Ein ÖFLUGASTA björgunarþyrlusveit í heimi!!!!

FBS 080806_JSM0420 

Þegar á reynir, þá er það sérþjálfuðum björgunarmönnum á að treysta til að bjarga fólki. Hin öfluga björgunarþyrlusveit Landhelgisgæslunar er því fyrir að þakka að ótöldum mannslífum hefur verið bjargað eftir slys, sjávarháska, fjallaferðum og ýmsum ferðamanninum á hálendi landsins. Þrátt fyrir smæð landsins, þá á ég við fólksfjölda og einnig flatarmál landsins, sem þó er meira en gerist í mun fjölmennari löndum til dæmis í Evrópu eins og Danmörku til að nefna. En það sem gerir sérstöðuna er hve erfit landið getur verið til yfirferðar og veður válynd. Það þarf því ekki nema eitt svona tilvik við og við til að réttlæta það að við þurfum öfluga björgunarþyrlusveit. Það vita jafnvel enn færri hve mikla áhættu þessir vöskumenn taka í flestum sínum björgunarferðum, hugsið ykkur ef skip sem er mörgþúsund sinnum stærra en þyrlan LIF, er í sjávarháska vegna veðurs með um tuttugumanna áhöfn, í hvaða áhættu er þá þyrlan, sem er komin mörg hundruð kílómetra frá landi í sama veðri að bjarga áhöfninni í sjávarháskanum. Þetta er eitt af því sem eru kraftaverk heimsins og með ólíkindum hve sjaldan verði slys við slíkar aðstæður.

TF LIF 150106_JSM3369Það er aldrei of sagt að ferðamenn verði að hafa á sér varan í ferðum sínum og ekki síst um óbyggðir landsins. Alltof margir fara vanbúnir af stað og þegar ég segi vanbúnir þá á ég ekki bara við um búnað farartækisins, klæðaburð ferðafólksins, vistir og fjarskipti, heldur einnig upplýsingar um það svæði sem á að ferðast um og væntanleg veður og horfur um veðurspá, það er ekki minna mál að hafa með í farteskinu. Ferðamenn verða allt of oft uppvísir að því að fara af stað illa búnir í alla lund og treysta of á sjálfan sig og þá ofurjeppa sem þeir eru kanski að ferðast á. Reyndir fjallamenn hafa góðan gaumlista sem farið er yfir svo allt það sem þörf er á sé með í upphafi ferðar, gaumlistar af slíku tagi gera manni einnig auðvelt að koma í veg fyrir að það sé með í för eitthvað sem ekki kemur að gagni og er bara auka byrði. Sýnum fyrirhyggju gerum ferða áætlun og látum einhvern vita af ferðum okkar svo það sé eftir einhverjum upplýsingum að vinna úr ef einhver vá fer í hönd. Góða ferð á leiðum ykkar um okkar dásamlega land. Jón
mbl.is TF-Líf komin á slysstað við Stokköldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Orð í tíma töluð.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.4.2007 kl. 17:16

2 identicon

Sannarlega réttar og tímabærar ábendingar.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband