Reykjavíkurflugvöllur er eign allra landsmanna!!!

wFMFI 260806_JSM4819wFMFI 260806_JSM4935wFMFI 260806_JSM5178wFMFI 260806_JSM5670

Myndirnar eru frá Flugdegi 26. ágúst 2006.

Kæru Landsmenn, hver segir að fólk setji það ekki fyrir sig að fara alla leið til Keflavíkur til að fara til útlanda, það tekur lágmark 45 mínútur að aka þessa leið sem mörgum hefur þótt einn hættulegasti kafli ferðarinnar er fólk fer erlendis. Það eru jú rútuferðir, en þær koma ekki að sækja þig upp að dyrum, heldur verður fólk að taka a.m.k. leigubíl á móts við Flugrútuna, eða fá ættingja til að aka sér annað hvort í rútuna eða alla leið til Keflavíkur, eða skilja bílinn eftir í kostnaðarsamri bílageymslu, allt er þetta til að íþyngja fólki sem þarf að sækja flug til Keflavíkur, eða það sem flestum finnst svo dýrt sem er að taka leigubíl alla leið. Ég er viss um að það liði ekki langur tími þar til fólk færi að kvarta undan öllu þessu oki og amstri bara til að komast til Akureyrar eða eitthvað annað út á land, það færi tvöfalt til þrefallt meiri tími bara að koma sér í flugið heldur en flugið sjálft. Nei vinur þetta er ekkert gamanmál, að flytja flugvöllin er ekki nein lausn heldur óþarfa kostnaður sem við eigum að nota í annað gagnlegra, eins og menntamál, heilbrigðismál og margt það sem fólki finnst ekki lagi fyrir eins og umferðamannvirki sem eru mörgum sinnum hættulegri en flugvöllurinn. Auk þess gleymir fólk því, þá aðallega Reykvíkingar, að landið sem flugvöllurinn er á, er að mestu leiti eign ríkisins en ekki borgarinnar, löndin þar sem fólk vill flytja flugvöllin á er einnig í meirihluta eigu annara en borgarinnar og ekki síður verðmæt lönd með sinni náttúruverndunarsvæðum vegna vatnasöflunar, fuglalífs, gróðurs og áfram mætti telja. Hvar eru þá umhverfissjónarmiðin, hverjir eru þá að vernda landið, er þá allt í lagi að setja umhverfissjónarmið til hliðar?

Flugkveðja Jón


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Heyr heyr.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.4.2007 kl. 21:44

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

En er ekki slysahætta af flugvellinum þar sem hann er?

Steingerður Steinarsdóttir, 25.4.2007 kl. 10:10

3 Smámynd: Jón Svavarsson

Sæl Steingerður, slysahætta er allstaðar og flutningur á flugvellinum á stað sem er komin hærra yfir sjávarmál og veður vályndari eykur slysahættu. Hinsvegar er minni slysahætta af flugvellinum og jafnvel í tíundaveldi heldur en Hringbrautinni sem er við hliðina á honum og því ætti að gera eitthvað í þeim málum frekar. Slysin sjáum við ekki fyrir hvar sem þau verða, en oft skapar maðurinn sjálfur slysagildrur með lélegum hönnunum og þröngsýni. Það er nú þegar búið að þrengja að flugvellinum meir en nóg og sú ákvörðun að byggja Háskólan í Reykjavík við Hlíðarfót er algjört slys, ef menn eru að tala um umferðaröngþveiti þá er það bara smámunir við það sem það mun verða þarna í kringum Öskjuhlíðina, nær væri að reisa þar SAMGÖNGUMIÐSTÖÐ eins og hefur verið hugmynd um lengi. kær kveðja Jón

Jón Svavarsson, 25.4.2007 kl. 11:02

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Flugvöllurinn á að vera nákvæmlega þar sem hann er.

Vilborg Traustadóttir, 25.4.2007 kl. 11:52

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

það finnst mér líka

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.5.2007 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband