Alþingi ohf ???

Jæja segi bara ekki annað, er ekki farið að verða nóg af öllu þessu OHF kjaftæði, þarf að vera að breyta sífelt breitingana vegna. Síminn var seldur með mann og mús, og hvernig stöndum við í dag, jú við höfum fyrirtæki sem hefur nærri einokunaraðstöðu við dreyfingu um grunnlínukefið. En nýlega fregnaði ég það að það stæði til að skipta Símanum upp, þannig að það verður nýtt fyrirtæki með GRUNNlínukerfið. Ég hef alltaf sagt að sá hluti símans sem kallað hefur verið grunnlínukerfið hafi aldrei átt að fara úr ríkiseign, mý mörg dæmi sanna það, erfiðleikar með fjarskiptasambönd þegar fjarskiptaleiðir hafa slitnað í aðra áttina, þá hafa símamenn sagt; já en þið hafið ekki gert neina samninga um varaleiðir, varaleiðir? Ég hefði haldið að það væri skilda þeirra að sjá til þess að það væri leitað allra ráða til að halda uppi fjarskiptasambandi hvort sem línan liggur til hægri eða vinstri eða austur eða vestur, ef það dugir til að tryggja samband, hvað þá ef um er að ræða neyðarfjarskipti eins og kom upp með vakstöð siglinga í haust, að norðvestur hornið var sambandslaust er strengur fór í sundur á leiðinni vestur, þegar það hefði verið hægt að tengja samband hina leiðina eða austur um. Grundvallar atriði við fjarskiptaþjónustu er að tryggja samband með öllum mögulegum leiðum ef kostur er, það á ekki að þurfa að að semja um annað, kaupandi fjarskiptaþjónustu gerir ráð fyrir að hafa samband, hvernig svo sem seljandi fjarskipta þjónustu kemur því í kring. Það á ekki alltaf að þurfa að koma aftan að fólki með svona grundvallar atriði.
Einnig er þetta farið að ganga út í öfgar með einkavæðingu á öllu sem heitir ríkisrekstur, ég veit ekki til að hafa verið boðaður á hluthafa fund RÚV til að ákveða þessa breytingu, það er að segjavið erum öll hluthafar í þessum opinberu fyrirtækjum, verður þá kanski Aþingi gert að ohf, eða boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu? Ég bara spyr, því að ég hélt að við værum öll að reyna að reka þetta stórfyrirtæki ÍSLAND ohf.
mbl.is Dagskrá þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sammála síðasta ræðumanni. Þetta er orðinn "farsi ohf"! Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 16.1.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband