Sið-Menningarnótt landans !!!

wRK 280207_JSM6624

Já kæru landar, þá er stærsta Sið-Menningarnótt ársins liðin og allir komnir til síns heima. Víst er að með því að dreifa atburðum á stærra svæði, þá dreifist mannfjöldinn, en kanski er dgskráin of flókin eða að margir af þessum menningar viðburðum mættu standa lengur yfir eða endurteknir. Suma atburði er af eðlilegum ástæðum ekki hægt að endurtaka, svo sem stærri tónleika og því um líkt. En hvað sem því líður þá er þetta að verða með stærri viðburðum í þjóðfélaginu okkar auk fjölmenningar þjóðfélagsins. Hins ber þó að geta að lögæslan er nokkuð skilvirk þessa helgi en það er líka allt og sumt, eða eins og Þráinn Berelsen segir í pistli sínum í fréttablaðinu 20. ágúst, að það leyfist mönnum allt í miðborg Reykjavíkur sem mönnum leyfist ekki í öðrum bæjarhlutum og nágrana sveitarfélögum, þar með taldi hann upp allt frá afbrotum, innbrotum og í það að menn hafi hægðir sínar á almannafæri. Ég horfði uppá mann um tvítugt ca. kasta af sér vatni við gömlu aðaldyrnar á Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu, sem nú hýsir menntamálaráðuneytið. En ég var aðeins of langt frá til að stoppa þetta af því er ég kom nær tók hann á hlaup til vina sinna og hurfu þeir út í mirkrið á Arnarhólnum. Hann vissi ekki sem var að handan við hornið var bráðabirgða færanleg Lögreglustöð og myndavéla bíll Lögreglunar og slapp því án frekari athugasemda. En hvað skildu menn vera að hugsa sem velja sér slíka staði til að sinna kalli náttúrunnar, sök sér ef menn eru í spreng og fara að næsta trjálundi til að skila notuðu vatni, en að gera slíkt við innganga þar sem fólk fer um er slíkur sóðaskapur að refsa ætti mönnum verulega fyrir slíkt athæfi.

wVH 230207_JSM2901

En hin er svo sagan að almennings salerni eru ekki mörg í Reykjavík og hvergi var að finna á kortum fyrir hátíðahöldin hvar bráðabirgða salerni yrðu staðsett og þau örfáu sem í notkun voru, önnuðu ekki þeirri þörf sem fjöldin krafði. Ýmsir þættir við frmkvæmd Menningarhátíðar hafa ekki verið hugsaðir til fulls og sumir þeirra þættir sem eiga kanski ekki endilega við framkvæmd þessarar hátíðar fremur en annara slíkra, eins og með hvar sé hægt að finna týnd börn sem ráfa frá foreldrum sínum og hvernig eigi að bera sig að með slíkt. ég veit þó að félagsþjónustan í Reykjavík var þó með starfsmenn í þessu hlutverki sem áreiðanlega stóðu sig mjögvel. en leiðbeiningum til almennings um þessa hluti eins og salernisaðstöðu var ábótavant. Sú hefð var að jafnaði hér áður að börn sem höfðu ráfað frá foreldrum sínum á skemmtunum og tónleikum, eins og til dæmis á sautjánda júni, voru venjulega færð á bakvið leiksviðin sem í notkun voru og þar tilkynnt um þau eða auglýst eftir þeim, því það heyra allir á svæðinu.

wRK 280207_JSM6527

Með þessum pistli munu birtast myndir sem ég set inn aðeins síðar því þær eru í annari tölvu sem stendur en skreyti með myndum sem fyrir hendi eru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ef þú hefðir reynt að stoppa pissiríið hefðirðu kannski bara verið barinn í klessu!

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.8.2007 kl. 14:44

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, æ þú hefðir kannski verið miginn niður, mæ god. Eins gott orðið að blanda sér ekki í nokkurn hlut. En samt þá er það bara ekkert gott, aldrei að vita hvern sárvantar aðstoðina og ekki er skeytingaleysið til bóta. Hvað skal gera???

Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2007 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband