Kópvogur í vexti, bara ekki í öfuga átt !!!

_JSM7136Gunnar Birgisson er kappsamur maður, en mér var alltaf kennt að kapp er best með forsjá. Það er deginum ljósara að aukin byggð í vesturbæ Kópavogs gengur ekki upp, það þarf ekki sérfræðinga til að sjá það. Ef ætlunin er að fylla upp allan Fossvoginn og leggja nýjar brautir þar um, þá gæti farið að verða möguleiki, en það er ekki fyrir hendi og stendur ekki til, sama gildir með uppfyllingu í Kópavoginn í átt til Garðabæjar og Arnarnesins. Ég álít að hér sé nóg komið, of mikið er nú þegar byggt á Kársnesinu og geta þær umferðaæðar þar, engan vegin haft undan nú þegar í dag.

Slys 240406_JSM0294

Auking byggðar og stækkun á atvinnuhúsnæði í Smáranum er nú þegar til vandræða og er nú verið að skítredda málunum í aðgengi að því svæði. Mislæg umferðaljós (mislæg gatnamót) Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar, eru algjört klúður og fyrir bragðið hefur aðgengi að þessu svæði verið torvelt og klúðurslegt. Ekkert tillit hefur verið tekið til þess að hundruði barna þurfa að fara yfir fífuhvammsveginn til að sækja grunnskóla, Smáraskóla og Lindaskóla, og á sínum tíma var farið þess á leit við bæjaryfirvöld að lögð yrðu undirgöng undir fífuhvammsveg við Dalsmára, en því var harðlega neitað og talið nóg að hafa gangbrautarljós í staðin. Raunin í dag að umferðin á þessari götu er mikill og eykst með hverju deginum, fleiri þjónustur og verslanir eru að koma á svæðið og hraði bílana er ekki í samræmi við íbúðahverfi, því skipulagið lét þessa miklu stofnbraut kljúfa hverfið og hverfin, með tilliti til skólasóknar grunnskólabarna.

wNT 050207_JSM7032

Það er komin tími til að hanna alvöru samgönguæðar og vistvæn íbúðahverfi, fyrirhyggja er það sem hefur skort á hönnun íbúðahverfa og samgöngumannvirkja á öllu landinu, því miður, því er ekki þörf á að Kópavogsbær haldi áfram sömu vitleysunni og hætti þessari tilraunastarfsemi í hönnun mannvirkja.


mbl.is Kópavogshöfn verður ekki stækkuð gegn vilja íbúanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Já, þetta er nú ljóta vitleysan allt saman...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 16.8.2007 kl. 23:12

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja þessu áráttu að stækka allt út í hafið, hvaða andsk. heimskustefna er þetta, "hver fattaði upp á þessu" eins og börnin segja.  Ekki ég, vildi að menn nýttu það land sem liggur vel. Stend með Kópavogsbúum sem vilja stoppa þetta.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.8.2007 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband