Jæja þá er þögnin rofin !!!

 wMX 230907_JSM7005wMX 230907_JSM6994

 

Já kæru lesendur ég hef verið fremur latur að skrifa að undanförnu, en mun nú bæta aðeins fyrir það. Ég hef verið í allskyns veseni og vafstri, meðal annars var ég um helgina á Torfærumóti á Hellu, frekar viðraði illa til mótshaldsins en menn létu sig samt hafa það. Á laugardeginum var frekar vont veður með smá rigningu er leið á daginn en á sunnudeginum var aftaka vindur og skyggnið oft lítið í sandrokinu. Keppnin var ekkert mjög tilþrifa mikil en þó komu smá rósir, ef svo mætti að orði komast. Finn Erik Löberg frá Noregi, varð stiga hæstur og sigraði keppnina, einnig varð hann heimsmeistari í torfæru 2007. Benedikt Eiríksson varð annar í keppninni og voru um tíma líkur á að Gunnar Gunnarsson myndi sigra, aðstæður til keppninar voru eilítið erfiðar og var talsvert um bilanir og brot á drifsköftum og öxlum. Áinn og mýrin eru sennilega með sjónrænustu atriðum keppninaramk áinn, en fáir komust í gegnum mýrina, sem er ein drullu ausa. Að þessu sinni var keppnin í tvo daga líkt og í fyrra en hér áður tók hún að jafnaði einn dag.

 wMX 230907_JSM6986wMX 230907_JSM7039

Samhliða þessari keppni, var opnuð ný svokölluð Mótorkrossbraut fyrir mótorhjól og voru það Þorgils Torfi Jónsson Oddviti og Örn Þórðarson Sveitarstjóri sem opnuðu hana formlega með því að klippa á borða og ræsa fyrsta hópin í brautina. Heimamönnum er greinilega í mun að stuðla að heilbrigðu og góðu umhverfi fyrir aksturíþróttir.

Fleiri myndir verður hægt að skoða á vefnum síðar þeas á;

www.123.is/MOTIVMEDIA  og www.pixlar.is en þar verður einnig hægt að kaupa sér eintök á vefnum.

Kær kveðja Jón


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

At last ,, hélt þú yrðir bara í allan vetur að girða upp um Kópavogsbæ

Herdís Sigurjónsdóttir, 25.9.2007 kl. 20:12

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gaman að sjá hvað sveitungarnir mínir eru duglegir.

Guðrún Þorleifs, 26.9.2007 kl. 06:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband