Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
15.1.2007 | 10:41
Blóðgjöf er lífgjöf!
![]() |
50 hafa gefið blóð 100 sinnum eða oftar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2007 | 10:17
Fátækt eða alsnægt?
15.1.2007 | 09:36
Heningarhús eða glæpabæli?
![]() |
Leitarhundur á Litla-Hrauni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2007 | 17:35
Hvað er til ráða?
Já Lögreglan er með vakandi auga á radarnum og mælir þar í talnaglugganum hversu miklir glæpan menn við erum, jú það er rétt að hraðatakmörk eru á götum landsins því miður eru engir "Autobanar" á Íslandi. Það væri oft nær fyrir Lögregluna að hafa auga með aksturslagi manna og ástandi bifreiða sérstaklega með tilliti til ljósanotkunar og ástand þeirra. Alltof margir nota ekki stefnuljós, einn ökumaður sem ég var farþegi hjá um daginn, bar því við að væri engin bíll á eftir honum til að gefa stefnumerki til, en hann gleymdi því að það eru ekki bara bílarnir á eftir okkur sem eru að líta eftir stefnumerkjum heldur allir aðrir sem eru í kringum okkur á akbrautum fyrir utan það að það er skilda að nota öll þau merki sem getið er um hvort sem maður er einn á ferð um hánótt eða í umferðaröngþveiti. það vantar þetta uppá í siðferðinu í umferðamenningu Íslendinga. Ég er ekki að hvetja til eða mæla hraðaakstri bót en þó, gleymum ekki til hvers þessi tæki eru framleidd til, en það er að koma okkur frá A til B á sem skemmstum og öruggustum tíma. þegar sett voru takmörk á hraða bifreiða um ákveðna vegi var það í fyrstu gert til leiðbeininga fyrir ökumenn en síðar kom í ljós að menn voru sumir hverjir að fara aðeins fram úr þeim takmörkum og þá voru settar sektir þeim til höfuðs. Alveg eins og var með bílbeltin og notkun síma í akstri, settar voru reglur og síðar voru settar sektir fyrir að fara ekki eftir þeim boðum. Slysin í umferðinni eru alltof mörg, og ber að varast að hengja bakara fyrir smið, vegakerfið er langt frá því að vera eins og það ætti að vera hjá jafn siðmenntaðri og ríkri þjóð sem okkur Íslendingum. Fólk þarf að muna eftir því hver sé tilgangur með tilveru þeirra og afhverju við vingumst og elskumst, við eigum aðeins þetta eina líf sem okkur var gefið í fæðingu og það er aðeins eitt öruggt eftir það, allt annað er hvað við tökum okkur fyrir hendur og látum af okkur leiða í lífinu.
Svo spyrja menn og jafnvel fullyrða að það ætti að hækka aldurinn til að fá ökuleyfi, það eitt leysir ekki vandan. Ég hóf akstur á vélknúnu ökutæki sjálfur er ég var tólfára gamall á dráttarvélum í sveitinni, en á undan því fór ég á námskeið hjá Slysavarnafélagi Íslands en þar var góður og ábyrgur maður að kenna okkur ungviðinu á þessi ökutæki, Sigurður Ágústsson lögreglumaður, í beinu framhaldi af því réð ég mig í kaupamennsku og ók þar um allar sveitir. Síðar kynntist ég bifreiðum og hafði ég þá mikin undirbúning að baki og var öllum hnútum kunnugur, enda þurfti ég ekki nema þrjá ökutíma með kennara áður en ég tók sjálft bílprófið og gerðist þetta allt á innan við viku, en gleymum ekki að ég var búin að vera í þjálfun í rúm fjögur á á undan því og þannig nokkuð vel undirbúin í ökupróf, mig langar að skjóta því aðmeð að ég mátti byrja að læra að fljúga ári áður en ég mátti byrja hjá ökukennara í ökunámi, eða þegar ég var bara sextán ára. Enda tók ég SÓLÓpróf í flugi tveim dögum áður en ég tók bílprófið. og núna þrjátíu og sjö árum síðar er ég enn lifandi, akandi og stundum fljúgandi.
Það er vissulega rétt að undirbúningur fyrir ökuréttindi þarf að vera meiri, en að hækka aldursmarkið leysir engan vanda, það færir hann bara til um aldursþrep. Vissulega eru tvítugir með meiri ábyrgðartilfinningu en táningar en það eru líka fimmtugir en samt gerir fólk allskyns axarsköft í umferðinni, ekur drukkið, hálf sofandi og þaðan af verra. Það eina sem dugir eru breiðari vegir og öruggari, góður undirbúningur nýrra ökumanna og ekki síst betra siðferði í umferðinni, með því að sína tillitsemi, árvekni, vinna saman í umferðinni og ekki að gleyma að nota öll þau hjálpartæki sem við á hverju sinni svo sem, bílbelti, stefnuljós og hafa öll ljós í lagi. Spurning er hvort að það eigi ekki að taka það upp í námskrá grunnskólana að hafa undirbúning til ökuprófs, ég veit dæmi þess að það hefur verið sumstaðar sem valfag, dæmi Smáraskóli og Kópavogsskóli, en þar eru meðal kennara frábærir ökukennarar með mikla reynslu og hafa nemendur nýtt sér þennan valkost með góðum árangri, en ætti það ekki að vera bara skilda.
Með umferðar kveðju Jón
![]() |
Á 157 km hraða á Reykjanesbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2007 | 13:36
Hátíðarkvöldverður Klúbbs Matreiðslumeistara 2007.
Jæja gott fólk þá er enn eitt yndislega árið hafið og árlegir dagsskrárliðir komnir í gang, en einn þeirra er hin árlegi Gala kvöldverður KM. Þar koma styrktaraðilar og velunarar klúbbsins og njóta þess besta sem gerist í matarmenningu landsins. Matseðillinn er að venju yfirgrips mikill eða ellefu rétta og þá er ekki talið með kaffi og konfekt í lokinn. Að þessu sinni bar aðalrétturinn höfuð og herðar yfir þessum glæsilega kvöldverði, en það var andarbringa með smjörfylltrikartöflu grænmeti og skreitt með kryddjurtum, ég verð að segja það að þetta var ein besta önd sem ég hef smakkað og hef ég þó smakkað þær margar. Ánægju stundir sem þessar færa manni sólaryl í skammdeginu og gera lífið yndislegra, við hér á Íslandi erum svo heppin að eiga matreiðslumeistara á heimsmælikvarða enda er landslið KM meðal tíu bestu í heimi samkvæmt heimslistanum, núna í mánuðinum eða nánar tiltekið 21. janúar fer hópur fólks með leiguflugii til Lyon í Frakklandi, þar sem Friðgeir Ingi Eirríksson matreiðslumaður keppir á hinni óopinberu heimsmeistarakeppni kokka sem nefnist Bocuse d'Or og kennd er við hin fræga franska kokk Paul Bocuse, en keppni þessi er haldin annað hvert ár og er ef ég man rétt haldin í tuttugasta sinn að þessu sinni. Aðeins 24 þjóðir fá tækifæri á að taka þátt og er keppnin í tvo daga, aðeins 12 kokkar keppa í einu og eru 24 dómarar eða einn frá hverju landi, 12 þeirra smakka kjötréttinn og hinir tólf smakka og dæma fiskréttinn. Hráefnið er valið af keppnishöldurum og mega kokkarnir síðan útfæra réttina að vild eftir það, fyrir tveim árum var hráefnið danskt kálfakjöt og íslenskur skötuselur, en að þessu sinni verður franskur kjúklingur og lúða frá Noregi. íslensku keppendurnir sem tekið hafa þátt á síðast liðnum árum hafa náð þriðja til níunda sæti, en Hákon Már Örvarsson náði þriðja sæti árið 2001 og Ragnar Ómarsson komst í fimmtasæti árið 2005. þetta er í annað sinn sem Klúbburinn stendur fyrir leiguflugi til Lyon og skilst mér að það séu enn örfá sæti laus ef einhvern langar að koma með farið verður frá Keflavík þann 21. jan og komið heim til baka þann 25. jan verðið er mjög hóflegt með gistingu og öllu og er það ferðaskrifstofan Praktikal sem hefur milligöngu með ferðina, ég hvet alla matgæðinga á að skella sér með því þetta er sannkölluð "Gourme" ferð, þvi auk þess eru kokkarnir með sérstakan matseðil í flugvélinni og verður það ekki af verri endanum.
5.1.2007 | 15:56
Get ekki orða bundist!
![]() |
Innbrotsþjófar fundust í felum niðri við sjó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2007 | 15:30
Öryggið uppmálað eða einkalíf í beinni???
Í gær skrifaði ég eftir farandi blogg sem ég ætla að endurbirta hér með viðbót sem þarft er að íhuga en þau skrif eru eftirfarandi;
Jú vissulega geta rafrænarmyndir sem þessar leyst mörg málin sem koma upp, en áhrifaríkast er þó sýnileg öflug Löggæsla, eins og stefna nýs Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins hefur boðað. Það er engum blöðum um það að fletta að þegar fjölmennið var sem mest hér um árið í miðbænum, þá var það fjöldi lögreluþjóna sem settir voru á vakt í miðborgina sem skiptu mestu máli og komu þannig í veg fyrir meiriháttar líkamsmeiðingar, með tilveru sinni á staðnum. Það get ég fullyrt með vissu þar sem ég var flestar helgarnar á fréttavaktinni um helgar. Svo komu myndavélarnar og þá hvarf lögæslan úr miðborginni, því lögreglan var orðin skíthrædd að vera niðri í bæ um helgar, það var betra að vera í úthverfunum og takast frekar á við heimiliserjur og hávaðakvartanir en að hætta lífi sínu í miðborginni. Þannig varð ofurtrú á rafrænt öryggi með rafrænarmyndavélar á nokkrum götuhornum. Menn gleymdu því að myndavélarnar gátu ekki stöðvað slagsmál og bjargað slösuðum, það er aðeins í mannlegum krafti að framkvæma, en myndavélarnar skrásetja atburðin en koma ekki veg fyrir þá.
það er vert að athuga það að myndavélar þær sem um ræðir í þessari frétt og upplýstu þetta ógeðfelda mál eru ekki eign lögreglunar, heldur eru þær á húsi sendiráðs fyrrum Sovétríkjana og flokkast því undir njósnir um samborgarana, en allt það í gríni því auðvitað er það þeim nauðsynlegt að geta fylgst með útidyrunum hjá sér, því svo mörg mál hafa komið upp sem valdið hafa þeim ógnun og andstöðu í heiminum, talandi um ýmsar aðgerðir á alþjóðavettvangi, en hvað um það ef alls skynsemis er gætt þá eru þetta hin þörfustu verkfæri samanber lausn á þessu máli og mörgum öðrum, en hvort það eigi að fjölga þessum myndavélum er ákafalega STÓR SPURNING! Það er því erfit að greina á milli hvort um raunverulegt "öryggi" sé annars vegar eða bara hreinar og klárar persónu NJÓSNIR. það er því þörf á að hafa slíka hluti í huga þegar leyfðar eru uppsetningar á myndavélum sem slíkum.
Það er einhvernvegin í eðli mannsins að þurfa að vita allt um alla, slúðrið lætur aldrei á sér standa og hvað svo sem hægt er að fullyrða um þagmælsku þeirra sem á þær myndir sem þessar myndavélar horfa á, þá hafa lekið alskyns upplýsingar út í samfélagið um það sem þar sést, ég tek það fram að ég er ekki að vísa til ákveðina opinbera aðila femur en sambærilegrar gæslu sem framkvæmd er innan ýmisa fyritækja og stofnanna og ýmist starfsmenn þeirra eða aðkeyptrar þjónustu öryggisfyrirtækja er að ræða, því miður menn eru greinilega ekki svo þögglir þegar GRÓA Á LEITI er komin á kreik. Munum bara fæst orð bera minnsta ábyrgð, gjörið ekki öðrum það sem þér viljið ekki að aðrir gjörir yður.
4.1.2007 | 15:48
Ofurtrú á rafrænt öryggi !!

![]() |
Myndir úr öryggismyndavél skiptu grundvallarmáli við lausn líkamsárásarmáls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.1.2007 | 13:45
Já ganga vel?
Já ganga vel?
það er teigjanlegt þetta hugtak ganga vel, það litla sem er í gangi gengur vel, að sjálfsögðu, því stórum hluta flugflotans er jarðsettur (grounded) og getur sig hvergi hreyft. Hins vegar er ekki nógu góður gangur í því að tryggja opinberum starfsmönnum, sem unnið hafa störf sín að nákvæmni og öryggi svo áratugum skiptir, sjálfsögð réttindi þeirra sem þeir hafa áunnið sér með fullum rétti. Sturla myndi ekki vilja að félagar hans á Alþingi myndu ákveða að leggja niður samgönguráðuneytið og stofna nýtt ráðuneyti undir stjórn einhvers annars og kalla það Stoðferðaráð ohf, NEI og ekki aldeilis. Farið að hætta þessari einkavæðinga vitleysu og einbeita ykkur að því að reka áfram af heillindum stórfyrirtækið ÍSLAND ohf.
![]() |
Flugsamgöngur ganga vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.1.2007 | 22:04
Viðbúnir, tilbúnir ????
Já það er ekki einleikið þegar einkavæða á Ísland, oftast eru breitingar breitingana vegna ekki til neinna framdrátta fyrir samfélagið. Það hefur sínt sig á undaförnum áratugum með gífurlegum framförum bæði á sviði flugþjónustu og öflugri og betri loftförum að Íslendingar hafa ekki látið sitt eftir liggja. Með fullkomnum hugbúnaði var Ísland með fyrstu þjóðum að taka upp rafræna flugumferðarstjórnun, það er íslenskt fyrirtæki sem hefur hannað einn fullkomnasta hugbúnað til flugumferðarstjórnunar og sú tækni verið tekin upp víðar í heiminum. Það hefur verið leitað til Íslendinga með aðstoð við uppbyggingu á flugumferðaþjónustu vítt og breitt um heimin til að endurskipuleggja flugvelli og rekstur þeirra, svo sem í Afganistan og ríkjum fyrrum Júgóslavíu og meira væri hægt að telja upp. Slökkvilið flotastöðvarinnar sem var á Miðnesheiði á Keflavíkurflugvelli, skipuð Íslendingum, hefur verið í fremstu víglínu meðal jafningja, og enn mætti lengi telja. Líklega er Íslanskaflugstjórnarsvæðið eitt af því viða mesta sem gerist í heiminum, þrátt fyrir mikla umferð á mörgum flugvöllum vítt um heiminn þá eru líklega færri flugvélar á hvern flugumferðastjóra í umsjón hverju sinni þar, en þeirra íslesnku sem fá alla flugumferð milli heimsálfana, Ameríku og Evrópu auk heimsskautsins, það er auk þess viðurkennt að þetta svæði sé eitt erfiðasta vegna strjálbýlis og erfiðra fjarskipta. Íslenska flugumferðaþjónustan er ein sú allra öruggasta sem þekkist, og slíka þekkingu og hæfni er ekki hægt að kaupa út í búð eins og hvert annað góðgæti. Það ætti að vera stolt okkar og þá undir forystu kjörina fulltrúa okkar sem falið er að reka þetta stóra fyrirtæki ÍSLAND ohf, fyrir okkar hönd, að búa vel að allri opinberi starfsemi sem hugsast getur. Það hefur sýnt sig að Íslendingar eru að upplagi metnaðarfullir og vilja vera bestir í öllu sínu hvað svo sem það heitir. Fyrsta skilda stjórnenda ÍSLAND ohf er að tryggja að öll sú þjónusta sem við, JÁ ég segi við höfum komið okkur upp, hvort heldur er, menntamál, öryggismál, samgöngumál, atvinnumál eða heilbrigðismál, séu fyrirliggjandi fyrir ALLA á hvaða stigum þeir eru enda hafa Íslendingar státað af því að ekki sé nein stéttaskipting á Íslandi, sem sagt allir jafnir. Virðum rétt okkar og þau áunnu réttindi hvort heldur sem þau eru persónuleg eða samfélagsleg, verndum hag landsmanna og gerum Ísland að besta landi til að búa á í veröldinni.
Með þjóðarstolti Jón Svavarsson
![]() |
Viðbúnaðaráætlun Flugstoða skerðir ekki flug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Frétta viðhorf og samfélagið !
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 78342
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 18.2.2021 Miðborgir/bæjir og Borgarlína gegn bílafólki!
- 15.5.2020 Það er ekki örugt nema það sé örugt!
- 26.4.2020 Kominn tími til !
- 29.3.2011 ICESLAVE NEI TAKK !!!
- 16.11.2010 Á VIRKILEGA AÐ FAGNA MISGJÖRÐUM !!!
- 16.10.2010 ENN er KINDABYSSUNNI veifað !!!!
- 16.10.2010 Þeir RÍKU verða ríkari og FÁTÆKIR fátækari !!!
- 16.6.2010 Bara loka Borginni vesta Elliðaár !!!
- 6.6.2010 Bara rekan og ráða nýjan !!!
- 19.5.2010 Lokum bara LANDSPÍTALANUM hann er hvort eð er svo dýr í rekst...
- 19.5.2010 Ég skal kaupa HS Orku !!!
- 3.5.2010 Blekking til að fá að Hækka IÐGJÖLD!
- 28.4.2010 Enda flokkur í ÚTRÝMINGARHÆTTU !!!
- 13.4.2010 MISTÖK Á MISTÖK OFAN !!!
- 1.4.2010 Alltof seint í rassin gripið !!!
Spurt er
Tenglar
Ljósmyndun
Upplýsingar og þjónusta fyri ljósmyndara.
- MOTIV Ljósmyndaþjónusta
- Framköllun stækkanir Einnig atburða vefur til að kaupa myndir
- MOTIV ljósmyndir
- Sölu og viðgerðarþjónusta Myndavélar og fylgihlutir.
- Ljósmyndavefur sala Ragnar Th.
- Myndabanki Stock photos
- MOTIV á 123.is
Bloggvinir
-
kleopatra7
-
olinathorv
-
gudruntora
-
nanna
-
lillagud
-
stjornlagathing
-
draumur
-
dagsol
-
kreppan
-
kally
-
raksig
-
herdis
-
annamargretb
-
margretrosa
-
helgafell
-
lauola
-
bjarkey
-
netauga
-
domubod
-
ingunnjg
-
keg
-
steingerdur
-
annaragna
-
liljan
-
trukona
-
lady
-
estro
-
sms
-
bifrastarblondinan
-
agny
-
katja
-
eddabjo
-
alla
-
gudridur
-
jona-g
-
nupur
-
blekpenni
-
asgerdurjoh
-
kolgrima
-
katrinsnaeholm
-
halkatla
-
gislina
-
tothetop
-
fia
-
kolbrunb
-
jarnskvisan
-
thorasig
-
bryndisisfold
-
jonaa
-
gudfinna
-
thorbjorghelga
-
eyglohardar
-
helgasigrun
-
vglilja
-
ranka
-
abg
-
joninaben
-
gurrihar
-
motiv
-
doritaxi
-
edvard
-
formula
-
fridrikomar
-
gunnarkr
-
ktomm
-
ragnarborg
-
reynsla
-
siggisig
-
stormsker
-
sveinnhj
-
konur
-
810
-
annakr
-
addamaria
-
alfheidur
-
asdisran
-
astan
-
begga
-
beggibestur
-
benna
-
beggabjuti
-
biddam
-
birgitta
-
brostubara
-
brynja
-
bubot
-
daman
-
diddan
-
ellasprella
-
erlaosk
-
estersv
-
evathor
-
fanneybk
-
fannygudbjorg
-
fararstjorinn
-
fjola
-
fridust
-
gmaria
-
grazyna
-
goodster
-
gudrunjona
-
gudrunmagnea
-
gyda
-
hallarut
-
heidistrand
-
heidathord
-
hlinnet
-
hugrenningar
-
idno
-
ingabesta
-
ingibjhin
-
ingibjorgelsa
-
ippa
-
ipanama
-
isdrottningin
-
jahernamig
-
kittysveins
-
kketils
-
klaralitla
-
konukind
-
ladyelin
-
lara
-
larahanna
-
liljabolla
-
margretloa
-
mariaannakristjansdottir
-
mariakr
-
marzibil
-
mongoqueen
-
ollasak
-
olofdebont
-
pannan
-
ragnhildur
-
roslin
-
ringarinn
-
saedis
-
saragumm
-
sifjar
-
sigrunfridriks
-
sirrycoach
-
skessa
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sveitaorar
-
thorunnvaldimarsdottir
-
villagunn
-
id
-
morgunbladid
-
vestfirdir
-
armannkr
-
biggibraga
-
binnirarfn
-
bjarnihardar
-
brandarar
-
brandurj
-
businessreport
-
drengur
-
ea
-
esv
-
fiskholl
-
folkerfifl
-
fridjon
-
fsfi
-
gattin
-
gebbo
-
golli
-
gudmundurmagnusson
-
gudni-is
-
hafstein
-
hlekkur
-
hnodri
-
hogni
-
hvala
-
ibb
-
icekeiko
-
jax
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kentlarus
-
ketilas08
-
killerjoe
-
korntop
-
krams
-
kristinnhalldor
-
krilli
-
ljosmyndarinn
-
malacai
-
nosejob
-
olafurfa
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
pallvil
-
palmig
-
photo
-
runarsv
-
saethorhelgi
-
skrekkur
-
stebbifr
-
steinibriem
-
svei
-
thj41
-
vefarinnmikli
-
valurstef
-
vefritid
-
iador
-
svanurg
-
ksh
-
margretsverris
-
einarorneinars
-
ejk
-
heidihelga
-
benediktae
-
baldher
-
elvira
-
rannveigh
-
addags
-
minos
-
heidarbaer
-
aslaugfridriks
-
naflaskodun
-
jyderupdrottningin
-
franseis
-
hrannsa
-
valdimarjohannesson
-
arnthorhelgason
-
bookiceland
-
minnhugur
-
thordisb