Gleðilegt ár landar mínir!

Já gott fólk, það er komið enn eitt nýtt árið og frá er horfið merkisárið 2006. En fyrir röskum þrjátíu árum var ég að reyna að gera mér í hugarlund hvernig veröldin yrði á því herrans ári 2006. Ekki gat ég séð fyrir mér alla þessa tæknivæðingu og allskyns framfarir. Fyrir rúmum 25 árum er ég og félagar mínir útskrifuðumst úr Símaskólanum sem rafeindavirkjar (símvirkjar) vorum við að reyna að gera okkur í hugarlund hvernig bílasími með sjálfvirku númeravali gæti orðið. Sú mynd sem fyrir okkur blasti þá var bákn sem líklega yrði á stærð við meðal ferðatösku í skottinu. En raunin varð önnur, í dag erum við með enn fullkomnari síma sem gerir enn meir en að vera bara sími, meir að segja eru fyrirferða minni en vasareiknivélarnar sem við vorum að nota í skólanum þá, en á þeim tíma voru þær um það bil 2 sentimetrar á þykkt og um málið var um það bil 10 x 15 sentimetrar, en í dag færð þú síma sem er um 5 millimtrar á þykkt 5 sinnum 8 sentimetrar í ummál og geymir allskyns upplýsingar, dagbók, bókhald, símaskrá auk þess að vera myndavél og leiðsögutæki með fullkomnum landakortum. margir venjulegir vel gáfaðir menn þurfa tveggja mánaða námskeið til að nýta sér alla þá möguleika sem í boði eru, svona er nú tækniheimurinn orðin. Fyrir fjörtíu árum síðan var hlegið að öllum brellunum í gaman þáttunum um Smart spæjara, en hann hafði meir að segja leyni síma í skónum, hverjum skildi hafa dottið í hug þá hvað framtíðin bæri í skauti sér.

Gaman verður að fylgjast með næsta áratug til að byrja með, en með hugmyndum manna um mannlausar flugsamgöngur þ.e.a.s. engir flugmenn bara sjálfvirktæki líkt og er í lestarsamgöngum víða og hafa að sumum finnst ganga bara vel, en þá er ekki verið að fórna lestarstjórum ef það verður járnbrautarslys, eins ef að flugvél fer niður þá er ekki flugmönnum fórnað. EN HVAÐ? Er þá bara allt í lagi að fórna farþegunum og kenna svo bara tækninni um ef illa fer! NEI það eru alltaf einhverjir til ábyrgðar, það eru alltaf finnanlegar ástæður fyrir afleiðingum. Í þessu sem öllu öðru þarf að bera ábyrgð á tilverunni leita leiða til að bæta umhverfið, samfélagið og samlíf okkar hér á jörð. Mín tillaga er að við öll tökum okkur á, látum þetta nýja ár vera fyrsta skref okkar allra til betra lífs með samhygð og kærleika. Vinnum öll að bættri tilveru á þessari jörð eða eins og máltækið segir "oft veltir lítil þúfa þungu hlassi" okkar litla Ísland gæti verið þessi litla þúfa til að velta því þunga fargi sem ánauð heimsins á við að stríða.

Nýárskveðjur Jón Svavarsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband