Að synda Ermasund er þrekraun!

Sumir kalla þetta geggjun en aðrir kalla það áskorun að leggja í að synda yfir Ermasundið milli Englands og Frakklands. Styttsta leið þarna á milli eru um 35 KM en að jafnaði eru sund menn að synda um 50 KM vegna sjávarfalla. Strangar reglur eru um það hvernig þetta er framkvæmt, einstaklingur þarf að leggja af stað frá Shakespearhöfða og þarf að taka land í Frakklandi í raun í einni lotu, hann má ekki snerta fylgdar bátinn og ekki njóta neinnar aðstoðar annarar en að fá fæðu á sundinu, það má ekki nota nein hjálpartæki og aðeins klæðast hefðbundnum sundfatnaði, hafa eina sundhettu og sundgleraugu. Vegna banns Frakka við landtöku er nægilegt að synda það nálægt landi að hægt sé að standa í fjöruborðinu í vatni (sjónum).

Í boðsundi þá eru aðeins öðru vísi að því leiti, að sundmenn synda í klukkustund hver fyrir sig í einu og sá sem er að taka við byrjar fyrir aftan þann sem hann leysir af og syndir framúr honum þá fyrst getur hinn komið um borð í fylgdarbátinn og halda þarf sömuröð allan tíman.

Þessir sex fræknu sundmenn; Heimir Hilmar, Hrafnkell, Hálfdán, Björn og Birna, ætla að synda fram og til baka og gera má ráð fyrir að sundið taki í heildina 26 til 30 klukkustundir, þeas 12 tíma til Frakklands og um 14 tíma til baka og svo geta komið tafir og frávik.

Ekki er hægt að synda ef veður er of mikið og aldan of há. Algengt við mið er að hámark sé 15 hnúta vindur og aldan 1 til 1,5 metri og skyggni gott. Mikil skipa umferð er um sundið og er breska Landhelgisgæslan með stjórnstöð hér á klettunum fyrir ofan þar sem þeir fylgjast með allri skipa umferð suðvestur um sundið í samstarfi við Frakka sem fylgjast með allri skipa umferð sem er á leið norðaustur um sundið, en þannig eru leiðir skipa að þau silga Englandsmegin við miðlínu til vesturs en Frakklandsmegin til austurs. Að jafnaði ættu að vera 8 manns á vakt í stjórnstöðinni hverju sinni en eru að jafnaði 5 - 6 vegna manneklu þar sem mikið af liði breska flotans er í Afganistan. 

Nú er aðeins beðið eftir að veðrið lægi aðeins, en vindur er aðeins yfir hámarki og þá er aldan líka of mikil. Funda á með skipstjóra fylgdarbátsins í dag og þá skírast vonandi línurnar.

Myndirnar eru frá heimsókn í stjórnstöð Landhelgisgæslunar og sundæfingu í höfninni í Dover, en þar er jafnan margt um manninn að æfa fyrir Ermasundið, en þarna var 4 manna boðsundlið frá New York og fylgdar fólk 2ja sundmanna frá Guernsey m.a.

 

wdover_100909_jon9034.jpgwdover_100909_jon9046.jpgwdover_100909_jon9047.jpgwdover_100909_jon9060.jpgwdover_100909_jon9086.jpgwdover_100909_jon9125.jpgwdover_100909_jon9161.jpgwdover_100909_jon9163.jpgwdover_100909_jon9168.jpgwdover_100909_jon9255.jpgwdover_100909_jon9274.jpgwdover_100909_jon9306.jpgwdover_100909_jon9334.jpgwdover_100909_jon9394.jpgwdover_100909_jon9372.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viltu senda myndina sem ég er búin að bíða eftir í eitt og hálft ár!!! Allar upplýsingar í þeim mörgu póstum sem ég hef sent þér undanfarið!!

Jóna Kristín (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband