Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Sorry Frakkimann !! Það kom maður í frakka?

Það færi í verra ef uppá kæmi að það kæmi maður í frakka, þegar leita ætti að frakka og tæki allar þyrlunar, nema eina sem væri óvinnufær vegna skoðunar. Þá verða góð ráð dýr, alltaf ber þetta uppá það sama. Ríkisstjórn landsins er EKKI með áherslunar og forgangsröðina RÉTTA, frekar en fyrri daginn. Brjótið nú upp sparibaukana og skerið niður þar sem bruðlið er, en ekki þar sem neyðin er.

wlhg_060508_jsm2795.jpgw112D 110207_JSM9245


mbl.is Erfitt að halda í þyrlurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri ekki nær að kaupa olíu á VARÐSKIPIN!

Þegar ekki eru til peningar til að reka eina nauðsynlegustu öryggisþjónustu landsins, þá eru allt í einu hægt að henda tæpum miljarði í einhverja sýningarvitleysu sem engu skilar, nema kostnaði. Orkunýting Íslendinga er löngu orðin heimskunn og ef menn vilja fræðast meira um það þá koma þeir til Íslands til að kynna sér málin. Þessum peningum er betur varið í heilbrigðis og öryggisþjónustu við landsmenn.

 

myndin er fengin af vef LHG.


mbl.is Íslendingar þátttakendur í heimssýningunni í Sjanghai
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryggi landsins í HÆTTU !!!

Það er með ólíkindum hve sljóir þingmenn geta verið, hve sinnulaus ríkisstjórnin þikist stjórna. Þegar allt virðist snúast um að hygla vinum og ættingjum með stöðuveitingum og ráðningum. Á sama tíma er verið að skera niður fjármagn í það sem mestu skiptir! Væri ekki nær að kaupa eldsneyti á flota Landhelgisgæslunar, hafa góða stjórnendur í fararbroddi, samanber Lögreglustjórann á Suðurnesjum, og leggja meiri metnað í það sem máli skiptir frekar enn einhverja bitlinga af því bara. NEI nú er mál að linni, ráðum Jóhann og rekum ríkisstjórnina, þeir virðast ekkert vita um forgangsröðun hvort eð er, þeir vita ekkert til hvers samfélag er, ekkert vita þeir heldur hvað samhygð þýðir. ÖRYGGI landsins veltur á því að hafa góðan rekstur á Landhelgisgæslunni, sérhæfð sveit vaskra ofurhuga þar hafa bjargað hundruðum ef ekki þúsundum landsmanna við jafnvel hin erfiðustu skilyrði. Slík sérsveit finnst varala annars staðar í heiminum, því vegna landfræðilegrar stöðu okkar og válynd veður eru aðstæður hér oftar erfiðari en annarsstaðar. Það er ekkert hik ef fara þarf á hanboltaleik hinu megin á hnettinum, það er engu til sparað að borga undir erlenda heri svo þeir megi æfa sig í hernaðarbrölti við Íslandsstrendur, sennilega af því að aðstæðurnar hér eru það erfiðar að ekki er hægt að líkja eftir þeim annars staðar, svo það ætti ekki að standa í hátt virtri ríkisstjórn að kaupa eldsneyti á flotan!

 Myndirnar eru tengdar Landhelgisgæslunni, meðal annars af Dash 8 vél Sænsku Landhelgisgæslunar, sem er samskonar þeirri er kemur til Íslands á næsta ári, rekstur hennar verður mun ódýrari og nýtnari á eldsneyti meðal annars.

wbikf_080808_jsm9105.jpgwlhg_060508_jsm2816.jpgwlhg_060508_jsm2797.jpgwlhg_060508_jsm2857.jpgwlhg_060508_jsm2948.jpgwlhg_060508_jsm2883.jpgwlhg_060508_jsm2887.jpgwlhg_060508_jsm2919.jpg


mbl.is Landhelgisgæslan fái fjármagn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmenn, ráðherrar, læknar ???

Áekki bara að hækka launin hjá læknum og opinberum embættismönnum eins og hjá þingmönnum, með sjálfvirkri 100% hækkun eins og þeir eru vanir að gera það og bæta síðan við nokkrum nefndarlaunum risnu og aksturskostnaði?

wRK 280207_JSM6527


mbl.is Samningafundur árangurslaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fljúgandi framtak!

Það er ánægjulegt að sjá hvernig gengið er markvist í þessa kannslu og fjárfest í góðum flugvélum. Nýlega féll frá einn af landsins kunnustu flugkennurum, sem lagði sig fram um að hafa góðan og markvissan flugskóla. Er ég hóf nám í flugi hjá Flugskóla Helga Jónssonar í september 1972, þá aðeins 16 ára gamall, þá voru þarna 2 kennslustofur og líklega á annan tug kennara, sem margir hverjir voru með gríðarlega reynslu í flugi, bæði sem áhuga og atvinnumenn. Má þar meðal annars nefna Vilhjálm heitin Vihjálmsson sem kenndi okkur siglingafræði, Ottó Tynes siglinga og flugeðlisfræði, Guðmund Axelson vélfræði, Guðmund Hafsteinsson veðurfræði,  Haraldur Guðmundsson flugreglur, að ógleymdum Helga sjálfum. Í verklega þættinum voru Helgi, Jytta konan hans, Einar Fredricksen, Þórhallur Magnússon, Eyjólfur Reynisson, Kjartan Guðmundsson, Guðmann , Steingrímur Leifsson og ýmsir aðrir sem ég hef ekki nöfnin á. Kennslunni var þannig fyrir komið að kennt var á kvöld námskeiðum sem hófust klukkan sex og voru til svona tíu að ganga ellefu fimm kvöld vikunar í þrjá mánuði. þess á milli vorum við í verklegum æfingum þegar veður leyfði.

Svo fór að halla undan þegar einhverjum spjátrungnum á Alþingi datt í hug að það þyrfti að innheimta söluskatt af öllu sem viðkemur flugi, af einhverjum hvötum sem engin skyldi, því veltan af þessu öllu var svo lítil, þó hún væri að aukast, að það breitti engu fyri þjóðarbúið, því var meir um vert að fá góða og vel þjálfaða flugmenn til að ganga til starfa hjá flugrekendum, en að leggja einhverja skatta sem einhver litblindur þingmaður fann sig knúin til að setja á. Síðan þá hefur flugkennsla gengið upp og niður þar sem þetta er mjög dýrt nám og námslán fengust ekki fyrir þessu námi. Þurftu því nemar að vera uppá foreldra sína komnir eða þræla þess á milli fyrir kostnaðinum.

Reynt var að reka svokallaða Flugbraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og gekk hún í einhverjar fáeinar annir og lognaðist út af. Komið hefur upp sú staða að skortur hefur verið á flugmönnum, sakir þess hve fáir hafa sótt það nám. Ýmsar blikur eru nú með atvinnumöguleika flugmanna vegna efnahagsátands í heiminum og samdráttar á öllum sviðum og grátlegt er að horfa uppá hvernig "Nýríki Nonni" hefur sólundað öllu fé, bæði flugfélaga, fjárfestingafélaga og banka, ekkert virðist sjást fyrir endan á því og hvert gjaldþrotið á fætur öðru skellur á. ég óska Flugakademíunni alls hins besta og megi þeim farnast betur en fyrirrennara þess á Suðurnesjum.

 

copy_of_whella_190708_jsm2924.jpgwhella_190708_jsm1929.jpgwhella_190708_jsm2104.jpgwhella_190708_jsm2405.jpgwhella_190708_jsm2679.jpgwhella_190708_jsm3404.jpgwhella_190708_jsm3724.jpgwhella_190708_jsm3909_676013.jpgwhella_190708_jsm2270.jpg


mbl.is Keilir kaupir fimm kennsluflugvélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfgræðar, græða meira !!!

Þetta er með ólíkindum, hvar endar þessi einkavæðing. Þegar Ríkisbönkunum var breytt í hlutafélög, þá voru allir sannfærðir um það að þeir yrðu í meirihluta eign þjóðarinnar, þegar Landsímin var seldur þá áttu landsmen að eiga kost á að kaupa sér hlut og það í fyrirtækjum sem lýðurinn átti fyrir. En hvað gerðist? Banka auðvaldið er aðeins á fárra manna höndum, Síminn er enn í eigu þeirra sem keyptu hann og þjónustan hefur snar hrakað á öllu landinu. Og næst verður það svo að aðeins þeir sem eiga Banka auðvaldið munu hafa efni á því að fara til læknis til að láta taka hálskirtla hvað þá meir. HVAÐ Á ÞETTA AÐ ÞÝÐA?

 

Bsp 220606_JSM5606

wVH 230207_JSM2933wRK 280207_JSM6527

wRK 280207_JSM6624


mbl.is Samþykktar sjúkratryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins dauði, annars brauð !!!

Þetta er sagt samt með góðum óskum til Futura, sem ekki hefur sínt annað en að vera til fyrirmyndar. Ég hef sjálfur flogið með þeim og var þar allt til fyrirmyndar um borð og góð þjónusta, en eins og máltækið segir er, eins dauði annars brauð. Þetta gæti verið til þess að fleiri flugmenn og flugliðar hjá Icelandair yrðu endurráðnir og héldu vinnunni sinni áfram. Það er einnig einkennilegt að ferðaskrifstofur á Íslandi skulu ekki ná góðum samningum við íslenska flugrekendur og halda vinnunni hér á heimaslóðum. Það má vera að það fáist eitthvað aðeins betra verð hjá erlendum flugfélögum, en afhverju skildi það vera? Það er ekkert ódýrara eldsneyti á þær vélar, lendingargjöld þau sömu, en vera kann að laun flugliða séu mun lakari þar sem um er að ræða starfsmenn frá starfsmannamiðlunum í austari hluta Evrópu, þar sem launakröfur eru minni eða nær engar annað en að hafa bara vinnu. Slíkt er litið sem nýðingsskapur, í íslenskri siðfræði. Það er mun nær að fá launin og veltuna inn í landið, þar sem greidd eru gjöld inn í hítina á Íslandi en ekki út úr landinu. Á árunum er Arnarflug og Air Viking voru uppá það besta, þá þótti það mikið fang að ná samningum um leiguflug erlendis, bæði með sólarlandafarþega, pílagríma og jafnvel frakt. Íslensk flugfélög hafa getið sér góðs orðstýrs á þessum vettvangi svo sem Flugleiðir/Icelandair, Loftleiðir, Flugfélagið Atlanta, Bláfugl, Flugfélagið Þór, Suðurflug, Cargolux sem í upphafi var í íslenskri eigu Loftleiðamanna, Arnarflug, Air Viking, Icecargo og jafnvel fleiri flugfélaga sem ég hef kanski ekki fulla vitneskju um. Íslenskir flugmenn hafa þótt með þeim öruggustu sem finnast í heiminum, sakir góðrar þjálfunar við erfiðar aðstæður.

 

wbikf_250608_jsm8434.jpgwbikf_250608_jsm0769.jpgwbikf_250608_jsm1179.jpgwbikf_250608_jsm0118.jpgwbikf_250608_jsm9008.jpgwbikf_250608_jsm0303.jpgwbikf_250608_jsm1107.jpgwbikf_250608_jsm1261.jpgwbikf_250608_jsm9037.jpgwbikf_250608_jsm9351.jpgwbikf_250608_jsm9100.jpgwbikf_250608_jsm0598.jpg


mbl.is Samningar um leiguflug tryggðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið á að skammast sín !!!

Það er ekki um stóran hóp að ræða og það eru ekki þeir fjármunir sem greina á milli, að vænlegast hefði verið fyrir ríkið að semja þegjandi og hljóðalaust, þá hefði engin tekið eftir þessum samning nema þessar nokkru Ljósmæður sem hefðu þá fengið eðlilega leiðréttingu á launum sínum og stöðu í þjóðfélaginu. það er satt sem einn bloggari segir; að bumbukarlar fá aldrei hríðir! En þeir ættu að vita hvað það er vont að fá hríðir og nauðsynlegt að hafa reynda ljósmóður þegar fæðing gengur yfir og til að fylgjast með móður og barni á eftir svo tilveran og lífið fari eðlilega af stað!

 Myndirnar eru af dóttur dóttur minni Emmu er hún kom í heiminn 30. júní 2008 og ljósmóðirin fer yfir málin með dóttur minni móður Emmu.

wegd_010708_jsm6583.jpgwegd_010708_jsm6621_667173.jpgwegd_010708_jsm6685.jpg


mbl.is Samningafundur með ljósmæðrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stolt landsins á að vera fáninn!

Það er mín skoðun að það á að endurskoða lög um íslenska fánan og rýmka þar heimildir. Svo vitnað sé í árangur nágrana þjóðana, til að nefna Danmörku, þá er nær alveg sama hvað það er sem þú kaupir, sem framleitt er í Danmörku, að danski fánin skal finnast á umbúðunum svo ekki fari á milli mála hvaðan varan kemur. Meir að segja vörur sem einungis eru umpakkaðar í Danmörku. Sjáið bara danskadaga í Hagkaupum og áfram mætti nefna. Við eigum að vera stolt af okkar fána, fyrir okkar litla auðuga land, sem getur tekið að sér flóttamenn hvaðan æfa úr heiminum fætt þau og klætt. Sendir miljónir til uppbyggingar á skólum í miðausturlöndum og Afríku, flýgur sjúkraflug fyrir sænskaríkið frá Thailandi, setur svo PUNKTINN YFIR IIIÐ með Silfurverðlaunum í handbolta á Olympíuleikum.

whero_070908_jsm8525.jpgwhero_070908_jsm8678.jpg


mbl.is Fánum prýddar landbúnaðarvörur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær skildu þeir EINKAVÆÐA ALÞINGI !!!

Þetta er áleitin spurning og sjálfsagt ekki langt að bíða eftir að slíkt frumvarp verði lagt fram. Sjálfgræðisflokkurinn vill blóðmjólka samfélagið aðeins til þess eins að sýna hversu ríkir þeir geta orðið, þessir Faktúrar og Tollheimtumenn. Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu verður ekki til hagsbóta fyrir fólkið í landinu, fólkið sem þarf að strita fyrir þeim litlu launum sem þeim eru skömmtuð hverju sinni, af faktúrum landsins. Ég er þó ekki að taka fyrir það að menn geti/megi ekki fara í sjálfstæðan heilbrigðisrekstur, í sumum tilfellum getur það hagað þannig til að það breytir ekki heildar dæminu. Er ég þá að tala um rekstur eins og Art Medica, sem aðeins er að litluleiti greitt af ríkinu, en er þó starfsemi fyrir ekki mjög stóran hóp fólks, en þó bráð nauðsynlegur. Hins vegar öll almenn læknisþjónusta, bráðamóttaka, skurðaðgerðir af öllu tagi, þar með talið bæklunarlækningar og lítalækningar, eiga að vera á sjúkrahúsunum, öllum aðgengilegar.

Hins vegar geta menn rekið lítalæknastöðvar að vild ef um er að ræða, þjónustu við fólk sem að jafnaði er talið heilbrigt og vill fá breytingar á sér einungis útlitsins vegna, en ekki vegna slysaskaða, eða brotnáms, eins og til dæmis brjósta og slíkt. Við þessi litla þjóð, með öll þessi auðæfi, allar þessar auðlindir, ferska fiskinn, nánast lífrænan landbúnað, hreina vatnið, heita vatnið, raforkuna og á næsta leiti olíulindir norð austan við landið. Hvað gætum við haft það betra? Lnadið er það auðugt að allir gætu átt Range Rover eða Land Cruiser og borgað aðeins fimmtíu krónur fyrir lítran af eldsneyti! NEI það skulu vera nokkrir SUDDARÍKIR til að sína hvað ríkidæmi er.

 Myndinar eru frá ræsingu fornbíla ralls sem nú fer hringin í kringum landið.  www.hero.org.uk

wheroa_070908_jsm8523.jpgwhero_070908_jsm8712.jpgwhero_070908_jsm8879.jpgwhero_070908_jsm8882.jpgwhero_070908_jsm8558.jpgwhero_070908_jsm8910.jpg


mbl.is Sjúkratryggingar til umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband