Neyðarsendir í Reykjavíkurhöfn !

Merki frá neyðarsendi fóru að berast snemma á laugardagsmorgun frá togara sem staddur var í Reykjavíkurhöfn. Við eftirgrenslan kom í ljós að um var að ræða togaran Qavak frá Grænlandi, en hann var dregin vélarvana af miðunum á vesturdjúpum af varskipinu Ægi fyrir um mánuði síðan. Stjórnstöð Landhelgisgæslunar ræsti út viðeigandi aðila til að finna sendin, en hann var ekki þar sem hann átti að vera fastur á brúarhandriði skipsins, því að fyrir skömmu var farið ófrjálsri hendi um skipið og sprengdur upp gúmmbjörgunarbátur, sennilega í leit að lyfjum og líklega á sama tíma hefur neyðarsendirinn verið fjarlægður úr sínu hulstri og hent á milli skips og bryggju og lent þar inni í hjólbarða sem notaðir eru sem fríholt við bryggjuna og á flóðinu á laugardagsmorgun sem var mjög stórstreymt, náð að komast á flot og við það fer hann sjálfvirkt í gang er hann kemst í snertingu við sjó. Fenginn var félagi úr Flugbjörgunarsveitinni til að miða út sendin á staðnum því hann var hvergi í sjónmáli, en allar vísbendingar og miðanir bentu síðan til þess að hann væri undir bryggjunni á Ægisgarði, þar sem hann fannst skömmu síðar eftir að togarinn hafði verið færður til og Færeyski dráttarbáturinn Thor Goliath kom þar að og sá þá skipstjóri hans ljósmerki frá sendinum undir bryggjunni og sótti hann, en dráttarbáturinn mun draga togaran til Danmerkur til viðgerðar. Félagar úr Flugbjörgunarsveitinni tóku við sendinum og slökktu á útsendingum hans. Neyðasendar af þessari gerð senda frá sér merki sem gefur til kynna um hvaða skip sé að ræða og eiga þeir einnig að gefa nokkuð nákvæma staðrákvörðun, aðvörun frá þeim koma upp á öllum vakstöðvum sem fylgjast með merkjum frá slíkum sendum og þurfti því að finna sendin og slökkva á neyðarsendingunni. Jón Svavarsson Flugbjörgunarsveitinni 

 

welt-ovoj_051209_jon2599.jpgwelt-ovoj_051209_jon2570_940145.jpgwelt-ovoj_051209_jon2572_940147.jpg


mbl.is Neyðarbauja í Reykjavíkurhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég þakka bara fyrir að Dóri mágur minn var ekki ræstur út í gær, hann var í brúðkaupsveislu hjá dóttur minni.  Dóri mágur er Halldór Benóní Nellett.. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.12.2009 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband