svona líklega um 2 – 3 þús. manns til næstu framtíðar. Á borðinu eru drög um framkvæmdir sem munu stækka Akureyri um svipaða tölu á næstu árum og svo er það einnig nánast borðfast að Húsavíkursvæðið mun bæta við sig. Þeir sem starfa við að manna þessar famkvæmdir og fá fólk til þess að flytja út á land mæta einum stórum þröskuldi;  Það kostar 50 þús. kall fyrir hjón að skreppa til Reykjavíkur eða fá foreldra eða systkyni í heimsókn, 80 þús. ef  þau eiga tvö börn. Express hefur reynt að komast inn á þennan markað og boðað 40% lækkun, en stjórnmálamenn með 101 borgarstjórnarmennina fremsta í flokki hafa vísvitandi komið í veg fyrir það með því að koma í veg fyrir að gengið verði almennilega frá flugvallarsvæðinu. Þeir eru að reyna að skapa andúð á núverandi flugvallarsvæði, sem réttlæti svo aðgerðir eins og t.d. að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur, sem væri nú heldur  hækkun á þröskuldinum fyrir því að fá fólk til þess að flytja út á land.

Asskoti væri nú gott ef menn kynntu sér betur hvað þeir eru að fjalla um áður en ákvarðanir eru teknar, þá ég við að 101 liðið stígi út kaffihúsunum, sleppti svona eins og einni kaffihúsaferð til London  og færi þess í stað t.d. austur á firði eða norður á landi og ræddi við fólkið sem býr í landinu.

Guðmundur Gunnarsson, 4.10.2007 kl. 08:04

7 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Hvað með að sameina Keflavíkurflugvöll og Reykjavíkurflugvöll úti á Lönguskerjum?  Af hverju má ekki flytja Keflavíkurflugvöll í bæinn eins og Reykjavíkurflugvöll til Keflavíkur? 

Skilst reyndar að veðurskilyrði í Keflavík henti ekki minni vélum þótt það sleppi með stórar farþegaþotur og því komi hann í raun ekki til greina sem innanlandsflugvöllur.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 4.10.2007 kl. 18:40

8 Smámynd: Magnús Paul Korntop

sæll frændi.

Þessi vitleysa með flugvöllinn tekur ekki nokkru tali og alveg er það með ólíkindum að Gísli Marteinn Baldurson getur malað út í eitt með hina 101 borgarfulltrúana með sér.
Að ætla að færa flugvöllinn úr Vatnsmýrinni er bara djók,að taka Vatnsmýrina framyfir Geldingarnes er annað bull og þvæla og það er rétt sem María Anna segir hér í commenti að fyrst HR fékk að byggja þarna þá koma bara hinir á eftir.
STÖÐVUM ÞESSA GENGDARLAUSU VITLEYSU ÁÐUR EN ÞAÐ ER UM SEINANN.

Magnús Paul Korntop, 6.10.2007 kl. 10:29

9 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Sæll. Þetta er ekki töpuð barátta. Það er kominn tími á að þeir Íslandingar sem hafa hagsmuni að gæta láti í sér heyra. Hér á ég fyrst og fremst við þá sem nýta sér völlinn. Þeir eru til þessa frekar þögull hópur. Gísli Marteinn hefur og lengi fengið að leika lausum hala hvað þetta varðar og það verður að grípa í tauminn. Gísli er sjálfsagt ágætur í menningarmálefnum en ekki sérlega klókur í öðrum málum. Það verður ekki gott að búa í Reykjavík ef hann fær að ráða of miklu. Það verður heldur ekki gott að eiga Reykjavík að höfuðstað ef hans hugmyndir ná fram. Haltu áfram baráttu þinni og gangi þér vel.

Birgir Þór Bragason, 6.10.2007 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband