Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Vegagerð er vegurinn til frama...

Það er ekki ofsögum sagt að vegagerð er vegurinn til frama, á undanförnum áratugum hafa stjórnvöld svikið af bifreiðareigendum miljarða í vegaskatta sem þeir hafa sólundað í bruðl og vitleysu. Meðal annars til að fjármagna erlendar samsteypur eins og tilgangslaust "Schengen samkomulag" og fleira í þeim dúr. Venesúvela var á barmi gjaldþrots og í miklu atvinnuleysi, þegar þeir spýttu í lófana og juku framlög til vegagerðar. Það var til þess að hjólin fóru að snúast atvinnuleysi minnkaði, verðbólgan hjaðnaði og gjaldþroti var forðað. það er eitt af því sem þarf að gera hér á Íslandi, það er að efla vegagerð en ekki að draga úr henni, við bifreiðareigendur eigum það inni. Auk þess sem að þá fara skattar og gjöld að streyma aftur í ríkiskassan og tekjur þess að aukast á ný. Aukið atvinnuleysi bætir ekki hag ríkisins og því er allur niðurskurður af því vonda, niðurskurður í heilbrigðismálum læknar ekki sjúka og hrjáða, og niðurskurður til löggæslumála dregur ekki úr afbrotum. Þá eru menntamálin ótalin, en þar má heldur ekki skera niður, en hafa þarf í öllum þessum málefnum gott aðhald og fara vel með fjármagnið á öllum sviðum, sparnaður er ekki fólgin í niðurskurði og sigur fæst ekki með því að hörfa, heldur með markvissri sókn.

 

wvegir_050406_jsm3975.jpgwheroa_070908_jsm8523.jpgwvegir_050406_jsm3347.jpg


mbl.is Byrjað að malbika Suðurstrandarveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir fiska sem róa....

Það sem þarf til að fyrirtæki gangi og rekist áfram er áræði, aðhald og útsjónarsemi. Air Atlanta er eitt þeirra fyrirtækja sem þekkir þá stjórnunar aðferð. Vissulega eru margir óvissu þættir, olíuverð lendingargjöld og allskyns kostnaðarliðir sem ekki eru fyrirséðir, en eins og máltækið segir "Það kostar peninga, að gera peninga"!

Rekstur íslenska ríkisins er EKKI rekin á slíkum forsemdum, þar sem hræðslu pólitík og niðurskurður er ráðandi, í stað skynsemi og útsjónarsemi og hagur fólksins, í fyrirrúmi! Ríkið getur ekki gengið að tekjum ef þau gera ekkert til að skapa þær, framkvæmdir þurfa að halda áfram og atvinna þarf að vera fyrir hendi til að ríkið fái sínar tekjur, það eru engin geimvísindi.

Sækja þarf þá sjóði sem nú eru í felum í skattaskjólum víða um heim beggja vegna Atlantshafsins, ég hef sagt að auður Íslands, ( og þar með talið allar fjárfestingar og undanskotsfé útrásarræningjana) sé það mikill að hægt væri að reka hér FRÍRÍKI  og allir gætu valið sér nýjan bíl á fimm ára fresti að eigin geðþótta og búið í rúmgóðu húsnæði. NEI viðhorf stjórnvalda hafa verið svo að þeir hugsa sem svo að lýðurinn má ekki hafa það of gott því þá verða þeir latir, það má vera að slíkt geti gerst en hægt er að gera ýmsa þá hvata til að framleiðni þjóðarinnar verði meiri og meiri.

 

wbikf_250608_jsm9351.jpgwbikf_250608_jsm1107.jpgwbikf_250608_jsm8434.jpgwbikf_250608_jsm0769.jpgwbikf_250608_jsm0303.jpgwbikf_250608_jsm0118.jpg


mbl.is Þrjár nýjar breiðþotur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á þessu sannast að.........

Slysin verða vegna aðgæsluleysis og sofandaháttar, en hraðin drepur. Aldrei er of brínt fyrir stjórnendum farartækja að það þarf að hafa athyglina í lagi og góð viðbrögð. Annars er víst að allt lendi í kalda kol. Ég hef áður sagt það hér á blogsíðu minni að það er ekki hraða akstur sem veldur alysum, en aukin hraði eykur afleiðingarnar og veldur jafnvel endalokum. Hvort sem verið er að aka bífreið, sigla bát eða fljúga flugvél eða aka, þá þarf að hafa athyglina í lagi og hafa næga og góða yfirsýn fram á við. Mörg dæmi hafa sýnt að þetta er rauði þráðurinn í stbirk_250809_jon7320.jpgjórnun wbirk_290809_jsm4392.jpgfarartækja.

 

 

wsilvercloud_190709_jon5730.jpg

birk_290809_jon7611.jpgwSlys 040708_JSM7615


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir að valda slysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að synda Ermasund er þrekraun!

Sumir kalla þetta geggjun en aðrir kalla það áskorun að leggja í að synda yfir Ermasundið milli Englands og Frakklands. Styttsta leið þarna á milli eru um 35 KM en að jafnaði eru sund menn að synda um 50 KM vegna sjávarfalla. Strangar reglur eru um það hvernig þetta er framkvæmt, einstaklingur þarf að leggja af stað frá Shakespearhöfða og þarf að taka land í Frakklandi í raun í einni lotu, hann má ekki snerta fylgdar bátinn og ekki njóta neinnar aðstoðar annarar en að fá fæðu á sundinu, það má ekki nota nein hjálpartæki og aðeins klæðast hefðbundnum sundfatnaði, hafa eina sundhettu og sundgleraugu. Vegna banns Frakka við landtöku er nægilegt að synda það nálægt landi að hægt sé að standa í fjöruborðinu í vatni (sjónum).

Í boðsundi þá eru aðeins öðru vísi að því leiti, að sundmenn synda í klukkustund hver fyrir sig í einu og sá sem er að taka við byrjar fyrir aftan þann sem hann leysir af og syndir framúr honum þá fyrst getur hinn komið um borð í fylgdarbátinn og halda þarf sömuröð allan tíman.

Þessir sex fræknu sundmenn; Heimir Hilmar, Hrafnkell, Hálfdán, Björn og Birna, ætla að synda fram og til baka og gera má ráð fyrir að sundið taki í heildina 26 til 30 klukkustundir, þeas 12 tíma til Frakklands og um 14 tíma til baka og svo geta komið tafir og frávik.

Ekki er hægt að synda ef veður er of mikið og aldan of há. Algengt við mið er að hámark sé 15 hnúta vindur og aldan 1 til 1,5 metri og skyggni gott. Mikil skipa umferð er um sundið og er breska Landhelgisgæslan með stjórnstöð hér á klettunum fyrir ofan þar sem þeir fylgjast með allri skipa umferð suðvestur um sundið í samstarfi við Frakka sem fylgjast með allri skipa umferð sem er á leið norðaustur um sundið, en þannig eru leiðir skipa að þau silga Englandsmegin við miðlínu til vesturs en Frakklandsmegin til austurs. Að jafnaði ættu að vera 8 manns á vakt í stjórnstöðinni hverju sinni en eru að jafnaði 5 - 6 vegna manneklu þar sem mikið af liði breska flotans er í Afganistan. 

Nú er aðeins beðið eftir að veðrið lægi aðeins, en vindur er aðeins yfir hámarki og þá er aldan líka of mikil. Funda á með skipstjóra fylgdarbátsins í dag og þá skírast vonandi línurnar.

Myndirnar eru frá heimsókn í stjórnstöð Landhelgisgæslunar og sundæfingu í höfninni í Dover, en þar er jafnan margt um manninn að æfa fyrir Ermasundið, en þarna var 4 manna boðsundlið frá New York og fylgdar fólk 2ja sundmanna frá Guernsey m.a.

 

wdover_100909_jon9034.jpgwdover_100909_jon9046.jpgwdover_100909_jon9047.jpgwdover_100909_jon9060.jpgwdover_100909_jon9086.jpgwdover_100909_jon9125.jpgwdover_100909_jon9161.jpgwdover_100909_jon9163.jpgwdover_100909_jon9168.jpgwdover_100909_jon9255.jpgwdover_100909_jon9274.jpgwdover_100909_jon9306.jpgwdover_100909_jon9334.jpgwdover_100909_jon9394.jpgwdover_100909_jon9372.jpg


Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband