Eins dauði, annars brauð !!!

Þetta er sagt samt með góðum óskum til Futura, sem ekki hefur sínt annað en að vera til fyrirmyndar. Ég hef sjálfur flogið með þeim og var þar allt til fyrirmyndar um borð og góð þjónusta, en eins og máltækið segir er, eins dauði annars brauð. Þetta gæti verið til þess að fleiri flugmenn og flugliðar hjá Icelandair yrðu endurráðnir og héldu vinnunni sinni áfram. Það er einnig einkennilegt að ferðaskrifstofur á Íslandi skulu ekki ná góðum samningum við íslenska flugrekendur og halda vinnunni hér á heimaslóðum. Það má vera að það fáist eitthvað aðeins betra verð hjá erlendum flugfélögum, en afhverju skildi það vera? Það er ekkert ódýrara eldsneyti á þær vélar, lendingargjöld þau sömu, en vera kann að laun flugliða séu mun lakari þar sem um er að ræða starfsmenn frá starfsmannamiðlunum í austari hluta Evrópu, þar sem launakröfur eru minni eða nær engar annað en að hafa bara vinnu. Slíkt er litið sem nýðingsskapur, í íslenskri siðfræði. Það er mun nær að fá launin og veltuna inn í landið, þar sem greidd eru gjöld inn í hítina á Íslandi en ekki út úr landinu. Á árunum er Arnarflug og Air Viking voru uppá það besta, þá þótti það mikið fang að ná samningum um leiguflug erlendis, bæði með sólarlandafarþega, pílagríma og jafnvel frakt. Íslensk flugfélög hafa getið sér góðs orðstýrs á þessum vettvangi svo sem Flugleiðir/Icelandair, Loftleiðir, Flugfélagið Atlanta, Bláfugl, Flugfélagið Þór, Suðurflug, Cargolux sem í upphafi var í íslenskri eigu Loftleiðamanna, Arnarflug, Air Viking, Icecargo og jafnvel fleiri flugfélaga sem ég hef kanski ekki fulla vitneskju um. Íslenskir flugmenn hafa þótt með þeim öruggustu sem finnast í heiminum, sakir góðrar þjálfunar við erfiðar aðstæður.

 

wbikf_250608_jsm8434.jpgwbikf_250608_jsm0769.jpgwbikf_250608_jsm1179.jpgwbikf_250608_jsm0118.jpgwbikf_250608_jsm9008.jpgwbikf_250608_jsm0303.jpgwbikf_250608_jsm1107.jpgwbikf_250608_jsm1261.jpgwbikf_250608_jsm9037.jpgwbikf_250608_jsm9351.jpgwbikf_250608_jsm9100.jpgwbikf_250608_jsm0598.jpg


mbl.is Samningar um leiguflug tryggðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband