Kynning verðandi Heimsforseta samtaka klúbba mateiðslumeistara á þingi þess í Dubai Sameinuðu furstaríkjunum!

wWACS 120508_JSM6323wWACS 120508_JSM6357wWACS 120508_JSM6370wWACS 120508_JSM0011

 

 

Hitin hér í dubai er um 37° til 45° á celsius, en innan dyra er hitinn frá 18° til 25° að jafnaði, hvor tveggja mjög þægilegt. En þeir félagar Gissur Guðmundsson, Hilmar B. Jónsson og Helgi Einarsson stóðu fyrir kynningu á framboði sínu til forsetu í alheimssamtökum matreiðslumeistara, WACS. þeim félögum gekk vel og fluttu þeir mál sit fagmannlega og hindrunarlaust. Nái þeir kjöri er það á stefnuskrá þeirra að efla ungliðastarfsemi matreiðslumanna, auka og efla samskipti á meðal aðildar þjóðanna. Einnig er á stefnuskrá þeirra að breyta reglum varðandi dómgæslu á alþjóðakeppnum en þar hafa verið nokkuð staðnaður hópur sem litla sem enga nýliðun hafa haft. Fellst breytingin aðallega í því að víxlskipta dómurum og þjálfa inn fleiri dómara. Þessi dómgæsla sem um ræðir reynir mest á í alþjóðlegum keppnum, svo sem Heimsbikarmótinu sem haldið er í Luxembourg fjórða hvert ár og Olympíumeistaramótinu sem fram fer í Erfurt í þýskalandi á fjögura ára fresti en þessar keppnir eru á víxl á annað hvert ár. Það er reynslan að borið hefur á því hve dómgæslan hafi verið einslit, það er að segja þorri dómara hafa verið Þjóðverjar eða þýskumælandi og jafnvel verið þjóðverjar en þó fulltrúar annara ríkja svo sem Bandaríkjana, Singapore víðar.

Kosningin sjálf fer fram í fyrramálið og er ekki mikið sem munar á fylgi þeirra tveggja framboða sem tilkynnt hafa verið, Singapore og Ísland. Íslenska framboðið hefur þó haft vilyrði fyrir um 55% atkvæðisbærra aðildarríkja og ætti því að ná kjöri ef engin skiptir um skoðun. Það er mín trú að þeir eigi eftir að skipta sköpum á þessum vettvangi næstu fjögur árinn og má búast við að sjá markerandi breytingar strax á næsta ári, því það tekur talsverðan tíma í að vinna að öllum þeim málefnum sem á dagskrá eru.

Menn spyrja, af hverju eru íslendingar að trana sér fram í þessu? Jú það vill svo til að Gissur og félagar hafa starfað ötullega að hagsmunamálum matreiðslumeistara. Hilmar B. Jónsson var einn af stofnfélögum Klúbbs Matreiðslumeistara á Íslandi og gengdi þar forsetu um tíma og starfað í þeim samtökum ötullega, Hilmar átti drýgstan þátt í að koma Íslandi í alheimssamtökin WACS, hann rak matreiðsluskóla og hóf útgáfu á Gestgjafanum ásamt konu sinni. Gissur hefur starfað ötullega í Klúbbnum frá því að hann gekk þar inn og þar til fyrir tveim árum síðan var forseti klúbbsins til margra ára. Auk þess var hann einnig forseti Norðurlanda samtakanna þar til á síðasta ári og nú er hann reyðubúin að leggja krafta sína í að efla samtarf og þróunn á alþjóðlegum vettvangi. Helgi Einarsson er sölustjóri hjá Dreyfingu, hann hefur starfað í stjórn KM og hefur ferskar og góðar hugmyndir um hvernig hann vill sjá framtíðina í þessum málum. þannig að augljóst er að þarna fara fram menn með reynslu, hugmyndir og áræði að koma þeim í kring.

Jón Svavarsson Dubai, Sameinuðu furstaríkjunum. UAE United Arabic Emerates.

 

Sjá má fleiri myndir á vefnum; www.123.is/motivmedia  

wWACS 120508_JSM6150wWACS 120508_JSM0002wWACS 120508_JSM0046wWACS 120508_JSM6304


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Kysstur strákana frá okkur þá sérstaklega Hilmar og ef þú sér Ellu hún er systkynabarn Þóris, mín elskulega.  Annars knús á ykkur öll þarna í hitanum.

Ía Jóhannsdóttir, 13.5.2008 kl. 22:55

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Átti að vera Ella og Þórir eru systkynabörn hehehe....

Ía Jóhannsdóttir, 13.5.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband