Fljúgandi framtak!

Það er ánægjulegt að sjá hvernig gengið er markvist í þessa kannslu og fjárfest í góðum flugvélum. Nýlega féll frá einn af landsins kunnustu flugkennurum, sem lagði sig fram um að hafa góðan og markvissan flugskóla. Er ég hóf nám í flugi hjá Flugskóla Helga Jónssonar í september 1972, þá aðeins 16 ára gamall, þá voru þarna 2 kennslustofur og líklega á annan tug kennara, sem margir hverjir voru með gríðarlega reynslu í flugi, bæði sem áhuga og atvinnumenn. Má þar meðal annars nefna Vilhjálm heitin Vihjálmsson sem kenndi okkur siglingafræði, Ottó Tynes siglinga og flugeðlisfræði, Guðmund Axelson vélfræði, Guðmund Hafsteinsson veðurfræði,  Haraldur Guðmundsson flugreglur, að ógleymdum Helga sjálfum. Í verklega þættinum voru Helgi, Jytta konan hans, Einar Fredricksen, Þórhallur Magnússon, Eyjólfur Reynisson, Kjartan Guðmundsson, Guðmann , Steingrímur Leifsson og ýmsir aðrir sem ég hef ekki nöfnin á. Kennslunni var þannig fyrir komið að kennt var á kvöld námskeiðum sem hófust klukkan sex og voru til svona tíu að ganga ellefu fimm kvöld vikunar í þrjá mánuði. þess á milli vorum við í verklegum æfingum þegar veður leyfði.

Svo fór að halla undan þegar einhverjum spjátrungnum á Alþingi datt í hug að það þyrfti að innheimta söluskatt af öllu sem viðkemur flugi, af einhverjum hvötum sem engin skyldi, því veltan af þessu öllu var svo lítil, þó hún væri að aukast, að það breitti engu fyri þjóðarbúið, því var meir um vert að fá góða og vel þjálfaða flugmenn til að ganga til starfa hjá flugrekendum, en að leggja einhverja skatta sem einhver litblindur þingmaður fann sig knúin til að setja á. Síðan þá hefur flugkennsla gengið upp og niður þar sem þetta er mjög dýrt nám og námslán fengust ekki fyrir þessu námi. Þurftu því nemar að vera uppá foreldra sína komnir eða þræla þess á milli fyrir kostnaðinum.

Reynt var að reka svokallaða Flugbraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og gekk hún í einhverjar fáeinar annir og lognaðist út af. Komið hefur upp sú staða að skortur hefur verið á flugmönnum, sakir þess hve fáir hafa sótt það nám. Ýmsar blikur eru nú með atvinnumöguleika flugmanna vegna efnahagsátands í heiminum og samdráttar á öllum sviðum og grátlegt er að horfa uppá hvernig "Nýríki Nonni" hefur sólundað öllu fé, bæði flugfélaga, fjárfestingafélaga og banka, ekkert virðist sjást fyrir endan á því og hvert gjaldþrotið á fætur öðru skellur á. ég óska Flugakademíunni alls hins besta og megi þeim farnast betur en fyrirrennara þess á Suðurnesjum.

 

copy_of_whella_190708_jsm2924.jpgwhella_190708_jsm1929.jpgwhella_190708_jsm2104.jpgwhella_190708_jsm2405.jpgwhella_190708_jsm2679.jpgwhella_190708_jsm3404.jpgwhella_190708_jsm3724.jpgwhella_190708_jsm3909_676013.jpgwhella_190708_jsm2270.jpg


mbl.is Keilir kaupir fimm kennsluflugvélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband