Jón Eyjólfur Jónsson sundkappi er látinn

 

Jón Eyjólfur Jónsson JEJ 131104t_2332

f. 18. maí 1925 látinn 29. nóvember 2007, 82 ára.

Eyjólfur var fæddur og uppalin á Grímstaðarholtinu, sonur hjónana Jóns Eyjólfssonar og Þórunnar Pálsdóttur. Í æsku fékk Eyjólfur berkla og um hríð var óttast að taka þyrfti af honum fæturna vegna þeirra veikinda. Eyjólfur læknaðist og komst á legg og lagði fyrir sig íþróttir. Sjósund var ein af aðal íþróttagreinum hans og þreytti hann mörg afrekssundin, meðal þeirra var Drangeyjarsundið sennilega með þeim erfiðari, því þar er sjávarhiti mjög lágur og synti hann Grettissundið, sem hann synti tvisvar, ósmurður í nælonskýlu einni fata. Einnig var Eyjólfur kunnur fyrir Akranessundið, Kollafjarðarsundið, Vestmannaeyjasundið og svo synti hann ótal oft yfir Skerjafjörðinn til Bessastaða (Álftanes) en nokkrir sundmenn ásamt dóttur syni Eyjólfs syntu það í boðsundi fyrir þremur árum, í tilefni af útgáfu ævimynninga Eyjólfs, sem Jón Birgir Pétursson ritaði, og var hópnum boðið til kaffisamsætis hjá forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, að Bessastöðum að því loknu, þar sem Eyjólfur afhenti forsetanum fyrsta eintakið af bókinni. Eyjólfur var eini Íslendingurinn sem reynt hafði að synda Ermasundið frá Dover til Calais í Frakklandi, þar til síðasta sumar en þá reyndu þeir fyrir sér Benedikt Lafleur og Benedikt Hjartarson, fylgdist Eyjólfur með þeim afrekum og fékk fréttir jafnóðum til Adelaide. Eyjólfur var sæmdur Gullmerki ÍSÍ 25. nóvember 2004.

Í æsku var Eyjólfur mikill leiðtogi og ásamt Halldóri fisksala, sem giftur var föðrusystur Eyjólfs, stofnuðu þeir íþróttafélagið Þrótt. Stóðu þeir fyrir miklu unglinga og barna starfi á þeim vettvangi og er Þróttur meðal elstu íþróttafélaga sem starfa í Reykjavík og var hann alla tíð mjög stoltur af starfi þeirra sem er metnaðarfullt og drífandi.

Eyjólfur misti eiginkonu sína, Katrínu Dagmar Einarsdóttur, fyrir ellefu árum síðan, var það honum mikil sorg, því þau voru mjög samrýmd og samtaka í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Að henni látinni var Eyjólfi boðið til Ástralíu, af vini sínum Joseph Walsh, en vinskapur þeirra hófst um heimstyrjöldina síðari, þar sem Joe var hér sem þýðandi og dulmálsþýðandi breskahersins. Að heimstyrjöldinni lokinni héldu þeir áfram vinasambandi og heimsóttu þeir hvor annan á æviskeiði sínu. Síðar flutti Joe til Ástralíu, Adelaide, en þar bjó Eyjólfur síðustu árin ásamt Marie Pilgrim, sem hann kyntist í heimsókn sinni til Joe árið 1996. hafa þau síðan búið saman í Adelaide og komið saman í heimsóknir til Íslands nokkrum sinnum síðan.

Fjölskyldan minnist Eyjólfs með miklum söknuði og djúpri virðingu, sem mikils mannvinar og kærleiksríks vinar og frænda.

w_MG_2273w_MG_2502w_MG_2505w_MG_2603w_MG_2580w_MG_2621w_MG_2794w_MG_2803w_MG_2856w_MG_5800w_MG_5819w_MG_5872


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kallý

Falleg færsla kæri Nonni minn. En amma dó árið 1996 - þannig að það eru 11 ár síðan en ekki 12

Kallý, 29.11.2007 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband