Að vera eða vera ekki ! Ökumaður !

wNT 050207_JSM7032wNT 050207_JSM7033wNT 050207_JSM7045wNT 050207_JSM7043 

Já það er með ólíkindum hvernig fólk ekur um bæinn. það mætti halda að sumir væru með bundið fyrir augun. Ég varð fyrir því núna í tvígang á innan við mánuði að ekið var á bílinn minn kyrrstæðan, í fyrra skiptið var bakkað á aftur hornbílsins þar sem hann stóð í stæði við húsið heima hjá mér, en tæpum mánuði síðar var ég á leið í bæinn og rétt kominn inn á Fífuhvammsveginn, að bíllinn drap á sér og var það vegna bensínleysis. Á meðan ég skaust út á bensínstöð að ná í bensín á brúsa, sem tók aðeins fáeinar mínútur (ca 10) og ung kona sem var að fara frá bensínstöðinni gaf mér far svo ég kæmist að bílnum sem fyrst aftur, að er ég kom að honum til baka, þá var ung stúlka búin að keyra á hann þar sem hann var í vegkanntinum með viðvörunarljósin á. Ekki var hægt að kenna sólinni um, því þetta var í skugga af Arnarneshæðinni, ekki var það vegna þoku eða lélegs skyggnis, því það var þurrt og bjart. Líklega hefur stúlkan verið eitthvað annars hugar eða upptekin við eitthvað annað en að aka bíl, sem er alltof algengt í umferðinni almennt. Ég hafði reyndar svolitlar áhyggjur af bílnum því ég varð var við, er ég gekk frá bílnum, unga menn sem komu akandi eftir götunni að þeir voru voða uppteknir við eitthvað annað en að aka bíl og er þeir komu að kyrrstæðum bílnum mínum þá rétt náðu þeir að sveigja frá og flautuðu um leið. Það er ekki svo að þó maður aki eftir götu að þá megi maður bara aka í blindni áfram það er í umferðalögum ákvæði sem skyldar ökumenn um að hafa varan á sér og sýna aðgæslu og aka eftir aðstæðum, en ekki bara böðlast áfram eins og þeir væru einir í heiminum. Ég reyndar finn til með stúlkunni, því líklega er bíllinn hennar jafn ónýtur og minn. Það er einhvern veginn svo að maður er orðin svo háður þessum blikkbeljum, þær geta verið yndislegar og þægilegar, en jafn þreytandi og erfiðar ef eitthvað kemur uppá eins og að bila eða stoppa vegna bensínleysis. Ég hef reyndar í 15 til 20 ár alltaf verið með bensín á brúsa í skottinu til öryggis, en svo brá við að ég þurfti nýverið að nota þær varabirgðir og var ekki búin að fylla hann aftur, annars hefði þetta jafnvel ekki gerst. Þetta atvik og einnig það fyrra, sanna það að það er ekki hraða akstri að kenna að slysin gerist, það skortur á árverkni ökumanna sem er aðal slysa og óhappa valdurinn í umferðinni. Ökumenn eiga að aka eftir aðstæðum, ökumenn eiga að sýna ítrustu varkárni alltaf, það á ekki að aka í blindni og eftir misgóðu minni. Verum vakandi við stýrið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Júlía Jónsdóttir

Rest in peace Vento

Erla Júlía Jónsdóttir, 9.2.2007 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband