Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Kæru blogvinir, ættingjar og vinir! Gleðileg Jól.

Kæru blogvinir og allir þeir þeir sem við mig vilja kannast, ætinngjar nær og fjær, samstarfsmenn, viðskiptavinir og félagar. Ég vil óska ykkur öllum ásamt fjölskyldum ykkar, mínar heitustu óskir um gleðileg jól, góðs og farsæls komandi árs, með ást, frið og kærleik í brjósti. Ég vil þakka öllum þeim sem sent hafa mér kveðjur hvort sem þær hafa borist í tölvupósti eða í athugasemdum með bloginu hér á síðunni eða á annan hátt.

Mér er sérstök ánægja að kynna Kertasníki sem birtist hér á mynd í heimsókn hjá dóttursyni mínum honum Jóhanni Otta "Jotta", en hann er nú að upplifa sín önnur jól og er að uppgötva leyndardóma hátíðarinnar. Lifið heil í gleði hátíðarinnar, jólakveðja Jón Svavarsson

                   

wJolinn 2007_tC01019

 

 


Háskólamenntaðir rukkarar !!!

Auðvitað þykjast þeir allir vera að hugsa um hag smáborgarans sem er svo ólánsamur að eiga ekki fyrir skuldunum, eins og þeir eigi frekar fyrir þeim með viðbótarkostnaði sem er kanski jafnmikill og höfuðstóllinn, auk dráttarvaxta og dráttardráttarvaxta. vandin er sá að of mikið er um að fólk eigi ekki fyrir framfærslu sinni, gilliboð og freystingar á hverju horni, "Kaupið núna greiðið seinna". Ég hef haft þann kjæk er ég kem inn á bílabúðir að láta mig dreyma, að ég spyr hvað svona eðal vagn kosti og hvernig greiðslu skilmála er boðið uppá? Undantekningalaust er sölumaðurinn byrjaður á að setja upp reikningsdæmið í tölvunni sinni og spyr? Hvernig greiðslu fyrirkomulag hennti mér? En þið ættuð bara að vera með mér þegar ég segi við þá, hvort ég geti fengið BÍLINN með því að greiða ekkert út og restina í lögfræðing? Sumir fara að hlæja en aðrir verða bara fúlir og móðgaðir.

En eitt er alveg víst að þessi innheimtufyrirtæki eru ekki að hugsa um hag þeirra sem eiga að greiða, þú mátt sko bara kreista síðasta blóðdropan, hverjar sem afleiðingarnar verða.

wFBS 060807_JSM8543wRK 280207_JSM6624


mbl.is Skuldari beri raunkostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi án þingmanna???

Hvernig væri að spara í RÍKISBÚSKAPNUM og reka Alþingi án þingmanna? Væri það ekki hin mesti sparnaður, eða Landsspítalan án FORSTJÓRA? Hvernig dettur mönnum svona fáránlegar tillögur í hug? Maður fyllist bara af allskyns áleitnum spurningum. En þetta rita ég samt með fullri virðingu fyrir BRÁÐALIÐUM Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins, því þar er ein öflugasta bráðaliðasveit sem um getur, menn sem geta nánast allt, en þetta er ekki spurning um það, heldur svo margar aðrar ósvaraðar spurningar sem of langt mál er að rekja hér.  Hvað verður næst? Strætisvagnar án bílstjóra? Lögregla án löggubíla? Á ekki bara að hafa sjúkrahús án sjúklinga, það væri mikill sparnaður.

wLSK 290907_JSM9899wRK 280207_JSM6527wRvik 180407_JSM9801


mbl.is Neyðarbíll verði án læknis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

JÓLATRÉSALA FLUGBJÖRGUNARSVEITARINNAR Í REYKJAVÍK HAFIN !

Hó Hó Hó, þá er jólatrjáarsala Flugbjörgunarsveitarinnar hafin, í einum elsta BRAGGA frá heimsstyrjöldinni síðari, en Bretar reistu hann á sínum tíma og hefur hann ásamt fleirum slíkum reynst vel allar götur síðan. En nú er sem sé byrjuð hin árlega sala á jólatrjám, því að aðeins eru tæpar tvær vikur til jóla. Óþaft er að mynna á að í fyrra fengu færri en vildu og gildir gamla lögmálið fyrstur kemur fyrstur fær, því í fyrra seldist allt upp. Einnig vil ég mynna á að milli jóla og nýárs hefst FLUGELDASALA Flugbjörgunarsveitarinnar og verða sölustaðir víðs vegar um borgina eins og áður. FBSR jólaté

 wFBSR 101207_JSM1587wFBSR 101207_JSM1609


Hafa þeir ekkert betra við tíman að gera???????

Ég tek undir með Þingmanninum á blogsíðu hans, því ég spyr, hafa þeir virkilega ekkert annað við tíman að gera? Aftur og enn, þá segi ég ykkur það, að það er ekki hraðin sem veldur umferðaslysunum, heldur sofandaháttur ökumanna sem eru ekki með hugan við að aka bifreiðum og öðrum ökutækjum, en aukin hraði eykur tjónið og magnar slysið. 60 80 eðq 110 KM á klukkustund, þetta eru allt banvænir hraðar á ökutæki, hinsvegar eru í dag með nýjustu tækni líknarbelgir og bílbelti sem takmarka slys á fólki eða jafnvel kemur í veg fyrir slys. Tveir bílar á vegi sem aka á 60 til 70 og keyra saman nef í nef, verður örugglega mikið slys, því það er eins og að keyra á vegg á 120 til 140 KM hraða, hefur nokkur prófað það?

En að elta ólar við eitthvað jafn lítlfjörlegt og 23 KM yfir leyfðum hraða, hvað þá þegar menn eru 5 til 10 KM yfir leyfðum hraða er bara hlægilegt, manni hefur skilst að það séu staflarnir af alvarlegum afbrotum, þjófnaði og líkamsárásum ó leyst því það er ekki nægur mannskapur til að vinna úr þeim málum, væri ekki nær að leggja meiri áherslu á slíkar lausnir heldur enn að vera að tefja fólk sem er þó að reyna að koma sér áfram. 

Slys 211205_JSM5569


Tomas Maklausi má hvorki fara né koma ?

Þetta er alveg dæmalaust fyri íslenskt dómskerfi, glæpamenn eru verðlaunaðir fyrir dugnað. þeir bæta tölurnar hjá Ríkislögreglustjóra um upplýst sakamál og er síðan sleppt til að hækka þær enn frekar. Hvar endar þetta? Fær hann kanski byssuleyfi í jólagjöf frá Lögreglunni? Er ekki komin tími til að setja þannig lög að hægt sé að taka hættulega glæpamenn úr umferð og þá er ég að tala um stórhættulega ofbeldisfulla GLÆPAMENN ?w112D 110207_JSM8784wRK 280207_JSM6624
mbl.is Gæsluvarðhald fellt úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin furða !!!

Það er ekki að vænta framfara, þegar skólanenfdir og fræðslu yfirvöld sveitarfélaga eru svo upptekin við að rífa allt niður og rótast í kerlingarkveinum. Í stað þess að byggja upp og rækta betri fræðslu á öllum sviðum, leikskóla og grunnskólastigum. Stjórnendur fræðslumála hjá sveitarfélögum eru alltof upptekin við að þiggja nefndarlaunin í stað þess að vinna fyrir þeim og rífast um hver eigi að sitja hvar og svo framvegis. Samband sveitarfélaga leggja síðan sitt framlag með því að halda niðri launum kennara svo þeir hrökklist úr starfi og leiti í önnur auðveldari og betur launuð störf. Stjórnun og efling fræðslumála á fyrstu stigum er eitt það mikilvægasta í þessu þjóðfélagi, því það eru þau börnin_MG_7209 sem munu erfa landið.

wMen 180807_JSM1520

 

 


mbl.is Vonsvikin með PISA-könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein ástæða fyrir veru REYKJAVÍKURFLUGVALLAR !

Það er engum blöðum um það að fletta hversu LÍFSNAUÐSYNLEGUR Reykjavíkurflugvöllu er landi og þjóð. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að reikna út frekar hvað það yrði mikill kostnaðarauki, hvað þá áhætta með mannslíf, ef innanlandsflugið færi til Keflavíkur. Það hlýtur hver heilvita maður, sem einhverja smá glóru hefur í kollinum að sjá. Sjúkraflug er ekki bara til og frá Akureyi, heldur allra staða á landinu sem hafa flugvöll og ég er nokkuð viss um það að Akureyringar myndu ekki vilja flytja þann flugvöll til Ólafsfjarðar eða Grenivíkur, eða hvert ætti til dæmis að flytja flugvöllin í Vestmannaeyjum, kanski út í Surtsey? NEI mínir kæru landar, flugvellir eru sennilega þau samgöngumannvirki sem sett eru niður á stöðum sem þeim hentar best, bæði gagnvart aðkomu og fjarlægð frá byggð, öryggissjónarmiðum, veðurfari og landslagi. Það er meira en hægt er að segja um flesta akvegi og gatnamót í höfuðborginni, sem mörg hver eru algjör klúður.

BIRK 010107_wJSM3139Rvk 060306_JSM3798wBIRK 110607_JSM6493BIRK 120507_JSM5274BIRK 200507_JSM2642BIRK 200507_JSM2808


mbl.is Mikil aukning í sjúkraflugi á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband