8.2.2008 | 23:06
Loksins, orð í tíma töluð, ég hef alltaf sagt þetta !!!
Það gleður mitt litla hjarta að lesa þessar setningar sem hafðar eru eftir ÆÐSTA yfirmanni löggæslumála í Reykjavík. Það er einmitt lóðið, starf frétta manna og fréttaljósmyndara er að upplýsa og skrá söguna, eða með öðrum orðum þá erum við að skrá Íslandssöguna. Fólki finnst það ekkert merkilegt sem er að gerast á líðandi stund, en svo eftir örfá ár þegar flett er til baka þá finnst öllum rosa merkilegt það sem því þótti jafnvel mjög hversdagslegt daginn sem það gerðist. Í fórum mínum á ég einhverjar miljónir af myndum frá þúsundum ólíkra atburða, sem gerst hafa vítt og breitt um heiminn. Samt hef ég ekki ferðast neitt rosa mikið, en þó hef ég fylgst með nokkrum heimsviðburðum og einstökum atburðum, bæði í gleði og sorg og allt þar á milli. Það hefur verið mér mikið áhuga efni að viðhafa gott samstarf við Lögreglu og Slökkvilið, Slökkviliðið er alveg sér á parti því þeir hafa alltaf verið liðlegir og tilbúnir að aðstoð á allan hátt, en hinsvegar er því miður allt of oft sem að stangast hefur á með fréttamönnum/ljósmyndurum og Lögreglu, þar sem einungis hefur verið um viðhorfsvandamál viðkomandi lögreglumanns í þau einstöku skipti. Það hefur nefnilega loðað við Lögregluna að innan þeirra raða hafa verið og eru því miður enn, einstaklingar sem hafa óbeit á fjölmiðlafólki, stundum er það á gunni þess að hafa slæma reynslu af einstaka fjölmiðlamanni, því þeir eru ekkert heilagri en annað fólk, en þessir ákveðnu Lögreglumenn detta í þá grifju að dæma þá alla undir sama hatt. Ég hef þá reynslu að hafa átt frábært samstarf við Lögregluna í þau þrjátíu og tvö ár sem ég hef glímt við fréttaljósmyndun, en þó hefur einstaka sinnum borið á skugga, sem oftast hefur verið leiðréttur eða öllu heldur friðþægst yfir. Oftar en ekki hefur það komið í minn hlut að láta í minni pokan í þeim tilvikum. Jafnvel þó að sannað hafi verið að um óþarfa valbeitingu hafi verið að ræða og ég hafður fyrir rangri sök, en slíkt á ekki að eiga sér stað. Starf fjölmiðlafólks er að fjalla um atburði og segja frá þeim á óhlutdrægan hátt og án þess að misbjóða einum né neinum. Hins vegar getur komið upp sú staða að til dæmis ljósmyndarar myndi eitthvað sem ekki er birtingar hæft, slíkt gerist oftast óafvitandi og óviljandi, en það getur þó verið merkileg söguskráning, en þarf ekkert að birtast að minnsta kosti ekki opinberlega en gæti nýst í ransókn málsins eða skírslugerð, Lögreglan hefur ótal oft leitað til mín með myndir af vettvang og jafnvel fengið mig til að mynda fyrir sig á staðnum. Ég get nefnt eina sögu sem gerðist á fyrstu áum mínum, það var slys á Vesturlandsvegi rétt ofan við Ártúnsbrekku, Jeppi og Volkswagen bjalla höfðu skollið saman, því þá lágu akreinarnar saman tvær og tvær í hvora átt. Ökumaður jeppans misti stjórn á honum sennilega vegna þess að stýrisbúnaður bilaði, við það lenti hann framan á Bjöllunni, en í henni voru tveir aldraðir bræður, sem síðar kom í ljós að látist hefðu samstundis. Er ég kom að byrjaði ég að mynda eins og venjulega eða þar til Lögreglumaður kom til mín og benti mér góðfúslega á það að ekki væri vert að mynda bílinn því mennirnir væru sennilega látnir, tók ég þeirri ábendingu með þakklæti og hagaði störfum mínum í takt við það. Þess vegna er nauðsynlegt að sína tillitsemi á báða bóga og vinna saman en ekki gegn hvor öðrum.
Ég sagði það árið 2000 eftir 1. júlí þegar búið var að halda hina kristilegu þjóðvegahátíð, sem er það við mið er Lögreglan tók upp svo kallað TETRA fjarskiptakerfi, sem gerði okkur fréttaljósmyndurum gjörsamlega ómögulegt að fylgjast með útkallsrás Lögeglunar sem við vorum þó búnir að vera að hlusta á í áratugi og gátum alltaf flokkað á milli þess sem var fréttaefni og hins sem ekki var fréttaefni og kom okkur í raun ekkert við enda vorum við ekkert að hlusta eftir því. Þó kom það of oft fyrir að við heyrðum Lögreglumenn kítast og jafnvel viðhafa svívirðingar í garð hvors annars á öldum ljósvakans. Slíkt á náttúrulega ekki að eiga sér stað, vonandi hefur það lagast með auknum aga þó svo að starfsandinn sé kanski ekki nógu góður, ef marka má uppsagnir vegna launamála og aðbúnaðarmála.
Ég segi það aftur og enn, það má aldrei spara né skera niður í öryggismálum en hagsýni og eðlilegt aðhald er af hinu holla og góða. Ég hef verið ómyrkur í máli mínu hér, en ég veit að þeir sem eiga þetta, taka það til sín, en hinir sem þetta á ekki við, halda áfram að starfa af sama heiðarleika, drengskap og festu sem hingað til.
Ljósmyndasýningin Útkall 2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Frétta viðhorf og samfélagið !
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 18.2.2021 Miðborgir/bæjir og Borgarlína gegn bílafólki!
- 15.5.2020 Það er ekki örugt nema það sé örugt!
- 26.4.2020 Kominn tími til !
- 29.3.2011 ICESLAVE NEI TAKK !!!
- 16.11.2010 Á VIRKILEGA AÐ FAGNA MISGJÖRÐUM !!!
- 16.10.2010 ENN er KINDABYSSUNNI veifað !!!!
- 16.10.2010 Þeir RÍKU verða ríkari og FÁTÆKIR fátækari !!!
- 16.6.2010 Bara loka Borginni vesta Elliðaár !!!
- 6.6.2010 Bara rekan og ráða nýjan !!!
- 19.5.2010 Lokum bara LANDSPÍTALANUM hann er hvort eð er svo dýr í rekst...
- 19.5.2010 Ég skal kaupa HS Orku !!!
- 3.5.2010 Blekking til að fá að Hækka IÐGJÖLD!
- 28.4.2010 Enda flokkur í ÚTRÝMINGARHÆTTU !!!
- 13.4.2010 MISTÖK Á MISTÖK OFAN !!!
- 1.4.2010 Alltof seint í rassin gripið !!!
Spurt er
Tenglar
Ljósmyndun
Upplýsingar og þjónusta fyri ljósmyndara.
- MOTIV Ljósmyndaþjónusta
- Framköllun stækkanir Einnig atburða vefur til að kaupa myndir
- MOTIV ljósmyndir
- Sölu og viðgerðarþjónusta Myndavélar og fylgihlutir.
- Ljósmyndavefur sala Ragnar Th.
- Myndabanki Stock photos
- MOTIV á 123.is
Bloggvinir
- kleopatra7
- olinathorv
- gudruntora
- nanna
- lillagud
- stjornlagathing
- draumur
- dagsol
- kreppan
- kally
- raksig
- herdis
- annamargretb
- margretrosa
- helgafell
- lauola
- bjarkey
- netauga
- domubod
- ingunnjg
- keg
- steingerdur
- annaragna
- liljan
- trukona
- lady
- estro
- sms
- bifrastarblondinan
- agny
- katja
- eddabjo
- alla
- gudridur
- jona-g
- nupur
- blekpenni
- asgerdurjoh
- kolgrima
- katrinsnaeholm
- halkatla
- gislina
- tothetop
- fia
- kolbrunb
- jarnskvisan
- thorasig
- bryndisisfold
- jonaa
- gudfinna
- thorbjorghelga
- eyglohardar
- helgasigrun
- vglilja
- ranka
- abg
- joninaben
- gurrihar
- motiv
- doritaxi
- edvard
- formula
- fridrikomar
- gunnarkr
- ktomm
- ragnarborg
- reynsla
- siggisig
- stormsker
- sveinnhj
- konur
- 810
- annakr
- addamaria
- alfheidur
- asdisran
- astan
- begga
- beggibestur
- benna
- beggabjuti
- biddam
- birgitta
- brostubara
- brynja
- bubot
- daman
- diddan
- ellasprella
- erlaosk
- estersv
- evathor
- fanneybk
- fannygudbjorg
- fararstjorinn
- fjola
- fridust
- gmaria
- grazyna
- goodster
- gudrunjona
- gudrunmagnea
- gyda
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- hlinnet
- hugrenningar
- idno
- ingabesta
- ingibjhin
- ingibjorgelsa
- ippa
- ipanama
- isdrottningin
- jahernamig
- kittysveins
- kketils
- klaralitla
- konukind
- ladyelin
- lara
- larahanna
- liljabolla
- margretloa
- mariaannakristjansdottir
- mariakr
- marzibil
- mongoqueen
- ollasak
- olofdebont
- pannan
- ragnhildur
- roslin
- ringarinn
- saedis
- saragumm
- sifjar
- sigrunfridriks
- sirrycoach
- skessa
- steinunnolina
- stinajohanns
- sveitaorar
- thorunnvaldimarsdottir
- villagunn
- id
- morgunbladid
- vestfirdir
- armannkr
- biggibraga
- binnirarfn
- bjarnihardar
- brandarar
- brandurj
- businessreport
- drengur
- ea
- esv
- fiskholl
- folkerfifl
- fridjon
- fsfi
- gattin
- gebbo
- golli
- gudmundurmagnusson
- gudni-is
- hafstein
- hlekkur
- hnodri
- hogni
- hvala
- ibb
- icekeiko
- jax
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kentlarus
- ketilas08
- killerjoe
- korntop
- krams
- kristinnhalldor
- krilli
- ljosmyndarinn
- malacai
- nosejob
- olafurfa
- omarragnarsson
- ottarfelix
- pallvil
- palmig
- photo
- runarsv
- saethorhelgi
- skrekkur
- stebbifr
- steinibriem
- svei
- thj41
- vefarinnmikli
- valurstef
- vefritid
- iador
- svanurg
- ksh
- margretsverris
- einarorneinars
- ejk
- heidihelga
- benediktae
- baldher
- elvira
- rannveigh
- addags
- minos
- heidarbaer
- aslaugfridriks
- naflaskodun
- jyderupdrottningin
- franseis
- hrannsa
- valdimarjohannesson
- arnthorhelgason
- bookiceland
- minnhugur
- thordisb
Eldri færslur
2021
2020
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Nýjustu færslurnar
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
- Flokkur fólksins
- Að tapa sigrinum
- Namibía: hvenær koma Íslendingarnir aftur?
- Húsnæðisáætlanir sem gleyma fólkinu
Athugasemdir
Vel mælt og algjörlega satt. Bannað að skera niður, en allt í lagi að veita aðhald. Hafðu það gott minn kæri.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.