Hvað segir þetta okkur????

_JSM7136   wLR 230207_JSM3106 

Enn eitt sumarið er hafið og fréttir af stórafrekum Lögreglunar um allt land þar sem þeir liggja tímunum saman úti í vegkanti þjóðvegana að mæla hraða ökumanna. Skildi ekkert annað vera að gera hjá þeim? Ég bara spyr, því mér finnst of mikið gert úr öllu þessu tali um hraða, á kostnað aðal ástæðu fyrir umferðar slysum! Vissulega magnast afleiðingar slysa eftir því sem hraðinn er meiri, en það er ekki hraðinn sem veldur slysunum! Skortur á árverkni og athyglisskortur ökumanna er ein aðal ástæða fyrir því að það verða slys og ef hraðinn er einn þátturinn í orsök slyss þá er það vegna þess að viðkomandi var ekki að aka eftir aðstæðum og er það alvarlegt gáleysi.

Allir þessir útlendingar sem teknir eru fyrir að aka yfir leyfðum "Hámarks hraða" eru líklega vanir því heima fyrir að aka á slíkum hraða, því víða á þjóðvegum erlendis er leyfður 110 KM hraði og sumstaðar jafnvel meiri hraði eða ótakmarkaður eins og á hraðbrautum þýskalands. En það sem skilur þarna að er, að flestir þessir erlendu ökumenn eru betur vakandi við aksturinn og sýna meiri tilitsemi sem er mikill skortur á hjá íslenskum ökumönnum. "Þeir skulu sko ekki fara framúr mér þessir Jónasar" eða eitthvað í þá áttina. Þegar ég tók ökuprófið á sínum tíma þá var mikil áhersla lögð á það, að ökumaður sem á eftir ekur gefur merki um að hann vilji fara fram úr þá beri skilyrðislaust að hleypa honum framhjá með tilheyrandi merkjagjöf, svo fremi að ekki sé umferð á móti og það sé hægt að gera það án mikillar áhættu, þetta er eitt af því sem margir gefa ekki gaum að.

Eflum umferða fræðsluna, þjálfum ökumenn með réttum formerkjum, komum í veg fyrir slysinn með því að vera vakandi við aksturinn, gefa stefnumerki og sýna ýkta tillitsemi.

Góða ferð, kveðja Jón


mbl.is Ferðamenn teknir fyrir hraðakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varðandi lærdóminn þinn um að hleypa alltaf fólki framúr, þá er fimmþúsundkr sekt og einn punktur fyrir að hleypa ekki framúr. (Umferðarlagabrot að hindra framúrakstur.)

Varðandi samanburð á hérlendis og erlendis, þá gleymist oft að taka eitt með í reikninginn. Og það er gerð og ástanda vega.
Ef þú tekur veg á íslandi sem er 90km hámarkshraði á (þjóðvegur 1) og heimfærir upp á lönd annarsstaðar í evrópu, þá fengi samskonar vegur sjaldnast meiri en 50-60 km hámarkshraða.

Við erum ekki með vegi sem þola svona háan hraða, það eru ekki svona mishæðir og "stökkpallar" á vegum úti þar sem er 120km eða hærri hámarkshraði.

Natti (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 00:06

2 Smámynd: Freyr Guðjónsson

Vil minnast á það að á hinum "óhraðatakmarkaða" autoban er offical 130km hámarkshraði. Bara enginn þar til að gera neitt í því ef þú ferð yfir hann.

Hvað varðar eftirtekt og athygli ökumanna þá er þessi sifella hraðamæling einungis til að auka hana. Þegar ég er að krúsa létt á 120 á miklubrautinni hef ég allskostar augun með mér og fylgist vel með. Hef ég þar einnig bætt mig verulega í píringum og fjarsjón til að spotta lögreglubifreiðir af löngu færi. Þessi aukna eftirtekt veldur því líka að ég hef amk ekki hingað til lent í neinum hraða tengdum slysum. Ef enginn hætta væri á hraðamælingum myndi ég kannski ekki einbeita mér jafn mikið. 

Freyr Guðjónsson, 5.6.2007 kl. 03:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband