Hræðileg MISTÖK, hræðileg MISTÖK !!!!

wBIRK 150807_JSM9262

Ég segi bara ÆÆÆÆÆÆÆ og aftur ÆÆÆÆ, og get ekki annað, þetta verður eitt sorglegasta SKIPULAGS KLÚÐUR sem um getur, þegar fram í sækir. Það er eins og það séu einhver öfl að reyna að brjóta niður starf þessa fína skóla, með því að hola þeim þarna niður, umferðamannvirki á svæðinu og rými fyrir bílastæði er ekki af þeirri stærðargráðunni að þola þetta. Auk þess sem þarna hefði átt að rísa samgöngumiðstöð, sem myndi þjóna sérleyfis og hópferðabílum auk innanlandsfluginu, sem er í löngu úrsér genginni flugafgreiðslu, þó hún standi sig vel. Ég held að menn geri sér ekki grein fyrir því hve mikil mistök þetta séu, skólanum bauðst glæsilegt land í Garðabæ, sem hefði sómt sér vel fyrir þennan virta skóla og þar er nægt landrými til framtíðar og stækkunar síðar. Mér kemur einnig í hug að þarna séu á ferðinni öfl sem knúin eru af þrífættum kerlingum sem vilja flugvöllin burt, en hann verður kjurt.

wRK 280707_JSM1257

Nú þegar er erfit um vik með umferð að Háskóla Íslands sem er hinu megin við Vatnsmýrina, en athugið að þorri þess fólks sem sækir þessa skóla kemur flest úr sömu átt, þannig að álagið á umferðinni um Bústaðaveg, Miklubraut, Hringbraut og ekki síst Flugvallavegin sjálfan á eftir að verða þvílíkt klúður. Menn hafa ekki hugsað um þetta til enda frá öryggissjónarmiði og gera sér ekki grein fyrir því að ein helsta öryggismiðstöð landsins er þarna í miðri hringiðunni við Skógarhlíð, bara sem lítið dæmi, gætu sjúkra og slökkvibílar lent í erfiðleikum með að komast frá Skógarhlíðinni. 

wBIRK 150807_JSM9289

Hins ber svo að geta að stór hluti svæðisins er í mýri sem er 4 til 6 metrar á dýpt og með tiliti til þess að menn eru nú að hugsa um að fara vernda mýrlendi vegna fuglalífs þá ættu menn að fara skoða málin heima hjá sér. Einnig er nú þegar horft til vandamáls vegna hávaða frá flugvellinum því umferðin þar er ekkert að minnka. Sífelt fleiri þotur fara um völlin og er þegar verið að gera ráðstafanir til að hýsa jafnvel enn fleiri þotur auk þeirra sem aðeins stoppa við stutta stund, að ógleymdri Landhelgisgæslunni sem er þarna rétt við hliðina en þyrlur hafa þann ókost að vera með hávaðasömustu loftförum, þó svo að sífeldar nýjungar vinna að því að gera allt flug hljóðlátara og enn öruggara, en flug er líklega einn öruggasti ferðamátin sem hugsast getur

Ég vil taka það fram, að þessi skrif mín um þetta mál eru eingöngu sprottin af vel vild í garð þessarar virtu menntastofnunar, en ég leyfi mér að efast um að þeir sem úthlutuðu þessu landi beri sama hug til Háskólans í Reykjavík, því of mikið ber í milli til þess að þetta muni ganga upp.

wBIRK 150807_JSM9264

Ég skora á viðkomandi aðila að endurskoða þennan gjörning og finna skólanum betri og varanlegri stað þar sem hann getur blómstrað og veitt ungmennum okkar menntun af hæstu gráðu.

 

wBIRK 150807_JSM9237

wBIRK 150807_JSM9250wBIRK 150807_JSM9277 wBIRK 150807_JSM9286


mbl.is Landið helgað með eldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Reyr Ágústsson

Það er nóg af mýrlendi um allt land þó minnkandi fari og ég er sammála þér varðandi það að það þarf að passa upp á kjörlendi fuglana en...

Í okkar stóra landi þá eigum við að byggja upp þar sem við höfum ákveðið að byggja og búa.

Húsnæði HR er vel hannað og fellur einstaklega vel að þessu svæði, gert er ráð fyrir bílastæðum m.a. neðanjarðar að mér skilst og fyrirhugað er að stórbæta samgöngur á svæðinu. Búið er að ákveða að samgöngumiðstöð rísi annars staðar á svæðinu og á endanum er það bókað mál (hvenær sem það verður) að Reykjavíkur flugvöllur verður fluttur.

Við eigum að halda áfram uppbyggingu borgarmyndar í Reykjavík en ekki byggja eintóm úthverfi!

Heiðar Reyr Ágústsson, 24.8.2007 kl. 16:18

2 Smámynd: Jón Svavarsson

Eigum þá ekki bara að byggja 12 hæða miðborg og sleppa úthverfum þá væri kanski hægt að troða öllum á sama blettinn!

Jón Svavarsson, 24.8.2007 kl. 16:33

3 Smámynd: Jón Svavarsson

Enn eitt, afhverju ekki að flytja Faxaflóan yfir í Breiðafjörð þá gætum við byggt lengra í vestur því öllum langar greinilega að nálgast Ameríku meir en orðið er?

Jón Svavarsson, 24.8.2007 kl. 16:35

4 identicon

Veit nú ekki betur enn að mferðarvandamál eru nú þegar til staðar við HR, og að bílakjallari mun vera til staðavið nýja húsnæðið.

Til viðbótar má segja að umferðarmiðstöð sé óheppileg, þvíóvísst er hvort flugvöllurinn mun vera á sínum stað. 

Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 17:23

5 Smámynd: Jón Svavarsson

Víst er það að umfeðavandamál eru nú þegar í Kringlumýrinni, þess þá heldur að fara með þennan frábæra skóla í dásamlegt umhverfi í Garðabænum í góðri snertingu við náttúruna og friðsemd sveitarinnar, allavega á næstu árum og bara svo þið vitið það, að Reykjavíkurflugvöllur verður þar sem hann er, allt annað væri klúður, vegna rekstrar öryggi hans og veður skilyrða, það er ekki út af engu sem Ingólfur Arnarson valdi þessa yndislegu kvos, því veðrið var svo gott.

Jón Svavarsson, 24.8.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband